Morgunblaðið - 19.06.1962, Side 6

Morgunblaðið - 19.06.1962, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. júní 1962 6 Æskulýös- og málaráðstefna d vecrum. landssambandsins gegn. dfengisbolinu Ótakkaða frímerkjaörkin. Spegilprentunin sést vel. Merkilegt afbrigði íslenzkra frimerkja EITT a1 Reykjavíkurblöðunum skýrði frá því á sunnudag að frimerkjasafnari einn hérlenidis hefði undir höndum eina örk af 15 aura Geysisfrímerkjum, ó- tökkuðum, með spegilprentun á baki. Vegna þessarar fréttár hafði Mbl. tal af Jónasi Hall- grímssyni, frímerkjafréttaritara blaðsins, og bað hann segja sitt álit á máli þessu. Jónas sagði að það vaeri úti- lokað að segja til um verðmæti slíkra afbrigða vegna þes að þau eru hvergi skráð með verði í al- þjóða frímerkjaverðlistum og að iþað væri sjaldgæft að finna kaup anda að slíkum misprentunum. Fyrir nokkrum árum var örk (50 stk. af merkjum þessum, sem ótökkuð voru, en ekki spegil- prentuð, til sölu hjá erlendum frímerkjakaupmanni og seldi hann hvert einstakt merki á 7500 krónur og þótt þessi örk, sem um getur, sé talin vera spegil- prentuð, má telja það næstum útilokað að virða örkina á eina milljón kr., sbr. frímerki frá öðrum löndum, sem þekkjast spegilprentuð. Hinsvegar sagði Jónas að því væri ekki að neita að hér væri um að ræða „raritet" af íslenzkum frímerkjum, en hvenær og hvar kaupandi fynd- ist væri ekki hægt að segja um eins og væri. Fyrir nokkrum árum var ó- takkað 15 aura Geysismerki skráð í dönskum frímerkjaverð- lista á 1200 danskar krónur stykkið, sem eftir núverandi gengi er 7.500 kr. ísl. og eins og kunnugt er, þá er í flestum til- fellum ekki hægt að selja ís- lenzkt frímerki á verðlistaverði heldur er verð það, sem þar er skráð, miðað við skipti á frí- merkjum milli safnara en sölu- verð er ávallt lægra en verðlista- verðið. Eftir þessari verðskrán- ingu ætti því örkin af ótökkuð- um 15 aura Geysismerkjum að kostp 376 þúsund kr. og má full- yrða að vart sé hugsanlegt að finna kaupanda, sem væri fús til að greiða þetta verð fyrir örkina, jafnvel þótt hún sé spegil prentuð. Jónas gat þess að hann liti svo á að örk þessi væri bezt komin í hendur íslenzku póststjórnar- innar til þess að vera til sýnis frímerkjasöfnurum og öðrum, sem áhuga hafa á frímerkjum, ef póststjórnin kæmi upp póst- minjasafni. I>ess má geta, að umrædd Geysismerki voru prentuð í Bret landi og gefin út 1. apríl 1938. Þegar frímerkin eru tökkuð eða götuð eru notaðar til þess vélar og í þær látið nokkuð magn af örkum í einu. Ef arkirnar, sem látnar eru í vélina hverju sinni, eru of margar, getur það átt sér stað að götunarkambarnir nái ekki í gegnum neðstu arkirnar þannig að þá komi út ótökkuð örk, sem síðan sleppur framhjá endurskoðun á merkjunum. Þessi götunaraðferð er talin gamal- dags, því að nútíma frímerkja- prentunar og götunarvélar eru þannig gerðar að engin örk fer í gegnum þær án þess að takkast því það er gert um leið og prent- un merkjanna fer fram. Er því útilokað með öllu að slíkar ótakk aðar frímerkjaarkir sjái dagsins Ijós, séu þær prentaðar í ný- tízku vélum. • „Þúa að fyrra bragði“ Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri Völlum skrifar: Bílstjóri hefur nýlega kvart að undan því í blaðinu að fólk þúi sig án leyfis eða að fyrra bragði. Ja, fyrr má nú vera dónaskapur. Allur far- þegahópurinn mundi þó horfa með undrun ef enginn mættd víkja frá því að þéra hvern einasta bílstjóra. Þið megið trúa því, að sú regla kemst aldrei á, því bílstjórar eru yf irleitt alveg dramblausir menn og mjög hlýlegir í viðskiptum. Þessvegna ættu allir að um- gangast þá með hégómalausri kurteisi og vita að það er ekki endilega • víst að þeir kæri sig neitt um þéringar — að fyrra bragði. Eitt sinn heyrði ég af vör um hámenntaðs manns, að þéringar hefðu upphaflega ver ið léleg einangrunarkennd FRÁ föstudeginum 22. júní til þriðjudagsins 26. júní n.k. verður haldið í Reykjavík nám- skeið um æskulýðs og félagsmál og reynt að kryfja til mergjar nokkur helztu vandamál ís- lenzkrar æsku í dag. Sérstaklega verður ýmis félagsstarfsemi æskufólks bæði kynnt og rætt um hugsanlegar leiðir til fjöl- breyttara og þróttmeira starfs hinna ýmsu félagssamtaka Á hverjum degi námskeiðsins verður flutt eitt eða fleiri fram- söguerindi um aðalefni dagsins og síðan verður kaffihlé, frjáls- ar umræður og fyrirspurnir, sem þátttakendur eru hvattir til að taka þátt 1 og loks kvikmynd Umræðuefni daganna eru: Skóla æskan í dag, skemmtanalífið, félagsmál og félagsstörf, áfeng- isvandamál á atómöld, reglu- semi, íþróttir og heilbrigði. Til framsögu um hin ýmsu efni hafa verið valdir menn, sem hafa faver á sínu sviði mikla og trausta reynslu í samibandi við starf ýmissa félagssamtaka eða tofnana. Má þar nefna: Helga Þorláksson skólastjóra, Braga Friðriksson formann Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur, séra Árelíus Níelsson, Ólaf Kristjánsson skólastjóra, Pétur Björnsson erindreka frá AA-samtökunum, og Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóra ÍSÍ, fulltrúa frá SVFÍ, BFÖ, og lögreglunni, hrokafullra manna, sem heimt uðu múghylli með valdi. Sams konar þjóðarvenja þrífst enn sums staðar og mörgum finnst gott að grípa til hennar — í ákveðnum tilgangi, í stað sannrar virðingar og bræðra- lags. Nú er óðum að draga úr þeirri gerfimennsku að þéra. Og auðvitað er gáfað og menntað fólk manna vísast til þess að taka hlýtt í hönd hvers smælingja og segja: — Við erum raunverulega jafn réttháir þegnar vors þjóðfé- lags og umfram allt aðeins menn. Svo skulum við taka eftir því að engum dettur í hug að þéra vini sína — ekki einu sinni mesta og bezta vin inn okkar allra. Eg skrifa þess ar línur með kærri kveðju til allra bílstjóra, sem aldrei hafa né munu þéra mig. Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum. prófessor Niels Dungal, Símon- ía Gabor íþróttaþjálfara og Vil- •hjálm Einarssion kennara. Má af þessu sjá að víða er gripið nið- ur og það er trú og von forstöðu manna námskeiðisins að við framsöguerindi og umræður komi ýmisleg reynsla fram er að gagni megi koma í þeirri við- leitni að ráða bót á ýmsu því, sem betur má fara í uppeldis- málum vorum í dag. Þó er það forstöðumönnum námskeiðs þessa vel ljóst, að það stendur og fellur með því, að áhugamenn sæki það og leggi þannig sinn skerf til þessara mikilvægu mála. Á það skal lögð sérstök áherzla að nám- skeiðið er öllum opið og mjög æskilegt að sem flestir áhuga- samir menn og konur, uppal- endur, kennarar, forystumenn Lömb flæðir uppi í vatnavöxtum VOPNAFIRÐI, 18. júní. — Hér hefur verið slæm tíð og stór- rigningar. Töluvert hefur farizt af lömbum vegna veðurfarsins, en ekki er vitað enn, hve mikið það er. Nokkur hafa farizt þann- ig, að ár hafa flætt yfir bakka og lömb flætt uppi. — Sigurjón. • Málið til að „ná sambandi“ Eg held að það gæti nokk urs misskilnings á eðli þér- inga hjá bréfritara. Þó er á- gætt að fá enn einu sinni um ræður um þetta. Þéringar, eða réttara sagt þessi óvissa sem nú ríkir í þéringa-málinu, skapar hreinustu vandræði í daglegri umgengni manna. Eg hefi ætíð talið það góð an sið að þéra ókunnuga, sem ég ekki á nema óbein við- skipti við, enda jafn eðlilegt að þéra þá og að þúa þá sem ég þekki betur, það á ekkert skilt við hroka, „háa og lága“ eða neitt slíkt. Aftur á móti þýðir ekkd að berja höfð- inu við steininn með það, að svo margir kunna ekki orðið að þéra og er það svo óeðli- legt, að ekki er hægt að kom og leiðtogaefni yngri sem eldrl láti ekki þetta tækifæri til heil brigðrar fræðslu ónotað. Fram- sögumenn eru ekki úr neinum ákveðnum félagssamtökum eða með fyrirfram ákveðnar sam- hljóma skoðanir. Þeir eru vald- ir úr ýmsum stéttum og stofn- unum og ræða um ólíka þætti þessara mála. Tekið er á móti umsóknum og nánari upplýsingar veittar i sima Áfengisvarnarráðs. Vér treystum því að áhugafólk um félagsmál láti þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. N ORÐURL ANÐ AMÓTINU I bridge er nú lokið og urðu úr- slit þessi: Opni flokkurinn 1. Svíþjóð 25 stig 2. Danmörk 20 — 3. Noregur 14 — 4. Finnland 11 — 5. ísland 10 — A-sveit íslands vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu, enda fékk sveitin öll stig ís- lands. Kvennaflokkur 1. Danmörk 8 stig 2. Noregur 7 — 3. Svíþjóð 7 — 4. Finnland 5 — 5. ísland 3 — ast í samband við þá í sím- tali, þegar byrjað er á að þéra. Og þegar á allt er litið, er þá ekki hið talaða mál til þess gert að gera mannlegum verum fært að tjá sig hver við aðra og „ná þannig sam- bandi“. En það er þetta óvissa á- stand, sem gerir alla bölvun ina. Mér er í rauninni alger lega sama hvort ég þéra eða þúa manneskju, sem ég tala við í fyrsta sinn. En ég veit bara ekki ætíð hvort hún kann betur við. Stundum byrjar maður á að þéra og hinn að “9 ilinn verður eins og feiminn skólastrákur, og ef þúað er umsvifalaust, á maður það á hættu að viðmælandinn þéri og finnist sér misboðið. Þau eru ófá hlægilegu samtölin, sem tveir aðilar eiga, er báð ir hafa ákveðið að láta hinn ákveða hvort formið eigi að nota og báðir forðast eins og heitan eldinn að nota annar ar persónu fornafnið. Og það versta er, að fólk sem ekki temur sér hvort tveggja verður svo óöruggt i framkomu við ókunnuga og veit ekkert hvað það á að segja við þá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.