Morgunblaðið - 27.07.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1962, Blaðsíða 2
2 " MOKCVNfíLAÐIÐ FöstudagWr 27. júli 1962 * * -> 351 : 253 Macmillan og stjórn hans vottað traust Hörð orðaskipti milli forsætisráð- herrans og Gaitskells i Neðri . málstofunni London, 26. júlí — (NTB-AP) — LEIÐTOGI brezka Verka- mannaflokksins, Hugh Gaitsk ell, réðst af mikilli hörku gegn Macmillan, forsætisráð herra, og stjórn hans í van- traustsumræðunum í Neðri málstofunni á fimmtudag. Ásakanir Gaitskells Skoraði Gaitskell á Macmillan að segja af sér og boða til nýrra 'þingkosninga. Lýsti hann nýaf- stöðmim ráðh'ferraskiptum Mac- millans sem örvæntingarfullum aðgerðum manns, sem staddur vseri í miklum ógöngum. f>au fserðu sönnur á algjört skipbrot stjómarstefnunnar, sem ektki væri hægt að kenna þeim ráð- herrum einum, sem látnir hefðu verið víkja. Vöm Macmillans Macmillan vísaði ásökunum Gai'tskell með öllu á bug. f>au 11 ár, sem íhaldsmenn hefðu far- ið með stjórn landsins, hefðu stórkostlegar framfarir átt sér stað og vaeri landið nú í fremstu röð hvað lífsafkomu snerti. Um ráðherraskiptin sagði hann m.a., að nýir tímar krefðust nýrra manna og væri því ekki óeðli- legt, þótt talsverðar breytingar ættu sér stað á skipan ráðherra- embætta. ★ Stjórn Macmilians hlaut yfirgnæf andi meirihluta atkvæða að um- ræðunum loknium seint í gær- kvöldi. Var vantrauststsyfirlýs- ingin felld með 351 atkvæði gegn 253. Þykir atkvæðagreiðslan bera vott um að ágreiningur sá, er ráðherraskiptin sköpuðu innan íhaldsflokksins, hafi horfið sem dögg fyrir sólu í sameinaðri and- spyrniu flokksmanna við van- trauststillögu Gaitskells og Verka mannaflokksins. Sjötugur i gær: Haraldur Guðmunds- son sendiherra IARALDUR Guðmundsson, am- bassador fslands í Osló, átti x gær sjötugsafmæli. Hann er fæddur að Gufudal í Barða-' strandasýslu, sonur hjónanna séra Guðmundar Guðmundsson- ar, síðar ritstjóra á ísafirði, og Rebekku Jónsdóttur frá Gaut- löndum. Haraldur lauk gagnfræðaprófi á Akureyri árið 1911 en stund- aði á árunum 1912—1919 kennslu á vetrum en vegavinnu og síld- armat, ásamt fleiri störfum á sumrum. Árin 1919—1923 var hann gjaldkeri í útibúi íslandsbanka á ísafirði. Árið 1924 stundaði hann blaðamennsku í Reykja- vík. Kaupfélagsstjóri í Reykja- vík var hann árin 1925 til 1927. Síðan gerðist hann árið 1928 ritstjóri Alþýðublaðsins og var það til ársins 1931. f>á gerðist hann útibússtjóri Útvegsbank- ans á Seyðisfirði og gegndi því starfi til ársins 1934. Forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins var hann skipaður árið 1938 og stundaði það starf til ársins 1957 er hann var skipað- ur sendiherra íslands í Osló. Haraldur Guðmundsson er einn af þekktustu og reyndustu stjórnmáiamönnum þjóðarinnar. Hann hóf kornungur stjórnmála afskipti og gerðist þegar einn aðsópsmesti leiðtogi jafnaðar- manna hér á landi. Hann var fyrst kosinn á þing á ísafirði árið 1927 og var þingmaður ís- firðinga til ársins 1931. Það ár var hann kjörinn á þing fyrir Seyðisfjörð og var þingmaðui Seyðfirðinga til ársins 1942. Eft- ir það var hann nær óslitið lands kjörinn þingmaður eða þing- maður Reykvíkinga fram til árs ins 1957 er hann var skipaður sendiherra. Haraldur Guðmundsson varð fyrsti ráðherra íslenzkra jafn- aðarmanna. Var hann atvinnu-, félags- og kennslumálaráðherra í fyrsta ráðuneyti Hermanns Jónassonar á árunum 1934— 1938. Formaður Alþýðuflokksins var hann árin 1954—1956. — Gegndi hann jafnframt fjölda trúnaðarstarfa fyrir flokk sinn. Haraldur Guðmundsson er prýðilega gáfaður maður og þótti á yngri árum einn slyng- asti baráttumaður íslenzkrar stjórnmálabaráttu. Hann er mælskumaður mikill, orðfimur í sókn sem vörn. Stóð mikill styrr um hann á sínum tíma meðan stjórnmálabaráttan var hér sem hörðust og óvægnust, ekki sízt á ísafirði, þar sem hann var fyrst kosinn á þing. Það mun mál allra er til þekkja að Haraldur Guðmunds- son hafi rækt hlutverk sitt sem sendiherra íslands í Noregi með sæmd og orðið þjóð sinni þar að því gagni, sem verða mátti. Haraldur Guðmundsson er kvæntur Margréti Brandsdóttur, ágætri og dugandi konu. Eiga þau 5 myndarleg börn, 2 syni og 3 dætur, sem öll eru upp- komin. Mbl. árnar Haraldi Guðmunds syni allra hexila sjötugum. Verkfall þjdna dæmt dlögmætt ÞJÓNAVERKFALLBE) var dætnt ólögmætt vegna þess að það hafði ekki verið til- kynnt sáttasemjara með þeim fyrirvara sem fyrirskip aður er í lögum. Félag fram- leiðslumanna var dæmt í kr. 3 þús. í málskostnað. í forsendum dómsins segir m. a.: „Stefnandi byggir dómkröfur sínar á því, að samkvæmt 16. gr. nefndra laga sé skylt að tilkynna Sáttasemjara með 7 sólarhringa fyrirvara ákvörðun um vinnu- stöðvun sem hefja á í þeim til- gangi að knýja fram breytingu eða ákivörðun um kaup og kjör. Kveður hann þetta ákvæði íortakslausrt og heldur því fram, að vanræksla á því að tilkynna verkfall með þeim fyrirvara, sem mælt er fyrir í hinni nefndu grein, eigi að varða ólögmæti verkfalls. Og þar sem tilkynning stefnda til Sáttasemjara ríkisins um verkfall það, er nú stendur yfir, hafi eigi borizt honum eða verið send í tæka tíð, sé framangreint verkfall stefnda ólögmætt. Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á þvi, að stefnandi eigi ekki aðild að máli um það, hvart sáttasemjara hafi í tæka tíð borizt tilkyning um verk- fall stefnda. Telur hann að sátta- semjari geti einn átt sakaraðild um það atriði. I öðru lagi mót- mælir hann því, að það sé skil- yrði fyrir lögmæti verkfalls, að tilkynning um það berizt sátta- semjara með 7 sólarhringa fyrir- vara. Skipti því eigi máli, þótt stefndi hafi eigi tilkynnt sátta- semjara ríkisins verkfallsákvörð un sína með þeim fyrirvara er um ræðir í 16. gr. laga nr. 80/1938. Bendir hann í því sambandi á það, að ákvörðunin um verkfallið hafi verið tilkynnt sáttasemjara áður en það hófst og deilunni visað til hans og hann haldið langan fund með deiluaðiljium áður en til verkfalls kom. Séu því eigi skilyrði fyrir henidi til þess að dæma það ólögmætt, 'held ur gæti í þessu etfni í hæsta lagi verið um að ræða sekt fyrir brot á þessu ákvæði 16. gr. framan- greindra laga. Telja verður, að stefnanda sé rétt að sækja mál út af því, hvort stefndi hafi fullnægt skilyrðum laga nr. 80/1938 um ákvörðun og framkvæmd verkfalls þess, sem 'hann hóf 20. þ.m. og beindist gegn stefnanda. Verður sú sýknu- STRAX eftir að félagsdómurU kvað upp úrskurð sinn um að J verkfall þjóna væri ekki lög- Ij legt, um kl. 5 í gær, hófu I þjónar aftur vinnu. A Hótel | 3org voru komnir dúkar á é borðin og búið að opna fyrir /| gesti kl. 6.30. Torp barþjónn 1 i var strax farinn að hrista V kokteilana, eins og sést á £ myndinni. 6 Trúnaðarmannaráð þjón-1 anna hélt fund og var þar V samþykkt að boða aftur verk-1 fall, sem hæfist 4. ágúst, ef £ samningar tæk just ekki. Og í Ji gærkvöldi höfðu veitinga- i l menn boðað fulltrúa þeirra« 7 til fundar. k ástæða stefnda, at! stefnandl eigl ekki aðild sakar um það, hvort fullnægt hafi verið ákvæðum 16. gr. nefndra laga um tilkynningu til sáttasemjara, ekíki tekin tii greina, Svo sem að framan er rakið tilkynnti stefndi eigi sáttasemjara xíkisins þá ákvörðun sína, að hefja verkfall hjá stefnanda, með fýrirvara, sem 16. gr. laga nr. 80/1908 mælir fyrir um. Skýra verður þetta fortakslausa ákivæði á þá lund, að lögmæti verkfalls sé því skilyrði bundið, að gætt sé af hálfu verkfallstooðanda þeirrar tilkynningarskyldu, sem þar er boðin. Samkvæmt þessu verður að dæma verkfall það, sem stetfndi hóf 20. þ.m. ólögmætt. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefndi greiði stefnanda málskostnað, sem þykir hæfilega ákveðinn kr. 3000. Rússum síldar boðnar 100 þús. tunnur fyrir 15 sh. hœrra verð Rangfærslur „Þjóðviljans" leiðréttar SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur beðið Mbl. fyrir eftirfarandi at- hugasemd vegna rangfærslna í frétt „Þjóðviljans" í gær. í tilefni af frétt sem birtist í Þjóðviljanum í dag, 26. 7. biðj- um vér yður góðfúslega að flytja eftirfarandi fréttatilkynningu - Sild Framh. af bls. 20. ur Sigurðsson 964, Fagriklettur 954, Smári 556, Ólafur Magnús- son AK með 736, mál, Ágúst Guðmundsson með 176 mál, Máni með 708 mál, Leifur Eiríksson með 224 mál, Þórkatla með 465 mál, Hafþór með 372 mál, Héð- inn með 100 mál, Bergvík með 700 mál, Steingrímur trölli með 1300 mál og Víðir II með 1300 mál. — Á Siglufirði lauk ein síldar- verksmiðjan bræðslu í nótt og fainar verða langit komnar með síldina um helgi. ___— frá Síldarútvegsnefnd: f frétt sem birtist í Þjóðviljanum í dag varð andi samningaviðræður síldarút- vegsnefndar við verzlunarfull- trúa Sovétríkjanna um síldar- sölu þangað, er um háskalegar rangfærslur að ræða. f fyrsta lagi hefir síldarút- vegsnefnd ekki samþykkt að bjóða Sovétríkjnnum síldina fyrir sama verð og í fyrra, heldur 15 shillingum hærra verð pr. tunnu. I öðru lagi hefur nefndin boðið 100 þús. tunnur af Norðurlandssíld, en ekki 80 þús. eins og segir í fréttinni. í þriðja lagi er sal- an á Norðurlandssíldinni ekki bundin sölu á Súðurlandssíld, heidur itrekaði nefndin beiðni um samningaviðræður um sölu á a.m.k. 50 þús. tunnum af Suðurlandssíld. í fjórða lagi greiddi Gunnar Jóhannsson, alþingismaður, fúll- trúi Alþýðusambands Íslands í Síldarútvegsnefnd og heimildar- maður fréttaritara Þjóðviljans, ekki atkvæði á móti ákvörðun Síldarúfcvegsnefndar, heldur sat hann hjá við afckvæðagreiðsluna um að óska viðræðna um sölu Suðurlandssíldar, en lýsti sig að öðru leyti fylgjandi samþykkt nefndarinnar um magn og verð á Norður- og Austurlandssíld. sem boðin væri til Sovétríkjanna. Heimildarmaður fréttarinnar virðist rugla því saman að verzl- unarfull'trúar Sovétrikjanna hafa til þessa aðeins viljað ræða um kaup á um 78 þús. tunnum Norð- anlandssíldar fyrir sama verð og í fyrra, þrátt fyrir hækkaðan framileiðslukostnað og hækkað söluverð á öðrum inörkuðum — Síldarútvegsnefnd. Blaðamðnnakíúbbiiriim BLAÐAMANNAKLÚBBURINN verður opinn í Turnherberginu á Hófcel Borg eftir kl. 8.30 í kvöld, oig eru blaðamenn velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.