Morgunblaðið - 27.07.1962, Blaðsíða 16
r MORCVFBLAÐIÐ
ie
r Föstudagur 27. júlí 1962 ^
__ Alexander Fullerton -
Guii Fordinn
vegna. Bara að ég hefði getað
það! En það, sem ég sagði raun-
verulega við hann, var: Ef hún
er þar og búin að vera þar ein
tvö ár, eða hvað þér nú segið,
þá er það alls ekki ómaksins
vert að bjarga henni. Og vitið
þér, að þegar ég sagði þetta,
setlaði hann að berja mig? Já,
skrítinn náungi — ekkert nema
taugarnar! Þetta gerðist í skrif-
stofunni minni, þegar hann kom
til mín og sagðist ætla að fá sér
far með einhverri skútu. Ég
reyndi að telja hann af því og
sagði við hann: Þér fáið ekki
annað en döðlur að éta 'og
drykkjarvatnið er ekki annað
en skítur og flugur og lýsnar
ganga af yður dauðum og þegar
þér þurfið að hægja yður — sem
verður oft, af því, að auðvitað
fáið þér blóðkreppusótt — þá
verðið þér að gera það út yfir
borðstokkinn og fáið þá flísar í
yður.
En það var eins og honum
brygði ekkert við þessa lýsingu.
Ég sagði því, heldur en ekki
neitt: Sjáið þér nú til, kall minn.
Þér hafið verið skæruhermaður
og eruð vanur kjarrinu og
óbyggðunum og kunnið að
skjóta í mark. Þarna norður frá
hafa þeir mikla þörf á slíkum
mönnum. Hversvegna farið þér
ekki þangað og reynið að gera
eitthvað til gagns?
Já, ég fékk hann til þess arna.
Sendi hann norður með með-
mælabréf til manns, sem ég
þekkti og skömmu seinna frétti
ég, að hann stæði sig vel. En
svo varð hann fyrir banaskoti.
Þeir voru að umkringja eitthvert
þorp þar sem einhver ræningja-
foringi hafði setzt að, og það
gekk allt saman vel og þeir náðu
í drjólann og allt í lagi með það.
En svo var það eina nóttina, að
einn maðurinn í yzta varð-
hringnum hafði sofnað á verð-
inum og Carpenter var á leiðinni
til baka og rakst á hann í myrkr-
inu. Auðvitað hélt mannbjálf-
inn, að þarna væri óvinur á
ferð og vaknaði í snatri og
skaut hann. Og þetta varð end-
irinn hjá kunmngja yðar. Ég er
bara mest hissa á, að þér skyld-
uð ekki hafa frétt um afdrif
hans.
Ég hitti hann aftur klukkan
hálfátta, og öfundaði hann af
hvíta smókingjakkanum hans,
sem hlýtur að hafa verið æði
miklu svalari en minn svarti,
sem var ætlaður fyrir London en
alls ekki fyrir hitabeltið. Hann
glotti til mín og sagði: Stúlkurn-
ar verða komnar eftir hálfa mín-
útu, sem á venjulegu máli þýðir
hálftíma, svo að við getum feng-
ið okkur einn á meðan.
Við fórum inn í barinn og
fengum okkur viskí. Ég sagði:
Þér voruð að tala um „stúlk-
urnar“. Viljið þér ekki útskýra
það nánar?
Nú, sagði ég yður það ekki?
Afsakið. Það er konan mín og
dóttir. Þá verðum við fjögur,
skiljið þér. Þessvegna var ég
svo feginn þegar þér rákust hing
að. Við höfum verið hér næst-
um í viku, og Sara hefur enn
ekki hitt einn einasta ungan
mann, sem henni lízt sæmilega
á. Og þér skiljið, að ef við sæt-
um svona þrjú allt kvöldið,
hefðum við engan frið fyrir hálf-
fullum unglingum, sem væru að
bjóða Söru upp og maður endist
ekki til að vera önugur allt kvöld
ið. En þér eruð hér um bil rétta
tegundin fyrir hana, skyldi ég
halda.
Ég leit á hann. Hafið þér ekki
tekið eftir því, að ég mun vera
á svipuðum aldri og þér sjálfur?
Hann lézt vera hissa. Ha? Ég
get nú ekki sagt, að mér hafi
dottið það í hug. En ....... nú
horfði hann framan í mig vand-
lega og sagði síðan. Þetta er
ekki annað en bull. Ég skyldi
halda, að þér væruð svo sem..
þrjátíu og tveggja?
Þrjátíu og sex kæmist nær
því.
Nú, já, en þann aldur komst
ég yfir fyrir tíu árum. Jæja, við
skulum fá okkur einn gráan.
Við höfum nú allt kvöldið fyr-
ir okkur, er það ekki? Glasið
mitt var næstum fullt enn.
Einmitt. Og við verðum að
dansa? Eruð þér duglegur við
það?
Nei,
Ég heldur ekki. Þjónn! Tvo
viskí!
Ég hafði barmafyllt mitt glas
af sódavatni, því að í rauninni
þoli ég ekki mikið, og ég var
ekki nema hálfnaður úr því,
þegar barið var á rúðuna að
baki okkar. Ég leit við og sá
stúlku, fremur fallega, með
dökkt hár og berar axlir; hún
brosti til mín þegar ég leit við,
en það var Jackson, sem hún
átti erindið við. Ég sagði honum
það og hann svaraði; Nú, svo
naumast þeim hefur gengið í
þær eru komnar niður. Það er
þetta sinn.
Er þetta dóttir yðar?
Já. Við skulum koma.
Þegar að kvöldverðinum var
komið, var ég orðinn alveg eins
og heima hjá mér með Jackson-
fjölskyldunni. Konan hans var
viðkunnanleg kona, með róm-
verskt nef og mikið skopskyn, og
Sara var kát og aðlaðandi, og
henni tókst einhvernveginn að
vera mjög ung, án þess að vera
bjánaleg. Hún hefur ekki getað
verið meira en átján ára.
Eftir matinn vorum við Jack-
son dálítla stund í næði saman.
Við höfðum borðað snemma, til
þess að tryggja okkur gott borð
úti fyrir, þegar dansinn byrjaði,
því að þama var alltaf yfirfullt,
þegar svona stóð á.
Jæja, hvernig lízt yður á hana?
spurði Jackson.
Hverja?
Dóttur mína, auðvitað.
Afsakið. Hún er mjög töfrandi
. . . .mjög aðlaðandi... . En viljið
þér nú svara mér einni spurn-
ingu viðvíkjandi Carpenter?
Komið þér með hana.
Það var eitt, sem þér sögðuð,
að Ted hefði haft þá hugmynd,
að Jane væri einhversstaðar í
Mið-Austurlöndum, og þér sögð-
uð, að það væri eins og hver
önnur vitleysa, en þér hefðuð
ekki getað sagt honum það.
Hvernig eruð þér svona viss
um það? Hvernig vitið þér, að
hún sé ekki í kvennabúrinu hjá
einhverjum Arabahöfðingjanum?
Jackson var að kvitta fyrir
veitingarnar, sem voru komnar
á borðið, en nú leit hann upp
og fram fyrir húsið. Nú, þarna
koma þær. Og það stóð heima,
að kona hans og dóttir voru ein-
m-itt að koma inn um garðdyrn-
ar. Svo sagði hann: Ég hef ein-
hvernveginn fengið þá hug-
mynd, að þér vitið heldur lítið
um allt þetta Carpenter mál....
Skál!
Ég veit, að stúlkan er ekki
austur í Asíu, vegna þess, að
svo vill nú til, að hún er í Jó-
hannesborg. Ég kom henni sjálfur
í lestina, undireins og hún var
ferðafær.
Ég glápti bara á hann, því að
þessu hafði ég sízt búizt við, og
skildi hvorki upp né niður.
Hann sá svipinn á mér og brosti,
og svo fórum við að taka á móti
konunum. Nú, vitanlega, úr því
að þér hafið allan yðar fróðleik
frá Carpenter, þá er engin furða
þó að þér séuð álíka ófróður og
hann sjálfur. Jackson hallaði sér
að mér og lagði höndina á öxlina
á mér. Ég skal nefnilega segja
yður: Jane var nefnilega í gula
Fordinum, þegar Carpenter ók á
hann!
Ég stóð þarna enn með galop-
inn munn og svima yfir höfð-
inu, þegar ég tók eftir þvi, að
hljómsveitin var byrjuð að leika
og tími var til kominn, að ég
færi að hafast eitthvað að. Ég
spurði frú Jackson, hvort hún
vildi dansa, en maðurinn hennar
mótmælti því og sagði: Nei, þér
dansið við Söru. Ég vil sjálfur
dansa við konuna.
Mér hafði fundizt Sara snotur,
fyrst þegar ég sá hana. En nú
sá ég, að hún var meira: hún
var falleg. Meðan við vorum að
dansa, sagði hún: Þykir þér
þessi kjóll fallegur, Bill? Ég hélt
henni frá mér og leit á kjólinn.
Hann var hvítur og axlaber, og
mér fannst hann fara henni
ágætlega.
Já, sagði ég. Hann fer þér
ljómandi vel.
Þetta er fallega sagt af þér.
En mér finnst þú bara eitthvað
svo utan við þig. Gengur nokkuð
að þér?
ur hann pabbi þinn viskí hraðar
en ég hef vanizt. í öðru lagi er
hann nýbúinn að segja mér
nokkuð, sem ég get ekki fundið
neitt vit út úr. 1 þriðja lagi
hafði ég ætlað mér að eyða frí-
inu mínu einn, eins og pipar-
sveini sæmir, og í stað þess er
ég nú að dansa við fallegustu
stúikuna í allri Austur-Afríku,
svona sama sem kinn við kinn!
Hún færði sig nær mér og
lagði kinn sína upp að minni.
Nei, ekki svona „sama sem“,
heldur alveg.
Ég hélt aftur af henni. Þetta
getur ekki gengið, sagði ég. Þú
verður að muna, að ég er helm-
ingi eldri en þú. Þú hlýtur að..
Hún hló. Því get ég nú ekki
trúað.
Ég er þrjátíu og sex ára, Sara.
Þá ertu ekki helmingi eldri.
Ég er alveg að verða nítján ára.
Þá ertu bara sautján árum eldri
en ég, og hvað eru sautján ár?
Hún talaði eins og þetta væru
tíu dagar.
Það er nú samt munurinn á
þér og nýfæddu barni.
Það er ekki satt. Fyrstu átján
árin eru mikilvægust en ekki
þau næstu. Þar á ég við, að nú
er ég fullorðin, alveg eins og þú.
Og öðruvísi verð ég ekki eftir
átján ár hér frá.
Verðurðu það ekki, Sara?
Nei, það verð ég ekki. Hún
þrýsti sér fastar upp að mér,
og ég hætti öllum mótmælum.
Skömmu síðar dönsuðum við
fram hjá borði Jackson-hjónanna
og þau voru þá komin þangað
aftur og um leið og við svifum
fram hjá, horfði frúin fast á
okkur, en með velvildarsvip, að
mér fannst, og ég fór hálfgert
hjá mér.
Tækifærið til að tala við
Jackson um Carpenter, undir
fjögur augu, kom nokkru seinna,
þegar mæðgurnar voru farnar
inn.
Þér skiljið, Swanson, að það
var Carpenter sjálfur, sem kom
þeirri hugmynd inn í Lessing að
segja, að hann hefði farið eitt«
hvað svívirðilega með hana,
Carpenter var með þessa þræla-
sölu á heilanum, en þetta kvöld,
þegar hann þóttist hafa séð heilt
bílhlass af þrælum, hafði hann
fengið fylli sína af viskíi hjá
Lessing, og þar á undan hafði
hann dögum saman verið með
fyrirætlanir um að semja bók
um þetta sama. Ég vil halda þvi
fram, að þetta hafi að mestu
verið draumur eða ímyndun hjá
honum. En hinsvegar stendur
sú staðreynd, að eftir að Lessing
hafði komizt að framferði þeirra
í Dar, gerði hann það sem hana
gat til þess að ná Jane frá hon«
um — þessvegna hafði hann
flutt hana í annað gistihús —.
og það vildi nú einmitt svo til,
að það var það sama, sem Carp.
enter spurði fyrst um hana, en
auðvitað hafði hún innritazt
undir dulnefni. Þá ætlaði Less.
ing að hræða hann svo að um
munaði, og helzt berja almenni.
lega á honum, annaðhvort til að
hræða hann burt, eða þá ganga
svo frá honum, að hann gæti
SfiUtvarpiö
Föstudagur 27. Júli.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tónletk-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón-
leikar. — 10.10 Veðurfregnir)
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — í .
12.25 Fréttir og tilkynningar). u
13.15 Lesin dagskrá næstu viku. í *
13 25 „Við vinnuna“: Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
og tónleikar. — 16.30 Veðurfr.
— Tónleikar. — 17.00 Fréttir -•
Endurtekið tónlistarefni).
18.30 Ýmis þjóðlög. — 18.45 Tilkynn-
ingar. — 19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Efst á baugi (Björgvin Guð*
mundsson og Tómas Karlsson).
20.30 Frægir hljóðfæraleikarar; VII:
David Oistrakh fiðluleikari.
21.00 Upplestur: Einar Ól. Sveinsson
prófessor les kvæði eftir Jónas
Hallgrímsson.
21.15 Þrír hljómsveitarþættir eftir
Delius (Konungl. filharmoníu-
sveitin í Lundúnum leikur; Sir
Thomas Beecham stj.):
a) „Söngur fyrir sólarupprás.**
b) ..Marche Caprice“.
c) „Sumarkvöld við ána.“
21.30 Útvarpssagan: „Á stofu fimm*
eftir Guðlaugu Benediktsdóttur;
II. (Sigurlaug Árnadóttir).
21.50 Einsöngur: Erna Berger syngur
lög eftir Bach og Schubert.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Bjartur Dagsson*-
eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson;
XII. (Séra Sveinn Víkingur).
22.30 Tónaför um víða veröld;
Ungverjaland (Þorkell Helgason
og Ólafur Ragnar Grímsson).
23.15 Dagskrárlok.
Laugardagur 28. júlf.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón-
leikar. — 10.10 Veðurfregnir)
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 11
12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.56 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.30 í umferðinni (Gestur Þorgríms*
son).
14.40 Laugardagslögin. — 15.00 Fréttir,
16.30 Vfr. — Fjör í kringum fóninn;
Úlfar Sveinbjörnsson kynnir
nýjustu dans- og dægurlögin,
17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyrai
Þorsteinn Sigurðsson bóndi á
Vatnsleysu velur sér hljómplöt-
ur.
18.00 Söngvar í léttum tón.
18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veður-
fregnir,
19.30 Fréttir.*
20.00 „Ævintýrið í Doppu“, bókar-
kafli eftir Knut Hamsun, i þýð-
ingu Jóhannesar úr Kötlum
(Höskuldur Skagfjörð).
20.30 Hljómplöturabb (Þorsteinn Hanxt
esson).
21.10 Leikrit: „Fimmtíu minútna bið**
eftir Charles Charras. Þýðandi;
Ingóliur Pálmason. — Leik-
etjóri: Lárus Pálsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir. (
22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.
— Sem betur fer er sódavatnið búið og við verðum að
drekka whiskyið óblandað.
x- >f
GEISLI GEIMFARI
X- X- X-
3PKU66£Þ. SUCKCANOfFe# A/O g£S/SrAMC£AS
/SU£A<Kf£0 roH'Af/0 A AVA/mO 6X01/HD CA/f...
Geisla hefur verið byrlað svefn- reiðinni, sem bíður. gagnflaugina frá þessu fífli .... og
lyf og hann getur ekkert viðnám Seinna: Og nú er allt tilbúið. þá verður allt leyndarmálið lun
veitt, þegar hann er dreginn að bif- Við náum leyndarmálinu um hnattflaugina í okkar höndum.