Morgunblaðið - 27.07.1962, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaguv 27. júlí 1962
HINGAÐ er komið eitt af
sterkustu handknattleikslið-
um í Suður-Þýzkalandi, lið
frá borginni Esslingen. Mun
liðið heyja hér fjóra leiki, og
fer sá fyrsti fram í Hafnar-
firði í kvöld. — Þýzka liðið
er komið hingað í boði Fim-
leikafélags Hafnarfjarðar og
dvelur hér í rúma viku.
Turnerbund Esslingen, eða
Fimleikafélag Esslingen, hefur á
undanförnum árum látið mjög
að sér kveða í handknattleik,
bæði innanhúss og utan, og er
nú talið standa hvað fremst í
þeirri íþrótt í heimalandi sínu.
Liðið hefur notið nábýlis
beztu handknattleiksliða í nær-
liggjandi borgum. Má þar nefna
F. A. Göppingen, sem nú er Ev-
rópumeistari í handknattleik, en
þessi tvö lið hafa oft keppt um
meistaratitilinn í Wurtemberg.
Handknattleiksliðið í Essling-
en hefur einnig á undanförnum
árum háð marga leiki við þekkt
eriend lið við góðan orðstír. 1959
ferðaðist liðið til Júgóslavíu og
1961 til Alsír ,en þar vann liðið
alla sína leiki.
Meðal þekktra handknattleiks
liða, sem Esslingen hefur keppt
við, má nefna MIK, Gautaborg
(11:7), Spartak, Prag (11:8),
BTV St. Gallen (Svisslandsmeist
arar), ATSV, Linz (Austurríkis-
meistarar) og Partisan Bjelovar
(des. 1961: 23:21). Þetta lið varð
nr. 2 í Evrópumeistarakeppn-
inni.
Eins og áður segir fer fyrsti
leikur Þjóðverjanna fram í Hafn
arfirði í kvöld. Hefst hann kl.
8.15, en þá leika fyrst FH og Ár-
mann í meistaraflokki kvenna,
en strax á eftir Esslingen og FH.
Næsti leikur fer fram á sunnu
dag á Keflavíkurflugvelli, enþá
leikur úrval af SV-landi við
Þjóðverjana.
Þriðji leikurinn fer fram að
Hálogalandi á þriðjudag, og þá
leikur Reykjavlkurúrval gegn
Essldngen.
Fjórði og síðasti leikurinn
verður leikin að Hálogalandi nk.
fimmtudag, og þá leika Hafn-
Verksmiðjuhús
Til sölu er verksmiðjuhús á eignarlóð nálægt höfn-
inni ca. 125 fermetrar (jarðhæð). Tilbðo merkt: „Iðn
RÚSSNESKA hástökkvaran-
um Valeri Brummel var ákaft
og innilega fagnað í lands-
keppni Bandaríkjamanna og
Stekkur hæst allra
Rússa, sem fram fór í Kali-
forníu. um síðustu helgi, setti
hann nýtt heimsmet 2.26 m.
Með því bætti hann enn einu
sinni heimsmet sitt í þessari
grein. Afrekið er frábært.
Menn ættu að gera sér grein
fyrir að 2.26 er seilingarhæð
hæstu manna.
Brummel þykir einkar við-
feldinn maður og álvinnur sér
hvar sem hann fer vinsældir.
Þeirra naut hann óspart meðal
tugþúsunda Bandaríkjamanna
sem horfðu á heimsmet hans.
Brummel hefur frábærlega
fallegan stíl í stökkum sínum,
eins og meðfylgjandi mynd
sýnir vel. Myndin er tekin er
hann var í metstökkinu. Þó
neytti hann þarna ýtrustu
stökkkraftar síns er hann
smýgur yfir rána. Fum er ekki
tU, stífni ekki heldur.
Brummel hefur látið hafa
eftir sér eftir keppnina að
hann telji sig geta bætt heims
metið enn um 2—3 sentimetra.
Er það næsta ótrúleg hæð, en
Brummel er til alls líklegur.
72 ára gamalt afrek
enn bezt í 400 m. hlaupi
Leikur hér alls fjóra leiki, sá fyrsfi í
fer fram v/ð gestgjafana F.H.,
i kvöld kl. 8,15
firðingar aftur við gesti sína.
Er blaðamönnum var skýrt frá
tilhögun leikjanna í gær, lá ekki
enn fyrir, á hvern hátt lið FH
yrði skipað í leiknum í kvöld.
handbolta-
í heimsókn
Eltt sterkasta
liö Þýzkalands
— 7614“ sendist blaðinu fyrir 1. ágúst.
Útsvör
í Hafnarfirði
Þar sem fyrirsjáaniegt er að álagningu útsvara
í Hafnarfirði verður ekki lokið fyrir n.k. mánaðar-
mót, hefur verið ákveðið að innheimta Ys hluta
áætlaðra útsvara 1. ágúst n.k. á sama hátt og fyrri
hluta ársins.
Ber því atvinnurekendum að halda eftir af kaupi
starfsmanna sinna fyrsta ágúsi svo sem að undan-
förnu.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Beztu ísl. frjáJsíþróttaafrekin frá
upphafi.
400 m. hlaup: ártal:
48,0 Guðmundur Lárusson. Á 50
48,1 Þórir Þorsteinsson, Á 56
48.6 Hörður Haraldsson, Á 50
48,8 Ásm. Bjarnason, KR ^ 56
49,5 Hilmar Þorbjömsson, Á 56
49 6 Magnús Jónsson, KR 40
49.7 Daniol Halldórsson, ÍR 56
49.8 Öm Clausen, ÍR 50
50,1 Svavar Markússon, KR 58
50,4 Haukur Clausen, ÍR 47
50,4 Grétar Þorsteinsson. Á 61
800 m hlaup:
1:50,5 Svavar Markússon, KR 58
1:52,0 Þórir Þorsteinsson, Á 56
1:52,0 Guðm. Þorsteinsson, ÍBA 60
1:54,0 Óskar Jónsson, ÍR 48
1:54.6 Guðm. Lárusson, Á 51
1:55,7 Magnús Jónsson, KR 50
1:56,0 Pétur Einarsson, ÍR 50
1:56,2 Kjartan Jóhannsson, ÍR 47
1:56,3 Kristl. Guðbjömsson, KR 57
1:57,5 Dagbj. Stígsson. Á 55
beztu í 100, 200 og 400 m.
1500 m hlaup:
3:47,1 Svavar Markússon, KR 66
3:53,4 Óskar Jónsson, ÍR 4flT
3:54,6 Kristl. Guðbj örnsson, KR 61
3:57,2 Sig. Guðnason, ÍR 56
4KX).0 Kristj. Jóhannsson, ÍR 57
4:01,8 Pétur Einarsson, ÍR 50
4:02,7 Guðm. Þorsteinsson, ÍBA 60
4:06^8 Ingimar Jónsson, ÍR 56
4:0748 Þórður Þorgeirsson, KR 49
4:08,8 Haukur Engilfoerss. UiMSB 61
4:09.5 Agnar Levy, KR
Leiðrétting
í UPPHAFI greinar Jóh. Bern-
hard, sem birtist í blaðinu í gær,
féll niður ein lína, sem óvíst er
að lesendur hafi áttað sig á. Þykir
því rétt að birta umrædda setn-
ingu eins og hún átti að vera —
og auðkenna það, sem niður féll
með feitu letri.
Á þessu ári eru t. d. liðin 15
ár frá sofnun Frjálsíþrótta-sam-
bands íslands (FRÍ), 30 ár frá
stofnun Frjálsíþrótta-ráðs Reykja
víkur (FÍRR o. s. frv.
Eina handknattleiksheimsóknin á árinu
F.H. - ESSLINGEN
leika á Hörðuvöllum í Hafnarfirði kl. 8 í kvöld.
Dómari: Frímann Gunnlaugsson.
Verð aðgöngumiða kr. 25
fyrir fullorðna og kr. 15
fyrir börn.
Móttökunefndin.