Morgunblaðið - 27.07.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.1962, Blaðsíða 10
10 IUORGVNBLAÐIÐ - Föstudagur 27. júlí 1962 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. TRAUST OG ÖRUGG FJÁRMÁLASTJÓRN ¥ Tpplýsingar þær, sem Gunn ar Thoroddsen, fjármála ráðherra gaf í stuttri út- varpsræðu í fyrrakvöld um afkomu ríkissjóðs árið 1961, sýna svo að ekki verður um villzt, að fjárhagur ríkissjóðs stendur nú með blóma. Tug- milljóna króna greiðsluaf- gangur hefur orðið á árinu og hefur honum verið varið fyrst og fremst til þess að greiða upp lausaskuldir rík- issjóðs. Samkvæmt upplýs- ingum fjármálaráðherra voru þær 42,8 millj. kr. í árs- byrjun 1961. En í ársloksama árs höfðu þær verið borgað- ar upp. Þetta er vissulega gleðileg staðreynd, sem mjög ber að fagna. Þá er og athyglisvert, að útgjöld ríkissjóðs voru áætl- uð í fjárlögum 1961 rúmar 1588 millj. kr. en urðu tæp- er 1587 millj. kr., eða rúm- lega einni miljón undir áætl- un. — Núverandi fjármálaráð- herra hefur þannig tekizt að halda útgjöldum fjárlaga mjög vel innan ramma þeirra. Yfirleitt má segja, að all- ar þær upplýsingar sem fyr- ir liggja um hag og afkomu ríkissjóðs á árinu 1960 og 1961 beri vott traustri og ör- uggri fjármálastjóm. Út- gjöldum er haldið innan áætlunar fjárlaga, eins og vera ber, og lausaskuldir eru borgaðar upp. Af þessu leiðir svo aftur að aðstaða ríkissjóðs til þess að styðja margvíslegar nauð- synlegar framkvæmdir og umbætur í landinu verður á næstu árum betri og hægari. FULLKOMNARA AKVEGAKERFI npil nýbyggingar vega og ■■■ brúa er nú á þessu ári varið 42,3 millj. króna. Til vegaviðhalds er ennfremur varið á þessu ári 58 millj. kr. Samtals er því varið til nýrra vega og brúa og viðhalds vega rúmum 100 milj. kr. Heildar- útgjöld ríkisins samkvæmt sjóðsyfirliti fjárlaga eru um 1750 milj. kr. — Má af því marka, hve mikil áherzla er lögð á að bæta vegakerfi þjóðarinnar og samgöngur hennar á landi. Sigurður Jó- hannsson vegamálastjóri skýrði lesendum Mbl. frá vega- og brúarframkvæmd- um í landinu í sumar í sam- tali við blaðið í gær. Af upp- lýsingum hans sést, að sjald- an hefur markvissar verið að því unnið en nú að bæta vega kerfið og ryðja hindnmmn óbrúaðra fljóta úr vegi. — Hverjir hundrað kílómetrar, sem vegakerfið lengist um, hver ný brú, sem byggð er, þýðir bætta aðstöðu þjóðar- innar til framleiðslustarfa og hvers konar mannlegra sam skipta fólksins um land allt. Samgöngubætumar eru ekki aðeins unnar í þágu sveitanna og þess fólks, sem þar býr. Þær eru unnar í þágu allra landsmanna, í sveit og við sjó. Fólkið í kaupstöðum og kauptúnum notar ekki síður vegina en sveitafólkið. Það þarfnast afurða sveitanna og það vill geta ferðazt um land sitt. Bættar samgöngur eru því hagsmunamál allra ís- lendinga. En þótt ötullega sé nú unn- ið að samgöngubótum skort- ir þó mikið á að vegakerfi okkar sé komið í sæmilegt horf. Heilir landshlutar búa ennþá við hörmulegt ástand í þessum efniun. Viðhald veg anna mótast mjög af vanefn- um og er víða hið bágborn- asta, enda þótt fjárveitingar til þess hafi verið auknar síð- ustu árin. Vélar og tæki vega gerðarinnar eru alltof fá og ófullkomin. Úr þessu verður að bæta og óhætt er að fullyrða að á nauðsyn þessa ríki fullur skilningur hjá ráðamönnum vegamálanna. Takmarkið í vegamálunum hlýtur fyrst og fremst að vera fullkomið akvegakerfi um allar byggðir landsins, öruggt viðhald allra akvega og malbikun eða steypa fjöl- fömustu vega. Að þessu tak- marki verður að vinna af festu og markvísi. GLUNDROÐI í S-AMERÍKU ¥¥ið pólitíska ástand meðal ■■■*• þjóða Suður-Ameríku mótast inn þessar mundir af glundroða og upplausn. — Stjórnarbyltingar verða í hverju landinu á fætur öðru, herforingjaklíkur taka völd- in og lýðræði og þingræði er fótum troðið. Fyrir tæpu ári síðan sagði nýkjörinn' forseti Brazilíu af sér án þess að hafa gert raun verulega tilraim til þess að stjórna landinu. Komst þá allt í uppnám í þessu lang- A LANDAMÆBCM Thailands og Cambodia, sem liggja um fjalllendi og eru víða mjög ó- greinileg’, standa rústir 800 ára gamals musteris. Thailend ingar kalla musterið Phra Vi- harn, en Cambodiamenn kalla það Preah Vihear. Það var reist Siva einum guða Hind- úa. Vegna hinna ógreinilegu landamæra hafa löndin átt í langvarandi deilum út af must erisrústunum, þó að Budda- trú sé mest ráðandi í þeim báðum. 1959 var deilan komin á það stig, að Cambodia sneri sér til Alþjóðadómstólsins í Haag og bað hann að skera úr um málið og frá þeim tíma hefur verið fjallað um það hjá dómstólnum. Margir frægir lögfræðingar hafa tekið þátt í málaferlunum t.d. Dean Aoheson fyrrv. utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. samlega stærsta og fólks- flesta ríki 'Suður-Ameríku, þar sem búa um 70 milljón- ir manna. Niðurstaðan varð þó sú, að varaforseti landsins tók við völdum eftir að vald forseta- embættisins hafði verið stór- lega skert. Síðan hefur Brazilía verið í stöðugu uppnámi. Yerðbólg an hefur aukizt með hverj- um mánuði og þjóðargjald- þrot vofir yfir. í október sl. hrifsaði herinn í Ekvador völdin í sínar hendur og í marz var Frondizi Argentínu forseti settur af og úrslit kosninga í landinu ógilt. Nú síðast hefur svo herinn brot- izt til valda í Perú og ógilt forsetakosningar, sem nýlega Þegar Sihanouk prins leiðtoga Cambodiamanna bárust fregn irnar varð hann svo glaður, að hann rakaði af sér hárið í þakklætisskyni og fyrirskipaði þegnum sínum að halda þakk arhátíð í sjö daga og sjö nætur. Forsætisráðherra Thailands, Sarit marskálkur, varð ekki eins ánægður er honum voru tilkynnt málalokin. Hann skipaði hermönnum sínum að umkringja musterið. Reiði hans stóð þó ekki lengi og eftir nokkra daga lýsti hann því yfir að loknum fundi með ráðuneyti sínu, að Thailend- ingar myndu hlíta úrskurði Alþjóðadómstólsins, þó þeim væri það ekki Ijúft. Hann sagði, að óeirðir milli Thai- lendinga og Cambodiamanna á þesu svæði væru einmitt það, sem kommúnistar vildu og Thailendingar vildu alls ekki verða til þess, að þeim yrði að þeirri ósk. Fyrir skömmu var kveðinn upp dómur í máli þessu Cam- bodia í vil. Það helzta, sem Cambodia hafði fram að færa máli sínu til stuðnings var, að troðningur liggur að muster inu Cambodia megin og á ár- unum 1930—1953 fóru embætt ismenn landsins í pílagríms- ferðir þangað. Einnig er must erið sýnt innan landamæra Cambodia á gömlu frönsku landabréfi. Thailendingar sögðu aftur á móti að landabréfið væri ekki rétt og bentu á, að það hefði verið Thailendingur, sem fann musterisrústimar 1899. Auk þess sneri framhlið musteris- ins til Thailands og Cambodia menn yrðu að nota bakdyrnar til að komast inn í það. Þrátt fyrir þetta var Cambodia dæmt musterið, sem fyrr segir. Musterið á landamærum Thailands og Cambodia. fóru fram í landinu. Á Kúbu hafa kommúnistar brotizt til valda og stjóma þar með hervaldi og í Venezu ela hafa kommúnistar hert svo undirróður sinn og mold- vörpustarfsemi að veruleg hætta er talin steðja að stjórn landsins. Þetta er vissulega ófögur mynd af stjómmálaástandinu í Suður-Ameríku. Alhr vita að lýðræði þeirra þjóða, sem þennan heimshluta byggja hefur staðið völtum fótum. Fólkið er pólitískt óþroskað og í Perú eru t.d. tveir þriðju hlutar þeirra 11 millj. manna, sem landið byggja hvorki læsir né skrifandi. Við þetta bætist svo botn- laus fátækt og eymd í mörg- um þessara landa, sem þó em a.m.k. sum hver auðug frá náttúrannar hendi. En örlítill hluti þjóðanna ræður yfir auðlindum þeirra og hin gíf- urlega misskipting þjóðar- auðsins skapar tortryggni og beizkju. Kennedy Bandaríkjafc1*- seti hefur efnt til svokallaðs „framfarabandalags" milli Bandaríkjanna og þjóða Suð- ur-Ameríku. Tilgangur hans er að vinna gegn fátæktinni og menntunarleysinu . þar suður frá. Byggja margar þjóðanna miklar vonir á þessu bandalagi. En upp- lausnin og vandræðin í stjómmálalífi þeirra torvelda þeim mjög að njóta þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.