Morgunblaðið - 27.07.1962, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.07.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 27. júlí 1962 MORClJiSBl AÐ1Ð Eggert Jónsson, Minningarorð bæjarfógeti F. 22. maí 1919. D. 18. júlí 1962 F YRIH rúmum mánuði áttu stúdentar, sem brautskráðir voru frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1942, dálitla samverustund til að minnast þessa tvítugsaf- mælis og skóla síns. Sætir slíkt engum tíðindum, enda alsiða, að samstúdentar hittist á slíkum tímamótum og rifji upp göm- ul kynni og treysti þau vin- áttubönd, sem knýtt hafa verið við margra ára setu á sameigin- legum skólabekk á mótunar- skeiði unglingsáranna. Varð nú sem oftast mun verða, að mönn- um þótti ánægjulegt að koma í hóp gamalla félaga, og höfðu ýmsir á því orð, að gott væri að mega oftar vænta slíkra funda. Hitt gat svo hver sagt sér sjálf- ur ,að brugðið gæti til beggja vona, hvort allir mættu þá slík- «n fagnað sækja. Mun þó engan hafa grunað, er menn kvödd- Ust að skilnaði, að innan svo Bkammrar stundar yrði skarð í hópinn höggvið, sem nú er orð- ið, er Eggert Jónssyni bæjarfó- geta í Keflavík er fylgt til graf- er. Fæstir þeirra, er þar kvödd- ust, sáu hann eftir þetta, og lát hans kom sem reiðarslag yf ir vini hans alla. Var það bæði, að veikindi þau, sem á undan fóru, voru svo skammvinn, að fáir vissu um þau, og hitt, að hina uggði þess sízt, að þau kynnu að boða honum þá gest- komu, er vér allir eigum vís- asta. Eggert Jóhann Jónsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 22. maí 1919. Hann var næst elztur 5 systkina, son- ur Jóns Pálmasonar bónda, al- þingisforseta og ráðherra, sem þá bjó á Ytri-Löngumýri en síð- ar á Akri, og konu hans Jóninu ólafsdóttur. Var Eggert þannig af þekktri og traustri hún- vetnskri bændaætt, sem margt mikilhæfra og þjóðkunnra manna er af komið. Eggert ólst upp í foreldrahús- um, en haustið 1937 settist hann í 2. bekk Menntaskólans á Ak- ureyri. Reyndist hann frá upp- hafi hinn prýðilegasti námsmað- ur, og stúdentsprófi lauk hann vorið 1942 með hárri einkunn. Næsta haust innritaðist hann í laga- og hagfræðisdeild Háskóla íslands og lauk embættisprófi í lögfræði vorið 1948 með I. eink- unn. Vann hann lengst af nokk- uð með háskólanámi, einkum við þingskriftir, en á sumrum vann hann ýmsa vinnu öll sín námsár, oftast þó á búi föður SÍns. Að lögfræðiprófi loknu var Eggert ráðinn ritstjóri viku- blaðsins íslendings á Akureyri, og ritstýrði hann því, unz hann í apríl 1949 gerðist starfsmaður og lögfræðingur útibús Útvegs- banka íslands h.f. á Akureyri. því starfi gegndi hann í tvö ár, «n flutti 1951 til Reykjavíkur og tók þar við framkvæmdastjóra- starfi hjá Landssambandi iðnað- armanna. Hafði hann það starf á hendi um sjö ára skeið, en vann nokkuð á þeim tíma jafn- framt hjá Reykjavíkurbæ, eink- um við innheimtustörf. Eftir bæjarstjórnarkosningarn ar 1958 var Eggert ráðinn bæj- erstjóri í Keflavík og gegndi því starfi, unz hann var skip- eður bæjarfógeti í Keflavík 1. júlí 1961. Kosinn var hann í bæj arstjórn Keflavíkur fyrir Sjálf- stæðisflokkinn við bæjarstjórn- arkosningarnar 27. maí sl. Eggert tók jafnan töluverðan þátt í ýmiss konar félagsstarf- semi. Má þar fyrst og fremst nefna félög sjálfstæðismanna, en í Sjálfstæðisflokknum starfaði hann lengi og fylgdi honum að málum alla tíð. Ennfremur var hann félagi í reglu Oddfellowa og í Lionssamtökunum. bótti hann hvarvetna nýtur og öflug- ur liðsmaður. Árið 1945 kvæntist Eggert Sig ríði Árnadóttur frá Bala í Þykkvabæ, ágætri konu og hon- um samhentri. Lifir hún mann sinn ásamt 3 börnum þeirra: Jónínu f. 13. júlí 1946, Margréti f. 23. apríl 1950 og Árna f. 19. marz 1956. Hafa þau nú orðið fyrir mikilli missu og þungri raun. Eggert var góðum gáfum gæddur, svo sem hann átti kyn til, og honum nýttust hæfileik- ar sínir vel. Starfsferill hans var fjölþættur og þótt ég ætti þess ekki ætíð kost að fylgjast gjörla með honum á þeim vett- vangi, þykist ég hafa af því sannar spurftir, að hann hafi ver ið einkar farsæll í störfum og vel metinn af samstarfsmönnum sínum. Er það mikill skaði, að starfsdagur hans hefir ekki lengri orðið. Kynni mín af Eggert hófust, er við settumst samtímis í sama bekk Menntaskólans á Akureyri fyrir 25 árum, og þau héldust til hins síðasta, þótt lengra yrði að vísu milli samfunda, er náms ár voru að baki. Á ég og allir bekkjarbræður hans og systur um hann margar og góðar minn- ingar, sem gott er að geyma við leiðarlok. Er Eggert kom fyrst í skóla, var hann nokkru eldri og þrosk- aðri en flest okkar hinna. Allt um það samlagaðist hann félög- um sínum strax ágætlega. Hann reyndist ætíð hinn mesti dreng skaparmaður, velviljaður og vin fastur. Hann naut frá öndverðu álits kennara sinna og vinsælda skólabræðra, eignaðist marga vini, en engan vissi ég hans óvin vera, og aldrei heyrði ég hann leggja illt til nokkurs manns. Hann var glaðlyndur og viðmóts góður, og minnist ég þess, hve oft hann, ungur skólapiltur, brá á glens og gaman á sinn sér- staka, græzkulausa hátt. Hann var ætíð gott að hitta, og þéttu handtaki hans fylgdi jafnan bros á vör og glampi í auga. Á gleði' fundum var Eggert hrókur alls fagnaðar og kunni vel að meta að eiga glaða stund með góðum vinum. Er nú leiðir þær, sem lengi lágu saman, hefir skilið og Egg ert á ekki lengur afturkvæmt í flokk gamalla vina og skóla- bræðra, finnum við glöggt, hver mannskaði hefir hér orðið og að hans mun lengi saknað verða. En þó er sá harmur stór- um þyngstur, sem kveðinn er að eiginkonu hans, börnum, öldruðum foreldrum og öðrum vandamönnum, er svo stórt skarð hefir skyndilega og óvænt verið í frændgarð þeirra höggv- ið. Þá harma mega fátækleg orð ekki bæta, heldur verður sá mikli meinabætir, tíminn, að leggja þar við sínar líknarhend- ur. En samúð allra vina Egg- erts eiga þau óskipta á þessari þungu örlagastund. Magnús I’. Torfason. -- XXX--- EGGERT JÓNSSON var fædd- ur að Ytri-Löngumýri í Aust- ur-Húnavatnssýslu sonur hins alkunna þjóðskörungs Jóns Pálmasonar, alþingismanns og fyrrum ráðherra, og konu hans Jónínu ólafsdóttur. Eggert gekk menntaveginn og útskrifaðist stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1942 og lögfræði- prófi lauk hann frá Háskóla fs- lands árið 1948. Að loknu em- bættisprófi gerðist hann ritstjóri „fslendings" á Akureyri og síð- an lögfræðingur Útvegsbankans á sama stað. Framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna Ýar hann frá því hann fluttist til Reykjavíkur árið 1951 og þar til 1958 að hann var kjörinn bæj arstjóri í Keflavík. f>ví starfi gendi hann þar til 1. júlí 1961 að hann var skipaður bæjarfó- geti í Keflavík, en ég hafði sagt því starfi lausu frá þeim tíma. Er fregnin um hið sviplega fráfall Eggerts heitins barst um Keflavík síðdegis miðvikudag- inn 18. þ.m. urðu vinir hans og kunningjar harmi slegnir og gátu vart rúað, að fregnin væri rétt, svo óvænt var hún. Síðdeg- is laugardaginn 14. júlí sat hann ásamt hinum nýkjörnu bæjar- fulltrúum hinn fyrsta bæjar- stjórnarfund á þessu kjörtíma- bili og virtist hann þá ekki kenna sér neins og var glaður og hress að vanda, en tæpum 4 dögum síðar var hann látinn. Kynni okkar Eggerts heitins hófust fyrst á öndverðum vetri 1958 er hann gerðist bæjarstjóri hér í Keflavík ,og störfuðum við mikið og náið saman í sambandi við bæjarmálin. Eggert innti bæjarstjórnastarfið af hendi með mikilli prýði og vakti það at- hygli allra bæjarfulltrúa hve ótrúlega fljótur hann var að kynnast til hlítar öllum stað- háttum og hinum margvíslegu og oft flóknu vandamálum, sem ætíð er við að glíma í slíku starfi, enda var hann athugull vel og miklum gáfum gæddur. Hann aflaði sér strax álits og virðingar allra bæjarfulltrúa, hvar í flokki, sem þeir voru, og vinsældir hans meðal bæjarbúa urðu meiri og meiri eftir því sem á leið og þeir kynntust hon- um betur. Skoðanir Eggerts heitins í stjórnmálum sem og á öðrum sviðum voru ákveðnar og af- dráttarlausar enda má segja, að stjórnmálin hafi verið honum í blóð borin. Hugur hans stefndi því mjög í þá átt. Við síðustu bæjarstjórnarkosningar var hann kjörinn bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í bæjarstjórn Kefla- víkur og var nýkosinn í bæjar- ráð ,er hann féll frá. Er ekki nokkur vafi, að Eggert hefði látið mikið að sér kveða sem bæjarfulltrúi og bæjarráðsmað- ur ,enda væntum við Sjálfstæð- ismenn mikils af honum á því sviði. Skarð er því fyrir skildi við fráfall þessa ágætismanns, sem seint mun verða fyllt. Eggert var kvæntur Sigríði Árnadóttur frá Bala í Þykkva- bæ, sem reyndist honum mikil stoð í öllu starfi hans og hafði búið honum vistlegt og fallegt heimili hér í Keflavík. Þau eiga þrjú mannvænleg börn. Eggert heitinn var hinn mesti ágætismaður, traustur og ást- sæll af öllum, er honum kynnt- ust. Við lát hans er góður dreng- ur genginn. Alfreð Gíslason. -- XXX --- „Til góðs vinur Bggja gagnvegir------“. TIL þessarra orða í Hávamálum er mér nú hugsað er ég rita þessi kveðjuorð til vinar míns Eggerts Jónssonar, bæjarfógeta, er andaðist 18. þ. m. og er nú borinn til hinztu hvílu í dag. Ég ætla mér ekki með þess- um línum að rekja æviferil Egg- erts, það munu aðrir gera, en hann var af traustu bergi brot- inn í báðar ættir, skarpgreindur og samvizkusamur í öllum störf- um, er honum voru falin, ein- stakt prúðmenni og sérlega góð- ur heimilisfaðir. Það er því mik- ill sjónarsviptir að svo góðum dreng, er fellur fyrir aldur fram, skyndilega og í blóma lífs- ins. Ævistarfið var rétt hafið, og framtíðin brosti við honura og heimilinu að Sóltúni 1 í Keflavík, sem hann, ásamt eig- inkonu sinni, hafði reynt að búa sem bezt í haginn. En skyndi- lega syrtir að, og skugga sorgar og söknuðar ber fyrir sólu, en eftir eru aðeins minningarnar, dýrmætar minningar, er verða að koma í stað þess sem áður var og deyfa söknuðinn, þar til fundum ber saman á ný. — Það er mér sannarlega erfitt verk og ekki hugleikið að kveðja vin þann er ég þekkti sannastan, en hvað er það, hjá þeirri sorg og þeim söknuði er hvílir á eigin- konu hans, börnum, foreldrum og öðrum ástvinum. Þeim öllum viljum við hjónin votta okkar innilegustu samúð, með þakk- læti fyrir það sem var, og í trausti þess, að sá er öllu ræð- ur veiti þeim styrk trúar og huggun í þeirra miklu sorg. Kynni okkar Eggerts hófust í Menntaskólanum á Akureyri fyrir rúmum 20 árum. Frá hin- um fysrtu kynnum tókst með okkur vinátta, sem aldrei bar skugga á. Þar lágu „gagnvegir". Skapgerð Eggerts var mótuð drenglund og hlýju, er hlaut að birtast öllum þeim, er nokkur samskipti áttu við hann. Eggert var félagi í Oddfellow- reglunni og hafði verið það um nokkurt árabil. Á þeim vett- vangi vann hann gott og giftu- drjúgt starf. Hins hlýja hand- taks hans og ljúfu framkomu er sárt saknað af öllum félögum hans þar, en minningin um kær- an vin lifir. Kæri vinur. Farið heilir — voru kveðjuorð þín til okkar er leiðir skildu að loknu vetrarstarfi. Við kveðjum þig nú á sama hátt: Far þú heill — bróðir. H. G. „Ðáinn, horfinn!" — y Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yíir.“ SVO kvað listaskáldið góða, Jónas Hallgrimsson, við lát vinar síns, Tómasar Sæmundssonar. Þessi orð munu vafalítið hafa komdð fleirum i hug en mér, þegar þau feikntíðindi bárust frá manni til manns um bæinn ofckar, Keflavík, miðvikudaginn 18. júlí s.l., að Eggert Jónsson, bæjarfógeti, hefði orðið bráð- kvaddur um hádegisbil þann dag. Hvilik orð dundu hér yfir! Ungur maður, á blómaskeiði ævi sinnar, á björtum vordegi nýbyrjaðs framtíðarstarfs, í þann veginn að hefja i. ný margþætt trúnaðarstörf fyrir það bæjarfé- lag, sem hann hafði komið til að þjóna fyrir fáum árum, er svo skyndilega lostinn þeim ör- lagasprota, sem að visu snertir okkur öll að lokum, að okikur setur hljóð, og ókennilegur þungi harms, trega og samúðar fléttast að brjóstum okkar. „Skjótt hefur sól brugðið sumri.“. Allt frá samvistum okkar Egg- erts í Menntastoólanum á Atour- eyri á árunum 1940 til 1942 hafa leiðir okkar hvað eftir annað legið samari, og síðast í starfi í Keflavík, þar sem hann starfaði fyrst sem bæjarstjóri og síðasta árið sem bæjarfógeti. Eggert kom hér að öllu óþektotu. Þekkti hér hvortoi til staðhátta né manna. En mér er óhætt að fullyrða, að fáir hefðu verið fljótari að átta sig á málefnum og kynnast að- stæðum, en hann var, en þeim góða kosti var Eggert einmitt búinn í ríkum mæli, að vera fljótur að átta sig á höfuðþáttum hvers þess vandamáls, sem glíma Frh. á bls. 19 Farseðlar UM ALl.AN HEIM í LOFTI Á LÁÐI OG LEGI CTVEGUM GISTINGU OG ALLA AÐRA FEROA-. ÞJÓNUSXU HVAR SEM ER í HEIMINUM. ÞÉR ERUÐ ÁVALLT Á SÖGUSLÓÐUM. FERÐASKRIFSTOFAN við Ingólfsstræti gegnt Gamla Bíói — Sími 17600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.