Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 2
2 T MÖXGUNfíLAÐlÐ Laugardagur 28. júlí 1962 Thompson sendiherra heldur heimleiðis Moskvu og Kaupmannahöfn, 27. júlí. — (NTB — AP) — LLEWELLYN Thompson, sem verið hefur sendiherra Banda ríkjanna í Moskvu undanfarin ár, hélt í dag á brott frá höfuð- borg Sovétveldisins áleiðis til Washington, þar sem hann mun verða ráðgjafi bandarísku stjórn arinnar í sovézkum málum. Áður en hann hélt frá Moskvu átti hann langar samræður við Krúsjeff. Fyrir brottförina komst Thompson svo að orði, IBryndís Sigur- jónsdóttir Iótinl FRÚ Bryndís Sigurjónsdóttir lézt I sjúkrahúsi hér í bæ síð- degis á miðvikudag. Hún hafði kennt sér meins um nokkurn tíma, þótt fáa hafi grunað, að svo skjótt yrði um hana, enda var hún ung að árum. Frú Bryndís hafði með hönd- um stjórn „Óskalagaþáttar sjúkl- inga“ í útvarpinu á sjötta ár og naut almennra vinsælda um land allt. Seinasta þættinum stjórn- aði hún á laugardaginn var. Hafði hún talað inn á segulband í sjúkrahúsinu. Bryndás Sigurjónsdlóttir var fríð kona og gjörvuleg, vel menntuð og vinsæl. Eiginmaður hennar var Magnús Blöndal Jó- hannsson, tónskáld, og áttu þau tvo syni, Jóhann og Þorgeir, þann eldri um fermingaraldur. Humar AKRANESI, 27. júlí. — Þrír bátar komu inn i dag og lönd- uðu sem hér segir: Fram, þrem- ur tonnum af humar. Togaði hann bæði vestan og austan Vestmannaeyja. Ásmundur 5 tonn og Ásbjörn 890 kg. í gær var hér hálfgerð sunnanbræla og aðeins ein línutrilla, sem reri með 6 bjóð og fiskaði eitthvað á 4. hundrað kg. Trillubáturinn Sævar (með þiifari) um 8 tonn að stærð, skipstjóri Hreiðar Sig- urjónsson, er nú búinn að vera I rúma viku úti í skötulóðaleið- angri. Hann hafði ís meðferðis til að kæla aflann. Sævar hefur landað tvívegis suður í Grinda- vík og hefur þegar fiskað í túrn um hátt á 3. tonn af stórlúðu. Sennilega á hann lóðirnar nú í sjó á miðunum undan Reykja- nesi. — Oddur. — S'ild Framh. af bls. 20. Verksmiðjan hér hefur nú tekið alls á móti 105 þús. málum. Tvö skip komu hingað í dag að lesta síldarmjöl. Mörg ísl. og norsk skip liggja nú hér inni vegna brælu á miðunum, þeirra á með- al l'ítill norskur skuttogari, sem stundað hefur síldiveiðar á ís- landsimiðum, - að tækist að ná samkomulagi um bann við kjarnorkutilraun- um, mundi það skera á þann vá- lega hnút, sem deilur austurs og vesturs væru nú í. Ennþá hefði því miður ekki náðst slíkur á- rangur. I>að óhapp henti herflugvél- ina, sem flutti Thompson sendi- herra og fjölskyldu hans til Kaupmannahafnar, að eixm hreyfill bilaði. Var flugvélin því 23 mín. á eftir áætlun, þegar hún lenti á Kastrup-flugvelli. Þangað náði hún hins vegar heilu og höldnu. — Fjölskylda sendiherrans hyggst halda vest- ur um haf með sænska farþega- skipinu „Kungsholm“, eftir nokkurra daga dvöl í Kaup- mannahöfn. Stéttarsamtök gegn nefnd- arskipun LONDON, 27. júlí (NTB). — Áform ríkisstjórnar Macmillans um að setja á fót sérstaka ráð- gjafarnefnd í launamálum, fengu á föstudag daufar undirtektir hjá stéttarsamtökum landsins, sem sem ekki kváðust mundu tilnefna menn í nefndina, eins og ætlast hafði verið til. Er hér um að ræða eina af þeim nýjunum, er Macmillan boð aði í ræðu sinni við vantraustts umræðurnar í Neðri málstofunm á fimmtudagskvöldið. Þykir nú ekki vænlega horfa um að málið verði ríkisstjórninni til framdrátt ar. Nýjar tillögur frá Spaak BONN, 26. júlí (NTB/AP) — Paul-Henri Spaak, utanríkisráð- herra Beligíu, hefur átt viðræð- ur við dr. Adenauer, kanzlara, og Gerhard Schröder, utanríikis- ráðherra Vestur-Þýzkalands, í samibandi við nýjar tillögur, semi hann hefur í undirbúningi um stjórnmiálalega saimeiningu Evrójxi. Ýmis önnur miál munu einnig hafa borið á góma, eink- um varðandi framtíð Evrópu. — I septemiber er fyrirhugaður í Róm fundur æðstu manna Evrópu-ríkj anna. Mí ......... Norrænu fulltrúarnir á heimilisiðnaðarþinginu voru að koma fyrer sýningarmunum sínum i Iðn skólanum í gær. Hér sjást Marianne V. Miinchow, arkitekt, Ljungkvist, handavinnuráðunaut ur og Arnheiður Jónsdóttir, handavinnuráðunautur skoða muni i sænsku deildinni. k Norrænt heimilisiðnaðar- þing sett í Rvík Haldin syning á norrænum heimilisiðnaði í DAG hefst í Reykjavík 11. Nor- ræna heimilisiðnaðarþingið og stendur 3 daga. Sitja þingið um 130 fulltrúar frá hinum Norður- lönduEium auk fslendinganna, og eru flestir komnir. í sambandi við þingið verður í Iðnskólanum sýning á heimilisiðnaði frá Norð- urlöndum, og verður hún opnuð fyrir almeEming á þriðjudag. Þingið verður sett í hátíðasal Háskólans í dag kl. 10 að við- stöddum förseta íslands. Mennta- málaráðherra Gylfi Þ. Gíslason, setur þingið, og ávörp flytja frú Arnlheiður Jónsdóttir, forseti Iþingsins, Halldóra Bjarnadótir. ritstjóri og fulltrúar frá hinum Norðurlandaþjóðunum. fNAIShnútor •/ SV 50 hnútor X Snjóhomo * Onmm \7 Skúrir K Þrumur 'W:z, KuUoskH H hZT\ ZW HitookH L L*t» \ .. 4, K /oTd^ /oso • ..*• í> y VEÐRÁTTAN virðist óstillari, ajm.k. í bili og lægðirnar leiggja nú leið sína yfir landið með tilheyrandi regnbeltuim. Eitt þeirra var á hádegi í gær yfir SA-landi og lá þaðan til hafs, en ný lægð er að koma í ljósmiál við Nýfundnaland. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land, Faxaflói og miðin: Sunnan kaldi en stinnings- kaldi eða allhvss á miðunum, skúrir. Breiðafjörður og miðin: SA- kaldi en stinningskaldi á djúp miðum, skúrir. Vestfirðir og miðin: SA kaldi, skúrir. Norðurland og miðin: Sunn- an gola eða kaldi, sums stað- ar smáskúrir en bjart á miUi. NA-land og miðin: Sunnan kaldi en stinnings kaldi á mið- unum, víðast úrkomulaust. Austfirðir, SA-land og mið- in: Sunnan kaldi eða stinn- ingskaldi, skúrir. Veðurhorfur á sunnudag. SA-átt, allhvöss um SV-vert landið þegar líður á daginn, rigning vestan lands og með suðausturströndinni til Aust- fjarða, fremur hæg SA átt og hlýtt á Norður- og NA-landi. Þingstöilf fara síðan fram í 3 daga. Síðdegis í dag flyfcur frú Elsa E. Guðjónsson fyrirlestur um handavinnu sem er í Þjóð- minjasafninu, á sunnudagsmorg- un talar Halldóra Bjarnad. um íslenzika togið, frú Hulda Stefáns dóttir um „Uldskolen" og Stefán Aðalsteinsson um gæði og notk- un íslenzku ullarinnaír og síðdeg- is flytja fulltrúar frá Noregi og Finnlandi fyrirlestra um verks- svið heimilisiðnaðarráðunauta. Úrval heimilisiðnaðai’ frá hverju landi Á þriðjudag verður opnuð al- menningi sýning á heimilisiðnaði frá Norðurlöndum, en iþegar nor- ræna heimilisiðnaðartþingið er haldið, hafa fulltrúar jaifnan með sér úrval heimilisiðnaðar frá hverju landi, sem sett er upp í sameiginlega sýningu. Voru þeir önnum kafnir við að koma hlut- um sínum fyrir í Iðnsikólanum í gær. Danska deildin hefur aðal- lega sýningu á tauþrykiki, og sýn ir það sem kennt er í kvöldskól- um í .þeirri g-rein. Einnig eru í sömu deild ullarvörur frá Fær- eyjum og heimagerðir munir frá Grænlandi. Á finnskiu deildinni er einkium vefnaður og teppi og hafa Finnarnir blómskreytt hjá sér með islenzkum blómum, baldursbrám, fíflum, njóla, alls konar punti o. fl., Svíair sýna Þotan sveigði snögglega AMSTERDAM, 26. júlí. (AP/NTB) — Tuttugu og sex manns var flutt í sjúkrahús til rannsóknar og hvilJar, eftir að farþegaþota af gerðinni Boeinfa 707 með um 80 farþega inna^Wrðs hafði orð ið að sveigja mjög snögglega, til að forðast árekstur við litla Beaver-flugvél frá hollenzka hernum. Köstuðust farþegarnir til í þotunni þegar þetta gerð- ist, og skullu sumir mjög harka- lega upp undii' ioft faiþegasalar ina. áklæðisvefnað og gluggatjalda* veifnað og svo ýmsa handgerða minjagripi úr tré og fl. Norska deildin leggur áherzlu á útsaum, sérstaklega harðangurssaum, sýn ir allt frá 150 ára gömlum hand- saumiuðum harðangursklút upp i nýjar og grófari tegundir, einnig álagt borð með trédiskum, glös- um og skrauti, nokikrar ullarvör- ur og skartgripi. Heimaþjóðin hefur venjulega stærstu og fjöl- breyttustu sýninguna og íslend- ingar sýna mikið úrval handa- vinnu úr ull, tré, silfri, keramik, beini o. fl. og eiga þar fjölmargir einstaklingar muni. Þetta er í annað sinn sem nor- rætn heimilisiðnaðarþing er hald ið í Reykjavík, hið fyrsta var ihaldið 1948. Heimilisiðnaðarfélög in á Norðurlöndum faaifa með sér samiband, Nordens Husfliðsfor- bund, og er talsverð samivinna þeirra á milli. Þriðja hivert ár faittast fulltrúar til fundar eða •þingfaalds um sameiginleg mál- afni. Með því að faafa sameigin- legar sýningar jafnframt gefst tækifæri til að sjá nýjungar og bera saman árangur frá fyrri sýningum. Forseti þingsins á Is- landi er frú Arnlheiður Jónsdótt- ir, varaforseti frú Sigrún Stefána dóttir aðalritari frú Helga Krist- j ánsdóttir og um sýninguna sér Stefán Jonsson, arkitakt. Sýning- in og þingfundir eru í Iðnskól- anum á Skólavörðuholti. Samvinna um farþegaflug STOKKHÓLMI, 27. júlí. (a: tb) — Tveir fulltrúar austurríska flug félagsins (AUA) eru feomnir til Stokkhólms, Munu þeir eiga við xizZ_ vió xurráðamenn SAS um flugferðir til 7 Austurlanda, en faugsanleg er samvinna milli fél aganna um þær ferðir. Flug SAS þangað hefur verið rekið með tapi að undanfömu, þótt ýmsar ráðstai-nir faafi verið gerðar til að ;era rekistur á þessum leið- um hagkvæmari. Ekki er búizt við að til samvinnunnar komi fyrr en í fyrsta lagi næsta vor, ef á annað _orð verðui- úr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.