Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 28. Jfllf 1982 tiomdi Veldl IMassers 10 ára Vandamál Laos og Kongó Eldflaugar Nassers Tíu ár eru liðin frá því að Nasser tók völdin í Egyptalandi Afmælisins er minnzt með 'hátíða höldum, og voru þau mjög á þan.. veg, sem einkennt hefur slíka L llida^a í sumum þeim iöndum, sem meiri áherzlu virð ast leggja á að sýna ytri mát.t en innri velferð. Tvennt er það, sem fréttamenn lýstu sérstaklega. Annars vegar hersýning sú, sem fram fór í Kairó, hins vegar umm. jli land varnaráðherra Nassers, þess efn is, að ísraelsmenn væru helztu óvinir Egypta og Arabaríkjanna. Sýndar voru nýtízku orrustu- og sprengjuiþotur, af rússnesneskri gerð. Það sem hins vegar vakti mesta atíhygli, var tilkynningin um eldflaugar sem skotið hafði verið sjáiiaji hátiðis daginn. Nasser Nasser skýrði sjálfur frá, að þeim hefði verið skotið frá „ó- nefndum stað“ og hefðu þær hitt Skotmarkið í um 375 mílna fjar- lægð. Eftir helgina var skýrt frá því í V-þýzku blaði, og hefur síðar komið fram í blöðum, sem birt hafa fregnir frá fréttamönnum í Kairó, að Nasser hafi nú ráðið í þjónustu sina V-*þýzka sérfræð inga í eldflaugasmíði. Þessi ummæli koma við frá- sögn fjármálaráðherrans í Baden Wiirtemberg í V-Þýzkalandi, Dr. Leuze, í des, sl., að Nasser hafi boðið einum kunnasta eldflauga sérfræðingi þar í landi prófessor Samger, og tveimur aðstoðar- mönnurn hans, 180,000 sterlings pxind fyri. að koma fótunum undir fjöldaframleiðslu slíkra vopna í Egyptalandi. Við það tækifæri hsKi ráðherrann sagt, að nú störfuðu í V-Þýzkalandi fyrirtæki, er framleiddu eld- flaugahluti fyrir Egypta. Egyptar munu lengi hafa far- ið þess á leit við Rússa, að þeir létu í té eldflaugar af stærri gerð, en munu fram til þessa að eins hafa fengið eldflaugar, sem skjóta má úr orrustuflugvélum, og flaugar gegn skriðdrekum. E. t. v. er hér um að ræða svar Nassers við tilraunum ísraels- manna, er þeir gerðu, sem kunn ugt er, tilraunir með eldflaugar í júlí í fyrra, og er sagt, að þær hafi náð 50 mílna hæð. Þeim sem lesið, hafa bók Ne- ville Shute, „On The Beach“, kemur kannske einkennilega fyr ir sjónir, að Nasser skuli hafa valið að minnast afmælisins á þennan hátt. Efnahagsleg jbv/ng- un v/ð Katanga Allar tilraunir í þá átt, að fá Moise Tshombe, forseta Katanga til þess að fallast á sameiningu héraðsins við Kongó, hafa mis- tekizt. Fjölmargir hafa reynt að l.afa áhrif á forsetann auk þess, sem S.Þ. hafa sent herlið á þess ar slóðir til þess að draga úr viðsjám á þessu svæði. Síðustu tilraunir til þess að fá Tshombe til þess að breyta um skoðun, urðu kunnar nú í vik- unni, er Bandaríkjamenn hófu máls á því, að beita bæri Katanga efnahagslegum þvingunum. Kongó er fátækt land, þ.e. fólk þar býr við bág kjör. Ráðamenn í Katanga hafa hins vegar mikl ar tekjur, þar eð námafélagið Union Miniére greiðir þeim ár- lega sem svarar 56 milljónum dala í skatt. Hugmyndin um sam einingu miðar að því, að tekjur þessar komi ekki aðeins Katanga til góða, heldur einnig Kongó. Skoðun margra á Vesturlönd- um nú er sú, að ef fjárhagsað- staða ráðamanna í Katanga versn aði, þá yrði Tshombe ekki leng ur stætt á aðskilnaðarstefnu sinni. Fyrir nokkrum dögum fóru tveir af nánustu samstarfsmönn um Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Parísar, Dond on og Briissel til þess að reyna að afla fylgis við þá hugmynd að sett verði nokkus konar við- skiptabann á Katanga. Lítið hefur heyrzt um undir- tektir i Frakklandi og Brússel, en stefna brezku stjórnarinnar er sú, að ekki beri að grípa til slíkra ráðstafana. Talsmaður brezka utanríikisráðuneytisins sagði það vera stefnu brezku stjórnarinnar að leita „friðsam- legra samninga við Tshombe". U Thant, aðalritari S.Þ., er sagður mjög uggandi vegna fram gangs mála i Kongó og Katanga Hann lýsti því yfir, er hann dvald ist í Helsingfors, í fyrri viku, að Tshombe og menn hans væru „skrípakarlar“, sem engin leið væri að semja við. Næsta skref U Thants er að fá öryggirráðið til að raeða Kongómálið. Hvort samstaða næst um efna hagslegar gagnráðstafanir, skal látið ósagt, en síðasta tillaga Tshombes er á þá leið, að S.Þ., Bandaríkin og fleiri stórveldi taki höndum saman um uppbygg ingu Kongó — þá skuli hann sjálfur hjálpa til. „Katanga eitt fær engu áork- að“, segir Tshomibe. „Til þess er fátækt Kongó of mikil. Ef tekj um okkar yrði veitt til stjórnar Adoula þá myndi sama fátæktin ráða ríkjum í Katanga". Síðustu fregnir af stjórn Adoula í Kongó eru á þá leið, skjótar ráðstafanir þurfi að gera, annars kunni stjórn hans að falla áður en sumarið er liðið. Laos - innanlands- málin Á mánudag var undirritaður í Genf samningur um framtíðar skipan mála í Laos. Utanríkisráð herrar 14 landa staðfestu þar, að lönd þeirra myndu, um alla fram tíð, „virða sjálfsstjórn, sjálfstæði hlutleysi og landfræðilega rétt- indi Laos“. Þá aðila, sem nú eiga hlut að þjóðstjórn Laos, greinir enn á um margt. Fulltrúar Pather Lao hafa lýst því yfir, -að eitt fyrsta verk efnið, sem leysa verði, sé sam eining herja landsins, þ.e. hers norðanmanna, sem notið hefur stuðnings kommúnista í grann- rikinu N-Vietnam og hers sunn- anmanna, sem notið hefur leið- sagnar bandarískra hernaðarsér fræðinga og aðstoðar ríkjanna í SA Asíubandalaginu. Yfirlýsing talsmanna Pathet Lao er á þann veg, að þetta verði erfitt viðfangsefni. Þefta virðast ætla að verða orð að sönnu, því að á þriðjudag, a- sakaði Phoumi Nosavan, land- varnaráðherra stjórnarinnar (aðalstjórnandi hers sunnan- manna), leiðtoga norðanmanna, og félaga sína í stjórninni, fyrir að hafa staðið að vopnuðum ár ásum Pathet Lao á stöðvar hægri sinna í Muong Cao-héraði, nærri Kamaneánni. Þá hafa og barizt fregnir undanfarið, frá Attopeu- héraði um svipaðar hernaðarað gerðir. Fulltrúar hægrisinna hafa bor ið fram þá kröfu að sett verði á laggirnar sérstök rannsóknar- nefnd, sem send verði tii þessara héraða, en full- trúar Pathet Lao í stjórninni telja slíkt ótímabært. Talsmenn vinstrimanna hafa og lagt á það mikla áherzlu, að innan 10 vikna verði allir erlend ir hermenn, þar á meðal hernað arsérfræðingar á brott úr land- inu. Enn dvelja um 10,000 hermenn frá N-Viet-nam í Laos, en tala bandarísku hernaðarsérfræðing- anna er um 500. Eitt vandamál á vafalaust eft ir að verða erfitt úrlausnar, þótt það stafi ekki af innanlandsátök um í Laos, heldur hernaðarað- gerðum þeim, sem átt hafa sér stað í Viet-nam, grannríkinu í austri, milli kommúnista i norðri og liðs Ngo Din Diem, forseta, í suðurhluta landsins. Hann nýt- ur stuðnings Bandaríkjanna. Lega Laos er þannig, að greið asta samgönguleið milli Norður- og Suður-Viet-nam liggur um skarð, sem er innan landamæra Laos. Fregnir herma, að komra- únistar hafi mjög aukið flutninga sína um skarðið síðustu vikurnar. Þótt Laos-ráðstefnan sé nú úr sögunni, þá er Laos þó enn háð alþjóðlegu eftirliti, þar sem er alþjóðaeftirlitsnefndin, er stofh uð var 1954. Það er hlutverk henn ar að fylgjast með þvi, að san» komulagið verði haldið. tíðahöldum í Kairó. Þá bar mest á rússneskum bryndrekum, er runnu yfir torgíð fyrir fram- an höll Faruks, fyrrverandi konungs. — Enn minnist Nasser byltingarafmæiisins með hersýn- ingum, en í þetta skiptið hafa honum bætzt ný og hættulcgri vopn — langdrægar eldflaugar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.