Morgunblaðið - 10.08.1962, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.08.1962, Qupperneq 18
18 M O R G IJIV fí T.~4 Ð1Ð Föstudagur 10. ágúst 1962. ^ Bræöurnir skoruðu í „nál- á síðustu æfingu Landsliðið heldur utan i dag i*A3E> var létt yfir landsliðs- piltunum er þeir mættu á síð ustu æfingu sína (og eina af sárfáum) á "Laugardalsvell- inum f gærkvöldi. Þeir. töku fyrst léttar æfingar, snerpuæfingar með stuttum hláupasprettum og aðrar létt Titillinn hrosir víö m . SIGURINN í íslandsmótinu í útihandknattleik kvenna bros ir nú við FH. í gærkvöldi unnu FH-stúlkurnar stöllur sínar i Ármanni með 9 gegn 5. Þar með hefur Ármann lokið leikjum sínum, en FH og Ár- mann eru nú jöfn að stigum og með jafntefli við Breiða- blik ■ vinna FH-stúlkurnar fhótið. Tapi þær hins vegar verða þær aftur að mæta Ár- manni um titilinn. Leikurinn í gær var jafn s mjög framan af. Stóð t. d. 5—4 '4- fyrir FH í hálfleik. .;.7.í 2., fl. vann Fram lið KR með 7 ggen 2. Úrslit í þeim flokki verða á laugardags- kvöld kl. 8 milli Ármanns og éreíðabliks sem unnið hafa innn hvorn riðilinn. Á sunnu- dagskyöld kl. 8 fer fram leik- úr FH og B.reiðabliks, síðasti íeikur mótsins. t2" ar boltaæfingar. Síðan fengu þeir nokkru erfiðari leik- fimiæfingar og loks var skipt á mark í nýstárlegum leik, þar sem mörkin voru eins og stór „nálaraugu“. ^ ★ Nálaraugu sem mörk Allir 12 leikmennirnir sem hér heima eru voru mættir og tóku þátt í æfingunni af leik- gleði. í síðasta liðnum skiptu (þeir í tvö lið, 6 í hvoru og léku saman Ríkarður, Þórður Jóns- son. Ellert, Ami Njálsson, Skúli Ág., og Guðjón Jónsson. Leikvöllurinn var þvert á völl inn og mörkin voru grinda- hlaups-„stativ“, markið semsagt meter á breidd og 60—70 cm fcátt. ★ Bræður skora Það varð bið á ’fyrsta mark- inu, unz Ríkarður reið á vaðið og skoraði örugglega í „nálar- augað". Stuttu síðar skoraði Þórður „bróðir" annað mark. Bæði liðin fengu vítasipyrnu, sem teknar voru af vallarmiðju eða af 30 m færi. Helgi Dan og Skúli Ag. brenndu báðir af. Og þegar við yfirgáfum völl- inn voru 5 mín. til leiksloka — en varla nokkuð markvert skeð á þeim tíma. ★ Á fundi Þá lá fyrir piltunum að mæta á fundi hjá fararstjórn, (Björgvin Sehram, Axel Einars- son og Haraldur Gíslason) Þar áttu þeir m. a. að hlýða á reglu- gerð um utanfarir sem ISI hefur sett. Þar eru strangar hlýðnis- reglur og refsing við broti getur orðið heimsending þegar í stað, auk annarrar hegningar. Utan heldur liðið kl. 8 á föstu- dagsmorgun, kemur til Dublin klukkan um 6 (ísl tími). A laug- ardag fara þeir á æfingu og sjá mikla hestasýningu (Duiblin Horse Sfhow). Leikurinn hefst kl. 14.30 eftir ísl. tíma á sunnu- dag. Dómari verður R. E. Smith frá Wales. Veizla verður eftir leikinn en á mánudag til kl. 5 hafa piltarnir til eigin ráðstöf- unar en koma til Rvíkur um kvöldið. Tignir gestir á ráð- stefnu um íþróttamál f DAG kl. 9.30 verður sett í Melaskólanum ráðstefna höfuð- borga Norðurlanda um íþrótta- mál. Til ráðstefnunnar eru mætt ir 29 útlendingar og 24 íslend- ingar. Verður fjallað um íþrótta mál frá sjónarmiði borgarstjóra, byggingu íþróttamannvirka o.fl. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri setur ráðstefnuna en hann situr hana einnig. Yfirborgar- stjóri Kaupmannahafnar er einnig fulltrúi ásamt forseta borg arstjórnar Kaupmannahafnar. Frá Stokikhólmi, Helsinki og Oslo sitja ráðstefnuna m.a. þeir borgarstjórar er íþróttamálin heyra undir. Ráðstefnuna sækja 8 Norðmenn, 13 Svíar, 5 Danir og 3 Finnar. Holdvotir og ataðir eðju eru | þessir langhlauparar Eng- lendinga, Martin Hyman' (vinstri) og Bullivant { (hægri). Samt ljúka þeir | keppni með bros á vör og eru | hinir ánægðustu. Þeir færa Englandi tvöfaldan sigur í 10 I km hlaupi í landskeppni við | Pólverja sem fram fór í Lond | on 6. ágúst. Fyrir þremur árum unnu' þessir sömu menn á sömu I vegalengd í landskeppni við | Póiverja. Fundir verða árdegis 1 dag og árdegis á morgun. Fyrst verður fjallað um yfirlit frá hverri höf- uðborg um gang þessara mála síðustu þrjú árin en ráðstefnur þessar eru haldnar þriðja hvert ár. Síðan verður rætt um bygg- ingamál o.fl. á þessu sviði. —j| m- John Giles .- hægri innherji í McGrath vinstri framvörður Tom Traynor — hægri bakvörður Tuohy vinstri útherji r Harðsnúnir mótherjar Sumir írsku leikmannanna eru frægir um allar Bretlandseyjar S7 AG heldur ísl. landsliðið Br tíl Glasgow og heldur síðd. áfram til Dublin. Þar bíð Uir liðsins erfið raun — leikur (við atvinnumannalið íra, leik- ijáenri sem árum saman hafa ‘ jéikið fc-enskum atvinnuliðum og’ - öðlast þar hina mestu r&ynslu. M.a. eru þrir leik- tnSim.í liðinu sem leika með hinu lieimsfræga liði Man- chester’united. Þetta verður lang sterkasta lið sem írar hafa telft fram á móti íslendingum. Tvívegis áður höfum við leikið gegn blönduðu liði áhugamanna og ,,hálf“-atvinnumanna. írar hafa unnið naumlega í bæði skiptin. Nú er hætta á að öðru vísi fari. Við birtum hér myndir af fimm af þessum frægu mót- herjum ísl. liðsins. Jahn Giles er ungur leik- maður. Hann er innherji hjá Manchester United og í írska landsliðinu. Þó margir séu frægir í Manehester United, þá hefur Giles oft fengið mest lof. Mc Grath er v. framvörður írska liðsins. Hann leikur með 1. deildar liðinu Blackburn Rovers. Hann er ungur leik- maður, en þykir ákaflega traustur. Tom Traynor leikur hægri bakvörð. Hann leikur með Southampton, þykir þar einn af beztu mönnum. Tuohy er vinstri útherji. — Hann er liðlega tvítugur og sá eini af írsku liðsmönnun- um nú, sem leikið hefur gegn íslendingum áður kom hing- að 1957. Hann er ákaflega fljótur leikmaður og þykir traustur í liði sínu, Newcastle. Ambrose Fogarty er v. inn- herji. Hann er einnig ungur leikmaður og leikur með 2. deildar liðinu Sunderland. — Garðar fær að glíma við (þenn Ambrose Fognrty — vinstri innherjt an lágvaxna mann. Það verður í öllu falli mikili stærðarmun- ur á þeim. Aðrir leikmenn eru sumir eldri og reyndari. Sérstaklega má nefna fyrirliðann Noel Cantwell. Hann var á sínum tíma keyptur til Manchester United fyrir 30 þúsund pund, sem var of fjár þá. Hann var upphaflega varnarmaður en er nú miðfcerji við góðan orð- stír. Sama má segja um Hurley miðvörð. Hann þykir einn af allra beztu miðvörðum sem leikur í ensku deildinni. Hann leikur með Sunderland og hef ur lengi gert það lið frægt. Það veitir ekki af að krossa fingurna til heilla fyrir ísl. liðið í þessum leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.