Morgunblaðið - 10.08.1962, Qupperneq 20
Fréttasimar Mbl
— ettir lokun —
Erler.dar fréttir: 2-24-85
Innlendai fréttir: 2-24-84
-f^Uibku. «=
SUS-síða
Sjá blaðsíðu 13.
180. tbl. — Föstudagur 10. ágúst 1962
Myndin sýnir einn kranann, þar sem hann hefur verið settur upp á húsgrunni að Ljós-
heimum 18. ___
Ný byggingaraðferö með
krönum og stálmótum
1 GÆRDAG bauð Timburverzl.
Völundur blaðamönnum að
skoða svokallaða Krölls krana og
stálmót, sem verzlumn hefur um
boð fyrir og nýfarið er að flytja
hingað til lands. Er það danskt
fyrirtæki, F. B. Kröll í Kaup-
mannahöfn, sem framleiðir tæki
þessi, en þau hafa undanfarið
náð mikilli útbreiðslu sem bygg
ingaraðferð og síðustu 3 árin
hafa þannig verið byggðar á
Norðurlöndunum einum 25—30
þús. íbúðir.
Stálmótin, sem koma í stað
trémóta áður, þegar húsið er
steypt, eru smurð að innan með
sérstakri formolíu og er hægt
að nota þau allt að 1500 sinn-
um. 1 Danmörku er talið að
nota þurfi stálmótin 35 sinnum
til þess að þau verði jafn hag-
stæð í rekstri og timburmót, en
þar sem þau eru alltaf notuð
miklu oftar, verða þau mun
ódýrari í rekstri.
Hingað til lands hafa þegar
verið fluttir þrír Kröll kranar
og er einn þeirra hjá Sýningar-
og íþróttahúsinu í Laugardal.
Er hann fremur lítill, en stærð
hans miðuð við, að hann geti
flutt um 370 lítra af steypu
hvert sem er í hæfilega stóra
sambyggingu 4 hæða háa og
10—12 metra breiða. Er krani
þessi á hjólum og dreginn milli
staða af vörubíl, en síðan er
hægt að reisa hann á 2 mín. og
20 sek. Krani þessi, sem kallast
k-125 er of lítill, ef um stóra
byggingu er að ræða. I>á er
notaður annar krani k-30, sem
bæði getur verið staðbundinn á
þar til gerðri undirstöðu eða
hreyfanlegur á teinum. Einnig
er hægt að fá hann sem kiifur-
krana, sem hægt er að færa upp
eftir því, sem byggingin hækk-
ar. Slikur staðbundinn krani er
nú hjá íslenzkum aðalverktök-
um, Kaplaskjólsvegi 1. Er hann
með 30 metra löngum armi og
Norrænt eftirlit með
lyfjum undirbúið
Verður væntanlega rætt á næsta fundi
Norðurlandsráðs í febrúar
1 DÖNSKUM blaðafregn-
um er sagt frá því, að á
næsta þingi Norðurlandaráðs
sem fram á að fara í Osló í
byrjun næsta árs, muni a.ö.l.
verða fjallað um sameigin-
legt lyfjaeftirlit Norður-
landanna.
Slíkt eftirlit hefur áður verið
rætt á þessum vettvangi. Er að
því stefnt, að sömu reglur verði
látnar gilda á Norðurlöndunum
öllum um viðkenningu á lyfjum
til lækninga. í því felst m. a.,
að ef rannsóknir leiða í ljós, að
eitthvert lyf sé óhæft til notk-
unar, þá yrði því synjað um við-
urkenningu í öllum löndunum í
senn.
Ástæðan til þess, að mál þetta
hefur nú borið á góma að nýju,
er hin hryggilega reynsla, sem
fengizt hefur af lyfinu Thalido-
mide — og öllum er kunn.
Er nú áformað að hraða und-
irbúningi að norrænum reglum
á sviði lyfjaeftirlits, þannlg að
unnt verði að leggja þær fyrir
ríkisstjórnir Norðurlandanna til
endanlegrar staðfestingar, strax
eftir áðurnefndan fund Norður-
landaráðsins, sem fram á að fara
í febrúar.
22 metrar undir arm. Hjá Pálí
Friðrikssyni, Ljósheimum 18, er
hins vegar klifurkrani með 22
metra löngum armi og 13 metrar
undir arm, og eru þar einnig
stálmótin til sýnis.
Um afköst sýnir reynslan, að
með einum krana og 250 ferm.
af stálmótum geta 3 menn steypt
125 fermetra vegg á einum degi.
Lndarlegur
sjúkdómur
í rBorskri smásíld
Öhæí til niðursuðu sokum sára
Kemur stoíninn til Islands?
NORSKA fréttastofan NTB hef-
ur það eftir norska blaðinu
Sunnmörsposten að í Sönnmöre
og Romsdal hafi orðið vart und-
arlegs sjúkdóms í smásíld og
að niðursuðuverksmiðja ein hafi
neitað að taka á móti sliku hrá-
efni, þar sem síldin sé ekki hæf
til niðursuðu.
í mörgum förimum hefur fund
izt síld sem á eru sár á stærð
við naglahaus og á stöku síldum
hafa þau verið svo mikil að
'komnar voru holur inn í búlkinn.
Sárin eru rauð og gul að lit
og fundizt hafa síldar, sem vant-
ar augu og gellur. Kveðjast sér
fræðingar aldrei hafa séð þetta
fyrr. Hefur sködduð síld verið
send til Fiskirannsóknarstofn-
unnar í Bergen, en þar standa
yfir sumarfrí og er ekki fengin
nein skýring á sjúikdómnum.
Segir blaðið að í suimuin síldar-
förmunum hafi fundist allt upp
í 15—20% af skemmdri síld.
Engin sködduð síld hér.
Blaðið spurðist fyrir um það
hjá Agli Jónssyni á Rannsóiknar-
stofunni á Siglufirði, hvort orð-
ið hefði vart nokkurrax slkadd-
aðrar síldar hér. Kvað hann það
ekki vera. Aftur á mlóti væri
feit smásíld sérlega viðkvæon og
vildu detta á hana marblettir, ef
ebki væri farið vel með hana.
Norðmenn kössuðu því smósíld-
ina á leið í land, en hér vœri
Smásíldin ánetjast
hjá síldarbátunum
Bjástra tímunura saman við að losa netin
SÍLDVEIÐISKIPIN voru í gær
að kasta fyrir austan land, en svo
er mikið af smásíld, sem ánetj-
ast hjá þeim, að til vandræða
'horfir. Hafa skipshafnir hjálpað
hver annarri úti á sjó við að
losa netin, en sumir hafa þurft
að koma í land og fá mannskap
til að greiða úr netunum. Er jafn
vel hætta á að skipin missi næt-
urnar, sem geta sokkið ef of
mikið af smásild festist í þeim.
f>au síldveiðiskip, sem eiga vetr-
arnætur, eru sum að fá þær að
sunnan, því þær eru smáriðnari.
Höfðu síldarmenn það þó eftir
Jakobi Jakobssyni að smásíldin
hlyti að skilja sig frá hinni og
ganga grynnra innan skamms.
Engin síldveiði var fyrir Norð
Tápmikill
drengur
FRÉTTARITARI Mbl. í Neskaup
stað spurðist fyrir á sjúkrahús-
inu um líðan drengsins frá Fá-
skrúðsfirði, sem missti handlegg
inn í slysi í síldarverksmiðjunni.
Sagði læknixjnn að þetta væri
tápmikill 7 ára drengur, og væri
liðan hans eftir atvikum.
urlandi. Þó hafði Eldbocgin feng-
ið síld út af Sléttugrunni. í gær
voru flestir bátarnir að veiðum
NA af Langanesi og í Heraðsflóa,
og voru sumir bátarnir þar enn
að bjástra við nætur sínar í
gærkvöldi, eftir að hafa fengið í
iþær smásíld um morguninn. —
Veiði var líka á Seyðisfjarðar-
dýpinu og víðar fyrir Austur-
landi.
Málflutningur
í Félagsdómi
f GÆR fór fram málflutningur
fyrir Félagsdómi í máli því er
Vinnuveitendasamband íslands
höfðaði fyrir hönd Meistarafé-
lags húsasmiða gegn Alþýðusam
bandi íslands fyrir hönd Tré-
smiðafélags Reykjavíkur, til að
fá úrskurð um lögmæti verkfalls
aðgerða félagsins.
Áður en dómur var settur,
minnti forseti dómsins, Hákon
Guðmundsson, ísleifs Árnasonar,
borgardómara, sem er nýlátinn,
en ísleifur var dómari í Félags-
dómi og hafði verið það um ára-
bil. Minntust allir viðstaddir hins
látna með því að rísa úr sætum.
lítrt hirt um að fara vel meS
hana, því húa færi öil í bræðslu.
Á íslandsmið eftir hryggningn.
Þá hafði blaðið tal af Jakofol
Magnússyni, fiskfræðingi. Sagði
hann að margir sjúikidóanar væru
kunnir á fiskum, og heíði orðið
var sýkingar í karfa, emkum
við Nýfundnaland, en hún væri
sýnilega annars eðlis en hép
væri um rætt. En ekki kvaðst
hann hafa heyrt um nokkra sýk-
ingu á síld.
Aðspurður um hvort ekki væri
hætta á að þessi smáisíld, sem
nú væri verið að veiða við Noreg,
kæmi seinna hingað, sagðist hann
lftið vilja láta hafa eftir sér um
síldargöngur, þar sem síldin
væri ekki sitt sérfag, en talið
væri að mi'kið af norsku ungsíld*
inni eða feitsíldinni verði síðar
útíhafssíld, og eftir að h/ún sá
búin að hrygna, sæki hiún á ís-
landsmið.
Síldeiðimenn
w
mótmæla
SKIPSHAFNIR á eftirfarandi
síldveiðiskipum hafa sent sjáv-
arútvegsmálaráðherra mótmæll
gegn úrskurði gerðardóms um
síldveiðikjörin:
M.b. Ingiber ólafsson GK 35,
m.b. Muninn GK 342, m.b. Sig-
urfari BA 7, m.b. Sigurfari AK
95, m.b. Ársæll Sigurðsson GK
3200, Reynir AK 98, Freyja GK
110, Hafrún IS 400, Bergvík KE
55, Tálkfirðingur BA 325, Gylfi
EA 628, Fiskaskagi AK 47, Hug-
rún ÍS 7, Dóra GK 47, Sólrún
ÍS 399, Sæfari ÁK 55, Heimir
KE 77 Geir KE 1, Jón Guð-
mundsson KE 4, Jökull SH 125,
Jón Garðar GK 510, Fróðaklett-
ur GK 250, Reykjanes GK 50,
Sigurbjörg KE 98, Halkion VE
205 og hásetar á m.b. Hrafni
Sveinbjarnarsyni II GK 10.
Reykur frá
slökkviliðsæfingu
f GÆ3R veittu vegfarendur 1
Skerjafirði og víðar athygli
miklum reykjarstrók, sem sum-
um virtist vera úti á hafi. Við
eftirgrennslan kom í ljós að
mökkinn lagði frá Keflavíkur-
flugvelli, eða nánar tiltekið frá
gömlum flugvélakirkjugarði þap.
Er þar hrúgað saman gömlum
flökum og drasli og tvisvar til
þrisvar í viku er olíu helt í og
gert bál, sem slökkviliðsmenn
æfa sig á Varð reykur óvenju-
mikill af þessu í gær og þar sem
logn var bar hann hátt.
LOKASALA í happdrætti Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjör
dæmi stendur yfir. Dregið verð-
ur L september. Miðar til sölu
hjá aöalumboöi happdrættisina
í Njarðvíkum er hjá Jósaiat Aru
grímssyni.