Morgunblaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 8
MOncinvnr. 4ðið Þriðjudagut 21. ágúst 1962 Ósló, 18. ágúst. ÞRIGGJA daga ráðstefnu allra Norðurlandaríkjanna um sjávarútvegsmál lauk á föstudagskvöld. Fiski- málaráðherrar Norður- landa sóttu þessa fundi og höfðu jafnframt fundi ein- ir sér á þriðjudag og fimmtudag. En auk þeirra sóttu ráðstefnuna fiski- málastjórar þessara landa, sérfræðingar í fiskifræði og hafrannsóknum og margir fulltrúar útvegs- manna. Frá íslandi voru Nokkrir þátttakenda í fiskimálaráðstefnunni (frá vinstri): D. W ikstrþm, fiskimálaráðunautur, og Verner Korsbáck, fiskimála- ráðherra Finnlands; síðan þeir Gunnlaugur Briem, ráðuneytisst jóri, Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, Davíð ólafsson, fiskimálastjóri, og Carl Bjþrge, deildarstjóri frá Noregi. Fiskimálaráðstefnan í Þrándheimi: Sjávarútvegur er sameiginiegt velferðarmál Norðurianda um síldargöngurnar síðustu 50 árin. Síðustu árin væri þungamiðja síldveiðanna í Noregi sífelt að færast norður á bóginn, en jafnframt hefði stofnmn gengið saman. f ár hefði vorsíldarveiðin verið að eins Vt aí því sem hún var fyrir 6 árum. Síðan 1950 hefði enginn verulega góður árang- ur verið af síld við Noreg, herrarnir voru á einu máli um, að það væri höfuðnauð- syn, að Norðurlönd fengi að segja álit sitt um tilhögun markaðsmálanna, og að fram- tíð ciskveiðanna á Norður- löndum væri undir því komin, að afurðir landanna yrðu ekki fyrir „diskrimineringu“ Fiski- skip Norðurlanda afla kring- um 3 ínilljón lestir á ári, en 6 löndin í EEC afla 1.7 milljón í Norræn fiskiskip afla um 3 millj. smálesta á ári Náin samvinna nauðsynleg — ekki aðeins milli Norðurlanda heldur við öll lönd Vestur-Evrópu mættir 11 fulltrúar. Verkefni ráðstefnunnar vissu bæði að fiskirannsóknum og ekki sízt að markaðsmálum sjávarafurða, Það má segja að Efnahagsbandalagið og af- staða Norðurlanda til þess hafi sett svip á ráðstefnuna. Ræðurnar um markaðsmálin mótuðust flestar beinlínis eða óbeinlínis af EEC. Sameiginlegt velferðarmál Norðurlanda Ráðstefnan hófst á miðviku dagsmorgun með því að próf. Olav Gjærevoll, forseti borg- arstjórnar Þrándheims, bauð gesti velkomna, en þá flutti Niels Lysö, fiskimálaráð- herra, setningaræðu sína. Hann kvað sjávarútveginn sameiginlegt velferðarmál Norðurlanda, og að þau yrðu að leita erlendra markaða fyr- ir frarnleiðsluna. Og norræni hlutinn af fiskframleiðslu Vest ur-Evrópu væri svo stór, að óhugsanlegt væri að EEC gæti gert framtíðaráætlun um fiski málin án þess að Norðurlönd væru þar með í ráðum. Síldveiðin í Noregi Næst flutti Finn Devold, fiskirannsóknastjóri, erindi, sem vakti afar mikla athygli, Norski fiskimálaráðherrann, Nils Lysþ, flutti se tningarræðuna, þegar 8. norræna fiskimálaráð- stefnan hófst í Þrándheimi. A vinstri hönd hon um er norski, finnski og íslenzki fáninn — en hægra megin sá færeyski, sænski og danski. — Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, sést hér með norska feitsíld. fyrr en árgangurinn frá 1959, en 1960-árgangurinn væri sæmilegur Devold gaf góðar vonir um. að síldveiðin við Noreg mundi fara að glaeðast úr þessu, og ef til vill mundi þungamiðja síldveiðanna fær- ast suður í Skagerak. Fræðsla um fiskimál — Laxveiðar Síðdegis á miðvikudaginn hófst umræðufundur og aðal- fulltrúar Dana, Islendinga, Norðmanná og Svía gerðu grein fyrir fræðslu um fiski- mál í löndum sínum. Umræð- urnar cnerust um mörg efni, svo sem notkun síldar í fram- tíðinni, fiskumbúðir, skipulag fisksölu á Norðurlöndum o. fl. o. fl. Joukim Harstad flutti erindi um laxveiðar í Noregi á síðustu öid, en sú saga er ekki til eítirbreytni. Laxinn gengur til þurrðar í norskum ám, þrátt fyrir víðtækt klak og laxastiga, en ástæðan er vitanlega sú, að enn er leyft að veiða lax í net í mörgum fjörðum, SvO að hann kemst ekki upp í árnar. Markaðsmál útvegsins Finuntudag áttu fiskimála- ráðherrarnir fund með sér og ræddu aðallega markaðsmál sjávarútvegsins. EEC hyggst að taka ákvarðanir um fisk- markaðinn nú í haust, en ráð- lestir. Létu ráðherrarnir þá von í ljós, að eigi yrði gengið framhjá Norðurlöndunum þeg ar EEC gerði skipulagsáætlun sína, og samþykkti ráðstefnan tillögu í þá átt. Fiskit annsóknir ómissandi Danski fiskimálastjórinn dr. Erik Bertelsen flutti erindi um vísindastarfsemi í þágu fisk- veiðanna. Hann drap á, að sú tíð væri nú liðin hjá, sem fiski menn skopuðust að vísinda- rannsóknunum. Nú væri það viðurxennt, að fiskirannsókn- irnar væru ómissandi, enda krefðust fiskimenn þess nú, að þær væru auknar sem mest. í gærkvöldi var ráðstefn- unni slitið. Hún sýndi það glöggt, að fulltrúar allra þjóð- anna voru sammála um, að mikilsvert væri að Norðurlönd in hefðu sem nánast samvinnu um íiskimálin, bæði innbyrð- is og gagnvart öðrum löndum. Eftir tvö ár munu áhuga- menn um fiskimál aftur fjöl- menna til Þrándheims, því að þá verður haldin þar fiski- málasýning og kaupstefna. Skúli Skúlason. ftn_nu- jTj-ijTjT_nvrö"iinri_i~trnvn nrrrfrim----------r-~T i ~">r—‘r~ —i —— •"‘*l “*•*** ------ — "* ""***

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.