Morgunblaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 20
20
r
MORGlllvfíl 4 ÐIÐ
Þriðjudagur 21. ágúst 1962
/
_ HOWARD SPRING: _ 19
RAKEL ROSING
r ^ ^ gr ^ ^ gr ^ ^ ^ jir gnr i~ ^ ^ ^ ^ ai ^ ^ •
Hann varð þögull aftur og tók
að hugsa um einkennileé við-
brögð lífsins, um unga og klunna
lega Júðastrákinn með alla fram
tíðardraumana, sálarkvöl hans í
óvistlegu leiguherbergi í New
York, þar sem hverjum eyri var
eytt frá honum jafnharðan — og
svo um hinn núverandi Maurice
Bannermann og húsið hans við
Portlandstorgið, safnið hans af
málverkum eftir frönsku impres-
sjónistana, eignina hans við
Chichester, bílana hans og hálfu
milljónina. Og svo um þessa tvo
menn, bláókunnuga innbyrðis en
með stelpugægsnið hana Lucy
Oxtoby sem eins konar tengilið
sín í milli. /
l>ú skilur, sagði hann og hugs
aði nú aftur upphátt: Ef ég gift-
ist þér, væri ég í rauninni að
gera mig sekan um tvíkvæni.
Rakel sagði enn ekki neitt. —
Hugsanir hennar voru á full-
kominni ringulreið og allrar til-
raunir hennar til að koma á þær
skipulagi voru árangurslausar. —
Þó var það ein hugsun, sem var
á engu reiki og vildi ekki vikja
úr huga hennar: Ef hann gerir
alvöru úr því að giftast mér, og
þessi stelpa er á láfi og ég get
fundið hana, þá hef ég hann —
svona — þá hef ég hann alveg á
mínu valdi.
Á myndinni var feitlaginn, —
ólánlegur unglingur með olíu-
borið, hrokkið hár. Þessi klaufa-
lega og ólánlega mynd gat ekki
annað en vakið meðaumkun. —
Fötin voru fátækleg og fóru illa,
buxurnar pokandi og skórnir lík
astir klossum. Andlitið var hvort
tveggja í senn tortryggið og ögr-
andi. Rakel lagði myndina niður
hjá diskinum sinum og horfði aft
ur á sterklega andlitið, örugga og
hreykna höfuðburðinn og glæsi-
legu fötin á manninum, sem hjá
henni sat. Nei, Maurice, /Sagði
hún. Ef þetta er ungi maðurinn,
sem ungfrú Oxtoby giftist, þá er
ég viss um, að hún gæti komið
hér inn í kvöld, án þess að
þekkja þig.
Maurice bar líkjörglasið sitt á
móti birtunni. Hann þefaði af lit-
lausum vökvanum, dreypti síðan
í hann og sagði: Og hvers konar
hjónaband var þetta svo sem. —
Ekkert hjónaband, álít ég. Og
hvað er þá unnið við að vera að
gera sér það ómak að rannsaka,
hvort manneskjan er lífs eða lið
in? Og sé hún lífs, hvaða vit er
þá í að vera að draga fram í
dagsljósið það, sem enginn veit
um? Annað hefði ég ekki upp úr
því að leita hana uppi og fara
fram á skilnað. Og hvaða vit
væri í því? Ekki nokkur glóra.
Hann hallaði sér yfir borðið
og lagaði hönd Rakelar. Þetta
ætti engin hætta að vera, elskan
mín. Eigum við að gifta okkur?
Hún svaraði ekki alveg strax,
heldur fór hún eins að og kvöld
ið góða með Mike Hartiga. Hún
tók blóm af borðinu og fór að
tæta það sundur í smáflyksur,
kalt og rólega og leit út eins og
Maurice væri þarna hvergi nærri.
Elskan mín, sagði hann, óróleg-
ur yfir þessari þögn hennai. Eg
veit, éfð ég er að biðja um mik-
ið ....
Mér finnst þú vera að bjóða
mikið, svaraði hún. Hann mætti
ekki halda, að hún ætlaði að
koma þjótandi í fangið á honum.
Þú ert að bjóða mér það, sem
ég hef þráð alla ævi .. ..
Ég er að bjóða þér ást mína,
Rakel. Hefur þig nokkurntíma
dreymt um þgð að vera elskuð?
Nei, Maurice, svaraði hún. Mig
hefur aldrei dreymt um annað
en það að vera rík og örugg.
Henni varð hugsað til allrar eymd
arinnar í Cheetham, í húsinu,
sem hún hafði rétt áðan staðið
úti fyrir og bölvað. Hún hugsaði
um baslið í litlu búðinni í Man-
chester, með yfirdrátt í bankan-
um, sem alltaf átti að lækka, en
lækkaði bara aldrei. Allt líf henn
ar hafði verið á takmörkum ör-
birgðarinnar og á gjaldþrotsins
barmi. Guð minn góður, Maurice,
sagði hún allt í ,einu, snögglega
hreinskilin og áköf. Ef þú vissir
um lífið, sem ég hef lifað! Ef
þú vissir. hvað ég hataði það og
hafði viðbjóð á því .... Ást?
Eg veit ekki, sagði hún þreytu-
lega, hvort ég get nokkurntíma
elskað nokkurn, en hitt get ég
sagt, að ég skal tilbiðja hvern
þann, sem getur dregið mig upp
úr þessu feni og veitt mér öryggi.
Finnst þér það andstyggilegt? —
Finnast þér það ómerkilegheit og
hugleysi að langa til að vera
öruggur? Ef svo er, væri þér
betra, að hugsa ekki um mig frek
ar, því að eins og er, finnst mér
þetta það einasta, sem sé eftir-
sóknarvert.
Hún horfði á hann ögrandi og
sá, að hann var djúpt hrærður.
Elskan mín, sagði hann. Ég skil
þetta allt. Ég veit, að þú hefur
liðið mikið. Ég er ekki fæddur
í gær og skil annað eins og þetta.
Hann leit á hana meðaumkunn-
araugum sem snöggvast, en sagði
síðan: Ég held ég gæti komið
þér til að þykja vænt um mig,
Rakel.
Mér þykir það! sagði hún í
mótmælatón. Mér þykir afskap-
lega vænt um þig, en ást..æ, ég
veit ekki.
Viltu giftast mér?
Já.
Hann hallaði sér að henni og
þrýsti hönd hennar. Ó, þú gerir
mig svo hreykinn.
Hann kallaði á þjóninn, sem
hjálpaði homxm á fæturna. Með
sinn stafinn í hvorri hendi, haltr-
aði hann áleiðis til lyftunnar. Þú
skalt ganga svolítið áður en þú
sezt að, sagði hann við Rakeh
Þú lítur út fyrir að vera þreytt.
Hún gekk með honUm að her-
bergi hans og kyssti ihann, en síð
an þaut hún burt og út.
Hún gekk fram og aftur undir
himninum, sem var alsettur
stjörnum. Hún gekk yfir Strand-
veginn og út í sandinn handan
við hann. Þarna var aldimmt og
hún stikaði áfram, hljóðlaust
eins og vofa. Hún kom að heilli
flækju af járnstólpum, sem
héldu uppi bryggju, og þarna í
skugganum, þar sem loftið var
rakt og saltmettað, með þang-
drönglum og þönglum, gat óljóst
séð móta fyrir mönnum og kon-
um í faðmlögum, sumt stand-
andi en annað liggjandi í sand-
inum.
Hún tók viðbragð, eins og hún
hefði fælzt, beygði til hægri og
gekk niður í flæðarmálið, þar
sem sjórinn var svo kyrr, að
varla hreyfðist alda við fjöru-
borðið. Þessi ást! Hvað var hún?
Flækja af líkömum og limum á
jörðinni í myrkrinu!
Verði þeim að góðu, sagði hún
við sjálfa sig. En það er bara
ekki þetta, sem ég er að sækjast
eftir.
Hún stóð þarna stundarkorn og
krafsaði með skótánni í sand-
inn, og horfði út á sjóinn og út-
í myrkrið. En svo sneri hún við,
í áttina þangað, sem ljósin blik-
uðu og lofuðu henni hóglífi og
þægindum — og öryggi.
Og án þess að vita, hvað það
þýddi, sá Maurice löngu, mjóu
höndina á henni kreppast, rétt
eins og hans eigin hönd hafði
gert, þegar hann hugsaði til taks
ins 'em Lucy Oxtoby hafði á
ho. .
2.
Það sem eftir var ökuferðár-
innar, var ekki minnzt á þetta
frekar og um kvöldið kom Maur-
ice í mat, í fyrsta sinn síðan
hann varð fyrir áfallinu. Nú var
orðið svo áliðið haustið, að gisti
húsið var næstum manntómt, að
þeim tveim undanteknum. í
matsalnum vár varla nokkur
sála, svo að Maurice gat talað,
án þess að nokkur óviðkomandi
heyrði til hans, þegar þau höfðu
lokið máltíðinni.
Þessi kvenmaður, sagði hann,
veit ekki, að ég er farinn frá
New York, og heldur ekki, að
ég hef fengið nafnbreytingu. —
Og útlitsbreytingu líka. Líttu á
iþessa mynd, sem ég fann í ein-
hverju rusli. Hún var tekin í
New York, viku eftir að ég kom
þangað. Eg ætlaði að senda heim
til mömmu. Við vissum ekki þá,
að hún var þegar dáin.
Rakel drap í vindlingnum og
tók myndina. Hún horfði síðan af
henni og á Maurice, sem hallaði
sér I stólinn, með slæma fótinn
hvílandi á öðrum stól og með
stafinn í hendinni. Hún brosti.
Þú hefur fríkkað.
Já, samlþykkti hann, blátt
áfram. Það væri enginn hægðar-
leikur fyrir hana að þekkja mig
aitur, eða hvað finnst þér?
1.
Rólegt barn.
Einn septemberdag árið 1938
gekk Norma Jean Baker, sem
var tólf ára gömul og átti heima
í fátækrahverfi í Los Angeles,
áleiðis til skólans, í lánspeysu,
sem var henni einu númeri of
lítil. Fyrsti skólatíminn var í
reikningi, og áhrif hennar á
bekkjarsystkinin — einkum þó
drengina — voru óskapleg.
Fáum dögum síðar tók Norma
að gera tilraunir til að fegra á
sér andlitið. Engan aur átti hún,
til að kaupa sér fegrunarmeðöl
fyrir, svo að hún tók það ráð að
fara gangandi í skólann og úr
honum, og safnaði þannig stræt-
isvagnafarinu sínu, þangað til
hún átti 50 sent. Þá keypti hún
sér varalit og augnabrúnalit —
og líklega hefur það verið bezta
fjárfesting, sem ung stúlka hef-
ur nokkurntíma gert. Síðan lit-
aði hún á sér varirnar skjanna-
rauðar. Augnabrúnirnar — sem
voru úfnar og músgráar. — urðu
nú bogadregnar klessur yfir
dökkgráum augunum. Hún segir
svo frá: „Þegar ég kom í skólann
með málaðar varir og dekktar
augnabrýr, og íklædd töfrapeys-
unni góðu, varð heldur en ekki
upplit á manriskapnum“.
Hvíta peysan þrönga opinber-
aði Normu Jean hina og þessa
möguleika. Þar þóttist hún hafa
verkfæri í höndum til að koma
hreyfingu á heiminn. Og sjálf
vissi hún — jafnvel þá — að
heimurinn, sem hún vildi koma
hreyfingu á, ^rax kvikmynda-
heimurinn.
Og þangað komst hún líka.
Hún öðlaðist heimsfrægð. auð-
legð og listrænan sigur. Hún
varð fögur. Hún varð Marilyn
Monroe.
Marilyn Monroe fæddist 1.
júní 1926 í fæðingardeild Al-
menna sjúkrahússins í Los Ang-
eles. Á fæðingarvottorðinu henn
ar stendur nafnið Norma Jean
Mortenson, en annars gekk hún
undir ættarnafninu Baker. Móð-
ir hennar var Gladys Baker, en
faðirinn hét Edward Mortenson.
Þau voru ekki gift — að minnsta
kosti ekki hvort öðru.
Þegar Norma Jean fæddist,
var móðir hennar tuttugu og
fjögurra ára og átti haima í vest-
urhluta Los Angeles. Faðir henn
ar var talinn vera bakari, tutt-
ugu og níu ára gamall — heim-
ilisfang óþekkt.
Lítið er vitað um ætt Normu
Jean Mortenson. Þetta var fá-
tækt fólk, sem kom ekki mikið í
blöðin, og þeir kunningjar þess,
sem enn eru á lífi, muna ekki
eftir því nema þá óljóst. En það
lítið, sem upplýst hefur orðið,
bendir til, að fátækt og geðveiki
og sviplegur dauðdagi hafi ekki
verið fátítt í ættinni. Báðir móð-
urfpreldrar hennar luku ævi
sinni í geðveikrahæli. Móður-
bróðir hennar framdi sjálfsmorð
og faðir hennar lét lífið í um-
ferðarslysi á vélhjóli. Hér fer á
eftir það, sem Marilyn sjálf
sagði mér um nánustu ættingja
hennar:
„Faðir minn er talinn vera
„bakari“ á fæðingarvottorðinu
mínu, en það er samt ekki ástæð-
an til þess, að ég var kölluð
Norma Jean Baker. Móðir mín
hafði gifzt í Mexieo, þegar hún
var fimmtán ára og maðurinn
hennar hét Baker að ættarnafni.
Afi minn var húsamálari í
Mexico City og um,eitt skeið
vann hann í olíunámunum. Ég
hef aldrei heyrt getið um neina
leikgáfu í ættinni, en ég hef
heyrt, að amma mín hafi verið
mjög falleg. Mamma er ekki eins
falleg. Amma var frá frlandi og
hét Hogan að ættarnafni. Að því
er ég bezt veit, er ég írsk, skozk
og norsk að uppruna. Afi minn
var fæddur 1 Skotlandi, og
mamma var aldrei laus við ofur-
lítinn skozkan hreim í mæli sínu.
Mamma átti tvö börn með Baker.
Hálfbróðir minn er dáinn, en
hálfsysturina sé ég aldrei. Við
eigum ekkert sameiginlegt. Hún
er gift einhverjum flugvélaverk-
fræðingi. Ég er alls ekki viss
um, hvar hún á heima, en það
er þó í Florida einhversstaðar.
Við pabbi sáumst aldrei. Mamma
segir mér, að hann hafi farizt
í slysi, þegar ég var lítil. Þegar
ég var átta ára, fór hún éinu
sinni með mig upp í litla leigu-
herbergið sitt, setti mig þar upp
á stól og sýndi mér mynd af
laglegum manni. Hún hékk á
veggnum, í gylltri umgerð. Hún
sagði, að þetta væri hann pabbi
minn. Hann var með niðurbrett-
an hatt, sem hallaðist á höfðinu.
Hann var með ofurlítið yfir-
skegg og bros á vör. Hann var
einna líkastur Clark Gable —
sterkur og karlmannlegur."
Þeir sem þekktu Gladys Baker
á þeim tíma er hún bjó með
Mortenson, segjast aldrei hafa
séð hann og ekki einu sinni vit-
að, að hann værf til. Fyrir ein-
kennilega tilviljanakeðju, komst
ég að nokkrum atriðum um
Marilyn Monroe 16 ára
þennan laglega útlending. Árið
1956 gaf danskt kvifcmyndatíma-
ri^ út þýðingu af grein, sem ég
hafði ritað um Marilyn. Bóndi
nokkur á Sjálandi í Danmörku,
keypti ritið og kona hans, Mal-
ene Nielsen, las greinina. (Mal-
ene er annars að uppruna sama
nafnið og Marilyn). Malene Ni-
elsen, sem nú er um fertugt, er
ekki alveg ólík Marilyn í útliti.
Eftir lýsingu minni á föður henn
ar, þóttist Malene kannast við
föður sinn og þannig komst
þetta til vitundar almennings og
var staðfest í dönskum og norsk-
um blöðum.
Mortenson þessi var fæddur
í Haugasundi 1807 og lærði bak-
araiðn í æsku. Síðar setti hann
sjálfur upp bökunarhús í Hauga-
sundi sem enn er við liði. Hann
kvæntist árið 1017. Hann átti
þrjú börn — eitt þeirra Malene.
Mortenson var brifinn af hrað-
skreiðum vélhjólum og lauslátum
konum. Hann yfirgaf fjölskyldu
sína árið 1923 og fór til Banda-
ríkjanna. Hann gerðist einskonar
flökkubakari, þannig að hann
vann stuttan tíma í þessari borg-
inni og fluttist svo til þeirrar
næstu. Hann var einnig flökku-
Athugið
MEÐAN tvær framihaldissögur
eru í blaðinu flytur Geisli í dag-
bók og dagskrá útvarpsins er á
næstu síðu. bls. 21.
/