Morgunblaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. ágúst 1962 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. UTAN UR HEIMI —-■-'liir 1. —*~*m?m* ríki af 16 styðja tillöguna um takmarkað bann viö atomvopnum ARFUR FRAMSOKNAR Céra Árni Þórarinsson talaði ^ um fólk sem var „alltaf að pilla við lygina“. Það er eins og þessi merki klerkur hafi verið nýbúinn að lesa pólitískt skraf Tímans, þegar hann sagði þessi orð. Sann- leikurinn er sá, að þetta höfuðmálgagn Framsóknar- manna skrifar nú orðið varla svo setningu um stjómmál á íslandi að þar sé ekki allt úr lagi fært, heimildir brenglað- ar, tölur falsaðar, einungis í því skyni að gagna síversn- andi málstað Framsóknar- flokksins og metorðagimd flokkskólfanna. Er raunar svo komið, að það er varla fyrir siðaða menn að standa í karpi við þetta „bænda- blað“. Síðasta dæmið um málflutning Tímans er það, þegar blaðið fullyrðir að bændum hafi fækkað á fs- landi, en Morgunblaðið fær nákvæmar upplýsingar um það hjá Pálma Einarssyni, landnámsstjóra, að svo hafi ekki verið. Tíminn svarar á laugardag með því að segja að Mbl. hafi „þótzt fá ein- hverjar tölur“ um málið, þó að hann vissi mæta vel að þær voru frá þeim manni, sem gerzt þekkir til þessara mála. Og ekki batnar mál- flutningur Tímans á sunnu- dag, því þá kemst hann svo að orði: „Blaðið (þ.e. Morg- unblaðið) þykist hafa fengið einhverjar tölur um það að heimilum í sveit hafi fjölgað um nokkuð á annað hundrað síðan 1948. Engar heimildir eru nefndar“! Þó veit Tím- inn mæta vel að heimild Mbl. var Pálmi Einarsson landnámsstjóri. Síðan heldur blaðið áfram: „En hvort sem þessar heimildir eru réttar eða ekki, getur bændum fækkað, a.m.k. bændum, sem framleiða vörur á markað“. Áður hafði því þó verið haldið fram í blaðinu að bændum hefði fækkað. En nú segir að bændum geti fækk- að. Sem sagt: fullyrðingar Tímans hefðu getað verið sannar. Hvernig er hægt að rökræða við menn sem stjórna öðrum eins skrifum? HENTISTEFNA að er raunar eins og ósann- indin, blekkingamar og falsið loði við öll málgögn Framsóknarflokksins, því ef málið er athugað nánar kem- ur í ljós, að aðalmálgagn flokksins á Norðurlandi, Dagur á Akureyri, er sízt betri en Tíminn. Er hann skrifaður af þvílíkri nesja- mennsku, að fátítt mun vera. Er ekki annað hægt að segja en furðulegt sé, hve margir bændur sjá enn í gegnum fingur við þessi tvö höfuð- málgögn hentistefnuflokks Framsóknar. Tíminn reynir af öllum mætti að drepa í skörðin í málflutningi sínum og bendir á skýrslur Mjólkurbús Flóa- manna til að sýna að bænd- um hafi fækkað á íslandi. Pálmi Einarsson sagði í sam- tali við Mbl. að eðlilegar til- færzlur ættu sér stað í land- búnaði nú eins og áður; bú- um fjölgar á einum stað, fækkar á öðrum. Hins vegar er það kjami málsins, að því er framleiðslusvæði Mjólkur- bús Flóamanna snertir, að kúafjöldi á öllu því svæði 1961 var 11,35 að meðaltali á framleiðanda, en árið áður 10,46, þ.e. að kúm hefur á sl. ári fjölgað að meðaltali um eina á framleiðanda. Mjólk- urmagnið á innleggjanda var 28848 kg. 1961, en 26048 kg. árið áður. Þessi aukning ein þýðir um 9000 kr. tekjuaukn- ingu að meðaltali á hvern bónda á samlagssvæðinu. Þessar tölur tala sínu máli. Af þeim má sjá að mikil framleiðsluaukning á sér stað á landbúnaðarvörum. Er það í samræmi við fullyrð- ingar Mbl. þess efnis, að í tíð núverandi stjórnar hafa orð- ið stórstígar framfarir og mikil framleiðsluaukning í landbúnaði. Auðvitað á Við- reisnarstjórnin enn eftir að koma mörgum hagsmunamál- um bændastéttarinnar í framkvæmd. Þegar hún tók við af vinstri stjórninni var efnahagslíf landsins í , rúst. Nú hefur uppbygging átt sér stað og mun halda áfram, bændum jafnt og öðrum landsmönnum til heilla og blessunar. HVERNIG VAR ÁSTANDIÐ 1958? í/’ert er að athuga hvemig * komið var fyrir bænda- stéttinni á hinu stutta tíma- bili sem Vinstristjórnin hafði völd hér á landi. Allar rekstr- arvörur bænda höfðu stór- kostlega hækkað, svo að eins- dæmi er. Með. litlu dæmi má sýna fram á, hve stórkostleg- ar þessar hækkanir voru. Þrír fjórðu hlutar af því magni, sem bændur nota til Nokku® er nú liðið á fjórða ár frá því fyrst var farið að raeða á alþjóðlegum vettvangi bann við kjarnorkutilraunum. Árang- urinn er flestum kunnur. Rússar hófu í fyrrahaust víðtækustu til- raunir, sem um getur. Banda- ríkjamenn hafa gert tilraunir að undanförnu og loks hafa Rúss ar nú ekki séð sér annað fært en hefja tilraunir á nýjan leik. Bandarísku fulltrúarnir á af- vopnunarráðstefnunni í Genf báru fyrir skömmu fram nýjar tillögur, er gera rálð fyrir að fækkað verði til muna þeim eft- irlitsstöðvum, er gert var ráð fyr ir í fyrri tillögum þeirra. Þessar tillögur eru byggðar á niðurstöðum af rannsóknum á neðanjarðarsprengingum þeim er gerðar hafa verið á þessu ári í Nevada-eyðimörkinni vestra Rannsóknaráiætlun þessi hefur almennt gengið undir nafninu „Vela“, og hafa Bandaríkjamenn nú varið um 75 milljónum dala til að fullkomna mælitækni, er gerir kleift að greina sprenging- ar í mikilli fjarlægð. Rússar höfnuðu enn sem fyrr. Þeir telja ekki nóg, að stöðv- unum sé fækkað, þeir vilja eng- ar eftirlitsstöðvar hafa. ftalir skipta um skoðun. Á miðvikudag í fyrri viku gerðist það svo, að ítalir, einir þeirra Vesturvelda, sem sæti eiga á ráðstefnunni gengu í lið með hlutlausu ríkjum ráðstefn- unnar í því, að styðja tillögu þeirra um takmarkað bann. Vilja þeir nú, að fyrst verði sam ið um bann við tilraunum í and- fóðurbætis, er maís. Þegar Vinstristjórnin tók við 1956 kostaði maísinn 2,08 kr. hvert kg., en í lok vinstristjórnar tímabilsins 1958 var maís- verðið komið upp í 3,33 kr., þ.e. maísinn hafði hækkað um 60% á þessum skamma tíma. Þannig hækkuðu einn- ig allar vélar til landbúnaðar- þarfa, áburður og fóðurbæt- ir, énda muna bændur hvern ig umhorfs var í sveitunum, þegar Vinstristjómin hrökl- aðist frá eftir að hún hafði, vegna úrræðaleysis, opnað fyrir flóðgátt óðaverðbólg- unnar hér á landi, sem Her- mann Jónasson talaði um. Segja má með sanni að það sé eins og að berja höfðinu við steininn að leggja fram sannar upplýsingar í rökræð- um við Framsóknarmenn. Þeir hrista bara höfuðið og sitja fast við sinn keip. Þeir híma í myrkri þess ábyrgðar- lausa málflutnings, sem þeir hafa tekið að arfi frá fyrri tímum, en það virðist vera sá eini arfur sem þeir vilja auka og margfalda. í mál- flutningi þeirra sér hvergi glætu. Þar er fyrsta og síð- asta boðorðið eitt, þ.e. að halda áfram að „pilla við lyg- ina“. rúmsloftinu og neðansjávar, en síðar verði svo samið um bann neðanjarðar, en mestur ágrein- ingur hefur orðið um það mál. Vonbrigði koma m.a. fram í afstöðu ítala nú. Talið er, að breytt afstaða f- tala stafi fyrst og fremist af því, að þeir hafi bundið vonir við bandarísku tillögurnar nýju, en telji þær vonir nú brostnar. Vitað er, að hin Vesturveldin, sem þátt taka í ráðstefnunni, bundu einnig miklar vonir við þessar tillögur (Þau ríki eru Bretland, Bandaríkin og Kan- ada — Frakkar eiga að sitja ráð- stefnuna, en DeGaulle sendir eng an fulltrúa, þar eð hann telur umræður um rnálið þýðingar- lausar.) Friðrika Grikklandsdrottning hefur mikinu hug á að gifta börn sín, eins og mæðrum er títt. Elzta dóttir hennar Soffía hefur þegar getigið að eiga Juan Carlos, prins frá Spáni, en enn eru tvö ógift í föðurgarði, ríkisarfinn Konstantín og yngri dóttirin, ír- ena. Friðrika drottning hefur mik- inn hug á að blanda blóði við kóngafólk Norðurlandanna. Um tíma leit út fyrir að Soffía yrði drottning í Noregi, en hún venti sínu kvæði í kross og giftist prinsi án ríkis, og Haraldur fór að gera sér títt um norska blóma Að vísu hefur það marg oft komið fram af ummælum full- trúa Rússa á ráðstefnunni, að þeir telji sig ekki geta fallizt á neinar eftirlitsstöðvar. Tilgang- ur eftirlitsstöðvanna er að rann- saka grunsamleg tilfelli, sem ekki er h-æigt að greina með mæling- um, hvort eru kjarnorkutilraunir eða aðrar hræringar. Hins vegar munu Vesturveldin hafa talið, að Rússar kynnu að slaka á kröfum sínumi, þegar af hinna hálfu hefur komið fram tilboð um að fæikka eftirlitsstöðv unum. Bæði Rússar og Bandaríkjamenu vilja algert bann. Afstaða Rússa og Bandaríkja manna fram til þessa hefur ver- Framh. á bls 23 rós, Sonju Haraldsen að nafni. 1 En vegir ógifta kóngafólksins í Evrópu liggja oft saman. Ekki alls fyrir löngu bauð norska kon ungsfjöldskyldan í skemmtisigl- ingu í Hankö í Noregi og mætti þar Friðrika með bæði börn sín, og lét Haraldur sér mjög umhug- að um írenu. Einnig var næst elztu prinsessu Danmerkur, Önnu Maríu, boðið, en sagnir herma að Konstantín og Anna María beri heitar tilfinningar hvort til ann- ars. Meðfylgjandi mynd var tekin í Hankö af grísku systkinunum, Konstantín og írenu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.