Morgunblaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 13
f Þriðjudagur 21. ágúst 1962
MORGUNBLAÐ1Ð T,
13
Próf. Jóhann Hannesson:
Áhrif skúlafræðslunnar
á þjöðlíf og kirkjulíf
Uppeldishugsjónin
Hvað hugsjónafræði hins ís-
lenzka skólalífs snertir á síðari
órum, erum vér vel settir þegar
V'ér viljum kynna oss >að mál.
Á árunum 1944-46 fór fram ný-
sköpun skólakerfisins. Þessi ný-
sköpun er hin atíhyglisverðasta
og saga hennar liggur fyrir í
greinilegri útgáfu undir nafninu
„Um menntamál á íslandi 1944
—46“.
* Þessi tveggja ára menntamála
saga er skrifuð imdir einkunnar
orðum eftir Jón Sigurðsson Por-
seta, svöhljóðandi:,,Það, sem al-
menningsheillum viðkemur, á að
vera öilum kunnugt“ Á bls. 7-11
er að finna hina miklu hugsjóna
fræðilegu ræðu, sem Menntamála
ráðherra þjóðar vorrar flutti 1.
des. 1944, en það ár var morgunn
Ihins endurreista ísienzka lýðveld
is. Ræðan er hin- athyglisverðasta
bæði vegna þess efnis, sem hún
fjallar um og vegna þess efnis,
sem hún þegir um. Þar er tekið
fram bæði hvað oss skortir, þeg-
ar litið er á framtíðarþarfir
þjóðfélagsins eins og þær blöstu
við af sjónarhóli þessa hæstvirta
ráðherra árið 1944.
„Eignir og skuldir“.
Yfirlit er gert yfir eignir þjóð
arinnar frá fortíðinni og skuldir
þjóðarinnar við framtíðina þeg-
ar um menntamenn er að ræða
og þörf á menntuðum mönnum.
Þetta framtal er greinilegt og
athyglisvert og er í stuttu máli
á þessa leið.
a. í íslenzkum fræðum eigum vér
hina ágætustu vísindamenn.
b. f læknisfræði eru margir á-
gætir menn.
c. í náttúruvísindum eru nokkr-
ir lærðir og mikilihæfir náttúru
fræðingar.
d. Ennfrernur eigum vér all-
marga tæknifræðimenntaða
menn.
Þar með er upptalin eignahlið
in. — En það, sem oss vantar,
þegar tekið er tillit til framtíð-
arinnar, eins og hún var 1944, er
í stuttu máli: (1) Fjöldi verkfræð
inga i öl'lum greinum.(2) Náttúru
fræðingar til að rannsaka auð-
lindir á sjó og landi (3) Fiski-
fræðingar. (4) Efnafræðingar
(6) Iðnfræðingar. (6) Flugmenn
©g flugfræðingar. (7) Sérmennt
«ðir iðnverkamenn. (8) Þá er
gert ráð fyrir að eðlilega viðb-it
þurfi jafnan í læknisfræði og ís-
lenzkum fræðum. (9) Og síðast
en ekki sízt þarf að koma upp
liðsafla af vel menntuðum kent,
urum og stórkostlegar skólafoygg
ingar eru nauðsynlegar. Bent er
ó hin miklu húsnæðisvandamál
skólanna.
Ætlunin er að leggja mikla
rækt við menntunn kennara og
framlhaldsmenntunn þeirra (bls.
118—119).
Það sem þagað er um.
Svo kann að virðast sem ekki
sé sanngjarnt að álykta út frá
þögninni í þessu samb. fremur
en öðrum, en þó þarf að athuga
þetta nánar. Fyrst lagt er út i
það á annað borð að telja upp
það sem þjóðin á af mennta-
mönnum á þessum tíma og það,
sem hún þarf á að halda í fram
tíðinni, þa verður að gera ráð
fyrir því að þögn un’. veigamikil
atriði hafi einnig sinn tilgang.
Fræðslukerfið er miðað við
þéttbýli og viðgang þéttbýlis.
Mismunurinn á því hvernig
menn standa að vígi til þess að
notfæra sér það í þéttbýli, er
mjög mikill. Ein af afleiðingun-
um hlaut því að verða eyðing
sveita og efling borga og um-
breyting þjóðfélagsins í iðnþjóð
félag. Þar hefir kerfið hitt í mark
svo ekki verður um villst. Að
vísu er þróunin eldri, en alls
ekkert er gert til að vinna gegn
henni og stöðugt meira og .neira
af uppeldisframtakinu er tekið
af heimilunum og lagt á skólana.
Það er ennfremur athyglisvert
að tveggja stétta menntamanna
sem um langan aldur hafa látið
mikið til sín taka í allri þróun og
þjónustu íslenzku þjóðarinnar,
skuli ekki vera að nei:iu getið í
fougsjónaræðunni, en það eru
lögmenn og prestar. Fyrst taldir
eru upp ágætir fræðimenn í lækn
isfræði. Náttúruvísindum og is-
lenzkum fræðum, þá má það
merkilegt foeita að ekki skuli
minnst á hinar tvær stéttirnar.
Og hvað framtíðina snertir, er
merkilegt að ekki skuli vera vik
ið að nauðsyn þjófélagsvísinda,
en þau eru sérfoverju lýðræðis-
þjóðfélagi hin mesta nauðsyn.
Að þess konar þörf er að vísu
vikið lauslega síðar í samfoandi
við menntunn kennara, en nán
ast sem aukaatriði.
Tvennt virðist vera léttvægt í
þessu samfoandi. Að þjóðin er
kristin þjóð og að hún er lýðræð
isþjóð. Þegar fjallað er um upp
eldið eftir skólaskyldualdurinn,
er yfirleitt talað eins og engin
kirkja væri til. Það þarf því ekki
að undra oss þótt skólakerfið taki
'lítiö tillit til þarfa kirkjunnar
þótt hún sé ein af stofnunum þjóð
félagsins og meira að segja sú,
sem langflestir lsmdsmenn hafa
nokkur samskipti við Og það
virðist 'hafa gleymst að þeir sem
skólana sækja, eru flestir með-
limir kristinnar kirkju. Þetta til
litsleysi, bæði til kirkjunnar og
til þeirra mörgu einstaklinga,
sem eru meðlimir hennar, hefur
leitt til þess að framandleiki hef
ir myndast milli skóla og kirkju
og þetta ástand lofar ekki góðu,
hvorki fyrir skóla né kirkju.
Fræðslukerfið er mótað af in-
tellektúalisma, þ.e. það stefnir
að því marki að miðla mönnum
skynsamlegri og hagnýtri þekk-
ingu, en stefnir yfirleitt ekki að
þroska einstaklinga og þjóðfél-
ags. Þessi intellektúalismi er þó
ekki nýmyndun þessarra áfa,
heldur beint framhald af þvi,
sem áður var orðin gildandi meg
inregla.
Menft munu gera þá athuga-
semd að bæði í kennaraskóla og
í foarnaskóla er kristnum fræð-
um ætlaður nokkur tími og nokk
ur álherzla á þau lögð. Og þessi
grein er kennd í kennaraskóla
vegna þess að hún er einnig kennd
í foarnaskóla og eing langt og
skyldunámið nær. En vér getum
farið yfir hverja reglugerðina af
annari fyrir hina æðri skóla án
þess að hitta kristin fræði fyrir
meðal námsgreinanna. Fram til
14 — 15 ára aldurs tekur
kerfið tillit til þess að menn eru
meðlimir kristinnar kirkju. og
þó aðeins að nokkru leyti. Mjög
lítil áherzla virðist vera á það
lögð að, flestir landsmenn heyra
í senn lýðræðisþjóðfélagi og krist
inni kirkju, en til þessarar stað-
reynda beggja er nauðsynlegt að
taka tillit ef samhengi þjóðlegr
ar menningar á ekki að rofna.
Menn vænta þess af kirkjunni
að hún veiti ’Móðinni
fræðslu í félagslegu siðgæði ekki
síður en einstaklingssiðgæði, en
sé ekki tekið tillit til þess í hinum
æðri skólum, þá hlýtur fyrr eða
siðar að reka að því að kirkjuna
skortir menn til þess að leysa
þetta hlutverk af hendi. Það
kynni að geta opnað augu vor
fyrir ástandinu að fara í bóka-
verzlanir og spyrja eftir bókum
um siðfræðileg efni og sjá síðan
hver árangurinn verður. Fyrir
fólk, sem komið er yfir ferm-
ingu, hefir slík bók ekki verið
fáanleg árum saman nema hjá
fornsölum.
Neikvæð eða
gagnslaus fræðsla.
Nú kann að hugsast ao kennd
Próf. Jóhann Hannesson.
væru kristin fræði án þess að
kennslan væri sett i samband við
hinar lifandi stofnanir samtím-
ans, kirkjuna sjálfa og þjóðfé-
lagið. Og þeir menn hafa nokkuð
til síns máls sem segja að slík
kennsla væri verri en ekki neitt.
Hún yrði þá „abstrakt“ og að
sama skapi áhrifalítil og gagn-
lítil. Kristindómur, sem ein-
göngu 'hefir verið einkamál og
ekki jafnframt félagsmál, hefir
aldrei verið til nema á pappírn-
um .Og siðgæði, sem er einangr-
að frá mannlegu samfélagi og er
ekki jafnframt félagslegt sið-
gæði, er ekki nýtilegt öðrum en
einsetumönnum.
Hugsum oss að vér vildum
kynna oss sögu eða bókmenntir
Þýzkalands, Rússlands eða
Frakklands eða menningar- og
heimspekisögu Vesturlanda. Þá
verður ekki fram hjá kristindóm
inum komizt og gildir þetta jafnt
Indverja, Kínverja og íslend-
inga. Til þess að geta skilið of-
angreindar fræðigreinar, yrði
maður að vita nokkur skil á krist
um fræðum. En slíkt nám krist-
inna fræða gæti verið algjör-
lega ókirkjulegt framferði. Það
þyrfti alls ekki að vera miðað
við að menn væru meðlimir krist-
innar kirkju eða meðlimir í lýð-
ræðisríki. Þannig geta ókristnir
menn verði kunnir kristnum fræð
um á sama hátt og vér getum
verið kunnugir Búddhadómi, án
þess að vera sjálfir Búddatrúar.
Þetta nefni ég til bess að skýra
hvaða ir.unur er á kirkjulegri
fræðslu og ókirkjulegri fræðslu
í kristinni trú og siðgæði.
Til eru hér á landi skólar, sem
kenna kristin fræði þótt þau
séu ekki meðal skyldunáms-
greina. En samkvæmt heimild.
frá mjög kunnum skólamanni
íslenzkum eru þá kristin fræði
nærtækust þeirna námsgreina,
senr. fella skal niður kennslu í
þegar menn finna hjá sér þörf
til að nota tímann til einhvers
annars.
Hinum æðri skólum er ekki
aðeins ætlað að sérmennta menn,
gera þá að nytsömum mönnum,
þótt svo virðist sem þetta sé oft
talin hin æðsta hugsjón. En marg
ir hafa þó þetta eina markmið
fyrir augum. Engu að síður er
skólanum ætlað að gera menn
nokkum veginn sjálfbjarga, svo
að þeir geti notið menningarinn
ar og eignast nokkur ítök í
henni, Þannig lærum vér nokkuð
um bókmenntir, þótt vér ætlum
ekki að gerast bókmenntasérfræð
ingar, nokkuð um listir, þótt vér
ætlum ekki að lifa á því að
syngja og nokkuð í foeilforigðis-
fræði, þótt vér séum ekki lækn-
ar eða hjúkrunarfólk. Vér lær-
um einnig nokkurt hrafl í form
legri félagsfræði, til þess að vita
nokkur deili á því þjóðfélagi,
sem vér lifum í. Þrátt fyrir alla
sérhæfingu vilja menn ekki fella
niður hina almennu menntunn
með öllu, þótt allsterk tilhneig-
ing sé til að skera foana niður,
t. d. í skemmtanalífinu og fylla
allan skemmtitímann með ein-
hverju vélrænu efni, t.d. dans-
lögum, dægurlagasöngvum o. fl.
þar sem örfáir menn framleiða
allt fyrir mikinn fjölda, en fjöld
inn þarf ekkert að láta í té nema
peninga.
Veilur í hinni
félagslegu afstöðu.
Þegar um er að ræða rannsókn
vora á þjóðfélagi og kirkju, þá
er hún ekki aðeins gerð í fræði-
legum tilgangi, heldur af raun-
foæfri þörf, af því að vér erum
meðlimir í báðum þessum félags
heildum. Þjóðfélag og kirkja
snerta tilveru vora þannig að
vér hljótum að vera bæði veit-
endur og þiggjendur í samskipt-
um vorum við þær, svo framar-
lega sem vér deyjum ekki sjálfir
eða göngum af þessum félags-
heildum dauðum.
Veitendur erum vér x sam-
skiptum við þjóðfélagið með því
að vinna ýms störf fyrir almenn
ing og greiða skatt. Þiggjendur
erum vér með því að vár njót
um margra þeirra gæða. sem
þjóðfélagið miðlar meðlimum
sínum.
Nú er það Vunnara en frá
þurfi að segja að manngildi vort
hefir á síðari árum mctast þann-
ig að vér viljunr. taka mikið út
hjá þjóðfélaginu í umbótum og
þægindum — en lítið leggja inn
og það 'hefir verið bjóðleg íþrótt
fojá allmörgum að ganga á snið
við lögin eða beinlíris brjóta
það með skattsvikum. Jafnframt
foefir hávær kröfuhyggja verið
mjög i tízku og talin mönnum
til gildis. Allt þetta framferði
hefir svo leitt til þess að þjóðin
er aftur skuldum vafin og hefir
foundið komandi kynsióð þunga
foagga. Enginn sæmilega glöggur
maður gengur að því gruflandi
að þetta sýnir bæði veikt siðgæði
og veika lýðræðis- og sjálfstæðis
fougsjón.
í samskiptum vorum við kirkj
una viljum vér hafa sama lag á
framferði voru: Leggja sem allra
minnst inn af þegnskap og trú-
mennsku brjóta Guðs boð hvenær
sem oss býður svo við að horfa
en taka þó út tryggingu fyrir
himnaríki þegar sálin skilur við
líkamann. Þessu framferði ala
jafnvel sumir prestar á með af-
káralegum skrúðyrðum yfir
mannlegum gallagripum eftir
dauðann, stundum svo fjarri öllu
lagi að heiðarlega hugsandi mönn
I um verður óglatt af, en láta þó
gott heita í von um að betta
háttarlag geri ekki teliandi skaða
þótt uppbyggilegt sé það ekki.
Nú getum vér verið íslendingar
án þess að kunna íslenzka tungu
svo framarlega sem foreldrar vor
ir eru islenzkir. Og þannig er-
um vér reyndar fyrstu ár æfinn
ar. Eins getum vér verið kirkj-
unnar menn án þess að vita skil
á kristnum dómi og kunna tungu
mál kristinnar kirkju. Meðan vér
erum ungfoörn, er þetta ástand
eðlilegt í báðum tilfellum. En
það er mjög óeðlilegt þegar um
fullorðna menn er að ræða. Ef
meiri hluti fullorðinna íslendinga
hætti að tala eða skilja íslenzka
! tungu, þá væri þjóðex-ni og sjálf
stæði í voða .Það skilja allir. En
sams konar hætta ógnar kirkj-
unni þar sem tungumál hennar
og hugsjónarfræði týnist niður.
Glötun tungunnar væri mjög lík
leg til að leiða til samruna við
framandi þjóð eða þjóðir. Glöt-
un trúarinnar og siðgæðisins leið
ir til samruna við syndum spillta
veröld og gerir manninn trúar-
lega framandi og fáfróðan í kirkj
ulegum efnum og kristinni hugs
un.
Upplausn heimilislífs og kirkju
lífsins verður afleiðingir.. Og eigi
skyldu menn ætla að þjóðfélag
ið sleppi skaðlaust frá slxkr: þró
un.
í kínverskum kirkjubókum
voru tveir flokkar kristinna
manna skráðir: 1. Þeir sem skírð
ir voru fullorðnir. 2. Þeir sem
skírðir voru börn að aldri. Nú
kom það fyrir að sumir komu
því aldrei í verk að láta ferma
sig. Þá varð útkoman sú að þess
ir menn héldu afram að vera
böm alla æfi samkvæmt bókum
kirkjunnar hve gamlir sem þeir
urðu.
Barnaskapurinn birtist ekki
hjá okkur á þennan hátt, því
fræðsla er ennþá veitt börnum
í kristnum dómi og þau eru flest
fermd og er það í sjálfu sér gleði
legt. En barnaskapurinn kemur
fram síðar, Menn hætta að auka
við þekkingu sína í kristnum
dómi þegar eftir fermjnguna og
gleyma jafnvel ýmsu af bví sem
iþeir áður kunnu. Þannig verður
afturfall niður í barnaskapinn
Regression towards infantilism
—'hjá öllum fjölda kirkjunnar
manna. Því kirkjunnar menn eru
fyrst og fremst leikmenn; þeir
eru húsbændur í kirkjunnni, en
prestarnir þjónar, kallaðir og
vígðir til þjónustu. En hinn mikli
fjöldi kirkjunnar manna í söfnuð
unum tekur aldrei út fullan vöxt
sem kristnir menn, hversu mikl
ir sem þeir kunna að vera á velli
Hér á við orð Páls postula: Bræð
ur, verið ekki börn í skilningi,
heldur verið sem ungbörn í illsk
unni, en verið fullorðnir í skiln
ingi (I. Kor. 14,20).
Hver á sök á þessu kirkjan eða
skólinn? Flestir skólamenn eru
jafnframt kirkjunnar menn —
og kirkjunnar menn hafa að
miklu leyti mótað skólann og
byggt 'hann upp. En bilið milli
þessarra stofnana hefir stöðugt
verið að breikka. Þegar litið er
á skólakerfið eftir 1930 og 1944 —
’46, þá veitir skólinn ekki fram-
haldsmenntunn í kristnum fræð
um að jafnaði öðrum en sérfræð
ingum, þ.e. kennurum og prest-
um. Þegar lokið er skyldunáminu
þá bendir hugsjón skólasérfræð
slunnar og framkvæmd hennar
burt frá kirkju og kristindómi.
Þetta hefir, jafnframt niðurfell
ingu heimilisguðrækninnar, alið
á infantilisma og fáfræði í kirkju
legum efnum.
Hvaða áforif hefir þetta á kirkju
lífið? í fyrsta lagi verður það
mjög dauft, einkum í þéttbýlinu
þar sem skilyrðin f.yrir blómlegu
kirkjulífi ætti að vera bezt. Marg
ir kvarta undan deyfðinni í
kirkjulífinu. Menn vilja lítið
leggja inn af andlegum verðmæt
um.
í öðru lagi mun ekki hjá þvi
fara að starfsmannahópur kirkju
unnar hættir að endurnýjast.
Það er jafnvel skortur á mönn-
um, sem fást til að lesa bæn í
kirkju, þótt þetta sé mjög ein
föld athöfn. Það verður skortur á
ungum mönnum, sem vilja ger
ast kennimenn og kennarar í
kristnum fræðum. Og það mun
verða skxirtur á mönnum sem
hefir verulegan skilning á kirkju
málefnum. Og þekkingarskont-
urinn á sambandi lýðræðis og
kristindóms, á skyldum manna
við þjóð og kirkju, e; þegar orð
inn áberandi.
Ungir menn x menntaskólum
verða betur búnir undir öll önn
ur störf en þjónustu kirkj unr.ar
af því að þeir fara a mis við þá
fræðslu, sem einmitt þarf að
veita á trú og siðgæði a pessum
námsárum og annað er látið
ganga fyrir. Á sögu, tungumálum
Framh. á bls. 15.