Morgunblaðið - 21.08.1962, Blaðsíða 3
fi Þriðjudagur 21. ágúst 1962
MORGVWnT. 4Ð1Ð
1
3
1 GÆR kom Ingólfur Þórðar-
son, skipstjóri á Hval 6 inn
með langreið. Var það þúsund
asti hvalurinn, sem hann hef-
ur veitt frá því hann varð skip
S^óri og skytta. í fyrra veiddi
annar skipstjóri, Kristján Þor-
láksson sem nú er á Hval 8,
sinn þúsundasta hval, og
munu þessir tveir skipstjórar
vera einu mennirnir, sem hafa
fengið svo mörg stórhveli í
N orð urhöf um.
Sem kunnugt er varð Ingólf
ur í sumar fyrir því óhappi
um borð, er hann var að skjóta
hval, að skutull hrökk úr
hvalnurn og snerti höfuð hans.
Hlaut hann slæm meiðzl og
Ingólfur Þórðarson, skipstjóri, með fjölskyldu sinni. Myndin var tekin í vor, er fjölskyldan var
að fylgja honum til skips.
Kom í gær
þúsundasta
varð sð flytja hann í sjúkra- unblaðið átti við Ingólf í gær,
hús í Raykjavík. Var Ingólfur sagðist hann hafa náð sér
þá 20 daga í landi. furðu vel og fljótt eftir meiðzl
í örstuttu símtali, sem Morg in, og væri kominn í fullan
með
gang aftur. Ingólfur var á leið
á miðin aftur, sagði að veiðin
gengi mjög' vel hjá öllum bát-
unum og veður hefði verið
sérlega gott.
Ingólfur er liðlega 41 árs,
Austfirðingur að ætt og hefur
stundað sjá frá blautu barns-
beini. Hann var skipstjóri á
síldveiðiskipum áður en hann
sneri sér að hvalveiðum, en
hann gerðist skipstjóri á Hval
1 árið 1953, en árið eftir varð
hann skipstjóri og hvalskytta
á Hval 3. Hann var méð það
skip þar til skrúfan datt af
og vélin brotnaði úti á rúm-
sjó í fyrra, — en tók þá við
Hval 1, sem hafði legið sem
varaskip, f fyrra, er Hvalur 6
var keyptur til landsins, tók
hann við honum. Ingólfur hef-
ur undanfarna vetur verið
kennari við Stýrimannaskól-
ann.
Glæsilegt héraðs
mót oð Flúðum
SÍÐASTLIÐINN laugardag efndu
Sjálfstæðismenn í Árnessýslu til
hins árlega héraðsmóts síns að
Flúðum í Hrunamannahreppi.
Sótti mótið um 500 manns
víðsvegar að úr sýslunni, og var
það allra mál, að mótið hefði
farið mjög vet fram og verið hið
ánægjulegasta.
Samkomuna setti og stjórnaði
Sigmundur Sigurðsson, bóndi í
Syðra-Langholti.
Dagskráin hófst með því að
Þörunn Ólafsdóttir, söngkona,
söng einsöng; undirleik annaðist
Skúli Halldórsson, píanóleikari.
Þá flutti Sigurður Ó. Ólafs-
eon, alþingismaður, ræðu. Síðan
söng Kristinn Hallsson, óperu-
söngvari, einsöng.
Þessu næst flutti Ólafur Thors,
forsætisráðherra, ræðu. Kom ráð
herrann víða við í ræðu sinni,
sem var hin skörulegasta og hlaut
frábærar undirtektir áheyrenda.
Að ræðu forsætisráðherra lok
inni lék Skúli Halldórsson ein-
leik nokkur lög á píanó. Þá sungu
þau Kristinn Hallsson og Þór-
unn Ólafsdóttir tvísöng, við und-
irleik Slcúla Halldórssonar.
Síðan var fluttur gamanleikur
urinn „Mótlætið göfgar“ eftir
Leonard White og fóru með hlut
verk leikararnir Valur Gíslason
og Helga Valtýsdóttir.
Var ræðumönnum og listafólk
inu ágætlega fagnað.
Samkomunni lauk síðan með
því að stiginn var dans fram
eftir nóttu.
Ágætt héraðsmót
á Patreksfirði
SÍÐASTLIÐTNN laugardag efndu
Sjálfstæðismenn í Vestur-Barða-
strandarsýslu til héraðsmóts á
Patreksfirði. Var það mjög vel
sótt og fór hið bezta fram.
Samkotnuna setti og stjórnaði
Ari Kristinsson, sýslumaður.
Dagskráin hófst með því að
Guðmundur Jónsson, óperusöngv
ari söng einsöng; undirleik ann-
aðist Fritz Weisshappel, píanó-
leikari.
Þá flutti Ingólfur Jónsson, land
búnaðarráðherra, ræðu. Síðan
söng frú Sigurveig Hjaltested,
óperusöngkona, einsöng.
Þessu næst flutti Sigurður
Ejarnason, ritstjóri, ræðu.
Fluttur var gamanleikurinn
„Heimilisfriður“ eftir Georges
Courteline og fóru með hlutverk
leikararnir Rúrik Haraldsson og
Guðrún Asmundsdóttir.
Að leiksýningu lokinni sungu
þau Guðmundur Jónsson og Sig-
urveig Hjaltested tvísöng við
undirleik Fritz Weisshappel.
, Var ræðumonnum og listafólk-
inu ágætlega fagnað. Lauk síðan
þessari samkomu með dansleik.
AKRANESI, 20. ágúst. — Tveir
humarbátar lönduðu hér í dag,
Fram og Sæfaxi með 2 lestir
hvor. Á sunnudag reri trillan
Bensi einskipa og fiskaði á lín-
una 740 kg. Vélbáturinn Sveinn
Guðmunds.son kom heim af síld-
inni á laugardagskvöld. — Oddur.
Asgeir Einarsson, dýralæknir, saumar saman rifu á flipa
hestsins, er varð fyrir bíl. Bergur Magnússon, fararstjóri í
skemmtiferð Fáks, heldur í hestinn.
Hesturinn rak flipann
inn um bílglugga
SÍÐDEGIS á sunnudag, er hóp-
ur hestamanna var að koma úr
vel heppnaðri og fjölmennri
hópferð að Kolviðarhóli og kom
út á veginn hjá Lögbergi, en
þar þurfa reiðmenn að ríða eft-
ir akveginum á kafla, vildi það
óhapp til, að einn reiðmanna
mætti bifreið á blindri brekku-
brúninni. Reyndi bílstjórinn að
víkja, en rétt í því mun reið-
maðurinn hafa séð bílinn og vék
einnig. Lenti hesturinn til hlið-
ar framan á bílnum og rak flip-
ann í framrúðuna, sem brotnaði.
Hesturinn skarst nokkuð í
andliti. Kom dýralæknir, Ásgeir
Einarsson, á vettvang og saum-
aði sárið. Hesturinn stóð hinn
rólegasti, en honum hafði blætt
nokkuð, og var hann síðan
teymdur í bæinn.
Manninn sakaði ekki.
SÍ\KSTEI\AIÍ
Spottinn til Moskvu
íslendiugar eru löngu hættir að
láta sér blöskra þau hræsnisfullu
skrif, sem „Þjóðviljinn“ fyllir
dálka sína með ár og síð. En eitt
af því, sem blaðið ver löngu rúmi
undir, eru margendurteknar stað
hæfingar um, að „Þjóðviljinn"
sé allra blaða sjálfstæðast. Enda
þótt „Þjóðviljinn“ sé í augum al-
þjóðar engu líkari en sprellikarli,
sem spottinn úr liggur til
Moskvu, eru fullyrðingarnar um
sjálfstæði „Þjóðviljans" og „ís-
lenzkra“ kommúnista endurtekn-
ar í Moskvu-málgagninu dag eftir
dag, mánuð eftir mánuð og ár
eftir ár.
Hafa skipt um 6 sinnum
„AIþýðublaðið“ gerir af-
stöðu „Þjóðviljans“ og kommún-
ista á fslandi til utanríkismála
að umtalsefni í ritstjórnargrein
sl. sunnudag. Undir fyrirsögninni
„Reikulir kommar“ er þar kom-
izt svo að orði:
„Þjóðviljinn segir stundum, að
kommúnistar einir reki sjálf-
stæða íslenzka utanríkisstefnu.
Ekkert gæti verði meira öfug-
mæli en þetta því þeir hafa sex
sinnum skipt um utanríkisstefnu,
ekki eftir íslenzkum sjónarmið-
um, heldui' rússneskum.
★ Um 1930 gerðu Sovétríkin
marga hlutleysissamninga við
grannríki sín. Þá töldu kommún-
istar hér, að ísland ætti að vera
hlutlaust.
★ Um lp37 vóru Sovétríkin á
móti hlutleysi og vildu bandalag
gegn Hitler. Þá snerust íslenzkir
kommúnistar á móti hlutleysi og
vildu semja við Breta, Banda-
ríkjamenn og auðvitað Rússa um
varnir landsins.
★ Árið 1939 gerðu Rússar
griðasamning við Hitler og urðu
aftur hlutlausir. Þá urðu okkar
kommar líka hlutlausir á einni
nóttu.
★ Þegar Hitler réðist á So-
vétríkin lauk hlutleysi þeirra. Þá
snerust kommar ggen hlutleysi
og vildu láta skjóta frá íslandi.
★ í stríðslokin tóku Rússar
að daðra við hlutleysi vissra
þjóða, og okkar kommar tóku að
boða hlutleysi á ný.
★ í ungversku byltingunni
snerust kommar gegn hlutleysi
og hengdu Nagy fyrir að vilja
gera Ungverjaland hlutlaust. Þá
þögðu okkar kommar um hlut-
leysi.
★ Nú síðustu árin mæla
Rússar aftur með hlutleysi fyrir
þjóðir, sem þeir ekki ráða yfir.
Og okkar kommar boða hlutleysi
íslands af kappi.
Finnst mönnum þetta sjálf-
stæð utanrikisstefna?"
Það, sem „Þjóðviljinn“
kallar íslenzkt
Þó að ferill „íslenzkra" komm-
únista sé eins ljótur og að fram-
an er rakið, mun blað þeirra,
„Þjóðviljinn“, seint þreytast á
að syngja þeim lof. En æði falskt
mun, sá söngur hljóma _____ og
áfram fækka þeim aumu sál-
um, sem viðlagið kyrja með
Moskvu-málgagninu. í nýjustu
útgáfu, sem áreiðanlega verður
ekki sú síðasta, hljóðar lofsöng-
ur „Þjóðviljans“ um eigin ágæti
j á sviði utanríkismála þannig,
sbr. ritstjórnargrein blaðsins um
helgina:
„Andstætt þessari erlendu
stefnu í utanríkismálum og efna-
hagsmálum („Þjóðviljinn“ brigsl
ar nefnilega andstæðingunum um
sínar eigin syndir) hefur Sósial-
istaflokkurinn og Alþýðubanda-
Iagið haldið fram íslenzkri
stefnu, islenzkum sjómarmiðum,
stefnu sem byggir á raunsæi,
stórhug og bjartsýni á mátt og
megin tslenzkrar hugsunar og
vinnandi islenzkra handa.“