Morgunblaðið - 25.08.1962, Page 2

Morgunblaðið - 25.08.1962, Page 2
2 MOnCUTSHl 4Ð1Ð Laugavdagur 25. águst 1962 Svíar telja aðild að EBE mikilvæga STOKKHÓLMI 24. ágúst (NTB) Sænska vikublaðið Vecko-jurn alen, skýrði frá. því í dag, að samkvæmt skoðanakönnun, sem fram hefur farið í Sviþjóð á veg um stofnunar, sem sér um skoð- anakavnanir (SIFO), teldu 72 prósent þjóðarinnar mikilvægt að Svíðjóð gerðist aðili að Efna- hagsbandalagi Evrópu, þar af telu. 40 prósent það mjög mikil vægt Skoðanakönnun þessi var hald in i samtbandi við bæjar- og sveit arstjórnc<akosningar, sem fram eiga að fara í Svíþjóð í næsta mánuði. Lagði SIFO 13 spurn- ingar fyrir 1159 menn og ein af þeim var spurningin varðandi aðild að Efnahagsbandalaginu. 40% 1 idu aðild Svíþjóðar að banualaginu mjög mikilvæga. 32% töldu hana mikilvæga, 15% töldu ekki mikilvægt að Sviþjóð gerðist aðili að bandalaginu, en 13% voru í vafa. U Thont ræðír við Krúsjeff Sameinuðu 'þjóðunum, 24. ágúst — (AP) — U THANT, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt áleiðis til Moskvu í kvöld, en þar mun hann ræða við Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, og aðra stjórnmálamenn um heims- vandamálin, m.a. Berlínar- málið og Kongó. Auk þessa er gert ráð fyrir að U Thant spyrji Krúsjeff, hvort hann muni styðja sig sem framkvæmdastjóra SÞ næstu fimm árin og hvort hann muni sækja Allsherjarþingið, sem hefst í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta skipti, sem Krúsjeff og U Thant hittast, eftir að sá síðarnefndi tók við embætti Dag Hammarskjölds, sem framkvæmdastjóri SÞ. Frá Moskvu mun U Thant fara til Póllands, Tékkóslóvakíu og Austurríkis. SVO fór, að norðan- áttin, sem spáð var, að yrði í gær, náði aldrei til Suðurlands. í staðinn var þar V-kaldi, þokuloft og súld með köflum, því að frá lægðinni norðan við SLotland lá lægðardrag- vestur um sunnanvert ísland. Næsti veðurvaldur er á Davíðarsundi, milli Suður- Grænlands og Laibrador, og fer hart austur, mun sennilega fara nofckiuð fyrir sunnan land og hafa lítil áhrif á veður hér. Veðurspáin kl 10 í gærkvöldi SV-land og mið: Vestan gola og síðar hægviðri, létt- skýjað með köflum en hætt við síðdegisskúrum. Faxaflói og mið: Vestan gola og síðar hægviðri, skýj- að. Breiðafjörður og miðin: Vestan gola og síðar hægviðri d'álítil rigning í nótt en skýj að á morgun. Vestfirðir og miðin:' NA gola og léttskýjað víðast inni í fj ðum en kaldi og súld á miðun-um. Norðurland: Austan og NA gola, léttskýjað með köflum inni í sveitum, sums staðar þoka á annesjum. NA-land til Austfjarða, norðurmið til Austfjarðamiða og austurdjúp: Austan og NA kaldi, þokuloft. SA-land og miðin: Hæg- viðri og léttskýjað með köfl- um en hætt við skúrum. 16 daga ferð með Cull- tossi fyrir 5100 kr. Eimskip tekur upp sérstœða vetraráætlun EIMSKIPAFÉLAG fslands hefur ákveðið að bjóða íslendingum upp á sérlega ódýrar utanferðir með GuIIfossi í vetur. Verða þær fyrst og fremst til tveggja landa, Danmerkur og Skotlands, en ef aðstæður leyfa, þá einnig til annarra landa, oftast Ham- borgar. Sögðu forráðamenn félagsins að frá upphafi hafi það verið hlutverk Eimskips að brúa djúpið milli fslands og annarra landa og nú vill félagið bjóða Gullfoss til þessara ferða og verða gjöldin í vetur stórlækkuð. Kostar 16 daga ferð aðeins 5.100 kr. Farþegar búa í skipinu allan tímann, en frá borði verða skipulagðar ferð- ir upp í land með aðstoð ferða- skrifstofa. Fyrirhugað er að á tímabilinu nóvemiber til marz í vetur verði einungis 1. farrými skipsins opið fyrir farþega og þannig aðeins böðið upp á 'hin fullkomnustu þægindi. Hins vegar verða far- gjöldin lækkuð stórlega á þessu farrými, frá því sem er á sumr- in, svo að þau verða ekki hærri en 2. farrýmis fargjöldin eru venjulega. í erlendum höfnum verður skipið opið sem gististað- ur fyrir þá fanþega, er ferðast með því fram og til baka. Þar fá þeir gistingu, fæði og þjón- ustu, ad'lf innifalið í fargjaldinu. Sérstaklega skal vakin á því atíhygli, að 1 engu verða rýrð þau þægindi, mabur og drykkur, sem bezt eru yfir sumartimann. Ferðunum verður þannig hag- áð, að brottför verður frá Reykja vík síðdegis á föstudegi og siglt til Kaupmannahafnar. Sú sigl- ingarleið er 3—4 sólarhringar. — Skipið dvelst nálega viku í Kaupmannalhöfn. Oftast er það þó svo, að skipið kemur við í annarri erlendri höfn á leið sinni til Kaupmannahafnar (venjuleg- ast Hamborg) og mun það þá að sjálfsögðu stytta dvalartímann í Kaupmannahöfn. Frá Kaup- mannahöfn verður síðan siglt á þriðjudegi til Leith í Skotlandi og komið þangað snemma á fimmtudagsmorgni. Þaðan verð- ur svo siglt að kveldi sama dags og komið til Reykjavíkur á eunnudegi. Hver ferð tekur þannig 16 daga og kostar 5100 krónur. Það er von Eimskipafélagsins, að með því að bjóða þessar ódýru og bagkvæmu ferðir í vetur, gef- ist mörgum, sem efcki hafa átt þess kost áður tækifæri trl þess að heimsækja Kaupmannahöfn, höfuðborg Norðurlanda, sem oft er nefnd borg gleðinnar, þar sem opin eru leikhús, óperur og ýms- ir aðrir skemmtistaðir, sem lok- aðir eru yfir sumartímann. Þá gefst og tækifæri til þess að heimsækja Ediniborg, þá fögru og söguríku borg Skotlands. Og að lokum má ekki gleyma vist- Eimskip ber hreint tap af sekkjavöru frá Ameríku — sagði Óttarr Möller forstjóri A FUNDI sem Eimsldpafélag ís- lands átti með fréttanrönnum í gær ræddi Óttar Möller forstjóri nokkuð um starf og stefnu Eim- skipafélagsins fyrr oe síðar og kom í þvi sambandi inn í hina nýtilkomnu farmgjaldahækkun, sem valdið hefur nokkrum mis- skilningi meðaJ almennings og hjá sumum blöðum. ýr Þjónustuhlutverk. Óttar sagði að Eimskipafélag- ið hefði verið stofnað sem þjón- ustufyrirtæki. Það hefði verið ó pólitiskt og lengstum hefði þjóð in öll viljað léta það dafna sem bezt, vaxa og eflast til aukinn- ar og bættrar þjónustu við lands menn alla. Kveðst Óttar vona að þessi sami hugur væri enn til félagsins, því enn væri félagið og yrði rekið ópólitískt og þjón ustuhlutverkið yrði ailtaf í há- vegum haft. ir Farmgjaldahækkunin. En það getur ekkert félag rek ið þjónostu ei.lurgjaldslaust. í sambandi við farmgjaldahækkun ina lögðum \ ið fram fyrir ráða- menn þjóðarinnar staðreyndir, sem voru teknar til greina og sannleikurinn «r sá, að hækkun in nemur aðeins hluta af því, sem skipafélög þurfa til eðlilegs reksturs. Við flytjuan enn, þrátt fyrir hækkunina, fóðurvörur fyrir aðeins þriðjung af því gjaldi ,..a. heimsmarkaðsverð kallast og stykkjavöru fyrir mun laegra verð. Hækkunin fólst í þvi að flutningsgjald kornvi' u til manneldis var hækkað og er nú þaf sama og áður .gilti — og gildir enn — fyrir fóðurvörur. Stykkjavara, önnur en bílar, hækkar um 40 %. Á ölluim öðrum vörum, t.d. timbri, kolum og fjölmörgum öðrum verður engin hækkun. þæ. voru og eru fluttar fyrir venjule_;t heimsmarkaðsverð. Út reiknað hefur verið, að hækkun in njrnur sem svarar 0,6 stigi í vísitölu. Og þrátt fyrlr nýorðna hækk un, hélt Óttar áfram, eru farm gjöld af sekkjavöru frá Banda- ríkjunum svo lág, að þegar búið er að setja vöruna um borð, er farmgjaldið uppurið. Kostnaðurinn af flutningi yflr hafið og á bafnir landsins verð ur að greiða úr öðrum sjóðum, svo og hafnargjöld. Slíkt þolir ekkert félag til lengdar og það er þjóðinni síffur en svo í hag að svo sé um hnútana búið. H .kkunin er spor í rétta átt. Stökkbreyting í þessum efnum er erfið. — Eg get ekki séð að ncfckur fslendingur hagnist á því að aftra eðlilegri þróun og uppbygg inigu félags eins og Eimskipafél- agsins. Félagið er eign 14 þús. íslendinga. Hagur þess og vel- gengni kemur öllum landslýð að notum. Félagið vill veita og veit ir þjónustu m.a. með bví að samg flutningsgjald er til um 50 hafna á landinu fyrir skráðar vörur. Við viljum verða dæmdir af verkunum. Við munum taika til greina gagnrýni og reyna að mæta óskum sem flestra íslend inga. (Jnot og skammir verða ekki teknar til greina. Síðan ræddi Óttar um hið nýja fyrirkomulag vetraráætlana Gull inni um borð í Gullfossl, þar sem farþegar njóta þeirra þæg- inda, þjónustu, matar og drykkj- ar, sem stærsta íslenzka hótelið bezt getur boðið gestum sínum. Sildin Framh. af bls. 20. Raufarhöfn. Eftirtalin skip lönd- uðu þar í gær: Halldór Jónsson 664 mál, Ólafur Magnússon EA 1064, Þorbjörn 674, Muninn 318, Freyja 418, Hringsjá 626, Bjarmi 618, Guðbjörg ÓF 796, Sigur- björg SU 518, Árni Geir 306, Hrafn Sveirnbjarnarson II 516, Sæfari AK 660, Freyja GK 492 Og Sigurvon AK 614 mál. Eins og fyrr segir var saltað á flestum stöðvum á Raufarhöfn í gærkvöldi, en sölbun í fyrrada-g nam 1500 tunnum. Á Norðfirði er nú þriggja sól- arhringa löndunarbið vegna erfið leika við bræðslu á smásíld. — Flotinn heldur sig mest útaf Glettinganesflaki og var þar í gærkvöldi í ágætu veðri en ekki hafði frétzt af veiði. foss, en þess er getið á öðrum stað í blaðinu. Ný bók frá Helgafelli BLAÐINU hefur borizt ný bók frá Helgafelli eftir dr. Benjamín Eiríksson, bankastjóra, er hann kallar „The Concept and Nature of Money“, en bókin er gefin út á ensku, og er þetta önnur bók- in, sem forlagið gefur út á ensku eftir dr. Benjamín. í þessari nýju bók sinni setur dr. Benja- mín fram skoðanir sínar á eðli peninga, í framhaldi af peninga- hugtaki því er hann setti fram í fyrri bók sinni. Sýnir hann fram á að peningarnir séu sam- fösunartæki atvinnulifa og við- skipta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.