Morgunblaðið - 25.08.1962, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.08.1962, Qupperneq 8
8 MORGinvnr 4niÐ Laugardagur 25. ágúst 1962 Vegir milli Úlafsvíkur og Hellissands 1 SKÝRSLU vegamálastjóra Sig- urðar Jóhannssonar um vegalagn ingar, vegaviðhald og brúargjörð ir á þessu ári, segir að fyrirhugað sé, að byrja í sumar á því, að leggja veg á milli Ólafsvíkur og Hellissands framan í Ólafsvíkur enni, og að í sumar og haust eigi að vinna fyrir kr. 400,000 1 þessum vegi. Allir íbúar í Ólafsvik og Hellis sandi munu fagna því ef vegur verður lagður milli kauptúnanna. Árið 1929 var fyrst byrjað að tala um að koma á akvegasam bandi milli Ólafsvíkur og Hellis sands. Það ár var ruddur akveg ur yfir Fróðárheiði og þá komst Ólafsvík í akvegasamband við vegakerfi landsins. Þó þessi ruddi vegur væri í byrjun ófull kominn mjög, þá varð hann þó til hagsbóta fyrir Ólafsvík og nær liggjandi sveitir. Vegurinn yfir Fróðárheiði var ruddur fyrir öt- ula forgöngu þáverandi alþingis- manns Snæfellinga, Halldórs Steinssonar. Ólafsvíkurhreppur og Fróðárhreppur lögðu þá báðir fram nokkurt fé, ,á móti tillagi ríkissjóðs, til þess að þetta verk yrði framkvæmt. Ólafsvík er þannig búin að vera í akvegasam bandi í nærri 33 ár. Árið 1929 stóð einnig íbúum Neshrepps utan Ennis til boða að fá ruddan veg um Ennisdal milli Ólafsvíkur og Hellissands, ef þeir vildu leggja fram jafnháa upphæð á inóti tillagi ríkissjóðs, og Ólafsvíkur- og Fróðárhreppur lögðu í Fróðárheiði. íbúar Nes- hrepps utan Ennis neituðu að leggja fram féð, og því var leið in ekki rudd, og enn eftir 33 ár er enginn vegur milli Ólafsvíkur og Hellissands. íbúar Hellissands kröfðust þá þess, að leiðin fram fyrir jökul til Hellissands yrði gjörð akfær. Þeir álitu, að ef akfær vegur milli Ólafsvíkur og Hellissands yrði ruddur, myndi það tefja fyrir því að þeir fcngju veg fyrir framan jökul. En vegna þess hve vegur- inn fyrir framan jökul er langur og liggur yfir mörg og ógreið hraun, kom3t Hellissandur ekki í akvegasamband fyr en árið 1956, eða 27 árum síðar en Ólafs vík. Eg hélt því fram. árið 1929, og hef ávalt haldið því fram, að veg ur milli Ólafsvíkur og Hellissands mundi alls ekki tefja fyrir því að vegur yrði lagður fyrir framan jökul. Enginn vegur er ennþá kominn milli Ólafsvíkur og Hellissands. Erfiður þröskuldur er á þeirri leið, en það er Ólafsvíkurenni, sem er þverhnípt 1 sjó fram. Þó er hægt að komast eftir fjörunni undir Enninu, þegar ekki er flóð. Fyrstu jeppabílarnir komu á Troðningur undir Ólafsvíkurenni ÞRJÁR FRÆGAR A UND.4NFÖRNCM árum hafa þeldökkar óperusöngkon- ur getið sér mikillar frægðar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Um þessar mundir eru þrjár, sem hæst ber í óperu húsum Evrópu: Leontyne Price, Grace Bumbry og Gior ya Davy Frægð þeirra er á engan hát bundin litarhættin um, en fyrsl og fremst hinum góðu söngröddum, sem þær hafa hlotið í vöggugjöf. LEONTYNE PRICE er sópransöngkona. — Hún fæddist fyrir 35 árum í Missis- sippi í Bandaríkjunum. Faðir hennar var trésmiður, en móðir hennar söng í kirkju- kór. Leontyne ætlaði að verða m GRACE BUMBRY hefur messosópran rödd. Hún er fædd í St. Louis 1937, hefur 3tundað háskólanám bæði í Boston og Chicago og numið söng hjá hinni frægu þýzku söngkonu Lotte Leh- mann, sem nú kennir í Kali- forníu. Einnig hefur hún verið við söngnám í Evrópu. SðNGKONUR GLORYA DAVY er 29 ára frá Brooklyn í New York. Hún hefur sópran rödd og söng i íyrsta skipti opinber lega í Porgy og Bess eftir Gershwin i flokki, sem ferðað ist um heiminn. Næsta hlut- verk hennar var Aida, sem hún söng í Nissa. Eftir að hún hafði verið nokkra mánuði í Frakklandi, var henni boðið að koma heim til Bandaríkj- anna cg syngja Aidu við Metropolitan óperuna, þar sem söng heimar var framúrskar- andi vel tekið. Sl. vetur söng hún Aidu við hina nýju Berlínaróperu og þar bíða hennar mörg stór hlut verk. kennari og það var enginn ann ar en Paux Robeson, sem fékk hana til að hætta við það og hefja söngnám. Kostaði hann nám hcnnar í fjögur ár. Fyrsta hlutverk hennar var Bess í Porgy og Bess, sem hún söng við góðan orðstír í sama söngflokki og Glorya Davy kom fyrst fram. Heimsfrægð sína á hún að einhverju leyti að þakka hljómsveitarstjóran um Herbert von Karajan. Frá því að hann heyrði hana syngja í fyrsta skipti í New York heíur hann útvegað henni hlutverk við Skalaóper- una í Mílanó, óperuna í Salz- burg og Vínaróperuna, þar sem nún er nú aðalsöngkona. Nýlega söng hún hlutverk Aidu inn á hljómplötu og það jók enn hróður hennar. Fyrsta hlutverk, sem hún fékk í óperu í Evrópu, var í Basel í Sviss, en hún varð fyrst fræg fyrir söng sinn í hlutverki Carmen í París. Sl. ár söng hún hlutverk Venusar í Tannháuser eftir Wagner er óperan var flutt í Bayreuth í Þýzkalandi. Vakti söngur hennar þar geisilega hrifningu og í sumar syngur hún aftur hlutverk Venusar í Bayreuth. þar sem Wagner starfaði rnikið og flestar óper ur hans voru frumfluttar. Snæfellsnes árið 1944 og síðan hefur verið klöngrast á þeim und ir Enninu eftir fjörugrjóti, klöpp um og fjörusandi. Menn hafa á stuttum tíma stórskemmt og eyði lagt jeppabíla sína á þeirri leið. Hef ég, héraðslæknirinn í Ólafs vík og fleiri fengið á því að kenna. Það er bú brýn nauðsyn á að fá fullkominn akveg á milli kaup túnanna. Þrátt fyrir vegaleysið eru miklar samgöngur milli þess ara kauptúna. og það jafnt á öll um tímum árs, en þær mundu vera margfalt meiri ef vegur væri góður. Þá mundu f jöldi vöru bíla fara með vörur og flutning milli hafnanna í Ólafsvík og Rifi. Færi það eftir því, hvar hentug ast væri að skipa út og upp vör- um hverju sinni. Þessa veganauðsyn hafa íbúar beggja kauptúnanna skilið svo og yfirmenn vegamálanna. Þess vegna er búið að mæla fyrir vegi og gjöra áætlun um kostnað, bæði á bak við Ólafsvíkurenni og líka framan í því. Þessar mælingar og áætlanir hafa leitt í ljós að vegurinn á bak við Ólafsvíkurenni yrði að minnsta kosti 6 til 7 sinnum ódýr ari en vegur framan í Enninu. Sá vegur er að vísu nokkru lengri en bílar nú á tímum eru ekki lengi að fara nálægt 4 km lengri leið. Eg held þv' fram, og hef alltaf haft. þá skoðun, síðan farið var að ræða þessi mál, að veginn eigi að leggja á bak við Ólafsvíkurenni, en ekki framan í því. Þá skoðun byggi ég á þessum ástæðum: 1. Vegurinn er margfalt ódýr- ari, og miklu fljótlagðari og kæmist því fyrr í notkun. 2. Á þeim vegi eru engar hætt ur. En vegur framan í Ólafs víkurenni yrði alltaf hættu- legur. Ólafsvíkurenni er mestmegnis myndað af þursa bergi og grjóthrun er þar mikið bæði sumar og vetur. Framan í Ólafsvíkurenni er mjög snjóflóðahætt. Á hverj um vetri komá þar stórar snjóskriður. Eg er hræddur við það. að hljóðöldur frá bílum, sem fara um veg framan í Enninu, og jafnvel annar titringur frá stórum bílum mundi oft hrinda snjó hengjum í brúnum fjallsins af stað. Þessar hættur af grjóthruni og snjóskriðum verður ekki hægt að losna við né fyrirbyggja. 3. Þegar farið yrði að leggja veg framan í Enninu myndi mikið grjót frá sprengingum við vegagjörðina falla niður í fjöruna. Við það myndi fjöruleiðin verða ófær jeppa bilum. En ég tel frágangs- sök að loka alveg þeirri leið. Þessvegna yrði strax aS ryðja bráðabirgðaveg fyrir ofan Ólafsvíkurenni svo um ferð geti haldizt, á meðan verið er að leggja veginn framan í Enninu. Kostnaður við þá vegagjörð yrði því viðbót við þá miklu fjárhæð, sem vegur framan í Enninu kostar. Eg vil að forráðamenn vega- málanna athugi gaumgæfilega þessar ástæður mínar áður en þeir láta byrja á vegagjörð fram an í Ólfsvíkurenni. Ég veit að margir menn eru mér ekki sammála í þessu efni. Eg hef heyrt marga halda því fram, að svo snjóþungt sé á vetrum bak við Ólafsvikurenni, að þar gæti aldrei orðið vetrarleið. En leið framan í Enninu yrði alltaf fær, því þar festi aldrei snjó. Þessu er því að svara, að leið in á bak við Ólafsvíkurenni ligg- ur hæst í nálægt 260 m hæð yfir sjávarmál, eða um 100 metrum lægra en leiðin yfir Fróðárheiði. Þessvegna er miklu minni snjó- þungi þar, en á Fróðárheiði. Þó hefur það komið glöggt í ljós þar, að þar sem vegurinn er nógu hár festir ekki snjó. Vindurinn feyk ir honum burt VegastæðlS bak við ólafsvíkur enn, er allt mjög gott ýtuland, eða skurðgröfuland, má því ýta þar upp háum vegi. Eg hef kunn ugleika á Ólafsvíkur- og Sveins staðafjalli, og ég tel að vel lagð ur vegur þar, myndi alls ekki lokast fyrr af snjó en vegir í byggð. Ég vil að lokum beina þeim tilmælum til vegamálastjóra, og þeirra manna annarra, er með þessi mál fara, að þeir noti þessar 400 þúsund krónur, sem vinna á fyrir í haust til þess að koma vegi upp á Sveinsstaðafjallið vest an Ennisins, og ryðja jafnframt fjallið til bráðabirgða, þar til sam band fæst við veginn frá Ólafs. vík, sem liggur upp að rafmagns stíflunni fyrii ofan Rjúkanda f Fossá. En halda svo áfram næsta ár að ýta upp og leggja veginn á bak við Ólafsvíkurenni. Mælingar munu allar vera fyr ir hendi af þessum vegi, og þess vegna þarf engan verkfræðileg an undirbúning nú, og því er •hægt að hefja framkvæmdir þeg ar í haust. Umfram allt, byggið ekki veg framan í Ólafsvíkurenni, þar sem stórkostleg slysahætta er æ fyrir hendi. Ólafsvík, 30. júlí 1962. Magnús Guðmundsson, prestur HILMAR FOSS lögg. skjalþ. og dómt. Hafnarstræti 11 — Sími 14824 Lynghaga 4. Sími 19333.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.