Morgunblaðið - 25.08.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 25.08.1962, Síða 13
Laugardagur 25. ágúst 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Kristín Kjartansdóttir Laufey SigurBardóttir Minning Minning fædd 25. ágúst 1870, dáin 26. júní 1962. Við erum stödld í Stóra-Ási í Hálsasveit 7. júlí. Annir hins líð- andi dags hafa verið lagðar til Ihliðar þessa stundina. Það er há- sumar, mildiur blær fer um mosa og lyng, eins og rruóðir sem sitrýk- ur mjúkri hendi um glókollinn sinn . Tíð hefur verið köld, en í dag er blítt veður, einn beitasti dagur á þessu sumri sem af er, þótt ekki njóti sólar. Hvítá lið- ast hljóðlát eftir miðju héraði. Það er kyrrð í lofti eins og land- vættir þessa héraðs séu að votta Ihenni, sem við kveðjum í dag, hinztu kveðju sína, virðinigu og þökk fyrir langan starfsdag, sem hiún vann með elju og árvekni í þessu héraði á meðan starfs- kraftar entust. Það er enga sorig að sjá á ein- um né neinum, enda á það ekíki við, heldiur það gaginstæða, þar sem flestum er efst í hug, sem muna Kristínu Kjartansdóttur, glaðværð hennar og hvað hún hafði bætandi álhrif á lundarfar þeirra, sem með henni divöldu. Þessvegna gleðjumst við yfir að hafa átt kost á því að vera henn- ar ferðafélagi um lengri eða skemimri tíma þótt við vitum, að allar ferðir taka enda — þessi sem aðrar. Þessvegna gleðj- umst við yfir góðum ferðafélaga þótt hann sé kvaddur að leiðar- lokum. Hann skilur eftir minn- ingar, sem hægt er að gleðja sig við þótt leiðir skilji, og víða eru vegaimót á langri leið, ein skilur við mann á þessum krossgötum, öðrum er ætluð lengri leið. Þessi vinkona okkar, sem við kveðjum í dag, Kristín Kjart- ansdóttir var fsedd að Norður- koti í Stafholtstungum 25. ágúst 1870, smábýli, sem stóð skammt frá stórbýlinu Sólheimatungu. Það kot er nú löngu komið 1 auðn. Foreldrar Kristínar bjuggu þar í mörg ár við lítil efni eins og svo margir á þeim árum. Níu manna fjölskylda á þeim árum, sótti eklki sitt lífsviðurværi í annarra vasa eins og nú, — nei, þar varð hverjum degi að næigja sin þjáning, enda var þá öldin önnur, en sem betur fer, er hér skipt um til hins betra og fólk ekki látið líða skort. Foreldrar Kristínar voru hjón- in Guðbjörg Benediktsdóttir og Kjartan Einarsson. Kjartan var sonur Einars bónda Þórðarsonar frá Steinum í Stafholtstungum, sem var giftur Ástríði Guðmunds dóttur frá Háafelli í HvítáTsíðu. Var hún seinni kona hans. Þar ólst Kjartan upp með foreldrum sínum. Guðbjöng móðir Kristín- ar var Benediktsdóttir bónda á Skallhóli í Dölum, Þórðarsonar prests í Hvammi, Norðurárdal, en móðir Guðbjargar og kona Benedikts var Margrét Pélma- dóttir Þorleifssonar á Breiðabóls- stað í Sökkólfsdal. Kristín var því af bændafólki komdn í báð- ar ættir eins og flestir á þekn árum. Sjö voru þau systkinin í Norð- urkoti, en ein stúlka dó á unga aldri, enda var ungbarnadauði tíður á þeim árum, og ekiki sízt þar sem skorturinn stóð við bæj- ardyrnar dag hvern. Fiirnm voru þeir bræður Kristínar, Benedikt, Einar, Þorsteinn og Guðmundur fóru allir til Ameriku eins og trbt var þá, ekiki sizt hjá þeim, aem bjuggu við þröngam kost en þráðu efnalegt sjálfstæði. Fimrnti bróðirinn var Guðjón, sem allan •inn búskaip bjó að Flóðatanga í Stafhaltstungum, mannikosta- maður, mér kunnur sem þessar linur rita, þar sem hann var hús- bóndi minn í sex ár . Eins og að líkum lætur varð Kristín að fara snemima úr for- eldrahúsum, enda fer hún þaðan atrax eftir fermingu og er þá faðir hennar dáinn. Fer hún þá •ð Svignaskarði í Boi’garhreppi og er þar eitt ár. Meðal annarra verka þar var hún látin hirða í fjósinu. f þá daga varð að bera allt vatn í fjós og bæ, því þá var ekki kornið til með leiðslur á vatni. Kristín varð því að sækja vatnið um nokkuð langan veg og upp í móti handa tíu til tólf gripum. Þætti það erfitt nú. Verstur sagði hún að kuldiinn hefði verið þar sem klæðnaður var ónógur, kvaðst hún oft hafa staldrað við á miili ferða til að láta sér hlýna þegar kalt var. Eftir þetta eina ár í Svigna- skarði er Kristín á ýmsum stöð- um í Borgarfjarðarhéraði, oft- ast í vinmumennsku, eins og þá var kallað um árshjú. Hinn 7. nóvember 1902 giftist Kristín Guðmundi Sigurðssyni Guðimiundssonar bómda á Val- bjarnarvöllum. Móðir Guðmund- ar Sigurðssonar var Bjargey Guð mundsdóttir bónda á Sámisstöð- um í Hvítársíðu, Guðmundsson- ar frá Háafelli í sömu sveit, og komu þar samam ættir þeirra hjóna. Móðir Bjargieyjar var Guðrún Þoristeinsdóttir frá Kolls stöðum í Hvítársíðu. Hér skal fljótt yfir sögu farið, enda þekkja hana flestir mið- aldra og eldri sveitungar Krist- ínar. Þau hjón eru fyrst og fremist í húsmennsku á Kirkju- bóli, Hvítársíðu í tvö ár hjá for- eldrum mínum og þar fór Krist- ín mjúkum höndum um hvítvoð unginn Steina, enda voru henn- ar handtak hlý til æfiloka. 1904 flytja þau að Sigmundarstöðum í Hálsasveit, sem leiguliðar, en kaupa svo jörðina eftir nokkur ár. Enga auðlegð fluttu þau hjón með sér, sem byrjendur í búskap, enda af fátækum komin og vinnu mennska í þá daga gaf ekki í aðra hönd gull og græna skóga. Efnin jukusit þó eftir því sem ár- in liðu, þótt ekki væri um auð- legð að ræða. Jörðin var bætt og allur búskapur til fyrirmynd- ar svo að af bar. Hefur mér oft verið hugsað til þeirra hjóna og fleiri bænda, sem sléttuðu tún sín og færðu út með þeim álhöld- um sem þá voru, hvað stórtæk- ir þeir hefðu verið, ef þeir hefðu átt kost á þeírri tækni, sem nú er í fullum gangi. Bkki varð þeim hjónum barna auðið og var það þeirra fátækt, en Kristín var barngóð svo að flestir, sem hjá henni voru, mundu hana til æfiloka, þótt leiðir lægju ekki saman eftir dvöl þeirra á Sigmundarstöðum. Ég, sem þessar linur rita var henni kær frá blautu barnsibeini enda naut ég þess æ síðan. Þótt ég yrði ekiki hjá þeim hjónum lengur en varð, lágu til þess aðr- ar orsakir. Við erum hér £ dag mættir nókkrir kúasmalar hennar Stínu á Sigmiundarstöðum — við köll- uðum hana ætíð Stínu — og miinnumst þeirrar hlýju og um hyigigju, sem við nutum hjá henni Kristín missti mann sinn í des- erniber 1932 og hætti þá búskap vorið eftir. Bróðursonur hennar Kjartan Bergmann Guðjónsson tók þá við jörð og búi um noikk- ur ár, en fluttist svo til Beykja- víikur. í hans skjóli var Kristín síðustu æviárin og naut þar góðr ar umönnunar eftir að heilsan fór að bila, en hún varð fyrir því óláni að lærbrotna skömmu eftir að hún fór fiá Siigttnundar- stöðum og liggja úti svo dægr- um skipti um hávetur eins og kunnugt er. Ég hef farið hér fljótt yfir sögu, enda átti þetta ekki að verða neitt ágrip af ævisögu Kristínar. Þeir, sem vildu fá nán ari vitneskju um ævi hennar geta lesið um „konuna sem lá úti“ í Andvara 1960 eftir Guð- mund Böðvarsson. Það fer ekiki hátt þótt' fjör- gömul kona leggist til liinztu hvíldar í skaut jarðar. Þær eru svo rnargar, sem vinna verk sín án alls hávaða, án þess að eftir því sé tekið, en hver og einn er sem hlekkur í keðju, og þegar hann er slitinn, verður annar að koma í staðin. Við kveðjum Kristínu Kjart- ansdóttur mieð þökk fyrir allt og I allt. Þorsteinn Böðvarsson. T.ATTFF.V Sigurðardóttir andað- ist 16. ágúst sl. Hún var íædd 2. september 1895 í Innri-Njarðvík. Foreldr- ar hennar voru Sigurður Sigurðs son, útvegsmaður, ættaður úr Skagafirði, og Guðný Jónsdóttir, ættuð úr Borgarfirði. Tveggja ára gömul missti hún föður sinn og var þá tekin í fóst- ur af þeim hjónum Sigurði Halls- syni, kaupmanni í Reykjavík og konu hans Petronellu Jónsdóttur. Sautján ára að aldri ræðst Lauf ey að Franska spítalanum í Vest- mannaeyjum og þar í Eyjunum urðu örlög hennar ráðin, er hún giftist Ársæli Sveinssyni útgerð- armanni á gamlársdag 1913. — Þau reistu sér hús 1914 og nefndu Fögrubrekku. — Var það heimili þeirra upp frá því. í bernsku heyrði ég föður minn tala um Laufeyju á Fögrubrekku og undraðist í barnaskap mínum, að hús gæti heitið Fagrabrekka. En á unglingsárum mínum átti ég því láni að fagna að dveljast á Fögrubrekku um tveggja mánaða skeið. Eg vaknaði margan morg- uninn við það, er sólin var að koma upp yfir Yztaklett og hella geislum sínum yfir Eyjarnar. Eg sá Eyjafjallajökul tandur- hreinan í allri sinni morgunfeg- urð og ég sannfærðist um, að staðurinn bar með sóma rétt- nefnið. — En nafnið átti sér þó miklu dýpri merkingu, sem bezt verður skýrð með stuttri frásögn eins þeirra mörgu vermanna, sem vist áttu á Fögrubrekku. Maður inn var Norðlendingur, kominn langa vegu að, þekkti engan mann í Eyjunum, en hafði ráðið sig til Ársæls og Laufeyjar að Fögrúbrekku. Á fyrstu viku ver tíðarinnar veiktist hann hastar lega, lá í lungnabólgu mest af vertíðinni, og var rétt orðinn vinnufær í vertíðarlok. — Honum var hjúkrað alla sjúkdómsleguna sem einkasonur væri, og leystur út með fullan hlut í vertíðarlok. Þetta er ein saga af mörgum um þá fágæto höfðingskonu, sem Laufey á Fögrubrekku var, en kannski lýsir hún Fögrubrekku- heimilinu einna bezt. Því miður var heilsa hennar eigi sterk síðustu áratugina, sem hún lifði. en það aftraði í engu þeim fasta ásetningi hennar, að láta engan bónleiðan frá búð sinni fara. Þeir eru orðnir maeg ir, sem beina þáðu á heimili henn ar, eða á Þjóðhátíðinni í Herjólfs dal, í Fögrubrekkutjaldinu þar. Ef til vill á ég beztu minninguna um hana, þar sem hún stendur í tjalddyrunum fagnandi gestum. Hjónabaiid þeirra Laufeyjar og Ársæls var með afbrigðum far- sælt, og það svo, að öllu samhent- ari hjónum hefi ég eigi kynnzt. Afkomendur þeirra eru orðnir margir. Þau eignuðust 9 börn, 2 dóu ung, en eftir lifa: Lárus, Sveinn, Petronella, Ásta, Leifur, Lilja og Ársæll. Stór var einnig orðinn hópur- inn af barnabörnum og barna- barnabörnum og áttu þau eigi lít inn hauk í horni, þar sem amma á Fögrúbrekku var. Spakir monn hafa sagt, að vilji menn lifa lífinu sem réttast, þá sé reglan ákaflega einföld. — Að skapa öðrum sem mesta gleði, en krefjast sem minnstrar gleði í sinn hlut. Eg þekki fáar mann- eskjur, sem nær hafa komizt þess ari lífspeki en Laufeyju Sigurð- ardóttur. Því er það með mikinn þroska, sem hún heldur til næstu heimkynna, og eigi munu störf hennar þar reynast gæfuminni en þau, er hún vann hér í heimi. Menn ávinna sér þeirra heim- kynna handan við landamærin, sem þeir hafa til unnið með lífi sínu hér. — Því hlýtur hún að vera unaðslega fögur brekkan, sem Laufey er búin þar. Leifur Sveinsson. RYÐEYÐIR ER MALNING SEM EYÐIR RYÐI. SPARAR TÍMA OG FYRIRHOFN. ER AUÐVELD í MEÐFÖRUM. SANDBLÁSTUR OG RYÐHREINSUN ÓÞÖRF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.