Morgunblaðið - 25.08.1962, Side 16

Morgunblaðið - 25.08.1962, Side 16
10 MORGVFTJL AÐ1Ð Laugardagnr 25. 5?ust 1962 HOWARD SPRING: 23 RAKEL ROSING Hún lá í rúminu og lét hugann reika eftir framtiðarvegum þessa frjálsræðis. Hún var fegin, að Maurice var svona nærgætinn í gærkvöldi. Hann kom inn í svefn herbergið hennar, kyssti hana og sagði. Sofðu nú vel, elskan mín. í>ú ert þreytt, Þú verður að venj- ast mér .. og þessu nýstárlega húsi og „fólkinu. Taktu það ró- lega. Svo faðmaði hann hana og kyssti hana aftur og fór út. Líklega mundi hún kunna ágset lega við Maurice. Hún hafði heyrt hann tala höstuglega við Mike Hartigan, en við hana var hann dásamlega blíður. Og nú kom Ohamiberlain inn og dró gluggatjöldin frá og sagði henni, að veðrið væri indælt og að morgunverðurinn væri al- veg að koma. Hún reisti Rakel upp rétt eins og hún væri veik- ur krakki og ýtti litlu borði að rúminu, til að setja bakkann á. daggardropu-m á, sem glitruðu. Með bakkanum kom undurfög ur rós, gul eins og rjómi og méð daggararopum á, sem glitruðu. Á bakkanum var líka miði frá Maurice. „Góðan d-aginn, elskan. Flýtfcu þér ekkert á fætur. F-arðu þér rólega. Við förum út klukk- an ellefu“. Þarna var soðið egg og ristað brauð ávaxtamauk, kaffi og ávextir. Líka eintak af Times. Rakel leit snöiggvast á það, ótta- slegin og fleygði því svo á gólf ið. Það eru engin bréf, frú, sagði Chiamberlain. Nei og hún átti ekki vOn á neinum. Þetta hafði henni ekki dottið í hug fyrr. Það var engin sála í heiminum, sem gat sam- glaðzt henni með velgengnina eða óskað henni til hamingju. Hún var grimmdarlega hreykin af því. Hún hafði barizt ein og sigrað. Hún var að narfca í brauðsneið og ferskju á víxl, þegar hún hrökk allt í einu við. Það var bjalla, sem hringdi. Hún hafði ekki tekið eftir því áður, að þarna var sími.við rúunið. Vittu, hver það er, skipaði hún. Hún gat ekki annað en dáðzit af rósemi stúlkunnar. Já, frú — Bannermann er h-eima, sagði Chamfoerlain. Eg veit ekki. hvort hún getur talað við yður, eins Ofg er. Eg skal spyrja. Það er einhver hr. Julian Heath, sagði hún við Rakel. Rakel hugsaði sig um. Jú, ég vil tala við hann, sagði hún svo, og furðaði sig á því að skjálffca skyldi hafa seitt að henni. Chamfoerlain rétti henni símann. Rakel tók hann, en horfði á stúikuna. Hún roðn-aði alit í ein-u og stamaði: Fyrirgefðu, frú, og fór. Já, góðan daginn. Mér varð heldur betur hverft við að lesa Times í morgun. Já. . sagði Rakel letilega í sím- ann. Mér líka. Ég hef líklega aldrei séð það blað áður. Er það ekki óárennilegt? Æ, jú. Þá vil ég heldur biðja um Daily Mirror. En ég á nú ekki við það, heldur giftingar- dálkinn. Þú skilur: Bannermann- Rosing. Ég vissi ekki, að Maurice hefði sebt það í blaðið. Jú, þar er það að minnsta kosti. Jæja til hamingju með það. Og gamli Grútarblesi.. þú veizt. .hvað hann nú heitir.. segir somuleiðis og allt eins. Áttu við manninn, sem var með þér í bílnum? Sá er maðurinn sami. Hann er á þessari sfcundu að narfca í sídd. Þessvegna lít ég undan, eins og þú yrðir vör við ef þú mættir mig augum líta. Já, en svo var það þessi sjálísagða gjöf. Vertu nú uppfinningasöm, en fimm shillingar eru hámarksverð. Finnst þér endilega þú þurfa að gefa mér eifthvað? Sannarlega finnst mér það. Og ég hef einmitt réttu gjöfina handa þér. Það er fallega hugsað. Bíddu þangað til þú sérð hana. Ég ska-1 bölva mér upp. á, að þú verður hissa. Ég verð áreiðanlega hrifin. Geturðu ekki gefið mér neina bendingu um, hver hún er? Það er hundur í pok-afouxum. Hvað segirðu? Jæja. það er bezt að segja það á hversdagsmáli. Það er afgansk- ur hundur. Það er indælt. Hefurðu geymt kortið mitt? Já. Mundu þá, að við erum hérna tveir ungir menn, einmana en viðkuinnanlegir. Og njiundu, að hundurinn gefcur komið hvenær sem er. Akbar heitir hann — hundurinn. Heilsaðu hr, Banner- mann frá mér. Bless! Rakel lagði hæ-gt frá sér sím- a-nn. Jæja, aldrei fór það svo, að hún fengi ekki eina hamingju- ósk. Hún hafði aldrei átt gælu- dýr á ævinni. Henni var iilla við skepnur,^en nú fór hún að hugsa um, hverskonar skepna afghansk ur hundur væri. Akbar. Hún varð að muna nafnið: Akbar. 2. Hún fór út með Miaurice klukk an ellefu. Til þess að þóknast honum, hafði hún sett á sig rjómagulu rósina, sem han-n hafði sent henni. Gamli Bright var á þönum um allan forsalinn, til að finna batt, fra-kka og staf. Digran sta-f með togleðurshnúð á oddinum. Eruð þér viss um, að þér hafið gott af að ganga, herra? Það er allt í lagi með að ganga, sagði Maurice, en Bright hjál-p- aði honum nú sa-mt niður dyra- þrepin og niður á jafnslétfcu. Þetta var yndislegur dagur. Maður gekk fsamhjá þeim með körfu, sem var full af ýmsum blómum. Himin-ninn var blár og Rakel langaði m-est til að hlaupa og faðma alla Lu-ndúnaborg að sér. En hún var ekki komin nema fáein skref með Maurice undir arminn, þegar henni var það Ijóst að það yrði ekki mikið úr hl-aupum þann daginn. Maur- ice gekk hægt og studdisit þungt á stafinn, en var samit hinn hress asti og sagðist ákveðinn að fara þetta gangandi. Ég gæti ekki hugsað mér að fara í bíl, sagði hann. Fyrsta daginn þinn í London. Ég vil sýna þér borgina sjálfur, og það er ómögulegt að skoða London úr bíl. Við skulu-m fara yfir í Ox-ford Street og svo y-fir í Bond Street. Þar sk-ulum við — Okkur Alfreð leiðist Brigitte Bardot, er það ekki, Alfreð? skoða allar búðirnar og fara svo yfir í Picoa-dilly. Ég kernst það vel. AH>t í einu varð Rakel dauf í skapi. Hún hafði séð allt svo lif- ándi fyrir sér, háu húsin, græna grasið og trén með græ-n- og gulblebtóttum stofnum, en nú var eins Og þetta vœri a'lilt í móðu. Það var ekki lengur spennandi, aðeins framandlegt. Henni fannst hún eins og í fjötrum. Þetta hefði getað orðið svo skemmti- leg könnunarferð, en nú gerðu þau ekki a-nnað en haltra. Ertu viss um, að þú ættir ekki heldur að fara í bíl? spurði hún. Já, alveg viss. Þetta gengur. Þetta gengur, endurtók Mauriee. Nema þú viljir heldur a-ka? Nei, nei, ekki mín vegna. Við skulum þá bana ganga. í sama bili sá hún Julian Heath komá hlaupandi yfir göt- una með Akbar í togi á háls- bandi með rauðum leðurtaum í. Rakel stanzaði og klappaði sam- an lófum í gleði sinni. Svona skepnu hafði hún a-ldrei séð áð- ur. Hversu il-la sem henni kunni að vera við gæludýr, þá var hér allt öðru máli að gegna. Þetta myndi gefa hennar eigin persónu aukinn glæsileik og h-ún dró u-pp í huga sínum mynd af sjálfri sér með þennan dásamlega hund við folið sér. Mariiyn Monroe eftir Maurice Zolotov íEii Stöku sinnum komu þó atvik fyrir, sem gerðu ofurlitla til- breytingu. Til dæmis má nefna hjónin, sem vildu komast út sjálf, eða fá hana burt úr húsinu á laugardögum. Þá var henni gef- inn fjórðungsdalur, pK>ki af brauði og hitabrúsi, og sagt að vera inni í bíóinu, þangað til því væri lokað á miðnætti. Henni þótti gaman að fara í bíó. Hún varð sjálf að Bette Davis Jean Harlow, Joan Craw- ford, eða hvað nú kvikmynda- dísin hét hverju sinni, sem hún var að horfa á. Ginger Rogers var ein þeirra, sem hún var hrifnust af. Ein fjölskyldan. sem hún lenti hjá, var efnuð og fór vel með hana. Þarna var heilt safn af hitabeltisfuglum og Norma Jean fékk að gefa þeim og tala við þá. Hitabeltisfuglar eru vel tal- andi, enda þótt Orðaforðinn hjá þeim sé ekki fjölskrúðugur. Marilyn segir, að þessir fuglar hafi verið ólíkt skemmtilegri að tala við þá en flest fólk, sem hún hafði þá enn kynnzt. Næstu fósturforeldramir vóru ensk hjón, sem léku smáhlutverk í kvikmyndum. Þetta voru held- ur kærulaus hjón, sem höfðu gaman af að reykja, dansa, spila og drekka. Normu líkaði ágæt- lega að vera hjá þeim, vegna þess, að þau vöktu aldrei hjá henni neina sektartilfinningu fyr ir að vera til, en hinsvegar hafði hún þau grunuð um að vera syndara og bað því ákaft fyrir þeim. Þau höfðu einhverntíma starfað í fjölleikahúsum og höfðu talsverða leikni í hnífakasti og sjónhverfingalistum. Þau kenndu Normu að kasta hnífum, gera kúnstir með appelsínur og dansa húla. Norma Jean, sem nú var orðin átta ára, bjó til matinn handa þeím og þvoði upp. Síðan var farið að spila rommí. Hjónin reyndu að laga málfæri hennar og framsögn. Þetta ár, sem hún var hjá þeim, hermdi hún eftir framfourð þeirra og allt til þessa dags má greina ofurlítinn brezk- an hreim í framsögn hennar. Árið 1934 slapp Gladys úr hælinu og komst aftur til vinnu sinnar í klippingastofunni. Hún sparaði saman peninga og ári seinna keypti hún lítið hús í fé- lagi við ensku hjónin. Á upp- boði nokkru komst hún yfir flygil, sem Frederick Mareh hafði einu sinni átt, og Norma Jean fór að læra á píanó. Enda þótt það sé fáum kunnu-gt getur hún enn leikið létt lög á það hljóðfæri. Nú gekk lífið sinn rólega gang um hrið. Þá var það einn laugar- dagsmor-gun, að Gladys fór fram í eldhús, til að ná sér í meira kaffi. Allt í einu rak hún upp æsilegan hlátur, grenjaði og bölv aði og fleygði diskum út um allt. Lögreglan kom og síðan sjúkra- vagn. Ensku hjónin fóru með Normu Jean inn í aðra stofu, svo að hún skyldi ekki sjá, hverju fram fór. En hún heyrði engu að síður. Dyrnar opnuðust og hún heyrði mikinn hávaða frammi, þar á meðal rödd móður sinnar, sem var að rífast. Norma Jean gægðist fram og sá þá móð- ur sína í stympingum við tvo karlmenn, sem gátu að lokum haldið henni kyrri. Gladys Baker var flutt í geðveikra-hæli og dvaldi þar til 1945. Nú fór Norma Jean í fóstur í tvílyft hús í suðvesturjáðri Hollywood. Þar hafði húsmóðir- in gesti í fæði, auk fósturbarn- anna. Norma svaf í fyrrverandi geymslukompu uppi í risi, glugga lausri. Helzti- fæðisgesturinn þarna var hátíðlegur gamall mað ur, löggiltur endurskoðari, dökk- klæddur og með gullfesti yfir þveran magann með elgstönn í. Hann var ríkasti maðurinn iþarna og því var jafnan hlustað með mikilli eftirtekt og virðingu á hvað það, sem hann hafði til mála að leggja, og hinir matar- gestirnir ávörpuðu hann alltaf ,,-herra“. Við máltíðir var honum jafnan borinn maturinn á undan öllum öðrum. Og hann hafði líka bezta herbergið þarna — stóra stofu með sérbaði, uppi á efri hæð. Eitt kvöld, þegar Norrna Jean hafði farið upp, til að setja ein- hvern línþvott í skáp þar, opnaði gamli maðurinn dyrnar sínar í hálfa gátt og benti henni að koma. „Komdu hingað andartak", sagði hann. Hún hlýddi. Hann lokaði dyrunum og aflæsti. Svo brosti hann, eitthvað svo ein- kennilega »g fjarrænt. Hún skildi þetta ekki, þar eð hún hafði aldroi séð hann brosa fyrr. Svo fór hann úr jakká og vesti og hengdi hvorttveggja inn i skáp. Síðan settist hann í hæg- indastól og benti henni að koma Og setjast í kné sér. Hún hlýddi. Hann sagði, að hún væri falleg lítil stúlka, og nú skyldu þau koma í leik. og ef hún yrði góð stúlka, skyldi hann gefa henni nokkuð. Hann sagði, að leikurinn byrjaði á því að kyssast, og svo kyssti hann hana ofurlítið. Hún æpti ekki upp, þar eða hún var vön að verða að hlýða. Þegar leiknum var lokið, opnaði ,herr- ann“ dyrnar. Norma Jean hríð- skalf og hljóp til fóstru sinnar, „Ég verð að segja þér, hvað hann hr. K. gerði við mig“ stam- aði hún. „Hann... .hann. Á bernskuárunutn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.