Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 1
24 síður
itnblnðkUi
49 árgangur
195. tbl. — Þriðjudagur 28. ágúst 1962
Prentsmiðja Mo' ganblaðsins
Verða Rússar móti
takmörkuðu banni?
Meiri hluti rikja á afvopnunarráðstefnurmi eru nú
fylgjandi slikum samningum
Genf, 27. ágúst — NTB-AP.
BANDARÍKJAMENN og Bretar lögðu í dag fram tvær nýjar til-
logur á afvopnunarráðstefnunni í Genf. Gerir önnur ráð fyrir tak-
mörkuðu banni, þ. e. tekið verði fyrir allar tilraunir, nema tilraunir
neðanjarðar. Fylgir þeirri tillögu, að ekki verði komið á fót nein-
um eftirlitsstöðvum innan ríkja kjarnorkuveldanna.
Hin tillagan gerir ráð fyrir allsherjarbanni, og því, að á stofn
yerði settar eftirlitsstöðvar.
Aðalfulltrúi Rússa á afvopnunarráðstefnunni, Vassily Kuznet-
sov, lýsti því yfir í ræðu í dag; að hann teldi ekkert nýtt felast í
þessum tillögum Bandaríkjamanna og Breta. Sagði hann tillöguna
um takmarkað bann aðeins tryggja það, að hægt yrði að halda
áfram tilraunum neðanjarðar.
Þeir Macmillan, forsætisráð-
herra Breta, og Kennedy, Banda-
ríkjaforseti, gáfu í dag út sam-
eiginlega yfirlýsingu, þar sem
segir, að þótt þeir kysu heldur,
að samningar yrðu gerðir um
allsherjartilraunabann, þá teldu
þeir þó rétt að styðja hugmynd-
ina um takmarkað bann, þar eð
það myndi forða mannkyni frá
þeim hættu, sem stafar af
geislavirku úrfalli.
Þá teldu þeir, að síðar mætti
semja um bann við tilraunum
neðanjarðar, og leita lausnar á
Venus-
flaugin
vék af braut
Cape Canaveral, 27. ágúst.
— NTB-AP —
VENUSFLAUG Bandaríkja-
manna, er skotið var á loft í,
morgun, hefur vikið nokkuð*
af fyrirhugaðri braut. Er,
kennt um galla í 1. þrepi eld-
flaugarinnar. Tvö síðari þrep-
in munu þó hafa starfað að
óskum.
Skekkjan er talin munu
valda því, að geimhylkið
„Mariner 2“ muni fara í um
600.000 milna fjarlægð frá'
Venus, en ekki 10.000 mílna,
eins og áætlað hafði verið.
Nokkrar vonir eru þó sagð-
ar til, að bót verði ráðin á
þessu, og mun reynt að
breyta stefnu hylkisins með
útvarpssendingum.
Þetta er önnur tilraun
Bandaríkjamanna, sú fyrsta
mistókst í sl. mánuði. — Rúss-
ar sendu flaug til Venusar í
fyrra, en senditæki hennar
biluðu og engar upplýsingar
fengust
Wl 1*1
því vandamáli, sem erfiðast hef-
ur verið, þ. e. eftirlitsstöðvarnar.
Alls hafa þá 11 ríki af þeim
16, sem fulltrúa eiga á afvopn-
unarráðstefnunni, lýst sig fylgj-
andi tillögu um takmarkað bann.
Það eru hlutlausu ríkin, sem
fyrst og fremst hafa beitt sér
fyrir því. Nýlega bættist svo
ítalía í hóp þeirra, og nú hafa
bæði Bandaríkin og Bretland
tekið sömu stefnu.
Afstaða Rússa, eins og hún
kom fram í dag af ummælum
Kuznetsov, lofar ekki góðu. Þó
sagði hann, að taka mætti tillög-
una til athugunar.
Afstaða annarra kommúnista-
ríkja er ekki kunn, en þau hafa
fram til þessa stutt málflutning
rússnesku fulltrúanna á ráð-
stefnunni.
Fulltrúi Indverja hefur hins
vegar lýst því yfir, að hann telji
tillöguna spor í rétta átt. Það er
því ljóst, að meiri hluti þeirra
ríkja, er ráðstefnuna sitja, eru
fylgjandi takmörkuðu banni, til
að byrja með, í þeirri von, að
Framhald á bls. 23.
Sameiginleg lausn
vandamála æskileg
segir Emil Jónsson við fréttamann
Morgunblaðsins i Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfa, 25. ágúst —
EMIL Jónsson, sjávarútvegsmála
ráðherra, dvelst nú í Kaupmanna
höfn, að lokinnl ráðstefnu Norður
landa um fiskimál.
Ráðherrann sagði í viðtali við
fréttamann Morgunblaðsins, að
mörg mikilsverð mál hefðu ver-
ið til umræðu.
Þar hefði m.a. verið rætt um
framtíðarverkun »íldar, en þar
yrði hlutverk niðurlagningar
mikið. Til þess þyrfti aftur á móti
dýr tæki og kælikerfi, þannig að
takast mætti að k**na síldinni á
réttan hátt til neytenda.
Annað mál, sem ráðherrann
taldi mikilsvert, var samræmdar
aðgerðir Norðmanna í fisk-
sölumálum.
Þá sagði ráðherrann, að þótt
mismunandi afstaða ríkti til
Efnahagsbandalagsins, þá væri
það þess virði að reyna að leysa
sam.ininleg vandamál sameigin
lega.
Benti hann á stofnun nefndar
þeirrar, er fylgjast á með þróun
mála, vegna bandalagsins. Sæti
eiga í henni fjórir frá hverju
lam.anna, tveir eru fulltrúar
stjórnarinnar en tveir sitja fyrir
Ihönd stofnana útvegsins.
Fyrsti fundur nefndarinnar
mun verða í Kaupmannahöfn í
haust. Rytgaard
'Vv. m
Þessa mynd lét kanadiska ríkisstjórnin taka nýlega af Vilhjálmi
heitnum Stefánssyni og konu hans fyrir utan hús þeirra hjóna
í Hanover. Húsið heitir IGLUVUK, sem er grænlenzka og þýð-
ir: Tvær manneskjur, eitt hús. — Sjá viðtal, sem Jón E. Ragn-
arsson átti við Vilhjálm fyrir Morgunblaðið í lok júnímán-
aðar síðastliðins.
Ljósm.: National Film Board of Canada. Birtingarréttur Mbl.
„Hann var
Mansens ocj
Vilhjálmur Stefánsson
landkö'nnuður látinn
A SUNNUDAGINN lézt í New Hampshire í Bandaríkjun-
um hinn heimskunni landkönnuður og rithöfundur, Vil-
hjálmur Stefánsson, 82 ára að aldri. Hann var sem kunnugt
er fæddur af íslenzku foreldri, en bjó sjálfur vestra ævi-
langt. Honum var hins vegar alla tíð mjög hlýtt til íslands
og kom hingað 4 sinnum. — Fráfalls Vilhjálms Stefánssonar
var í gær getið í blöðum víða um heim og stórblöð vestra
minntust hans sérstaklega, þ. á. m. „New York Times“, sem
í ritstjórnargrein fór mjög lofsamlegum orðum um afrek
hans á sviði heimsskautarannsókna. í samtali við frétta-
mann Mbl. í Lundúnum lét framkvæmdastjóri Hins konung-
lega brezka landfræðifélags m. a. svo ummælt, að Vilhjálm-
ur Stefánsson hefði verið jafnoki Nansens og Pearys.
jafnoki
Peary“
Einkaskeyti til Morgunblaðs-
ins, New York, 27. ágúst - AP
Fráfall heimskautakönnuð-
arins Vilhjálms Stefánssonar
„minnir á þær miklu breyt-
ingar, sem orðið hafa á
einni mannsævi", sagði New
York Times á mánudag.
Andláts Vilhjálms Stefáns-
sonar var minnzt í löngum
greinum í f jórum helztu morg
unblöðum í New York í dag.
Auk fréttatilkynningar á for
síðu New York Times, þá
var að finna þessa ritstjóm-
argrein:
„Þotur flugfélaganna fljúga
nú eftir reglubundinni áætlun
Pólflug milli V-Evrópu og
Vesturstrandarinnar. í síð-
„Aöeins ómerkiiegur verkamaður"
BERLÍN, 27. ágúst — NTB-AP.
Vesturveldin sendu i dag mót-
mælaorðsendingu, enn eina, til
rússneskra yfirvalda vegna
hryðjuverka þeirra, sem framin
hafa verið við Berlínarmúrinn
að undanförnu. Er þess þar kraf
ht, að Rússar hef ji viðræður við
Vesturveldin um það, á hvern
hát megi draga úr spennu þeirri,
sem nú ríkir.
Þá fór í dag fram jarðarför A-
Þjóðverjans unga, Peter Fechter,
er skotinn var á mörkum borgar-
hlutanna fyrir nokkrum dögum,
er hann reyndi að flýja. Fechter
var látinn liggja í blóði sínu rúmi
þrjá stundarfjórðunga áður en
hann var fluttur í læknishendur.
Þrír ibrezkir og tveir banda-
rískir fréttamenn, þeirra á með-
al fréttamenni brezka útvarpsins,
Associated Press og Lundúna-
blaðsins Daily Mail, er viðstaddir
voru útförina, voru handteknir,
og þeim sagt, að þeir ættu þar
ekkert erindi, „það væri aðeins
verið að grafa ómerkilegan verka
mann“.
Jarðarför Feohters var án allra
kristilegra athafna. Þvi var lýst,
Framhald á bls. 23.
ustu viku gat Kennedy, for-
seti, um hið sögulega stefnu-
mót tveggja bandarískra kaf-
báta á Norður-pólnum. Við
slíkar aðstæður er auðvelt að
gleyma því, að fyrir ekki
mjög löngu var hundsleð-
inn hið venjulega farar-
tæki þeirra könnuða, er
héldu inn á þessar auðnir.
Fráfall Vilhjálms Stefánsson-
ar minnir okkur á þær miklu
breytingar, sem orðið hafa
á einni mannsævi. Þegar
Framhald á bls. 23.