Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 28. ágúst 1962 MORCT'VnLAMÐ i? CUnborg Cuðmunds- dóttir — Minning FRÚ Elínborg Guðmundsdóttir er dáin. Var kvödd og lögð í gröf sína í gær. Við þökkum Guði fyrir lif og dauða Elín- bongar, svo dýrmæt fyrinmynd var hún í trú og manndyiggðum. Enda hafði Guð gjört hana vel úr garði. Gáfuð og góð mann- eskja kemist nokikuð langt í þol- gæði þótt líkamleg heilsa sé alla æfina tæp. En það eru nú ein- nuddlæknir, sú yndislega kona var systir Elinborgar og var gift Lofti Sigurðssyni trésmíðameist- ara sem missti hana fyrir notokr- um árum og giftist þá Elínborgu enda hafði hún alltaf búið í skjóli þeirra hjóna. Báðum þess- um konum sínum reyndist Loft- ur svo vel sem nokkur maður get ur breytt við heimilið sitt. Það er og víst að saga þeirra vina mun geymd á góðum stað. Dauðinn er alltaf alvarlegt at- riði fyrir mannlegar tilfinningar, og uppgjör minninganna þá furðu greinilegt. Einkum svcrfa þær að, ef ástæður þeirra sem eftir standa eru bágar. En þá kemur dýrmætasta náðargjöfin til sög- unnar. Trúin á Guð, vissan sem allir hafa marg reynt, að enginn er látinn munaðarlaus eftir. Og ekki skulum við skamimsýnir menn, stara niður í grafir vina vorra heldur horfa til hirnins og muna blessuðu, eilífu orðin. „Eg lifi og þér munuð lifa! Og umfram allt hver sagði þau. Kristín Sigfúsdóttir. frá Syðri-Völlum. mitt erfiðu skilyrðin sem oft skila drýgstum arði. Og Elinborg komst vel í gegn — svo sem vænta máti af ætterni hennar og aðstoð góðra vina: Steinunn Gu ðmiu ndsdót ti r, Sjötugur í dag: Björn Ág. Björnsson Takið eftir Húsráðendur: Látið okkur leigja íyrir yður íbúðarhúsnæðið, það kostar yður ekki neitt. LeigumiðstÖðin. Laugavegi 33 B — Sími 10059. Fyrirliggjandi Tréfex Stærð: 120x270 verð kr: 90.65 Harðtex Stærð: 320x270 verð kr. 79.30 Þakpappi 40 ferm. pr. rúlla verð kr: 274/— Ruðugler 3ja mm. Stærðir: 160x130 og 150x100. — Verð pr. ferm. kr.: 60,25. Söluskattur innifalinn. Mars Trading Company hf. Klapparstíg 20, sími 1 73 73. tfljukrunarkanur bóndi Hríshóli — Freysteinn Framihald af bls. 8. slysum að mögulegt er, hefðu hljóðan og öruggan gang, — laus ir við allan óþarfa hávaða. En ég líkti honum ekki við bílasmíð, heldur stjórnanda báts, þegar ég sendi honum eitt sinn þessa vísu á á jólum: Þinn er heiður: gjalda gaum gnoð að leiða valdataum, þræða reiðan faldaflaum firra neyð um kaldan straum. Nú getur Freysteinn Gunnars- son og kona hans frú Þorbjörg Sigmundsdóttir, sem hefur stað- ið við hlið manns síns ávallt traust og örugg og annast um heimili hans af frábærri reglu- semi og prýði, litið yfir langt aðaldagsverk, mikið starf unn- ið, mörg og dugandi námsbörn, — að ógleymdum þeirra eigin börnum, en þau eru bæði hin mannvænlegustu, vel menntuð og prýðilega hlutgeng á sínum sviðum. Ég óska þeim öllum til hamingju með þetta afmæli, en afmælisbarninu og konu hans úska óg sérstaklega, að fram- hald góðrar heilsu og vinnuþreks megi lengi endast enn, og flyt þeim innilegar þaltikir fyrir langa ag góða samvist. Að lokum má geta þess, að Freysteinn mun verða fjarstadd ur frá heimili sínu í dag. Helgl Tryggvason. Ms. HERÐUBREIÐ austur um land í hringferð 1. september. —. Vörumóttak* á þriðjudag til Hornafjarðar, — Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, .— Stöðvarfj arðar, Fáskrúðsfjarðar, Mjóafjarðar, — Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, __ Þórshafnar og Kópaskers. Far- seðlar seldir á íöstudag Ms. ESJA vestur um land í hringferð 3. september. — Vörumóttaka á miðvikudag og fimmtudag til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Dalvík- ur, Akureyrar, Húsavíkur og Raufarhafnar. — Farseðlar seldir á föstudag. BRAGI BJÖNSSON Málilutningur — Fasteignasala. Sími 878. V'es tman naey jum. í DAG er sjötugur heiðursmað- urinn Björn á Hríshóli og gæti ég tfúað, að einhver þurfi að láta segja sér það tvisvar, að tugirn- ir séu orðnir svo margir sem raun ber vitni um, því svo er Björn ungur í anda og léttur í spori ennþá að við sem teljum okkur yngri að árum megum full komlega vara okkur. Björn er járnsmiður að mennt- un og hefur smíðað mikið úr járni um sína ævi og eru smíðar hans traustar og af hagleik gerð ar og eru smíðisgripir hans á flestum bæjum hér um slóóir og líka vel. Þó Björn hafi smíðað mikið um dagana, þá er það ekki nema brot af ævistarfi hans, því að hann hefur búið snyrtilegu búi á eignarjörð sinni Hríshóli og fyrir örfáum árum byggði Björn vandað og íallegt íbúðarhús á jörðinni, sem gerir staðinn vist- legan heim að líta. Björn bjó lengst af með systur sinni Ingibjörgu, en hún er látin fyrir nokkrum árum og má segja að Björn hafi gengið í föð- urstað þriggja barna hennar og komið þeim til manns, þau eru: Garðar Halldórsson bóndi Hrís- hóli, Reynir Halldórsson, bóndi s.st. og Guðrún Magnea Halldórs dóttir hreppstjórafrú austur á Norðfirði og er hún búin að koma upp nafni fóstra síns. Björn ei nú hættur búskap og eins og má sjá hér að framan þá búa þeir bræðurnir á jörðinni. Garðar á nýbýli og Reynir tók við búsforráðum í vor. Björn valdist til mapnforráða í Reyk- hólahreppi og var hann hrepps- nefndarmaður um skeið og efast ég ekki um að sörf hans þar sem annarsstaðar hafi verið unnin af sérstakri alúð og natni og af full kominni samviz'kusemi, því að þannig er manngerðin öll að segja má að lcforð hans séu betri, en handsöl annara manna. Þar sem það er ekki ætlun mín að skrifa hér æviskrá, enda ekki hægt um vik þar sem ekki er nema 6 til 7 ár síðan við sáumst fyrst og fyrir þann tíma vissi hvoruguv mjög lítið um annan, en mér er þó kunntigt um að fleiri opinber störf hefur hann leyst af hendi með þeirri alúð sem honum er í blóð borin. Eins og hverjurn þeim sem unna og bera virðingu fyrir lýðræðis þjóð skipulagi hefur Björn tekið þjóð lega og lýðræðislega pólitíska af stöðu og hefur hann fylgt Sjálf- stæðisflokknum að málum í því uppbyggingarstarfi, sem flokkur- inn hefur unnið að frá upphafi göngu sinnar, því að Björn er þannig maður að hann mun allt- af láta málefni ráða afstöðu sinni. í öllum gleðskap er Björn hrók ur alls fagtiaðar og er að jafnaði kátína mikil þar sem Björn er og eitt af uppáhalds lögum Björns sem hann syngur oft er „Kvöldið er fagurt" og þar sem liðið er nokkuð á dag ævinnar, þá verð- ur það afmælisósk okkar hjóna til þín Björn, að kvöldið verði fagurt og því fylgi margar gleði og ánægjustundir. Sv. G. Stúlka óskast Aflressingarskálmn Prentarar - Prentsmiðjur Til sölu er prentvél, rafknúinn pappírsskurðarhníf- ur, heftari o.fl. — Þeir sem' óska frekari upplýsinga sendi nöfn og heimilisfang, me: kt: „Prent — 7765“ til Mbl. fyrir 1. sept. ’62. Stöður yfirhjúkrunarkonu og aðstoðarhjúkrunar- konu við Sjúkrahús Akraness eru lausar nú þegar. Upplýsingar gefur yfirlæknir eöa ráðsmaður sjúkra- hússins. Stjórn Sjúkrahúss Akraness. Viðskiptafræðingur óskar eftir vel launuðu starfi. Tilboð sendist af- greiðslu blaðsins fyrir 4. sept. merkt: „X—999 —■ 7762“. Nýtt frá VOLVO AMAZON station Sýningarbíll á staðnum. V Gunnar Asgeirsson hf. Suðuriandsbraut 16. — Simi 35200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.