Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 22
22 MO RGUNBL AÐlb Þriðjudagur 28. ágúst 1962 Akureyringar höföu yfir burði og unnu R.vík 3:0 Góð afmælisgjöf til Akureyrar 100 ára ÍÞRÓTTAMENN á Akureyri áttu sinn þátt á 100 ára afmælishá- tíðahöldum á sunnudaginn. Buðu Þeir Reykjavíkurúrvali norður til bæjarkeppni og vel héldu Ak- ureyringar á spöðunum, náðu ein hverjum þeim bezta samleik er tii þeirra hefur sézt og unnu verðskuldaðan sigur 3 mörk gegn engu. Áður en leikur hófst var form- iega tekin í notkun ný bygging á vellinum sem er undir áhorf- endastúku og rúmar böð, búnángs klefa, skrifstofur o. fl. VÍGSLUHÁTÍÐ Hátíðin hófst með leiik Lúðra- sveitar Akureyrar sem nú kom í fyrsta sinn fram í skrautlegum litklæðum. Vakti það athygli að litklæðin eru unnin að öllu leyti á Akureyri, efnið í klæðaverk- smiðjunni og saumað hjá Gefjun. Um 2000 manns fögnuðu leik sveitarinnar. Ármann Dalmannsson form. ÍBA varpaði viðstadda. Hann bauð Reykvíkinga velkomna og skýrði frá því að byggingin á vellinum vseri nú formlega tekin í notkun, eftir að hafa verið í byggingu í nokkur ár. Mann- virkin eru teiknuð af Gísla Hall- dórssyni og kosta fullbúin um 3 millj kr. Sókn Reykjavíkur Veður var ekki hagstætt til knattspyrnukeppni, norðan kaldi og þokusúld. Völlurinn var blaut ur og mjög háll og áttu allir erf- itt með að fóta sig en bar þó meira á slíku meðal Reykvik- inga. Reykvíkingar sóttu í byrjun og | áttu snemma nokkur opin tæki- j færi. En þeim tókst aldrei að nýta þau, voru of seinir og vörn Akureyrar sem var nú betri en í fyrri leikjum lét alltaf til sín taka. ' | FRUMKVÆÐI AKUREYRINGA Smám saman tóku Akureyring- ar frumkvæði í leiknum og eftir miðjan hálfleik kom fyrsta markið. Skúli Ágústsson skoraði með góðu skoti eftir góðan sam- leik á hægri kanti. Akureyri hafði yfirleitt frum- kvæði í leiknum, en mikill hluti I Á LAUGARDAG fengu blaðr menn að vera vitni að óvenju legum og skemmtilegum at- burði, er sýnir sannan íþrótta anda. Þá afhentu tveir kunnir ÍR-ingar, þeir Albert Guð- mundsson og Jakob Hafstein TR-ingnum Gunnari Huseby hans var þófkenndur og fór út undir vallarmiðju. YFIRBURÐIR 1 síðari hálfleik héldu Akur- eyringar áfram sókn sinni þó leikurinn jafnaðist nokkuð. Það varð bið á mörkum þó færi væru allmörg á báða bóga, en þó mun fleiri fyrir Akureyringa, sem alltaf höfðu frumkvæðið og léku oft laglega þó sóknin bæri ekki árangur í mörkum. Leikurinn var þó ekki sérlega skemmtileg- ur. Það vantaði alla spennu í hann. Er 5—6 mín. voru til leiks- loka þjörmuðu Akureyringar mjög að marki Rvíkur. Stein- grímur komst í færi og skor- aði úr þvögunni. Akureyring- ar sóttu niú án afláts og 2—3 mán. síðar skorar Skúli þriðja markið með hörkuskoti sem útilokað var að verja. Akureyrarliðið hefur ekki í annan tíma leikið betur. Það hefur náð meiri festu í sókn- Framh. á bls. 23 Sigurður Sveinsson, Þorvaldur Jónsson og Reynir Unnsteinsson, sigurvegarar í þristökki. Spennandi keppni — ffóður áranffur Unglingameistaramót íslands í frjálsum iþróttum fór fram að meginhluta til á laugardag og sunnudag. Árangur var ágætur í ýmstam greinum og keppni af- arhörð, jöfn og skemmtileg. Þátttaka var og góð í ýrnsum greinum en slök í lengri hlaup- ■Mm Sumir Iranna fengu „Nei“ íslenzka landsliðið valið ÍRARNIR eru ekki tiibúnir með val sitt á landsliðinu sem rr.æta á því íslenzka á sunnu- daginn kemur. Samkvæmt reklum keppninnar verða þeir að gefa upp nöfn 22 manna og geta síðan ekki valið nema úr þeim hópi. írar hafa nú ‘ilkynnt KSÍ nöfn þessara 22 og samkvæmt þeim hafa þeir ekki fengið ieyfi fyrir alla þá sem léku gegn Íslandi í Dubl in. Fá ekki leyfi. Ljjst er t.d. að bæði Manchester United og Ever ton hafa neitað írska sam- bandinu um fararleyfi fyrir t.d. Giles (M.Utd) og Meag- an (Everton) svo og tveim af brezku mönnunum síðast nefndir, Hins vegar hefur Cantwell miðherji fengið fararleyfi frá Manch. Utd., enda er hann ekki fasta- nr.aður í hinu fræga liði þeirra, þó góður sé. ★ íslenzka liðið eins. íslenzka liðið hefur verið valið. Það er eíns skipað og síðast nema hvað Sigurþór Jakobsson KR kemur í stöðu v. útherja í stað Þórðar Jóns- sonar IA sem hlaut alvarleg hnémeiðsli í leiknum í Dubl- in og var skorinn upp þar ytra. Forsala aðgöngumiða hefst í dag við Útvegsbankann. Mið ar eru dýrir, 100 kr. stúku- sæti, 50 kr stæði og 10 kr fyrir börn. Forráðamenn KSÍ sögðu að þeir yrðu að nota þennan góða leik, sem þeir vissu að yrði góður til að bæta fjár- hag KSÍ, en einnig væri dýrt að taka þátt i Evrópuibikara- keppninni. Þeir bentu einnig á, að jafnvel þó þetta verð væri hátt, væri það brot af því sem miðar kostuðu á sam svarandi leiki erlendis. Huseby, Albert og Jakob Hafstein Huseby heiöraður fyrir afrek og áhuga í 25 ár Albert Gubmundsson og Jakob Hafstein heiðra hann fagran bikar til minningar um það að Gunnar hefur nú um 25 ára skeið iðkað íþróttir. — Á bikarnum stendur: „Gunnar Huseby, fyrir íþróttaáhuga og afrek í 25 áu “ Jakob Hafstein skýrði frá því, að er þeir Albert hefðu komið til að horfa á EOP-mót ið í vor, hefðu þeir orðið þess vísari að liðin voru 25 ár síð an Gunnar Huseby fór að taka þátt í mótum hér á landi. Þótti þeim þá hlýða að sýna Gunnari viðurkenningu og vináttu fyrir þá elju og alúð, sem hann hefur sýnt iþrótt- um. Þó hefðu þeir viljað bíða, þar til að afloknu íslands- meistaramótiniu, þar sem þeir bjuggust við því, að Gunnar myndi þá bæta enn einum ís- landsmeistaratitli við bá, sem hann hafði þegar unnið til. Sú von brást heldur ekki, Gunn ar sigraði þá, með miklum yfirburðum. Þá vék Jakob að því, hve marga sigra Gunnar hefði tek ið frá ÍR-ingum, en hins veg ar hefði framkoma hans á mót um ætíð einkennzt af drengi- legum leik. Sú rækt, sem hann hefði lagt við greinar sínar Framh. á bls. 23 16, s 18,1 13,73 12.75 12,41 11,1 11,2 11,4 1.75 1.75 1.75 6,72 6,40 6,22 52,9 4.21,2 4.21,4 57.75 53,49 46,47 22,7 23,0 23,2 2.01,6 2.06,8 42.80 38.35 33,65 3,10 3,00 2,90 10,39,0 14.35 13,05 12,75 um. Margur góður íþróttamaður inn kom þar fram, en að sinni verðum við að láta árangurs* skrána tala um mótið. Úrslit íyrri dags: 110 metra grindahlaup: I>orvaldur Jónasson, Kristján Eyjólfsson, ÍR, Kúluvarp: Kjartan Guðjónsson, KR, Jón Sigurðsson, HSS, Magnús Sigurðsson HSK, 100 metra hlaup: Skafti Þorgrímsson, ÍR, Skúli Sigfússon, ÍR, Sigurður Sveinsson, HSK, Hástökk: Kristján Stefánsson, FH, Þorvaldur Jónasson, KR, Halldór Jónasson, KR, Langstökk: Þorvaldur Jónasson, KR, Skafti Þorgrímsson, ÍR, Sigurður Sveinsson, HSK, 400 metra hlaup: Kristján Mikaelsson, ÍR, 1500 metra hlaup: Kristján Mikaelsson, ÍR, Valur Guðmundsson, KR, Spjótkast: Kjartan Guðjónsson, KR, Kristján Stefánsson, FH, Jakob Hafstein, ÍR Úrslit seinni dags: 200 metra hlaup: Skafti Þorgrímsson, ÍR, Ingólfur Steindórsson, USVH, Þórhallur Sigtryggsson, KR, 800 metra hlaup: Kristján Mikaelsson, ÍR, Valtir Guðmundsson, KR, Kringlukast: Kjartan Guðjónsson, KR, Jón Sigurðsson, HSSS, Sigurður Sveinsson, HSK, Stangarstökk: Erlendur Sigurþórsson, HSK, Hreiðar Júlíusson, ÍR, Kjartan Guðjónsson, KR, 3000 metra hlaup: Valur Guðmundsson, KR, Þrístökk: Þorvaldur Jónasson, KR, Sigurður Sveinsson, HSK, Reynir Unnsteinsson, UMFÖ, 400 metra grindahlaup: Þorvaldur Jónasson, KR, 57,7 Kristján Mikaelsson, ÍR 59,8 Þróttur og IBK jöfn ÞRÍR leikir annarar deildar fóru fram um helgina, og er þá keppni annartar deildar lokið, utan það að tvö félög, Þróttur og IBK urðu efst og jöfn að stig um og verða að leika til úrslita Þróttur vann auðveldan sigur yfir Reyni hér í Reykjavík 4 mörk gegn 1. í Hafnarfirði unnu Hafnfirð- ingar stórsigur yfir Víking 5—1 Loks léku Keflvíkingar og Bréiðablik í Kópavogi hér f Reykjavík, Keflvíkingar komust í 3—0 en síðan skoruðu Breiða- bliksmenn 2 mörk. Sigur Kefla- vkur var verðskuldaður en Breiðablik ógnaði um tíma. Tvö heims- met í sundi TVÖ heimsmet í sundi vpru sett í sundkeppni vesturríkja Banda ríkjanna i Los Altos í gær. Murr ay Rose, Ástralíu setti heimsmet í 80C m, synti á 8.51.5 og Carol- yn House USA setti heimsmet 1 800 m Skriðsundi kvenna á 9.51.6, Gömlu metin áttu John Kon- rads í karlasundi 8.59.6 og Ced» erquist SvíþjóS í kvennasundinu 9.55.6 sett 1960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.