Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐlb Þriðjudagut 28. ágúst 196* Viðtal Jóns E. Ragnarssonar við Vilhjálm Stefánsson BLABAMABUR Morgunblaðs ins var siaddur í Hanover i New Hampshirefylki í Banda- ríkjunura seinni hluta júní- mánaðar sl. í Hanover, sem er lítiU bær á kyrlátum stað, er einn af þekktari háskólum Bandaríkjanna, Dartmouth, og þar bjó Vilhjálmur heitinn Stefánsson. — Blaðamaðurinn hitti Vilhjálm að máli á heim- ili hans þar vestra og átti við hann viðtal fyrir Morgunblað ið. Viðtalið var hálfklárað í rit vélinni sl. sunnudag, þegar hingað bárust þau hörmulegu tíðindi, að Vilhjálmur væri lát inn. Það ber því ekki að skoða þessar línur sem minningarorð um Vilhjálm, heldur síðbúið viðtal og lýsingu á heimsókn á heimili hans síðustu vikurnar, sem hann lifði. TELUR SIG ÍSLENZKAN Eg var að snæða kvöldverð á heimili bandarísks prófess- ors við Dartmouthháskólann, og hann segir allt í einu við mig: — Já, þú ert íslendingur, hefur þú ekki heyrt um Steff, Þessi mynd var tekin nýlega af Vilhjálmi ásamt nokkrum stúdentum fyrir framan Baker Lib- rary í Hanover, þar sem hið fræga bókasafn Vilhjálms um heimskautafræði er til húsa. Ljósm.: National Film Board of Canada. Birtingarréttur Mbl, „Ég hef aldrei starfað af meira kappi en einmitt nú“ — sagði Vilhjálmur heitirm Stefánsson i viötali við Mbl. lok júnimánaðar s.l. i — Steff. segi ég, hver er það? — Vilhjálmur Stefánsson. Heimsfrægur heimsskauta- fræðingur og vísindamaður. Hann c-r í tengslum við skól- ann hér. Hann er víst fæddur í Kanada og er bandarískur þegn, en þrátt fyrir það telur hann sig ávallt íslenzkan, vegna þess að foreldrar hans voru frá íslandi. Eg hef alltaf furðað mig á þessu. Við ræðum um Vilhjálm um stund og síðan hringir gest- gjafi minn heim til Vilhjálms og segir staddan hjá sér ungan íslending. sem langi til þess að hitta hann að máli. Hann kem ur að vörum spori úr símanum með þau skilaboð frá Vil- hjálmi að hann biðji mig að líta inn hjá sér daginn "eftir, taka með sér glas og ræða við sig. Nýleg mynd af Vilhjálmi Stefánssyni, þar sem hann er að flytja fyrirlestur. Mynd þessi er ein af fjölda mynda, sem kanadiska ríkisstjórnin léta taka af Vilhjálmi fyrir skömmu. Ljósm.: National Film Board af Canada. Birtingarréttur Mbl. f HEIMSÓKN HJÁ VILHJÁLMI Eg var fullur eftirvænting- ar, þegar ég gekk eftir friðsæl um götum smábæjarins og fann að lokum hús Vilhjálms við Allen Lane, lítið en snot- urt einbýlishús úr timbri. Á leiðinni rifjast upp fyrir mér ýmsar sögur af þjóðsagnarper sónunni Vilhjálmi Stefánssyni, sem einn bjó með eskimóum á hjara veraldar, frægasta syni íslenzkrar þjóðar á þessari öld. Hveinig skyldi þessi mað ur líta út? Frú Evelyn, kona Vilhjálms gegnir biöllunni, þegar við kveðjum dyra, og býður okk- ur brosandi að ganga í bæinn. Frú Evelyn, sem er fögur kona á bezta aldri, segir okkur frá því í gamni, að númerið á bíl þeirra hjóna sé IGLU, sem er grænlezka og þýðir (snjó) hús. Húsið þeirra heitir IGLU- VUK, sem einnig er grænlezka og þýðir: Tvær manneskjur, eitt hús. Hún segir okkur frá því, að Vilhjálmur sé á kjöt „diet“, eins og þegar hann bjó hjá eskimóuuum og kenni sér nú einskis rneins. Honum hafi fundizt hann vera farinn að eldast um 65 ára aldur, en síðan þá segist hann vera hætt ur að eldast. Vilhjálmur hafi tilhneigingu til þess að skýra hluti út frá mataræði, en hún vilji hinsvegar skýra hlutina út frá sásarfræði. Hafi Vil- hjálmur sagt, að einhverntima skyldu þau rita bók í samein ingu, sem heiti: Food versus Freud. Skómmu síðar gengur Vil- hjálmur inn í stofuna og mér hefur sjaldan brugðið eins við komu manns, svo öflugur og „sláar.di“ var þessi persónu- leiki, hvíthærður og hrukkótt- ur, haltur á öðrum fæti og gekk við staf, gekk hægt, en ákveðið og yfir þessum gamla manni var einhver kraftur, sem hafði alla viðstadda á valdi sínu um leið og hann birtist í dyrunum. Hann geng ur til okkar og heilsar með þéttu handtaki. Þegar við kynnum okkur, þá endurtekur hann nöfnin, eins og hann sé að reyna að muna eitthvað, og biður okkur síðan að rita í gestabókina. Við setjumst og Vilhjálmur spyr okkur, hvort við viljum heldur bourbon-whiskey eða þurran Martini og þegar við viljum bourbon, segir Vil- hjálmur, að bezt sé að við drekkum öll það sama og okk ur er borinn drykkurinn og snittur og eigum þarna mjög skemmtilega klukkustund. — Eg er Þingeyingur, segir Vilhjálmur við okkur á lýta- lítilli íslenzku, hreimurinn er fremur amerískur, og síðan ■reynir Vilhjálmur að tala ís- lenzku. Það gengur sæmilega, nema orðaforðinn er tregur og ensk orð eru fremur áleitin við setningar hans og trana sér fram, eii hann leiðréttir sig jafnóðum Síðar ræðum við saman á ensku. Vilhjálmur segir okkur frá áhuga sínum og starfi til þess að fá bvndaríska flugfélagið Pan American til þess að hefja reglulegar flugferðir til íslands og um ísland á árunum í kringum 1930. Hafi flugfélag ið fengið samning við ríkis- stjórnina á þeim árum og hafi hann átt ánægjulega samvinnu við próf. Alexander Jóhannes son í þessu máli. Þá sagði hann okkur frá síðustu heimsókn sinni til ís- lands og spyr um menn og mál efni. Evelyn syngur fyrir-okk ur íslenzk þjóðlög að beiðni Vilhjálms, textana kunni hún utanað og framburðurinn er lýtalaus. Lögin lærði hún af þjóðlagabók Bjarna Þorsteins sonar, sem er henni kærust allra bóka að því er hún sagði okkur. Mér sýndist Vilhjálmur klökkna við sönginn, hann þurrkaði sér um augun og vai mjög þögull á eftir. Hann sýndi nú á sér þreytumerki og frú Evelyn þakkar okkur fyrir komuna. Þau hjónin hafa boð- ið okkur í mat einhvern næstu daga og þá er prófessor Stefán Einarsson væntanlegur í heim sókn. Eg hafði það á tilfinn- ingunni að þau hjónin hlakk- aði mjög til heimsóknar prót Stefáns. Stefán Einarsson er að flytja til íslands, segir Vil hjálmur, og röddin og augna ráðið var annað. Hvort það var söknuður eða öfund get ég ekki dæmt um. VHDTAL FYRIR MORGUN- BLAÐIÐ Næstu daga var ég mjög önn um kafinn við fundahöld, svo ekki varð af kvöldverðinum með þeim hjónum, en næst hitti ég þau á eina hótelinu í Hanover, þar sem þau snæddu hádegisverð með próf. Stefáni og syni hans. Vilhjálm ur kynnti okkur fyrir þeim Stefáni og bauð okkur upp á hanastél. sem því miður var ekki hægt að þiggja vegna áð urnefndra fundahalda, en það talaðist svo til með okkur, að ég hringdi til hans einhvern daginn og þá skyldi hann veita mér viðtai fyrir Morgunblaðið. Það viðtal var síðan ákveðið kl. 5 næsta dag, sem var 25. júní »1. Það hittist svo illa á, að ég forfallaðist á síðustu stundu og það var með hálfum huga, sem ég hringdi til Vil hjálms og fæ viðtalinu frestað til næsta morguns. — Það gerir ekkert til, sagði Vilhjálmur vi* mig í símann, ég er alltaf upptekinn við eitt hvað, svo að tíminn skiftir mig engu máli. Morguninn 26. júni hringi ég svo í Vilhjálm og spyr, hvort ég megi koma. — Sjálfsagt, segir Vilhjálm ur, en komdu snemma. Eg feta óðar af stað, en þeg- ar ég hef hringt bjöllunni á húsi hans góða stund, verður mér ljóst að Vilhjálmur situr uppi á lofti og fylgist með sjón varpi og muni vera einn heima. Kona hans var við starf sitt í bókasafninu og ég heyri mannamál og tónlist frá sjón varpstækinu. Eg snarast því í næstu verzlun og hringi enn. — Fyrirgefðu, segir Vil- hjálmur, ég hef sennilega ekki heyrt í bjöllunni. ALDREI STARFSAMARI Eg spyr Vilhjálm" fyrst, hvort hann sé ekki seztur í helgati stein. — Eg hef aldrei haft fasta atvinnu, segir Vilhjálmur, og hef því ekki dregið mig í hlé frá neinu. Eg hef aldrei starf- að af meira kappi en einmitt núna. Eg vinn að ritstörfum og rannsóknum 12 tíma á dag 6 daga vikunnar, en á sunnudög um svara ég bréfum með að- stoð einkaritara míns. — Að hvr.ða verkefni ert þú að vinna núna, Vilhjálmur? — Eg er að vinna að sjálfs- ævisögu minni, sem á að koma út í New York eftir eitt ár. Eg hef verið að vinna að bók inni í rúmt ár og hef lokið við fyrsta uppkastið. Bókin á að koma út seinna á Akureyri, þegar búið verður að þýða hana. Mér þykir vænt um að hún komi út á Akureyri, því að ég er úr Eyjafirðinum. Bær föður míns er Tunga á Sval- barðsströnd og þar á ég frænda á lífi, Stefán Stefánsson á Svalbarði. — Hvernig ert þú til heil#- Framih. á bla. 15. «%*■ 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.