Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 28. ágúst 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 13 HINN heimskunni landköntnuffur og rithöfundur, Vilhjáhnur Stef- ánsson, lézt vestanhafs í fyrra- dag 82 ára aff aldri. Meff honum er hniginn í valinn sá maffur af íslenzku bergi brotinn, sem hvaff mestan — máske allra mestan frama hefur getiff sér bæffi fyrr og síffar. í hópi landkönnuða skipar hann aff mati fróðra manna sæti meffal hinna fremstu. Vilhjálmur Stefánsson fæddist af íslenzku foreldri í Hulduár- hvammi í Arnesbyggð í Nýja- íslandi, Manitoba. Kanada, hinn 3. nóvemlber 1879. Faðir hans var Jóhann Stefánsson, fæddur í Tungu á Svalbarðsströnd, en naóðir Vilhjálms Ingibjörg Jó- hannesdóttir hreppstjóra í Hof- staðaseli í Skagafirði. — For- eldrar Vilhjálms höfðu flutzt vest ur um haf u.þ.b. þrem árum fyrir fæðingu hans. begar Vilhjálmur var tveggja ára fluttust þau til Norður-Dakota í Bandaríkjunum og settust að í Víkurbyggð ná- lægt Mountain, og kallaði Jó- hann bæ sinn í Tungu. Átti faðir Viihjákms þar góðan þátt í safn- FASÉÐ EN FRÆG mynd af Vilhjalmi Stefánssyni úr þriffja heimsskautsleiffangri hans (1913—18). Þarna sést hann draga sel á eftir sér til bústaffar síns. Selina notaði Vilhjálmur bæffi til átu og í klæffi sín, auk þess sem spik þeirra var aðaleldsneyti hans, notaff til að sjóða kjötið við, þegar ekki var borðað hrátt, og einnig til að bræða snjóinn í drykkjarvatn. IVIeira en áratug í heims- skautshéruðunum aðarmálum og mun hafa verið vel ritfær. \ ★ Á þessum slóðum ólst Vilhjálm ur upp. Sagt er, að hann hafi verið hægfara barn og nokkuð einrænn í leikum. En snemma fór að bera á sérstökum náms- hæfileikium hjá honum. Gekk hann fyrst í barnaskóla í Mount- ain og þar í grend. Á árunum 1®93—96 var hann við kúarekst- ur og önnur sveitastörf. Síðar stundaði hann nám í ríkisháskól- anum Grand Forks í Norður- Dakota og síðar í ríkisháskólan- Um í Iowa. Á síðarnefnda staðn- ttm fékk hann leyfi til að ganga undir hvert próf jafnskjótt og hann taldi sig undir það búinn, án tillits til þess, hver lágmarks- tími ella þótti eðlilegur til undir- búnings. Lauk hann af öllum prófum í fjögurra ára námsefni á aðeins 9 mánuðum og braut- skráðist úr háskólanum 1903. Síð- ar sæmdi háskólinn Viihjákn doktorsnafnlbót í heiðursskyni og sama sóma sýndi Michigan-há- skóli honum. Árin 1903—06 stund aði Vilhjálmur vísindanám við Harvard-háskóla. Lauk hann þar meistaraprófi og varð aðstoðar- kennari í mannfræði. Hneigðist hugur hans fyrst að bókmennt- um. Orti hann m. a. eitthvað á háskólaárum sínum. Hann skrif- aði og tvær greinar um hinar nýrri bókmenntir okkar í ‘banda- rísk tímarit árið 1904, og voru þar þýðingar á nokkrum íslenzk- um kvæðum eftir hann. Enn- fremur mun hann hafa þýtt kvæði annarra íslenzkra skálda svo og einnig danskra. Á þessum árum lagði Vilhjálmur gjörva hönd á margt, stundaði m. a. blaðamennsku um skeið hjá Boston Evening Transcript og Plaindealer i Grand Forks, Norð- ur-Dakota. ★ Það var árið 1906, sem Vil- hjálmur Stefánsson lagði upp í fyrsta leiðangur sinn á Norður- slóðir en síðar átti fyrir honum að liggja að dveljast norðan heimsskautabaugs í hvorki meira né minna en 10 vetur og 13 sum- ur, sinnar löngu ævi. í sex ár af tíma þessum lifði hann á engu öðru en kjöti og vatni. Hann var fyrsti landkönnuðurinn, sem lagði í þá raun að gista auðnir íshafsins, án þess að hafa vistir eða eldsneyti meðferðis. Mánuð- um saman hafðist hann við á ísnum ásamt 2 félögum sínum og höfðu ekki annað til matar en seli og ísbirni sem þeir skutu. Til þess að verða sér úti um neyzluvatn, gerðu þeir eld úr selspiki og bræddu þannig ís- inn. Þá skorti aldrei mat, voru þvert á móti vel birgir af kjöti að 3 mánaða leiðangri loknum. Þegar brigður voru bornar á sannleiksgildi þess, að hægt væri að lifa á kjöti einu svo lengi, gerði Vilhjálmur sér lítið fyrir og bauðst til að endurtaka þetta undir vísindalegu eftirliti. Neytti hann síðan einskis nema kjöts og vatns í heilt ár og félagi hans með honum, en læknadeild Cornell-háskóla og Russell stofn- unin fylgdust nákvæmlega með líðan þeirra. Þeir voru báðir hressari eftir en fyrir. Sjálfur lagði Vilhjálmur áherzlu á, að ekki mætti eingöngu neyta mag- urs kjöts heldur yrði spikið að fylgja með. — Landkönnuðurinn Peary komst eitt sinn svo að orði um Vilhjálm Stefánsson: „Hann hefur þá aðferðina, að fara norð- ur með vit og snilli þol og þor hins hvíta manns, fá þar í við- bót við þessi öfl kunnáttu Eski- móa í því, að lifa af landinu sjálfu og færa sér í nyt hvern og einn hinna fáu úrkosta frosnu svæðanna — og leggja sig svo allan fram.“ Vilhjálmur kynnti sér snemma mjög rækilega lífs- venjur eskimóanna og í leiðangri á árunum 1908—12 lagði hann leið sína m. a. til eskimóa-ætt- 1111*11 flokka, sem hvorki höfðu sjálfir né' forfeður þeirra fyrr litið aug- um hvítan mann. Sumarið 1913 lagði hann enn up»p sem stjórn- andi leiðangurs, er um 4 ára skeið stundaði margvíslegar rann sóknir í norðurhéruðum Kanada og Alaska. í þeirri ferð fór hann m. a. langar leiðir á rekís, en þannig komst hann eitt sinn a.m.k. um 700 km vegalengd. TUTTUGU OG FIMM ARUM eftir aff Vilhjálm ur Stefánsson sagffi skiliff viff heimsskautsliéruff- In, þ. e. áriff 1943, þegar þessl mynd var tekin, h afffi hann enn lítiff fyrir því aff reisa snjóhús af því tagi, sem eskimóar hafa löngum veriff þekktir fyrir. A myndinni sést rétt aðeins á höfuff honum, þar sem hann er aff Ijúka viff að reisa h úsiff, eu umhverfis standa nokkrir meun úr sveit skíðamanna, sem læra vildu listina. Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuður. Auk þess, sem Vilhjálmur og samstarfsmenn hans könnuðu áður kunn landssvæði ýtarlegar en fyrr hafði verið gert fann hann árið 1915 nýtt land þar hyrðra. Hvatningar Vilhjálms urðu í upphafi mjög til að auka áhuga á heimsskautslöndunum vestra. Og eftir að opinberir að- ilar höfðu seint og síðar meir gert sér grein fyrir hernaðar- legri þýðingu þeirra, vaknaði enn meiri áhugi á ferðum Vil- hjálms og frekari rannsóknum. Sú þekking sem hann aflaði, er ómælanleg. í Bandaríkjunum hef ur áratugum saman verið til hans leitað sem ómissandi manns í hverju því efni, sem heims- skautahéruðin snertir. Þess má m. a. geta, aff Vil- hjálmur hefur margsinmis ver iff sóttur til ráffa í sambandi viff ferffir kjarnorkukafbát- anná bandarísku um Norffur- íshafiff, þ. á m. mun Vilhjálm- ur hafa fariff um borff í kaf- bátinn „Seadragon" og gefið stjórnanda hans og áhöfn ýmis holl ráff, áður en hann lagði upp í för sírna undir ísbreiff- urnar til móts viff kafbátinn „Skate“ á Norffurpólnum, en hiff „sögulega stefnumót" þeirra, sem Kennedy Banda- ríkjaforseti nefndi svo, átti sér staff um síffustu mánaða- mót. ★ Vilhjálmur Stefánsson skrifaði margar bækur og urmul tíma- ritsgreina. Sú bók hans, sem hvað mesta athygli hefur vakið nefnist „The Friendly Arotic“ (Heimsskautslöndin unaðslegu) — en hún vakti um leið miklar deilur. Þar vegsamaði Vilhjálmur mjög lönd þessi og framtíð þeirra, svo mjög að ekki vildu allir trúa fyrst í stað. Af öðrum bókum má t. d. nefna „Arctic Search“ (1913), og ,,My life with the Eskimo“ (1914); tímarits- greinar Vilhjálms skiptu hundr- uðum og fjölluðu m. a. um mann- fræði, landafræði, fornleifafræði o. fl., auk hinna mörgu frásagna hans af því sem á daga dreif í ferðum hans. Voru bækur Vil- hjálms sums staðar úbbreiddar, m. a. í Sovétrikjunum, þar sem hann naut einnig mikils álits. ★ fsland var alla tíð ofarlega 1 huga Vilhjálms Stefánssonar. Hann kom hingað til Iands 4 sinnum, síðast 1949. Fyrstu för sína til íslands fór hann á vegum Harvard-háskóla, til þess að rannsaka bækur og skjöl í Lands bókasafninu. Árið eftir kom hann hingað aftur og ferðaðist þá um landið og voru þeir fleiri saman. í þeirri ferð fór Vilhjálm ur m. a. út í Haffjarðarey, að ráðum séra Einars Friðgeirssonar á Borg, til þess að skoða gamla kirkjugarðinn þar, sem sjór var þá að brjóta, svo að mannsbein lágu þar sem hráviði. Þaðan íiöfðu þeir með sér 86 hauskúp- ur og nokkuð af beinum, en fundu enga beinagrind heila. Þetta beinasafn var síðan sent til Harvard-háskóla og síðar varðveitt við Peabody-safnið. Varð það frægt fyrir það, að ekki fannst ein einasta skemmd tönn í hauskúpum þessum öllum. Sýnir það, að tannskemmdir hafa verið óþekkt fyrirbrigði á ís- landi allt fram til siðaskipta. Enn kom svo Vilhjálmur hingað til Ignds árið 1936, til þess að semja við íslenzku stjórnina um flugferðir á vegum bandaríska flugfélagsins American Airways. í því sambandi má gjarna rifja upp, að Vilhjálmur var mjög eindreginn hvatamaður þess, að flugsamgöngur færu fram um ís- land og vildi þannig greiða götu landsmanna og trygja þeim gott samband við umheiminn. f síð- ustu för Vilhjálms Stefánssonar til íslands fyrir rúmum 13 árum var kona hans, Evelyn, sem er pólsk að uppruna, með honum. Þau höfðu þá verið gift í u.þ.b. 8^ ár, en Vilhjálmur var orðinn sextugur, þegar hann gekk í hjú- skap. Frú Evelyn reyndist manni sínum hin mesta stoð og stytta. Annaðist hún m. a. hið mikla bókasafn Vilhjálms, sem er ful'l- komnasta eða næstfullkomnasta safn um norðurhjara heims, sem til er. Það er nú í fórum Dart- mouth-háskólans í Ne^ Hamp- shire í Bandaríkjunum, en þar lifði Vilhjálmur Stefánsson síð- ustu ár ævi sinnar og andaðist. ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.