Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 28. ágúst 1962 ........ . wy, ......XWN «H« > .....'v wtm W. w.>... I 3§gg§p?!!5 Frá aðalfundi Skógræktarfélags fslands að Bifröst. Ljósm. Mbl.: Markús. Framkvæmdabanki nn lánar fé til skógræktargirðinga Aðalfundi Skógræktarfélagsins lokið Sjötugur i dag: Freysteinn Gunn- arsson skdlastjóri AL>JÓÐ mun nú ;unnugt orðið að Freysteinn Gunnarsson lætur senn af störfum sem skólastjóri Kennaraskóla íslands fyrir aldurs sakir. Hann er sjötugur í dag. Freysteinn Gunnarsson hefur reynzt samferðafólki sínu á lífs- leiðinni þannig, að trauðla mun finnast neinn meðal þess, sem ekki hefur talið sér mikinn ávinn ing af samferðinni, hvort sem hún hefur verið skamma stund eða mörg ár. Vart getur meiri dreingskaparmann en Freystein, ráðhollan og snjallan leiðbein- anda og ágætan samstarfsmann, fjölhæfan og gáfaðan. Hann hef- ur orðið þjóðkunnur maður, þótt hann hafi alltaf haft hljótt um sig. Málshátturinn „Djúp vötn hafa minnstan gný“, á vel við um mann eins og hann. Virðist mér sem fleirum, að Freystinn hafi breytt í samræmi við mörg þau heilræði Hávamála, sem hann hefur skýrt og brýnt fyrir nemendum sínum í fjóra áratugi. Eg greini hér ekki frá hinum margvíslegu störfum Freysteins Gunnarssonar eða æviatriðum hans, því að hvorttveggja er, að það . mnu aðrir gera og svo hitt, að þótt hann láti nú af stjórn Kennaraskóla íslands, þá mun hann enn um sinn leggja mikil- vægan skerf til skólamála þessa lands. Saga hans er því ekki öll ennþá. Um leið og ég þakka Freysteini Gunnarssyni lærdómsríkt og á- nægjulegt samstarf í áratugi árna ég honum sjötugum og fjölskyldu hans allra heilia og blessunar. Helgi Elíasson LANDSLÖG um, aldurstak- mark embættismanna gera eitt afmæli sérlega augljóst, en það er sjötugsafmælið, þegar emb- ættismanni er gert að draga sig í hlé frá embætti. Slík afimæli eru enn minisverðari, þegar embættisferill nær yfir mörg og farsæl ár. En þannig er ástatt um afmælisbarnið Freystein Gunnarsson skólastjóra Kennara skóla íslands nú í þriðjung ald- ar. En alls hefur hann starfað við skólann rúm 40 ár, því að hann var íslenakukennari við skólann eitthvað níu ár í skóla- Stjóratíð séra Magnúsar Helga- sonar og tók við af honum haust- ið 1929. Til viðbótar þessum mörgu starfsárum kemur síðan sjálfur námsferill Freysteins í þessum sam.a skóla, en hann lauk kennaraprófi árið 1913, þeg ar skólinn var aðeins nýlega tekinn til starfa. Hefur því Frey steinn haft kynni af Kennara- skólanum og starfað við hann miklu lengur en nokikur annar maður. Þessari þjóðnýtu stofn- un hefur hann helgað ævistarf sitt. Á ofannefndu tímabili hafa þjóðfélagshættir, námskröfur og starfskröfur kennara tekið gif- urlegum breytingum, einnig hugsunarháttur manna, og hafa tvær heimsstyrjaldir verið að- sópsmiklar til áhrifa og umróts. En Freysteinn Gunnarsson held- ur manna fastast í sinn íslenzika og kristna arf, á hverju sem geng ur í kringum hann, og ávaxtar hann jafnt og þétt. Það voru gáfur og mannkostir hins fátæka sveins, sem greiddu götu hans jafnan. Hann hefur líka lagt kapp á að greiða götu annarra. Margir fyrri nemendur hans munu hugsa til hans í dag, minn- ugir þess, að fyrir hans velvilja og tilstuðlan tókst þeim að sanna hæfileika sína til starfa, þótt þeirra harði vinnuskóli hefði næstum bægt þeim frá bókfræðum. Og þetta voru oft atorkusömustu mennirnir, fús- astir að glæða fróðleikslöngun hjá öðrum, og eru nú búnir að vinna uppvaxandi æsku ómet- anlegt gagn. Einhver sterkasti þáttur í skapgerð Freysteins og alveg ó- slftandi, hvernig sem á reynir, er einbeitni hans til að forðast að gera nokkrum manni rangt til, — og að treysta hverjum manni í lengstu lög. Undirrit- aður, sem hefur verið honum samtíða alls 27 ár, getur nú við lok samstarfsins staðfest það og undirstrikað, sem sagt var um. hann fyrir nokkrum árum, að gætni hans og háttvisi í öllum samskiptum sínum við nemend- ur og kennara er óbrigðul, öll viðskipti hans hrein og bein, og þar slær aldrei í baksegl. Úrskurð ir allir og fyrirmæli skýr og víkja beint að kjarna málsins og engu öðru, enda á hann manna auð- veldast með að festa skjótt auga á aðalatriði og fleygja því, sem er einskis virði. En með lipurð sinni allri og valdameðferð tekst honum jafnan að stilla svo til, að hver maður eigi rólega ráðstefnu við sinn betri mann. Þess vegna er öllum Ijúft að lúta stjórn hans. Þegar við í Kennaraskólanum minntumst 100 ára afimælis séra Magnúsar Helgasonar skólastjóra lét ég þess getið, hve framúr- skarandi orðmerkur hann var, og bætti við: Yklkur nemendum þessa skóla finnst máske, að vart þurfi að eyða orðum að jafn- sjálfsögðum hlut, því að ekki þekkið þið annað til ykkar skólastjóra. Þetta þorði ég að segja upp yfir alla, af því að ég vissi, að það var satt. Sá einn getur verið hagur á íslenzkt mál, sem talar þannig, að ætíð er innstæða á bak við ávísanir orðanna, full mein- ing og áreiðanleiki, velvild og hófsemi. Að þessu leyti sem öðru fer islenzkan ávallt vel í munni Freysteins. En þá er ég einnig minntúr á hinar ágætu ræður hans, sem hann hefur flutt jafn- an við skólasetningu og skóla- slit. Þar er þá grundvölluðu lífs- speki að finna i ljósu og skýru máli, sem allir hafa gott af að kynnast á þessum hverfleikans AÐALFUNDI Skógræktarfé- lags íslands lauk að Bifröst sl. laugardagskvöld. Var þá m. a. kosið í stjórn félagsins. Úr henni áttu að ganga þeir Hermann Jónasson og Hauk- ur Jörundsson, en voru báðir endurkjörnir. Aðrir stjórnar- menn eru: Hákon Guðmunds- tímum. Tel ég nauðsynlegt að gera þær að varanlegum vegar- vörðum með því að prenta þær í sérstakri bók. Ég þykist viss um, að það er ást Freysteins á íslenakunni og löngun hans til að láta aðra njóta móðurmálsins í þókkaleg- um og smekklegum búningi, sem hefur hvatt Freystein til að að leggja út á þá braut að þýða bækur. Ágætar viðtökur bók- anna tryggðu síðan framhaldið og skipuðu honum öndvegissess meðal íslenakra þýðenda. Það er langt síðan ég vissi til, að þýð- ingar hans voru yfir fimmtíu bindi; veit ekki um tölu þeirra nú. Hér fyrr á árum var hvað eftir annað kallað hart eftir handritum hans til prentunar, og fékk hann þá undirritaðan til að hraðrita eftir sér heilar bækur, þýddi jafnóðum og hann las. Allt rann rólega áfram, jafnt og þétt og nær tafalaust. Sjald- an þurfti að breyta orði. Þann- ig þýddi hann örkina stundum á minna en klukkutíma. Til eru tvær prentaðar Ijóða- bækur eftir skáidið Freystein Gunnarsson, og kennir þar margra góðra grasa, öllu hag- lega fyrir komið, efnisfylling í hverri hendingu, fullkomin lip- urð og virðuleg reisn og smekk- vísi. í vísum hans hef ég aldrei fundið veilu í annarri hendingu, hvað þá annars staðar. Mörg gullfalleg söngljóð lætur Frey- steinn eftir sig, enda er eyra hans jafnnæmt fyrir hendingar tóna sem ljóða. Miklum breytingum hefur Kennaraskóli íslands tekið á þeim mörgu árum, sem Frey- steinn Gunnarsson hefur starfað þar. 4 vetra skóli í stað 3, þ.e. 32 mánuðir alls í stað 21 áður, og margar fleiri breytingar, sem hann hefur unnið að ásamt öðr- um með gætni og forsjá. Og nú er skólinn loks að flytja í nýtt og myndarlegt húsnæði. En ekki fær Freysteinn að njóta þess, þótt vel hefði átt við, því að svo mikið hefur hann á sig lagt undanfarin ár sem formaður bygginganefndar. Hefur það ver ið erilsamt starf, sem von er. Ég hef stundum hugsað, að ef Freysteinn væri bílafraimleið- andi myndi hann leggja hið mesta kapp á, að bílarnir kæm- ust rólega og klaklaust yfir lé- lega vegi, væru sem allra trygg- astir gegn árekstrum og öðrum Framihald á bls. 17. son, Sigurður Bjarnason og Einar Sæmundsen. í vara- stjórn voru kjörnir þeir Jó- hann Hafstein, bankastjóri, Daníel Kristjánsson, Hreða- vatni, og Ólafur Jónsson, Sel- fossi. Endurskoðendur voru kjörnir Kolbeinn Jóhannsson og Hall- dór óigfússon. Eftir hádegi á laugardag var gengið í Jafnaskarðsskóg undir forystu Daníels Kristjánssonar og skógurinn skoðaður. Kl. 5 síð degis hófst svo fundur með því að Sveinbjörn Jónsson, hæsta- réttariögmaður hafði framsögu fyrir allsherjarnefnd. Hafði nefndin fengið til meðfarðar til lögur sem lagðar höfðu verið fyr ir fundinn. Miklar umræður urðu um tillögurnar o.fl. Hákon Bjarnason skógræktarstj. skýrði frá því að Framkvæmda'bank- inn hefði ákveðið að lána ein- stafclingum og félögum til skóg- ræktargirðinga. Hefði bankinn þegar heimilað að lána 450 þús. króna í þessu skyni. Þakkaði skógræktarstjóri dr. Benjamín Eiríkssyni bankastjóra sérstak- lega fyrir skilning hans á málum skógræktarinnar. Aðrir, sem til máls tóku í um- ræðunum voru bessir: Guðbrand ur Magnússon, Guðmundur Karl Pétursson, Gutormur Pálsson, Steingrímur Davíðsson, Garðar Þorsteinsson, Ketill Indriðason, Gísli Kristjánsson ritstjóri, Sig- uringi E. Hjörleifsson, Guðmund ur Marteinsson, Sigurður Blönd- al, Þórarinn Þórarinsson og Há- kon Guðmu'ndsson. Norski skógræktarbóndinn Ludvig Holstad, sem staddur var á fundinum, flutti Skógrækt- arfélaginu kveðjur frá Sunn- mæringum, sem dvalið hafa hér á landi. Hann kvað bað lengi hafa verið draum sinn að geta heimsótt íslarid. Þessi draumur hefði nú rætzit. Lýsti ræðumað- ur ferðum sínum um landið og þakkaði móttökurnar. Hann kvaðst hefði verið hrifnastur af því að heyra norska þjóðsöng- inn sunginn í Braathenslundi i Skorradal. Ennfremur kvaðst hann aldrei mundu gleyma kvöldi er hann hefði átt á gröf séra Hallgríms Péturssonar í Saurbæ. Ludvig Holstad óskaði Skógræktarfélaginu allrar bless- unar í starfi þess og baráttu. Samstarf um vinnuflokka Samþykktar voru eftirfarandi tillögur: „Þar sem fjármagn til skógræktar er af skomum skammti, telur aðalfundur Skóg- ræktarfélags íslands 1962 nauð- syn á að störfum félagsins sé þannig hagað að þau nýtist sem bezt. í því sambandi vill fund- urinn minna á að girðingar séu gerðar af hæfilegri stærð, svo og að stjórnir félaganna athugi hvort ekki sé unnt að tvö eða fleiri fl >g komi sér saman um vinnuflokka til gróð- ursetningar. Ákjósanlegt er að félögin hafi sem nánast samstarf við erindreka Skógræktarfélags íslands.“ Fjórðungs og héraðsfundir Þá var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Skógræktarfélags fslands 1962 samþykkir að í stað fulltrúafunda, sem haldnir hafa verði um nokkurt skeið í Reykja vík megi taka upp árlega fjórð- ungs- eða héraðafundi með for- ráðamönnum héraðsskógræktar- félaganna. Kveðji erindreki Skóg ræktarfélags íslands til þessara funda í samráði við skógarvörð eða skógarverði fjórðungsins eða héraðanna." Norska þjóðargjöfin þökkuð. Þriðja tillagan var sam- þykk var svohljóðandi: „Aðalfundur Skógrækarfélags fslands 1962 lýsir ánægju sinni yfir því, að stjórn norsku þjóðar gjafarinnar hefur ákveðið að verja allt að tveimur þriðju hiuta gjafarinnar til að koma upp tilraumastöð í skógrækt. Jafn- frai.-t telur fundurinn að þær gagnkvæmar heimsóknir Norð- mana og íslendinga, sem átt hafa sér -1að undanfarin ár á vegum skógræktarfélaganna og skóg- ræktar ríkisdns hafi verið mjög ákjósanlegar og fagnar því að þær komist á traustari grundvöl'l og samband þjóðanna í þessum efnum aukist að öðru leyti með þeim stuðningi, sem þær munu fiá af þeim hluta norsku þjóðar gjafarinnar, sem ætlaður er til styrktar í þessum efnum.“ Braathen og Valtý Stefánssyni þakkað. Þá samíþykkti fundurinn að fela stjórn sinni fyrir hönd fél- agsins að færa Ludvig G. BraatJh en stórútgerðarmanni í Osló al- úðarþakkir fyrir ómetanlegan stuðning við skógrækt á fslandi fyrr og síðar. Einnig voru samþykktar þakk ir til Valtýs Stefánssonar ritstjóra fyrir mikið og frábært starf í þágu félagsins og islenzkra skóg ræktarmála. Loks var samþykkt tillaga þar sem sú ósk var látin í ljós að lögteknar verði hið fyrsta ákveðn ar reglur um sinubrennur, sem oft hafa valdið miklu tjóni á skógi og öðrum gróðri. Aðalfundinum lauk með kvöld vöku á laugardagskvöldið. Voru þar fluttar ræður og frásögur og ýmiss skemmtiatriði, tvöfaldur kvartett söng undir stjórn Þór- arins Þórarinssonar, skólastjóra á Eiðum. Sigurður Blöndal, skóg arvörður á Hallormsstað stjórn- aði kvöldvökunni. Þessi aðalfundur Skógræktar- félags íslands fór í öllu hið bezta fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.