Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 28. ágúst 1962 MORGVISBLAÐIÐ 15 Mynðin sýnir þá Ben Bella (t.v.) og Mohammed Khider, er sæti á í stjórnarnefnd hans, á blaðamannafundi, sem haldinn var í Algeirsborg fyrir þremur ðögum. Þar vöruðu Ben Bella' og Khider við „einræðisbrölti“ herstjóranna á „Wilaya 4“- svæðinu. Málin skýrast í Alsír Andstö&u v/ð Ben Bella gætir nú aðeins frá herstjórum á einu svæði ’ Algeirsborg, 27. ágúst — AP. ÁSTANDIÐ í Alsír virðist nú > nokkuð vera að skýrast. Ljóst er, að deila herstjóranna og stjórnarnefndar Ben Bella er nú að nokkru leyti úr sög- unni. Herstjórar allra her- ' stjórnarsvæða í V-Alsír hafa nú lýst fullum stuðningi við Ben Bella og stjórnarnefnd- ina. Hins vegar eru herstjór- ; ar þess svæðis, sem almennt er nefnt „Wilaya 4“, enn á öndverðum meiði við nefnd- ■ ina. óttast þeir, að missa völdin yfir sveitum sínum, l þar eð stjórnarnefndin kunni að beita sér fyrir því, að þær verði leystar upp og liðarnir skráðir í hinn almenna her. Það varð ljóst í dag, í fyrsta skipti, að hersveitir þær, er voru undir stjórn herstjór- anna á „Wilaya 5“-svæðinu hafa verið leystar upp og völdin þar með tekin af her- stjórunum. Andstaða áðurnefndu her- stjóranna, á „Wilaya 4“-svæð- inu, hefur m.a. leitt til þess, að stjórnarnefndin hefur ekki haft aðgang að útvarps- stöðinni í Algeirsborg, þar eð þeir hafa hana í höndum sín- um. Þá hafa þeir einnig stað- ið fyrir ritskoðun dagblaða. Herstjórarnir á vestur- svæðinu, sem nú hafa lýst stuðningi sínum við Ben Bella og menn hans, telja af- stöðu þeirra, sem enn vilja ekki viðurkenna stjórnar- nefndina, mjög hættulega framtíð landsins, og hafa for- dæmt þá í yfirlýsingu. Þá hafa þessir herstjórar, sem nú hyggjast styðja Ben Bella, tekið fram, að þeir heiti aðeins stuðningi sínum fram að kosningum. Hve langt þeirra er að bíða, er ekki hægt að segja, þar eð kosningunum hefur nú enn verið frestað og framboðslist- ar dregnir til baka. Kosning- arnar áttu sem kunnugt er að fara fram 2. sept. nk. Enn iíkir mikið vandræða- ástand í Alsír, og atvinnu- leysi er mikið, og kjör manna almennt bág. Þá var tilkynnt í Alsír í J kvöld, að Mohammed Boudi- ■ af, er haft hefur með höndum , utanríkismál landsins, hafi látið af störfum í stjórnar- , nefndinni. Boudiaf hefur ver- ið á öndverðum meiði við Ben Bella, og sótti um að vera < leystur frá störfum fyrir síð- • ustu helgi. Molmmmed Khider tekur við ufanríkismálunum. f bréfi sem hann birti segist hann ekki geta litið það réttu auga, að menn yfirgefi stöður sínar, er nú standi svo alvar- lega á í Alsír. , Khider las ekki bréfið sjálfur. Hann er í sjúkrahúsi, og sagður þjást af ofþreytu — hann hafi verið svo störf- um hlaðinn að undanförnu. < Si Hassah, einn af herstjór- um „Wilaya 4“, lýsti því yfir í kvöld, að hann myndi , halda áfram baráttunni gegn Ben Bella. Ný smásöluverzlun á Húsavík HÚSAVÍK, 20. ágúst. — Askja, ný smásöluverzlun, var opuð í Húsavík sl. laugardag. Þar er verzlað með búsáhöld, tilbúinn fatnað, byggingarvörur, húsgögn og teppi. Verzlunin er þar sem áður var verzlun St. Guðjohn- sen, en á húsinu hafa verið gerð- ar gagngerðar breytingar til sam ræmis við fyllstu kröfur nútím- ans, teikningar af þeim breyting- um hefur gert Jósef Reynis, arki tekt, en Tésmiðjan Fjalar h.f. hefur séð um smíði. Verzlunin er eign samnefnds hlutafélags og er formaður stjórnar Stefán Pét- ursson, útgerðarmaður, en fram- kvæmdastjóri er Páll Þór Krist- insson, viðskiptafræðingur. Sportvörur og leikföng frá Tékkóslóvakíu Hr. Jaroslav Kioupa, fulltrúi PRAGOEXPORT. er staddur í Reykjavík. Óskar hann eftir tækitæri til að tala við verzlunarmenn um tékkneskar sportvörur og leíkfönf, og getur tekið pantanir til afgreiðslu tímanlega á þessu ári. Auk sýnishorna af sportvör- um hefir hann meðferðis yfir 200 leikfanga sýnishorn, sem verða sýnd dagana 28. og 29. ágúst í sýnishornastofum undirritaðra umboðsmanna fyrir ofangreindar vörur, sem gefa líka allar upp- lýsingar. I»eir sem selja sportvörur og leikföng eru vinsamlega beðnir að líta inn í Ingólfsstræti 12 þessa daga. KRISTJÁNSSON HF. Ingólfsstræti 12, Reykjavík sími 12800. bor - hamar Aðeins SKIL bor-hamar hefur 3 vinnsl 'aðferðir. 1. Hamrar og borar. 2. Hamrar án snúnings 3. Snýst án hömrunar. Tvær stærðir af þessum þekktu bor-hömrum eru fyrirliggjandi. Bora göt í harða steinsteypu frá %" tn 3y2”. Byggingaiueistarar og aðrir iðnaðarmenn, lækkið byggingakostnaðinn með því að nota fljótvirk og örugg verkiæri. Allar nánari upplýsingar fúslega veittar. verkfœri & járnvörur h.f. Ægisgöíu 7. — Sími 15815. a — Vilhjálmur Framhald af bls. 10 unnar ,spyr ég Vilhjálm. — Eg fékk nú slag fyrir átta árum og siðan er hægri fótur- inn máttlítill og mér er hægri höndin slæm. Eg á bágt með að skrifa, en gengur bara vel að vélrita. Að öðru leyti er heilsan góð. Og nú stendur Vilhjálmur upp og segir: Á ég ekki að — Flugkeppnin Framhald af. bls. 3. módel, önnur vélknúin og sum þeirra jafnvel fjarstýrð. Nokkuð hvasst var á flug- vellinum fyrir módelin, þannig, að ákveðið var að flytja þá sýningu upp á Vals- völl, rétt fyrir ofan. Þar voru m. a. sýnd fjar- stýrð módel, og vakti eitt þeirra mikla hrifningu áhorf- enda. Sýndi það alls konar listir í lofti, en eigandinn stóð með senditæki og „gaf fyrirskipanir“. Mikill fjöldi manna fylgdist með, og lá jafnvel við umferðartruflun á Hringbrautinni við Mikla- torg, er sú sýning stóð yfir. Keppnin fór yfirleitt vel fram, þótt nokkuð vildi við brenna, að áhorfendur gengju út á flugbrautirnar. Úrslit tilkynnt um kvölðið Allan veg og vanda af undirbúningi höfðu Leifur Magnússon, verkfræðingur hjá flugmálastjórninni, Skafti Þóroddsson, flugeftirlitsmað- ur, og Bárður Daníelsson, verkfræðingur. Keppendum voru reiknuð stig fyrir frammistöðuna, og var notaður sérstakur frá- dráttar-„skali“, þannig, að þeir, sem fæst höfðu stig, báru sigur úr býtum. Sá út- reikingur var framkvæmdur af dómnefnd, er í voru Björn Jónsson, framkvæmdastjóri flugöryggisþjónustunnar, Þor- steinn Jónsson, flugstjóri, og Hilmar Leósson, flugstjóri. Störf dómnefndar voru tíma frek, og var því ekki hægt að tilkynna úrslit fyrr en í gær- kvöldi. Var það gert í hófi, sem haldið var í Lídó. Shell-bikarinn, sem veittur er sigurvegurunum, verður afhentur síðar, eins og ffam- an greinir. Kynnir sýningarinnar var Arnór Hjálmarsson, flugum- ferðarstjóri, og veitti hann áhorfendum margvíslegar upplýsingar un keppendur og þær gerðir flugvéla, sem notaðar voru. sýna þér. hvernig ég vinn? Eg vinn hérna í kjallaranum, ég hef látið hljóðeinangra hann. Það er mjög' gott að vinna þar. Algjör friður. Hann gengur al stað og fer að leita að gler- augunum sínum. <— Eg á svo mörg gleraugu og dreifi þeim svo um allt hús ið. Það borgar sig ekki að eiga nema ein gleraugu, í mesta lagi tvenn. Og svo göng um við niður í kjallarann. — Hérna vinn ég, segir Vil- hjálmur, og þetta er einka- bókasafnið mitt, ég hef raðað því í stafrófsröð, svo að ég er mjög fljótur að finna þær bæk ur, sem ég þarf á að halda. — Að hverju ert þú að vinna núna fyrir utan ævisöguna? — Eg á eftir að ganga frá fyrsta bindi ævisögunnar, en ég er ekki enn búinn að á- kveða, hvort ég rita annað bindi. Annars er ég með mörg verksfni i takinu, en ég vinn aðeins að einu í einu. Eg er með nokkrar hálfkláraðar bækur, sumar % kláraðar, og ég ætla að ganga í það að ljúka einhverjum þeirra, þeg ar ævisagan er frá. AF fSLENZKU BERGI BROTINN Við göngum aftur upp og Vilhjálmur segir mér að ég megi til með að skoða safnið hans, sem varðveitt sé í Baker Library, The Stefánsson Coll- ection, en konan hans er einn af fimm starfsmönnum Ste- fánsson safnsins. — Það sagði mér einhver hér í Hanover, Vilhjálmur, að þú lítir alitaf á þig sem íslend ing? — Eg er af íslenzku bergi brotinn, segir Vilhjálmur, ég er bandariskur þegn, fæddur í Kanada. Samkvæmt lögum þá fá börn sama ríkisborgara- rétt og faðir þeirra. Þannig varð ég ekki íslen'zkur þegn, vegna þess, að faðir minn var ekki íslenzkuf þegn. — Viltu segja nokkuð að lok um, Vilhjálmur? — Já, ég vil biðja þig fyrir beztu kveðjur til fslands. Það- an á ég góðar minningar og þar er nánasti ættingi minn, Stefán Stefánsson á Svalbarði. Þegar ég spyr Vilhjálm, hvernig ég rati á safnið, þá segir hann, eins og ekkert sé sjálfsagðara. — Eg get ekki komið með þér, en það er leigubíll hérna fyrir utan, ég er búinn að segja bílstjóranum hvert hann eigi að fara með þig. Og þeg- ar ég spyr bílstjórann á leið- arenda, hvað bíllinn kosti, seg- ir bílstjórinn: — Herra Stefánsson er bú- inn að sjá fyrir því. Jón E. Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.