Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendat frcttir: 2-24-84 Vilhjálmur Stefáns. Sjá bls. 10 og 13. 195. tbl. — Þriðjudagur 28. ágúst 1962 Aldrei fyrr annar eins síldarafli IMærri 2 millj. tiinnur og mál komið á land SÍLDVEIÐI var góð sl. viku og var síldaraflinn á laugar- dag kominn upp í 1.920.462 mál og tunnur og er það mesta síldarmagn, sem á land hefur borizt á sumar- vertíð frá því síldveiðar hóf- ust hér. í fyrra var aflinn á sama tíma 1.525.166 mál og tunnur. Hafa 84 skip aflað yf- ir 10 þús. mál og tunnur, þar Spyrja um Skrýmsli á íslandi NÝLEGA fékk Finnur Guð mundsson, fuglafræðingur, bréf frá brezkum þingmanni, skrifað á bréfapappír brezku Neðri málstofunnar, en þing- maðurinn er í hópi manna, sem tekið hafa sig saman um að ráða gátuna um hið fræga Loch Ness-skrýmsli. Erindið við dr. Finn var að spyrjast fyrir um skrýmsli í vötnum hérlendis, sem heyrzt hefðu sögur um. Mbl. spurði Finn um þessi bréfaskipti. — Kvaðst hann ekki hafa svarað bréfritara ennþá, en sennilega yrði svarið á þá leið, að til skamms tíma hefðu verið sögusagnir um skrýmsli eða nykra í öllum meiri háttar vötnum á íslandi, sbr. Lag- arfljótsorminn, en þeim færi nú óðum fækkandi. Svo gæti verið að hann vísaði á Þor- berg Þórðarson, sem vissi allra íslenzkra manna mest um þetta efni. Ekki kvaðst Finnur vita hvaða menn ættu þarna í hlut, og ekki hvort þeir 'tryðu sjálfir á Loch Ness-skrýmslið eða hvort þetta væri ferða- mannaauglýsing, því nábúar Loch Ness-vatnsins hefðu lengi lifað á ferðamanna- straumnum, sem myndazt hefur af sögusögnunum um skrýmslið. 1* a£ 8 yfir 20 þús. Hæsti bátur- ur er nú Guðmundur Þórðar- son RE með 24.201 mál og tunnur, annar Ólafur Magn- ússon með 24.054, þriðji Helgi Helgason með 23.813 og f jórði Víðir II með 23.734. Skýrsla yfir bátana er birt á bls. 6. Um helgina var bræla á mið- unum og nær engin veiði, en í gær fór veður batnandi og í gærkvöldi voru bátar að veið- um á Ægisslóðinni, NA af Rauf- arhöfn og fengu þar mjög góða síld, og í Héraðsflóadjúpinu. Á fyrri staðnum var vitað um þessa báta: Manna með 850, Þor- björn 650, Arnfirðing 500, Frið- berg Guðmundsson 100, Draupn- ir 350, Sigurð AK 400, Freyju GK 900, Ólaf bekk 800 og Fiska- skaga með 300. Á síðartalda staðnum var vitað um Náttfara með 1000 mál, Gullfaxa 1300, Bergvík 400, Ófeig II 650, Víðir II með 1000 mál. Aldrei síldarlegra á Sigló Fréttaritari Mbl. á Siglufirði símaði I gær: Sl. föstudag og laugardag yar mjög góð síldveiði á Rifsbanka, um 12—15 tíma stim frá Siglu- firði. Frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorgun komu 54 skip til SR á Siglufirði með 27 þús. mál síldar, auk fjölmargra til Rauðkuverksmiðjunnar og síld- artöltunarstöðva. Var á þessum tíma mjög síldarlegt. Á þessu svæði er mikil síld og veiðihorf- ur hinar beztu. Sjðla á laugar- dag var hinsvegar komin bræla á miðunum og leituðu skipin hafnar. Var fjöldi skipa í höfn á Siflufirði. í gær og í dag voru þau farin að tínast út, enda spáð batnandi veðri. Síldarverksmiðjan Rauðka á Siglufirði hefur nú fengið rúm- lega 130 þús. mál síldar og síld- arúrgangs og hefur aldrei áður fengið svo mikið magn hráefnis til vinnslu. SR á Siglufirði hefur fengið 446.000 mál síldar og úr- gangs og hafa verksmiðjurnar ekki fengið svo mikið síldar- magn síðan 1944 eða í 18 ár, en þá fengu Siglufjarðarverksmiðj- ur SR um 570.000 mál. Svo síðla sumars hefur ekki borizt jafn mikil síld til Siglufjarðar um fjölda mörg ár né verið jafn góð- ar horfur um áframhaldandi síldveiði. Aðeins örfá skip hafa nú hætt síldveiðum, en einkum þau er illa hafa fiskað sökum lélegs út- Framhald á bls. 23. * KLUKKAN 4,30 síðdegis á sunnudag týndist tveggja ára drengur við Loranstöðina á Hellissandi og fannst ekki, þrátt fyrir leit fjölda fólks, flugvéla og loks blóðhunds er rakti slóðina, fyrr en kl. 3 um nóttina. Hafði hann fallið Sævar litli sat öruggur Kjartansdóttur, í gær. í kjöltu mömmu sinnar, Ingibjargar Ljósm.: Árni óskarsson. ,0ní oní‘, sögðu krakkarnir Og félagi þeirra var týndur i gjótu i II tima niður í þrönga gjótu, IV2 m djúpa, og svaf þar. Litli maðurinn, sem heitir Sævar, er einn af þremur börnum hjónanna Péturs Pét- urssonar og Ingibjargar Kjartansdóttur. Biaðið átti í gær tal við móður Sævars litla, sem skýrði frá hvernig þetta vildi til. — Sævar var úti að leika sér með litlum félögum sín- um. Ég vissi af honum kl. 4, en hálftíma seinna sá ég að krakkarnir voru aðeins fjór- ir og hann vantaði. Ég hljóp út til barnanna. Þau bentu upp eftir og sögðu: Oní! Oní! en gátu ekkert sagt frekar, þau eru svo lítil. Hvernig sem gengið var á þau, fékkst ekkert meira upp úr þeim. Allir hér fóru að leita, fyrst fólkið af stöðinni, síðan bætt- ist við af Hellissandi, og ég hugsa að hátt á annað hundr- að manns hafi verið komið. Síðan reyndum við að fá blóðhund, en það ætlaði ekki að ganga vel, fyrr en við náð- um sambandi við Carlsen. Þá * kom flugvél frá Þyt með hann og með honum lögreglu þjónn. Önnur flugvél flaug yfir, til að freista þess að vekja Sævar, ef hann lægi einhversstaðar sofandi, en ekkert gerðist. Ótrúlegt haim skyldi finnast — Varst þú úti? — Nei, ég þurfti að hugsa um þann litla, sem verður Í4 mánaðar gamall á morgun, og svo tók ég börnin fyrir hitt fólkið, svo það gæti verið úti. Ég hafði nóg að starfa, en þetta var svo langur tími, og síðast komið kolsvarta myrkur. Það er svo ótrúlegt að hann skyldi finnast eftir allan þennan tíma, að maður skilur það ekki. Hraunið hér Framhald á bls. 6. [ Saín Þorsteins sýsiu- manns dreifist ekki SEINT á laugardagskvöld var gengið frá samningum um sölu Mfög ijölsótt héraðs' mót í Borgarnssi SÍÖAST liðinn laugardag efndu Sjálfstæðismehn í Mýrasýslu til hins árlega héraðsmóts síns í Borgarnesi Var mót þetta eitt hið allra fjölmennasta, er þarna hefir verið haidið, og fór að öllu leyti fram með hinni mestu prýði. Samkomuna setti og stjórnaði Jón Ben. Ásmundsson, forstjóri. Dagskráin hófst með því, að Kristinn Hallsson, óperusöngvari, söng einsöng, undirleik annaðist Skúli Halldórsson, píanóleikari. Að loknum söng Kristins flutti Ásgeir Pétursson, sýslumaður, ræðu. Siðan söng Þórunn Ólafs- dóttir, söngkona, einsöng. Þessu næst flutti Ólafur Thors, forsætisráðherra, ræðu, og var máli hans fróbæriega vel tekið af áheyrendom. Fluttur var gamanleikurinn — ..Mótlætið göfgar“ eftir Leonard White og fóru með hlutverk leik ararnir Valur Gíslason og Helga Valtýsdóttir Síðan sungu þau Kristinn Hallsson og Þórunn Ól- afsdóttir tvísiing við undirleik Skúla Halldórssonar. Var ræðumönnum og listafólk inu mjög vel fagnað og lauk sam- komunni síðan með dansleik fram eftir noltu. á hinu mikla bókasafni Þorsteins heitims Þorsteinssonar sýslu- manns. Kári Borgfjörð Helga- son, kaupmaður, keypti safnið og ætlar að halda því saman sem sérstöku Þorsteinssafni. Blaðið leitaði í gær upplýs- inga hjá Ingólfi Jónssyni í mál- flutningsskrifstofu Vagns Jóns- sonar, en hann er umtooðsmaður Davíðs á Arnbjargarlæk, bróður Þorsteins heitins, og þar af leið- andi annar seljandi safnsins. — Ekki fékkst gefið upp verðið á safnimu, en Ingólfur sagði að erf- ingjar Þorsteins hefðu heldur viljað ráðstafa því þannig, held- ur en að selja það úr landi, þó hærra verð fengist fyrir. Kári, sem rekur bílaleigu Og maimngai. verzlun, er Borgfirð- ingur að ætt, faðir hans frá Grafardal, og hafði hann mætur á Þorsteini. Ætiar hann ekki að láta safnið dreifast, heldur setja það upp í heilu lagi í húsi sem hann á að Njálsgötu 49, þar sem verða myndir gf sýslumannshjón- unum Og safnið geymt til minn- ingar um þau. HERAÐ8IUOT Sjálfstæðismanna i Ólafsfirði 1. sept. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Ólafsfirði verður haldið næstkomandi laugardag kl. 9 e. h. Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, og Gísli Jóns- son, menntaskólakennari, flytja ræður. Þá verður sýndur gaman- leikurinn „Mótlætið göfgar“ eftir Leonard White, í þýð- ingu Vals Gíslasonar leikara. j — Með hlutverk fara leik- 1 Ingólfur Gísli ararnir Valur Gíslason og Helga Valtýsdóttir. Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tvísöng- ur. — Flytjendur eru Kristinn HaUsson, óperusöngvari, Þórunn Ólafsdóttir, söngkona, og Skúli Halldórsson, píanó- leikari. — Dansleikur verður um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.