Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 28. ágúst 1962 HORGVNBI. 4ÐIÐ 23 Fyrsta langferða- bifreiðin út í Ögur Merkur áfangi i samgöngumúlum Djúpmanna SUNNUDAGINN 12. ágúst sl. lagði 16 manna ferðamannahóp- ur úr ögurhreppi upp frá Súða- vík í skemmtiferð suður um Vestfirði að Ögri. UMF „Fram- eókn“ í ögurhreppi stóð að þess- ari ferð, sem var að því leyti merkileg, að þetta var í fyrsta sinn, sem langferðabíll kemst alla leið út í Ögur. Ríkir mikil ánægja í sveitinni yfir þeim á- ÍÞRÓTTIR Frahald af bls. 22 v.eri slík, að til fyrirmyndar væri, og víst væri, að ef fleiri af þeim ágsetu frjálsiþrótta- mönnum sem við höium átt, (hefðu sýnt slíka rækt, þá væri um auðugri garð að gresja í þessari grein nú, en raun ber vitni. Albert afhenti Gunnari síð an bikarinn, og minntist þá gamalla daga, er þeir æfðu saman, Gunnar og hann, á Melavellinum. Þá voru báðir tfélitlir og eyddu frístundum sínun- við æfingar — oft að- eins tveir á vellinum. Albert vék að fjölhæfni Gunnars, sem hefur í senn ver ið liðtækur spretfhlaupari, stökkvari — hefur m.a. sigrað í hástökki — og svo kastari. Þá var Gunnar góður knatt spyrnumaður fyrr á árum, en lagði þá grein á hilluna. er Ihann fór í alvöru að snúa sér að köstum. Þar brást hann ekki vonum manna, eins og bezt kom fram 1946, er hann varð Evrópu- meistari í kúluvarpi í Osló, og f jórum árum síðar, er hann varði þann titil í Brússel. 1955 var Gunnar í hópi 10 beztu k'úluvarpara í heimi, og enn er hann beztur hér á landi 10 sinnum 'hefur hann orðið ílandsmeistari í kúluvarpi, 6 sinnum í kringlukasti og tvis var í sleggjukasti. I»á sagði Albert að lokum að enn væri ekki annað að sjá en Gunnar ætti enn eftir að bera margan sigur úr býtum (því ekki er ellimörkum fyrir að fara, og æfingar stundar hann af þeirri elju. sem ein- kennt hefur hann . — Ibrottir Framhald af bls. 22. arleik sínum og umfram allt hefur vörnin þétzt. Má aetla að árangur góðrar þjálfunar i sumar sé nú komin í ljós að fullu. Reykjavfkurliðið var hálf elappt Og áhugalítið. Það breytt- ist nokkuð á síðustu stund vegna meiðsla. En mjög var áberandi hve dettnir menn voru á hálum vellinum. SAMSÆTI Eftir leikinn var boðið til hófs I nýju byggingunni. Þar talaði Magnús Guðjónsson bæjarstjóri. Taldi hann byggingarnar stóran áfanga i menningarmálum Akur- eyrar og lét í ljós vonir um að það yrði æsku Akureyrar og að- komandi iþróttafólki til ánægju Og örvunar. Gísli Halldórsson form. ÍBR talaði næstur. Óskaði hann Akur- eyrarbæ til hamingju með mann- virkin og þakkaði fyrir að Reyk- víkingar skyldu eiga kost á því eð leika á ÍOO ára afmæli Akur- eyrar. Lét hann í ljós vonir um áframhaldandi og aukin skipti á Jþróttasviðinu milli höfuðborgar- kuiar og Akureyrar. Ájrmann Dalmannsaon talaði •S lokum nokkur orð og lýsti byggingum nánar fyrir gestum. fanga, sem nú hefur náðst í vegamálum og treysta menn því nú fastlega að haldið verði á- fram af fullum krafti að leggja veginn inn með Skötufirði, þar sem meir en helmingur hrepps- búa býr og síðan áleiðis til ísa- fj arðarkaupstaðar. í Skötufirði eru 8 býli, sem öll eru í byggð. Er það eini fjörð urinn við ísafjarðardjúp, sem svo vel er á vegi staddur. f>að er því mikil nauðsyn að vegagerð- inni verði hraðað sem mest, svo að fólkið þurfi ekki að yfirgefa jarðir sínar fyrir samgönguleysis sakir. Bílstjóri í þessari fyrstu ferð langferðabifreiðar út í ögur, var Sigurður ólafsson frá ísafirði, hinn traustasti og bezti bílstjóri. Unnið er nú að því að bera ofan í Ögurveg. Ennfremur mun í haust verða byggð brú á Ög- urá. — Baldur. Emil Björnsson sjötugur í dag EMIL BJÖRNSSON, fyrrutn sýsluskrifari á Eskifirði og for- stöðumaður tollendurskoðunar ríkisins á sjötugsafmæli í dag. Hann er kvæntur Laufeyju Jó- hannesdóttur og eiga þau 4 upp komin böm. Emil býr á Löngu- hlíð 3 í Reykjavík, en dvelzt er- lendis um þessar mundir. — ÁH. - Vilhjálmur Framhald af bls. 1. hann var enn ugur maður þá kannaði hann heimskauta- héruðin, og jók þar stórkost- lega á þekkingu okkar, bæði um þessi héruð og hvernig menn fá búið i svo hörðu umhverfi. Síðustu áratugum hins viðburðaríka lifs neytti hann mikillar þekkingar sinnar til að auðga mennta- heiminn og hann skildi eftir ævarandi minnisvarða, þar sem er bókasafn hans um heimskautafræði í Dartmouth College". ☆ Framkvæmdc-stjóri Kon- unglega brezka landfræðifélags- ins, Laurence P. Kirwan, sem sjálfur hefur ritað sögu heims- skautakannana, komst svo að orði í Lundúnum í gær, að hinn íslenzk-bandaríski landkönnuður Vilhjálmur Stefánsson hefði ver ið einn djarfasti maður síns tíma. -— Hann var ekki upp á það kominn, sagði Kirwan í stuttu samtali við fréttamann Mbl., — að bregða fyrir sig gömlum aðferðum. Ilaiui treysti á að- ferðir eskimóanna við að kom ast áfram og framfleyta líf- inu. Þeirra venjur tileinkaði hann sér með því að umgang- ast þá árum saman. Og á þeirri reynslu sinni byggði hann sín ar eigin nýju aðferðir. Eg var persónulega kunnug ur honum. Hann var jafnoki norska heimsskautafarans Nansens og Bandaríkjamanns ins Peary — bæði að þvi er snerti umfang afreka hans og þá erfiðleika, sem hann þurfti að sigrast á- Hinna gagnmerku uppgötv- ana hans í heimsskautahéruð um Kanada mun ávallt verða minnzt. Hann var fyrstur manna til þess að færa sér í nyt rannsóknarstöðvar á fljót andi ísnum við atliuganir sin- ar. Hann var þegar á allt er lit ið. merkilegur maður. Smávegis „flugslys“ átti sér stað á sunnudag, er vélknúið módel varð fyrir vélarbilun yfir höfðum áhorfenda. Stjórn- andi þessa fjarstýrða módels beindi því út fyrir áhorfendahóp- inn, en það var þá í of lítilli hæð, og snerti höfuð litlu stúlk- unnar. Ekki gerðist þó annað, en að vængur módelsins tók hárnælu stúlkunnar á brott með sér. Hér sést hún í hópi vina. Minki grandað í sjúkrahúsi AKRANESI, 27. ágiist. — , Mikið uppnám varð í dag á ' læknabiðstofunni í Sjúkra-, húsi Akraness. Einhverjir úr starfsliði sjúkrahússins komu, þjótandi inn á biðstofuna og sögðu að minkur væri kominn inn á sjúkrahúsvellina. 1 Bjarni Vilhjálmsson, hvatur , maður og knár, nýkominn, Íheim einn síns liðs á vélbátn- um Snæfara, spratt upp, engu líkara en ætti að fara að kasta' nótinni. Með eldflaugarhraða 1 skautzt Bjami út um sjúkra- húsdyrnar með kúst að vopnL , Stökk hann rakleitt að minkn um, sem slsynjaði hættuna og flúði bak við trén. Bjarni ' reiddi kústinn, eitt högg, mink' urinn steinlá, 50 sm langur. 1 Til bæjarstjórans með skottið, þar sem 200 kr. 'fást fyrir það. —, Oddur. 1 — Sildin Framlhald af bls. 24 búnaðar. En mikill hugur virð- ist í flestum síldveiðisjómönnum, enda ekki ástæða til annars, meðan horfir sem gerir. Sl. laugardag hafði verið salt- að í rúmlega 105 þús. tunnur síldar hér á Siglufirði. Horfur eru nú á viðbótarsölu til Sovét- ríkjanna og hefur Síldarútvegs- nefnd leyft áframhaldandi sölt- un cutsíldar á eigin ábyrgð og áhættu saltenda — Stefán. Bráðkvaddur UM hádegisibilið í gær fannst fullorðinn maður látinn i Borgar firðinum, við vegamóton á Þver árhlíðarvegi og Borgarfjarðar vegi. Þetta reyndist vera Þor- varður Jónsson úr Reykjavík, en hann hafði farið frá Hjarðar- 'holti um morguninn, og ætlar að reyna að ná bíl ofan í Borgar- nes z taka skip til Reykjavíkur. Mjólkurbílsstjóri veitti athygli manni, sem lá við veginn og var læknir kvaddur á staðinn. Hefur Þorvarður sennilega orðið bráð- kvac.di r, þar sem hann var að bíða eftir bíl. Hann var maður ókvæntur. Sofandi undir bíl ÞEGAR einn af leigubíl- stjórum hjá BSR ætlaði að leggja af stað í ferð frá stöð- dags og snaraðist upp í bíl inni kl. 1.30 aðfaranótt sunnu sinn í portinu hjá stöðinni, varð hann var við að bílhjól- in lyftust yfir eitthvað, þeg- ar hann ók af stað. Hafði hann ekið ca. 1 m áfram. En er hann kom út og leit undir bílinn, sá hann hvar maður lá undir honum, rétt aftan við framhjólin. Hefur hann þvælzt milli hjólanna, en þau ekki farið yfir hann. Maðurinn var fluttur í Slysavarðstofuna, þar sem hann svaf til kl. 5, en þá var hann fluttur heim. Hafði hann verið drukkinn og lagt sig til svefns á þessum hættu- lega stað. En hann slapp sem sagt með nokkrar skrámur úr I bílslysinu. VANTAR hættumerki ÞAö HEFUR vakið athygli margra, sem farið hafa um' , Vestfirði á þessu sumri, að hættumerki á vegunum eru þar mjög af skomum skammti. Ekki sprettur þetta þó af því að liinir vestfirzku vegir séu i hættuminni en vegir í öðrum landshlutum. Enda þótt marg , ir þessara vega séu mjög mynd arlega lagðir við erfiðar að-, stæðui blasa þar þó víða við 1 hættui, sem nauðsynlegt er að, ókunnugir séu varaði rvið með I venjulegum hættumerkjum. En það hefur verið háskalega< vanrækt. Hefur sumsstaðar leg ’ ið við óhöppum og stóif-ysum, af þessum sökum. Krappar ' beygjur, snarbrattar hliðar og „blindar“ hæðir eru ómerktar. Við svo búið má ekki standa. Vegagerðin verður að bæta úr , þessu ófremdarástandi eins ' fljótt og frekast verður við komið. 1 I Rækjuleyfi veitt og af turkölluð ÍSAFIRÐI, 27. ágúst. — 15. ágúst sl. veitti atvinnumálaráðuneytið einum bát leyfi til rækjuveiða í ísafjarðardjúpi og síðan fengu tveir aðrir bátar leyfi. Voru leyf- in bundin hvert við sína verk- smiðju. Verksmiðjur Björgvins Bjarnasonar á Langeyri, Óla Ólsen og Guðmundar og Jóhanns fengu leyfi fyrir einum bát hver. Niðursuðuverksmiðjan hf hafði enn ekki fengið neitt leyfi. Hófu bátarnir allir veiðar fyrir viku og var aflinn 800—1000 kg í veiðiferð. í dag ákvað atvinnumálaráðu- neytið skv. ábendingu Fiskideild ar Atvinnudeildarinnar að aftur- kalla áðurnefndar leyfisveiting- ar, vegna þess hve rækjan væri smá Og laus í skelinni. Var ákveð ið að veita engin rækjuleyfi fyrr en 15. sept. næstkomandi. Verði þá veitt leyfi til takmarkaðra veiða. BILALEIGAN HF. VolKswagen — árg. ’62. Sendum heim og saekjum. 400 hvalir íí GÆR kom á land í hvalstöð* inni í Hvalfirði 401. hvalurinn á þessari vertíð Hefur veður verið mjög gott og veiðiskilyrði ágæt á vertíðinni - Aðeins verkamað ur Framhald af bls 1, af hálfu a-þýzkra yfirvalda, að hann hefði verið „fórnardýr sinn ar eigin heimsku, þar sem hann hefði reynt að flýja". Embættismaður flutti líkræð- una, og lýsti því m.a. yfir, að félagar Fechters, sem sendu kranz, er á var letrað: Til okkar kæra Peter Pechters, í viður- kenningarskyni fyrir dugnað 1 starfi — þeir hefðu reynt að leið rétta villu hans á þessum erfiðu tímum, en þeim hefði greinilega ekki tekizt það. Ræðuimaður hélt því einnig fram, að það væri stjórnarinnar að ákveða hvaða leiðir væru hættulegar fyrir borgarana og hvaða leiðir ekki. Unnusta hins látna grét mik- ið. Vinir fjölskyldunnar sikýrðu frá því, að beðið hefði verið twn kristilega útför, en því hefði verið neitað, og því hefði embætt ismaður flutt líkræðuna. - Takmarkað bann Framhald af bls. 1. það kunni síðar að auðvelda samninga um allsherjarbann. Hvort Rússar halda fast við þá skoðun sína, að tillagan sé aðeins sett fram í þeim tilgangi að tryggja áframhaldandi til- raunir neðanjarðar, er ekki hægt að spá um á þessu stigi málsins. Það er von Vesturveldanna að fá samið um aðra hvora tillög- una áður en gert verður hlé á fundum ráðstefnunnar, 8. sept. F élagslíf KR knattspyrnumenn 5. flokkur. Knattspyrnunámskeið hefst 1 kvöld kl. 6 á íþróttasvæði félags- ins. Tíu KR þjálfarar aðstoða á námskeiðinu, sem stendur yfir þrjú kvöld, þriðjudag, miðviku- dag og fimmtudag kl. 6—8.20. Við ráðleggjum öllum KR drengj um 12 ára og yngri að mæta á námskeiðinu. Lítið skrá ykkur hjá húsverði. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.