Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 8
V 8 Monnrnvnrjfíifí Miðvikudagur 29. ágúst 1962 Jóhann HlálmarssoAi: Á MÁNUDAGINN var frum- sýnd í Stokkhólmi ný kvik- mynd eftir Arne Mattsson. Eins og kunnugt er stjómaði hann töku „Sölku Völku“. Mattsson hefur aðallega feng- ist við gerð sakamálamynda og léttra gamanmynda sein- ustu árin. Þessar myndir hafa fallið almenningi í geð en vandlátum kvikmynda- gestum hefur þótt þær harla aumar samanborið við fyrri myndir Mattssons: „Brauð ástarinnar", „Sumardansinn" og „Hemsöborna“. (f Svíþjóð þykir kvikmyndin um Sölku Völku gott listaverk) Með þessari nýju mynd sem nefn- ist „Vaxbrúðan“ hefur Matts- son áunnið sér virðingu á ný. í Stocholms-Tidningen stend- ur eftirfarandi: „Myndin er ekki síðri en bestu kvik- myndir sem gerðar hafa ver- ið í heiminum nú um skeið. Hún er ekki taglhnýtingur frönsku öldunnar, og hún er Næturvörðurinn (Per Oscarsson) og vaxbrúðan í nýrri sænskri kvikmynd um einmanaleik- ann í stórborginni og baráttunni við hann. Vaxbrúðan heldur ekki „ítölsk". Myndin er sænsk.“ Og harðgerðasti gagnrýnandi Svíþjóðar, Jörn Donner, er ánægður þrátt fyrir nokkuð ósanngjarna gagnrýni að mínu áliti. Kvikmyndahandritið er samið af Lars Forssell, Ijóð- skáldi og leikritahöfundi. Hann hefur stuðst við kunn- ar fyrirmyndir, en tekist að gefa efninu skáldlegt líf, nýjan svip. Ljóðið sem sung- ið er í upphafi og að lokum gæti ekki verið eftir annan en hann. Það fjallar um manninn og brúðuna, og er mjög fallegt í háleitum ein- faldleik sínum. Aðalhlutverkin í myndinni leika þau Per Oscarsson (næturvörðinn) og Gio Petré Pétur Ólafsson: (vaxbrúðuna sem lifandi veru). Bæði fara þau með hlutverk sín af snilld. Það er erfitt að gera greinarmun á hvað er brúða og manneskja. Gio Petré sér um það. Þessi unga leikkona sýnir mikla leikgetu, og Per Oscarsson vinnur sinn fyrsta stóra sig- ur í hlutverki næturvarðar- ins. Hann er næstum óhugn- anlega sannur í eintali sínu við brúðuna, og breytni sinni gagnvart nábúanum, sem hann óttast að taki frá sér ást sína. Einn gagnrýn- andinn líkir honum við Harriet Andersson í kvik- myndinni „Eins og í spegli" eftir Ingmar Bergman. „Vaxbrúðan" fjallar um ungan næturvörð í Stokk- hólmi, sem þjáist af einmana- kennd. Þegar hann kemur heim úr vinnu sinni á morgn- ana er enginn til að taka á móti honum nema tómleiki veggjanna. Hann skolar nið- ur mjólkurskammtinum og hverfur til drauma sinna um unga stúlku sem er honum góð og elskar hann. Vinna hans er meðal ann- ars fólgin í því að gæta versl- unar einnar, sem hefur marg- ar vaxbrúður í fórum sínum. Eina nóttina rekst hann á brúðu sem er ímynd kven- hugsjónar hans. Hann hefur hana á brott með sér, og kemur henni fyrir í herbergi sínu. f húsi því sem nætur- vörðurinn býr er samankom- ið allskyns fólk, ein eldri kona lifir fyrir kettina sína, rakari nokkur fyrir girndina, og húseigandinn sem er ung kona með ör ef-tir brunasár á annarri kinninni, minnir leigjendurna á greiðslu húsa- leigunnar. Hún er líka ein- mana og elskar næturvörð- inn í laumi. Nú hefjast samskipti næt- urvarðarins og brúðunnar. Hún verður lifandi fyrir aug- um hans, drekkur með hon-. um kaffið, spjallar við hann og nýtur ástar hans. Þegar næturvörðurinn stígur dans við brúðuna heyra rakarinn og ástmey hans fagnaðarlæti næturvarðarins. Þeim þykir tal hans undarlegt, því að þau vita ekki til að hann hafi nokkurn tíma verið við konu kenndur. Nábúarnir komast að lokum að hinu sanna í málinu. Þeim hefur þótt margt skringilegt í fari næt- urvarðarins. Einn daginn mæta þeir honum í stiganum og spyrja hvort það sé kven- maður í herbergi hans. Hann kveður já við, ségir að það sé stúlka, nú sé hann á leið út til að kaupa pels handa henni og muni bráðlega kynna hana fyrir þeim. Hús- eigandinn, sem er afbrýði- söm, spyr um nafn stúlkunn- ar. Það segist næturvörður- inn ekki vita. En hann skuli spyrja hana að því. Nábúarn- ir sem eru meira en í hófi forvitnir ryðjast einn daginn inn á næturvörðinn. Þeir koma að honum í faðmlögum við brúðuna. Hann segist vera hamingjusamur, en rak- arinn skilur ekki að maður geti verið hamingjusamur með dauðum hlut. Skelfdir nábúarnir hverfa á brott, og skilja næturvörðinn eftir með brúðunni. En þeir hafa sannfært hann um að hún er dauður hlutur og hann molar hana mélinu smærra í bræði sinni. Á gólfinu liggur haus- inn, hárlaust brúðuhöfuð sem horfir á ógnvald sinn. Næt- urvörðurinn kemur brotun- um og höfðinu fyrir í ferða- tösku og fleygir öllu saman í sjóinn. En þegar hann kemur heim liggur sköllótt brúðan í rúminu. Hún segir að hún geti hvorki lifað né dáið án hans. Þannig endar myndin um manninn og brúðuna, og ástina sem var í eðli sínu hamingjusöm og fögur. Varg- ar hversdagslífsins tortímdu henni með heimsku sinni. Það er eins og enginn fái að hafa neitt fyrir sig einan í friði. Allt er annaðhvort skrýtið eða geðveikt sem liggur utan við seilingu van- ans. Myndin er ákaflega draum- kennd eins og að líkum læt- ur, en hún er svo spennandi, eins og tekið er til orða, að maður kemst ekki undan neinu sem gerist. Myndin er sigur fyrir sænska kvik- myndagerð og sannar að það er ekki eingöngu Ingmar Bergman sem á þann heiður að sýna endurnýjunarmátt sænskrar kvikmyndalistar. Hún er á traustu bjargi reist, allt frá Stiller og Alf Sjö- berg. ! ^3 LuiLm vi n dctóci <j SÁ EINN ER SEKUR............. (Anatomy of a Murder). Lcikstjóri: Otto Preminger. Kvifcmyndir Otto Premingers eru margvíslegar að efni og mis- jafnar að gæðum: Stalag 17, sem igerist í stríðsfangabúðum naz- ista; Carmen Jones, nútíma út- setning á hinni frægu óperu Biz- ets; The Man with the Golden Arm, kvikmynd um eiturlyfja- nautn; Porgy and Bess, sem var sýnd hér fyrir skömmu, en væri þó líklega bezt gleymd. Prem- inger er kunnur af fyrirlitningu sinni á hverskonar hömlum kvik myndaeftirlits og hefur oftar en einu sinni lent í stappi við sjálf skipaða eða lögskipaða sið- Hafnarfjörður Stúlka óskast nú þegar til afgreiðslu- starfa. — Upplýsingar á staðnum. Bo5abúð Sjónarhól._________ Glæsileg íbtíð til leigu 6 herbergja, glæsileg íbúð í Hiíðunutn er til leigu frá 15 .sept Tilboð senaíst afgr. Mbl. íyrir laugardag merkt: „Glæsileg hæð — 298“ gæzlumenn vegna kvitomynda sinna Svo var einnig um Ana- tomy of a Murder. Bann var lagt við sýningum á henni í Ghicago, en Preminger höfðaði mál vegna þess og fékto banninu hrundið. Tilefni þess banns mun vera viss skjólflik kvenna, eða tas-tl- ur af henni, sem handfjötluð er og umrædd í kvikmyndinni og sömuleiðis viss orð sem fara um munn og munu etoki áður hafa heyrzt frá sýningartjaldinu. Rangt væri samt að álykta að Preminger sé efst í huga að vekja á sér eftirtekt með þessu eða hneyksla. Til þess er hann of samvizkusamur leikstjóri. Sá einn er sekur ... (Laugarás- bíó) er gerð eftir metsölubók bandarísks lögfræðings og mun vera byggð á réttarböldum sem hann var viðriðinn sjálfur sem verjandi og er að notokru leyti sjálfsævisaga. Kvikmyndin ger- ist að mestu í réttarsal og er ná- kvæm lýsing á málaferlum gegn Frederik Manion liðsforingja (Ben Gazzara) vegna dráps manni sem nauðgað hefur Lauru (Lee Remick) konu hans, nokk- uð léttlyndri kvenpersónu. Vörn verjanda hans, Paul Bieglers (James Stewart), byggist á því að sanna að Manion hafi verið haldinn stundarbrjálæði er hann framdi verknaðinn. Lok málsins virðast samt etoki undir sekt eða sakleysi sakborningsins kom in, heldur sniðugleik og gáfum sækjanda og verjanda. Þeim sem sjá munu myndina er enginn greiði gerður með að rekja frek ar gang málsins eða skýra frá enaalokum þess, en éig get full- 1 v awpr* susbiw James Stewart, Lee Remick og Ben Gazzara í „Sá einn er sekur“. vissað þá um að þetta er ein bezta sakamálamynd sem hér hefur lengi sézt. Þar kemur til leikstjórn Premingers, fáguð og tæknilega frábær; handrit sem er skynsamlega samið og á köfl- um bráðfyndið, en fyrst og fremst er það leikurinn sem gerir myndina jafn góða og hún er og heidur athyglinni ó®kiptri allt til enda, þrátt fyrir lengd hennar (160 mínútur). Beztur al'lra er Joseph N. Welch í hlut- verki dómarans. Weloh er þó ekki leikari að atvinnu, heldur kunnur bandarískur lögfræðing- ur. Samt tekst honum ætíð að halda athyglinni frá hinum reyndu atvinnuleikurum, hve nær sem hann er innan sjónmláls elskulega rólegur og broslegur en jafnframt göfugmannlegur og virðulegur öldungur. James Stewart er skínandi góður og heilsteyptur1 verjandinn og lætur ekkert tækifæri ónotað til að beita sínum klassísku „sjap merandi" einkennum, stami og vandræðalegu fáti. Ben Gazzara og Lee Remicto eru og all sann- ferðug sem hin vafasömu hjú. í raunsæistilgangi er myndin tek- in á raunverulegum stöðum, rétt arsalurinn er raunverulegur rétt arsalur og barinn er hinn rétti vettvangur drápsins. Myndatak- an er nákvæm og sannfærandi nánast dókumentarísk, svo að innlifun áhorfandans hlýtur að vera auðveld, mjög hreyfanleg og snuðrulaus, án allra tækni- bragða og styður að sem beztri túlkun vandaðs leiks. í grein minni síðastliðinn föstu dag, um mynd John Fords, hef- ur spegilbrot orðið áð sprengju- broti og hefur sú óskiljanlega efnabreyting orðið til að gera greinina óskiljanlegri en hún var fyrir. Til að ásakanir mínar verði ekki of persónulegar, skal prentvillupúkanum um kennt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.