Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikndagur 29. ágúst 1962
Gjaldheimtan hefur starf-
semi sína um mánaðamót
Tekur við gjöldum bæjarbúa til
rikissjóðs, borgarsjóðs og sjúkrasamlags
UM mánaðamótin næstu verður
opnuð hér í borg stofnun, sem
hefur l«að hlutverk að annast
innheimtu sameiginlegra gjalda
til ríkissjóðs, horgarsjóðs
Reykjavíkur og Sjúkrasamlags
Reykjavíkur. Nefnist stofnun
þessi Gjaldheimtan í Reykjavík
Og verður aðsetur hennar í húsi
Sjúkrasamlags Reykjavíkur að
Tryggvagötu 28.
Stofnunin mun- taka til starfa
jafnskjótt og hún fær í hendur
gögn sín frá skýrsluvélum, en
álagningu skatta og útsvara er
nú lokið og skattskráin komin í
prentur. Hefur kaupgreiðendum
þegar verið send krafa um að
halda eftir hluta af launum
Starfsfólks síns til greiðslu á
þessum sameiginlega skatti.
Eins og kunnugt er, samþykkti
alþingi á síðastliðnu vori lög
um heimild til sameiginlegrar
jnnheimtu opinberra gjalda og á
grundvelli þessara laga var hinn
26. maí sl. gerður samningur til
5 ára milli rikissjóðs, borgar-
sjóðs Reykjavíkur og Sjúkra-
samlags Reykjavíkur. í samn-
ingi þessum segir, að samnings-
aðilar hafi orðið sammála um
að koma á fót stofnun til inn-
hektól. al
Íslundssíld
Einkaskeyti til Morgunblaðsins,
Nesbyen, 27. ágúst. — Heildar-
síldveiði Norðmanna, þ.e. sú síld
sem þegar hefur verið flufct til
Noregs af fslandsmiðum á þessu
sumri, náði 1.430.000 hektólítrum
sl, Iaugardag.
Síldveiðarnar við fsland hætfca
nú renn, en þó verður veitt í salt
út september. Magnið i ár er
minna en á sama tíma í fyrra.
Cæzlufangi slapp
og náðist
AÐFARANÓTT sunnudags slapp
gæzlufangi út á Litla Hrauni,
fiór niður á Stokkseyri og tók
þar traustataki fólksbíl. Um kl.
5 um nóttina mætti vegaeftirlitið
þessum bíl, sem tilkynnt hafði
verið að væri horfinn, undir Ing
ólfsfjalli. Og kom í ljós seinna að
í honum var Jóhann Víglundsson
gæzlufangi.
Það tók vegaeftirlitsmennina
nokkra stund að snúa við og dró
sundur með bílunum á meðan,
og var stoln: bíllinn mannlaus
móts við Sandvík. Fann lögregl
an á Selfossi fangann skömmu
seinna í mýrinni skammt frá.
heimtu þinggjalda, er innheimt
hafa verið samkvæmt skatt-
reikningi, borgargjalda og
sjúkrasamlagsgjalda.
Fasteignagjöld verða inn-
heimt sér í lagi á sama hátt og
verið hefur og verður fasteigna-
eigendum sendur sérstakur fast-
eignagjaldseðill á gjalddaga 15.
jan. nk.
Með þessu nýja fyrirkomu-
lagi fá gjaldendur sendan sér-
stakan gjaldareikning, svonefnd-
an gjaldheimtuseðil, þar sem
sundurliðuð eru þau gjöld, er
þeim ber að greiða á árinu 1962,
tiltekin fjárhæð þeirra samtals
og til frádráttar sú fjárhæð,
sem gjaldendur kunna að hafa
greitt fyrirfram upp í gjöld á-
lagningarársins, þar með talin
sjúkrasamlagsiðgjöld 1962.
Sérstök ástæða er til að vekja
athygli á því, að það, sem talið
er fyrirframgreiðsla á gjald-
heimtuseðli er sú fjárhæð, er
gjaldendur hafa greitt í þing-
gjöld, útsvör og sjúkrasamlags-
gjöld samtals á árinu 1962, fram
að 16. ágúst. Greiðslur er kunna
að hafa verið inntar af hendi
frá þeim degi og fram að opnun
Gjaldheimtunnar, verða færðar
inn á reikning gjaldenda í
Gj aldheimtunni.
Það, sem ógreitt er af sam-
eiginlegum gjöldum yfirstand-
andi árs, ber að greiða með
fjórum jöfnum afborgunum, 1.
september, 1. október, 1. nóv-
ember og 1. desember.
Um sjúkrasamlagsgjöld sér-
staklega er rétt að taka það
fram, að á innheimtu þeirra
verður nú sú breyting, auk þess,
er áður hefur verið getið, að
iðgjald hjóna er nú krafið í
einu lagi. Fram að næstu ára-
mótum geta menn notað sam-
lagsbækur sínar sem skilríki
gagnvart læknum og lyfjabúð-
um, en þá mun Sjúkrasamlagið
tilkynna nánar um útgáfu nýrra
persónuskilríkj a.
Eftirstöðvar hinna ýmsu
gjalda frá 1961 og eldri, tekur
Gjaldheimtan einnig að sér að
innheimta og ber þeim, sem
þannig eru í vanskilum að gera
skil hjá Gjaldheimtunni, hvort
sem um er að ræða ógreidd
þinggjöld, útsvör eða sjúkra-
samlagsggjöld.
Kostir hins nýja innheimtu-
fyrirkomulags eru einkum fólgn
ir í því, að verulegur sparnaður
í rekstri mun með tímanum
fást hjá þeim aðilum, er áður
hafa annazt innheimtu hinna
ýmsu gjalda, vegna fækkunar
starfsfólks og aukinnar véla-
notkunar. Einnig verður gjald-
endum mikið hagræði í því að
geta greitt þau gjöld á einum
stað nú, sem áður þurfti að
fara á þrjá staði til þess að
greiða. Þá er og mikið hagræði
í því fyrir kaupgreiðendur, sem
skyldugir eru til þess að halda
eftir af launum starfsmanna
sinna, að eiga nú aðeins von á
einni slíkri kröfu í stað þriggja
áður.
Gjaldheimtustjóri hinnar nýju
stofnunar verður Guðmundur
Vignir Jósefsson. Starfsmenn
stofnunarinnar, sem verða til
að byrja með 26, auk 4 fulltrúa
borgarfógeta, munu flestir hafa
unnið áður í skrifstofu borgar-
gjaldkera við innheimtu út-
svara, en nokkrir þeirra hafa áð-
ur unnið í skrifstofu tollstjóra
eða hjá Sjúkrasamlagi Reykja-
víkur við innheimtu gjalda þar.
/ 100 km.
gönguför
AKRANESI, 27. ágúst — Með
þanin brjóst og stælta vöðva
drukku þeir útiloftið 1 löngum
fceytgum, sáu sólina setjast og sáu
sólina koma upp. Og þvílík
dýrð að hlusta á raddir nátt-
úrunnar.
Þetta voru tveir reyfloviskir
16 ára skátar, Grettir Gunn-
laugsson og Ingibergur Sigur-
jónsson. Lögðu þeir af stað úr
Reykjavík laust eftir kl. 8 á
Töstudagskvöld í 100 kim. göngu-
för á leið fyrir Hvalfjörð til
Akraness. Seinasta spölinn, fram
yfir 100 km. fóru þeir í bíl.
Hingað til Akraness komu þeir
kl. tæplega 7 á laugardagskvöld-
ið. 100 km. hafa þeir gengið á
röskum 22 klst. eða rúmlega
hálfan fimímta km. á klukku-
stund.
Þessa mynd af reyk vísku gönga
görpunum tók Akranesskátinn
Magnús Oddsson. — Oddup
Norðmenn reyna
Færeyjaflug
Einkaskeyti til Morgunblaðsins,
ÞórShöfn Færeyjum — 27. ágúst.
BJÖRGUMFLY í Noregi hefur
ákveðið að fara í reynsluflugferð
til Færeyja í september, segir i
viðtali starfsmanna flugfélags-
ins -iorska við útvarpið í Fær-
eyjum. . j
Engir farþegar verða í reynslu-
ferðinni.
■Jc Óviðunandi ástand
Nýlega birtist fregn í blöð-
unum um að fjarlægja hefði
þurft geðveikan mann og
vegna rúmleysis á sjúkrahúsi,
þurft að geyma hann í Steinin-
um fyrst. Þetta var tilefni þess
að móðir ein kom hér til min,
í þeim tilgangi að vekja at-
hygli á því að það er ekki að-
eins - þau skipti, þegar það
hendir þetta fólk að gera eitt-
hvað sem kemur í blöðunum,
að þetta er óviðunandi, heldur
er það stöðugt ástand, sem
mörg heimili búa við.
Kona þessi á sjálf barn, sem
þannig er ástatt fyrir og þekk-
ir vandræðin. — Þegar illa
horfir er talað við lækni, seg-
ir hún, sem ekki hefur annað
ráð að gef a manni en að
hringja á mæturlækninn til
að gefa sjúklingnum sprautu,
svo hann geti sofið. Þetta
gengur kannski í viku, alltaf
kemur nýr næturlæknir og gef
ur sprautu. Jafnvel það er erf-
iðleikum bundið, því sjúkling-
urinn vill ekki slíkt, telur sig
heilbrigðan. Loks gefast nætur
læknar líka upp og segja að
þetta sé ekki í sínum verka-
hring og með hverju þeir eigi
að sprauta? Og ef sjúklingur-
inn hefur ekki getað sofið tím-
unum saman, þá eru kannski
engin önnur úrræði en að senda
hann til bráðabirgða í tugt-
húsið. Yfirlæknirinn á Kleppi
vill gjarnan taka við honum,
en getur ekki. Það sjá allir hve
mikil læknishjálp er í Steinin-
um, einmitt á þeirri stundu,
sem sjúklingurinn þarfnast
hennar mest með.
^ Allt innan fjögfurra
veggja
Konan vill taka fram, að
henni er fullkunnugt um að
vel íari um sjúklinga á Klepps
spítalanum og að þeir íá par
góðan bata. Ln því hryggi-
legra sé að þeir komist eKki
þangað strax og þeir þur-fa
þess með, eða áður en þeir eru
kannski orðnir meira eða
minna ruglaðir.
Eins sé það með þessa veiki,
að ekki er aðeins hætta á að
sjúklingarnir valdi tjóni á sjálf
um sér og sínum nánustu, held-
ur er einnig sífelld hætta á að
þeir skaði nágrannana eða
eyðileggi, geta jafnvel kveikt
í. Slíkt fer allt fram innan
veggja heimilisins og eins lít-
ið áberandi og hægt er, en
heimilisfólk hlýtur að verða
taugaveiklað til lengdar og
þannig smitar þetta út frá sér.'
Annars sagði konan, að þetta
væri svo mikil sergarsaga að
varla væri von að aðrir skildu
það. En það væri svo knýjandi
vandamál að útvega sjúkra-
rými fyrir geðveikt fólk, að
erfitt væri að sjá að meira
lægi á nokkru öðru.
Gott hvað snýr að
Reykjalundi
Eins þyrfti Kleppsspítalinn
að hafa eitthvað svipað og
Vífilsstaðir hafa í Reykja-
lundi, stað þar sem sjúkling-
arnir eru undir eftirliti fyrst
eftir að þeir útskrifast, þar
sem þeir vinna stuttan tíma á
dag, fá reglulegan svefn og er
gætt, ef þeir skyldu geta feng-
ið heilsu á ný. Meðan þeir
lenda úti í lífinu með hálf-
karaða lækningu, er ekki von
að vel fari. — Þetta fólk á
bágt, segir hún. Það er erfitt,
enginn lítur til þess. Það verð-
ur einmana og leggst í sama
dvalann og áður en það fór
inn eftir. Sjúkrahúsið getur
ekki tekið við því aftur ogþað
fær ekki færi til að jafna sig
við hentugar kringum stæður-.
Öngþveiti ríkir á fjölda heim-
ila. Sem sagt, þó þetta komi
ekki fram í dagsljósið, nema
þegar það hendir einhvern a£
þessum sjúklingum, að gera
eitthvað utan veggja heimilis-
ins, þá er þetta óviðunandi og
brýn nauðsyn að bæta úr, seg-
ir móðirin og skorar á viðkom-
andi aðila að taka í taumana.