Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 18
18
MORGVNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 29. ágúst 1962
Valbjðrn bætti 11 ára gamalt met
Arnar Clausen í tugþraut
VALBJÖRN Þorláksson bætti
í gær 11 ára gamalt íslands-
met Arnar Clausen í tugiþraut.
Tugiþrautarmet Arnar var á
sínum tíma eitt bezta íþrótta-
afrek Evrópu og er enn mjög
gott. Met og afrek Valbjarnar
er því mjög athyglisvert, og
þar við bætist að Valbjörn set
ur sitt met keppnislaust og í
óhagstæðara veðri en erlendis
gerist. Hins vegar var Val-
björn heppinn með veður mið
að við það sem 'hér gerist og
Valbirni tókst sérlega vel upp
í flestum greinum.
Val'bjöm byrjaði keppnina
með 10,8 sek. í 100 m hlaupi,
sem er mjög góður árangur
og hans bezta í ár. Hann jók
enn á möguleika sína með
ágætu langstökki, 6,81 metra.
í kúluvarpi dalaði árangur
hans nokkuð, 12,41 en þetta
bætti hann upp með ágætu
hástökki 1,80 og lauk fyrri
degi með 51.5 sek í 400 m
hlaupi. Samanlagður árangur
hans fyrri daginn var 3846
stig, iþað bezta sem hann hef-
ur náð í tugþraut. I>að gaf
því miklar og góðar vonir.
Fyrsta grein síðari dagsins
gerði eiginlega út um gamla
metið. Valbjörn vann grinda-
hlaupið á ágætum tíma 15ö
sekúndur, langbezta tíma sem
hann hefur náð.
— Ég trúi þessu varla, varð
honum að orði, er hann heyrði
tímann. En þetta afrek lyfti
honum mikið og • nýtt met
blasti við. í>ó mátti ekkert
mistakast.
í kringlunni náði Vaibjörn
ekki sínu bezta, kastið 39,04
m, en möguleikarnir voru enn
bjartir.
Stangarstökkskeppnin var
löng og ströng. Valbjörn var
að kólna upp af bið eftir öðr-
um keppendum og loks er
þeir voru allir úr leik byrjaði
hann á 3.80, flaug yfir og
hækkað var í 4.00. Valbjörn
flaug yfir í tignarlegu stökki
á trefjaglerstönginni. Sama
gerði hann við 4,15 m en tví-
vegis felldi hann 4,30. Mögu-
leikarnir á meti voru ekki
búnir, þó hann hefði ekki þá
hæð, en metið tryggt ef hann
færi. Það varð því mikill
fögnuður, þegar hann smeygði
sér yfir 1 síðustu tilraun.
Hann var nálægt því að fara
4.40 en tókst ekki nú.
Spjótinu kastaði Valbjörn
55,51 m og nú var einsýnt að
nýtt met yrði sett.
Vaibjörn leiddi 1500 m
hlaupið og vann það á 5.05.2
mín. og orðið var skuggsýnt
og mjög napurt, er þrautinni
lauk.
Vaibjörn hafði hlotið 6983
stig, en met Annar var 6889
stig. Annar 1 þrautinni varð
Björgvin Hólm ÍR 6268 stig.
3. Kjartan Guðjónsson KR
5181 sem er nýtt drengjamet.
Hann átti sjálfur gamla met-
ið. 4. Einar Frímannsson KR
5145 stig og 5. Ólafur Unn-
steinsson ÍR 4590 stig.
Vaibjörn Þorláksson
Enska knaftspyrnan *
3. umferð ensku deildarkeppninnar
fór fram s.l. laugardag og urðu úr-
slit þessi:
1. deild.
Arsenal — Manchester U. 1—3
Birmingham — Leyton O. 2—2
Blackbum — Liverpool 1—0
Blackpool — Wolverhampton 0—2
Bolton — Fulham 1—0
Everton — Sheffield W. 4—1
Leicester — N. Forest 2—1
Manchester City — Aston Villa 0—2
Sheffield U. — Ipswich 2—1
W.B.A. — Burnley 1—2
West Ham — Tottenham 1—6
2. deild.
Chelsea — Charlton
5—0
□-
Armenning-
ar fá mikið
lof
Færeyjarfarar Ármanns, fim-
leikaflokkur karla og kvenna,
hafa lokið ferð sinni um Eyjarn-
ar. Dvöldu þeir þar í 8 daga á
▼egum Havnar fimleikafélagi en
sigldu heim í gærkveldi.
Fimleikaflokkarnir hafa sýnt
þrisvar í Þórshöfn, þrisvar í Vog
um og einu sinni á Glyvrum. Hef
ur mikið orð farið af Ármenn-
ingunum og eru Færeyingar sam
mála um, að aldrei hafi svo
snjall hópur fimleikafólks komið
til Færeyja.
Hcimsókn Ármenninga lauk
með því að Benedikt G. Waage
forseti ÍSt þakkaði Færeyingum,
lögmanni og borgarstjóra fyrir
móttökurnar í útvarpsræðu svo
og öllum fvrir vinskap og gest-
risni.
-□
Derby —- Cardiff 1—2
Grimsby — Scunthorpe 3—0
Leeds — Sunderland 1—0
Luton — Rotherham 2—3
Middlesbrough — Huddersfield 0—5
Newcastle — Portsmouth 1—1
Norwich — Plymouth 2—1
Southampton — Bury 0—3
Swansea — Stoke 2—1
Walsall — Preston 4—1
t Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi:
Dundee — Dundee U. 1 2—1
Hearts — Celtic 3—2
Rangers — Hibernian 0—0
St. Mirren — Third Lanark 1—1
Staðan í Englandi er nú þessi:
1. deild (efstu og neðstu liðin)
Stig:
Wolverhamton 3 3—0—0 14:2 6
Aston Villa 3 3—0—0 7:2 6
Everton 3 3—0—0 10:3 6
Birmingham
Manchester City
West Ham
0—1—2 2:7 1
0—1—2 3:12 1
0—Ú-3 3:13 0
2. deild (efstu og neðstu liðin)
Chelsea 3 3—ú—0 9:0 6
Swansea 3 2—1—0 7:3 5
Plymouth 3 2—0—1 10:3 4
Stoke
Southampton
Preston
Charlton
3 0—1—2 2:4 1
3 0—1—2 3:7 1
3 0—1—2 4:13 1
3 0—1—2 2:8 1
4 breytingar í liði
Íra frá siðasta leik
í GÆR tilkynnti írska sambandið
að það hefði endanlega valið lið
það, sem leika á gegn íslending-
um í Reykjavík á sunnudaginn.
Allir eru liðsmenn atvinnumenn
hjá enskum félögum og eru gerð-
ar fjórar breytingar á liðinu frá
því i leiknum í Dublin 12. ágúst
síðastliðinn.
Lið íranna er þannig:
Markvörður: Kelly, Preston.
H. bakv.: Mc Nally, Luton.
V. bakv.: Treynor, Southampt.
H. framv.: Nolan, S. Rovers.
Miðvörður- Hurley, Sunderl.
V. framv.: Seward, Huddersf.
H. úth.: Curtis, Ipswich.
H. innh : Fögarty, Sunderland.
Miðherji: Cantwell, Manc. U.
V. innh.: Payton, Leeds.
V. úth.: Í'uohy, Nowcastle.
Breytingarnar f jórar eru í stöð-
um h. bakv., h. framv., h. úth. og
v innh. í sambandi við breyting-
arnar má geta þess, að h. útherj-
inn Curtis átti að leika með síðast
en var þá meiddur. Má því ætla
að þar sé sízt um veikingu liðs-
ins að ræða. Þó aðrir menn veiki
liðið ef til vill er lítill munur á
þessum mönnum og kannski eng-
inn.
Breytingar koma til af því
helzt, að ensku atvinnuliðin
munu hafa neitað að gefa mönn-
unum leyfi, en í h. bakv. stöðu og
WWMMfeMa
v. innherjastöðu voru síðast
Dunne og Giles frá Manc. U. og
í stöðu h. framv. Meagan frá Ev-
erton.
Liðsmenn koma ýmist á föstu-
dag eða laugardag. Þórólfur Beck
kemur einnig til landsins á laug
ardagskvöld, ef hann á að leika
á laugardag. annars fyrr.
Svíar velja
EM-fara
SVÍAR hafa valið flokkinn sem
iþeir senda á Evrópumeistara-
mótið í frjálsíþróttum í Belgrad
í septemiber. í flokknum eru 13
karlar og 1 kona.
Svíarnir taka þátt í 100, 200,
400 og 5000m hlaupum, hástökki,
sleggjukasti *g boðhlaupuinum
báðum. Sænska stúlkan Gunilla
Gederstöm keppir í fimmtar-
þraut.
****** ~ * * 1 • ~ ‘1 - r*m—m'l
Fjdrir valdir til EM-ferðar
Frjálsíþróttasamiband fs-
lands ákvað í gær að senda
fjóra þátttakendur héðan á
Evrópumeistaramótið í Belgr
ad 12-16. september n.k. Þess-
ir verða sendir:
Vilhjálmur Einarsson ÍR
sem keppir í þrístölkki. Und-
anrásir í þeirri grein eru 12.
sept., en úrslit 13. sept.
Jón Þ. Ólafsson ÍR, sem
keppir í hástökki. Undanrás-
ir í þeirri grein fara fram
15. sept, en úrslit þann 16.
Valbjörn Þorlálksson ÍR,
sem keppir í tugþraut sem
fram fer 13. og 14. septem-
ber. Valbjörn tekur einnig
þátt í stangarstöikkskeppni
mótsins sem fram fer 13. sept
ember.
Kristleifur Guðbjörnsson
KR, sem keppir í 3000 m
hindrunarhlaupi.
Þeir Vilhjálmur, Jón og
Valbjörn hafa allir náð tii-
skyldum l'ágmarksafrekum F
RÍ. Kristleifur hefur ekki
náð lágmarki í 3000 m hindr-
unarhlaupi, en hlaupið 1500
m hindrunarhlaup á 4.11.2
sem er nýtt ísl. met og sam-
svarar 8.55.0 á 3000 m vega-
lengd. Kristleifur er nú á
keppnisferðalagi í Svílþjóð
þar sem aðstæður eru marg-
falt betri en hér til langlhlaupa
Fararstjóri í ferðinni verð-
ur Björn Vilmundarson gjald
keri FRÍ en þjálfari Simonyi
Gabor sem hér hefur dvalizt
í sumar á vegum ÍR. Hópur-
inn fer utan 8. sept. til Hafn-
ar en heldur daginn eftir til
Belgrad.
x
w
■MMfeMi
MMMtMMMfeMMMMfeMH
XÖfefe