Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 3
Miðvifcudagur 29. ágúst 1962 MORGVNBLAÐIÐ 3 FINNSKI karlakórinn Muntra Musikanter kom til Reykja- víkur í fyrrakvöld með leigu- flugvél Flugfélags íslands frá Kaupmannahöfn. Karla- kórinn Fóstbræður, sem er gestgjafi Finnanna, tók á móti þeim á flugvellinum og heilsuðust kórarnir með því að syngja „Sangerhilsen", sem er kveðjusöngur nor- rænna karlakóra. — Margt manna var saman komið á flugvellinum tii að taka á móti söngmönnunum og öðr- um farþegum, og hrópuðu Söngur og kátína á Reykjavíkurvelli allir viðstaddir ferfalt húrra fyrir þeim. f gærkvöldi hélt kórinn fyrsta samsöng sinn í Iláskólabíói, en það er jafn- framt eina skiptið, sem hann kemur fram hér í Reykjavík. Komust færri áheyrendur að en vildu, en styrktarféiagar Fóstbræðra höfðu forgangs- rétt að aðgöngumiðum. Voru undirtektir áheyrenda mjög góðar og söng kórinn fimm aukalög. A fimmtudag fer kórinn í söngför til Akureyr- ar og kemur aftur tii baka á föstudag. Alls eru þátttakend- ur í fslandsför Finnanna 74, en nokkrir þeirra eru gaml- ir félagar, sem ekki syngja lengur með, en notuðu þetta íækifæri til að heimsækja fsland. A myndinni hér til vinstri sést Agúst Bjarnason, for- maður Fóstbræðra, heilsa forráðamönnum M u n t r a Musikanter við komuna til Reykjavík. — Efsta myndin sýnir Ragnar Björnsson, söngstjóra Fóstbræðra, heilsa söngstjóra finnska kórsins, Erik Bergman. — Að baki þeirra stendur formaður Muntra Musikanter, Per Erik Floman. Neðsta myndin sýn- ir Fóstbræður undir stjórn Ragnars Björnssonar syngja „Sangerhilsen“. (Ljósm. Mbl.: Markús) Nýtt félagsheimili BLÖNDUÓSI, 27. ágúst. — í gær var nýtt Félagsheimili á Blöndu- ósi tekið í notkun. Grunnur þess var byggður á árunum 1958 til 1960' og það gert fok- helt haustið 1961. Samkomusalur þess er nú fullgerður, ásamt and- dyri, snyrtiherbergjum og þrem- ur félagsherbergjum. Kostnaður við bygginguna er orðinn rúm- lega 5 milljónir króna. Góð veíði íiusiur af Hvalbak í gær — reytingur f GÆRKVÖLDI var almenn veiði um 31 mílu austur af Hval- bak, og fengu öll skip, sem þar voru stödd, veiði. Síldin var á- gæt söltunarsíld. — Ægir fann þarna vaðandi síld í gærmorg- un og síldarleitarflugvél leið- beindi skipum á svæðið. Vitað var þar um a. m. k. tíu skip í gærkvöldi. Þá höfðu tilkynnt sig til Seyðisfjarðar, Ófeigur II með 1000 tunnur og Björg SU með 800 tunnur. — Síldar varð vart út af Dalatanga í gær og þar fékk t. d. Heimaskagi 700 fyrir norðan mál af blandaðri síld. Skip á þeim slóðum héldu suður eftir í gær, en numu sum staðar í Norðfj arðardj úpi. í gær var reytingsafli 55—60 mílur norður af Raufarhöfn, þar sem veiðin liefur verið undan- farna daga. Lítið hefur orðið vart smásíldar, og yfirleitt hef- ur verið um söltunarsíld að ræða, sem farið hefur til Rauf- arhafnar, Húsavíkur, Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Grímseyjar. — Vitað er um afla þessara skipa frá því kl. 8 í gærmorgun af þessum slóðum (tölurnar í tunn- um): Leifur Eiríksson 600, Sæ- fari BA 900 (til Hríseyjar), Héð- inn 650, Anna SI 450, Hrafn Sveinbjarnarson II 800, Hrafn Sveinbjarnarson 850, Sigurfari AK 600, Helgi Helgason 400, Vörður 250, Arnkell 1000. Einnig er vitað, að fleiri skip hafa fengið afla, en ekki kunnugt um magn. Neskaupstað, 28. ág. — Tölu- verð veiði er á Tangaflaki, en síldin er blönduð. Von er á síld á öll plön í kvöld og nótt. Veð- ur er gott úti, en mikill straum- ur, og þvi erfitt um vik. — Fréttaritari. Raufarhöfn, 28. ág. — Hér hafa landað í bræðslu Þórsnes 116, Guðrún Þorkelsdóttir 662, Sigurður Bjarnason 1168, Arn- firðingur 82 og Manni 196 mál- um. — Veiði er áframhaldandi og veður gott. Saltað er á öllum söltunarstöðvum og verður í nótt víðast, eftir því sem heima- fólk annar, en aðkomufólk er flest farið. — Einar. , ★ Sólarhringinn frá mánudags- morgni til þriðjudagsmorguns var vitað um afla 16 skipa með samtals 11.400 mál af miðunum 40 mílur A að N frá Glettingi, tveggja skipa með samtals 1100 mál af miðunum 6 mílur suður af Papey, og 12 skipa með 7.700 mál af miðunum út af Rifs- banka. Þann sólarhring var Gullfaxi aflahæstur með 1300 mál, þá Sólrún með 1200 og Sig- urður Bjarnason með 1100 mál. STAKSTEINAR „Haugalygi£ Þjóðviljans Öll heilbrigð gagnrýni, sem beint er gegn Sovétríkjunum eða leppríkjum þeirra austan járn- tjalds, heitir á máli „Þjóðviljans" „ofstæki“, „níð“, „glórulaust of- stæki“, „skemmdarstarfsemi“, „haugalygi" og annað eftir þvL Ekkert, sem gerist í heimi komm- únismans, er í þeirra augaum ann að en „gott og fagurt“. Þetta hefur komið berlega í ljós í sambandi við blaðaskrif þau, er að undanförnu hafa átt sér stað um „austurviðskiptin" svonefndu. Þar hefur „Þjóðvilj- inn“ engu sannmæli getað unað, ef hallað hefur á vinina — eða öllu heldur yfirboðarana í austri. Þegar Alþýðublaðið birti sl. sunnudag frásögn af viðhorfum Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskipta- málaráðherra til viðskipta þess- ara, þar sem staðfest eru í einu og öllu þau höfuðsjónarmið, sem gagnrýnendur austurviðskipt- anna hafa bent 4> rýkur „Þjóð- viljinn“ upp og segir í stórri fyrir sögn: „Stjórnarblöðin éta ofan í sig skrif um austurviðskiptin". Hvert er sannleiksgildi þessarar fullyrðingar? f fyrsta lagi er hér ekki um að ræða „stjórnarblöðin“ hvorki eitt né fleiri, heldur einn tiltekinn ráðherra stjórnarinnar, sem lýsir sínum skoðunum. I öðru lagi, og það skiptir auðvitað meg inmáli, er hér alls ekki um að tefla „ofaníát“ af neinu tagi, frek ar en efni líka standa til. Ráð- herrann staðfestir beinlínis, þótt gera megi ráð fyrir að manni í hans stöðu sé það alls ekki ljúft, að framkoma áðurncfndra við- skiptalanda okkar sé yfirleitt mjög ámælisverð. Gallað en dýrt Þannig víkur Gylfi Þ. Gísla- son m.a. bæði að hinu háa verð- lagi austantjaldsvaranna og rýr- um gæðum þeirra og segir: „En útflytjendur þessara landa verða að skilja, að það má ekki til lengdar vera neinn verulegur munur á því verði sem þeir selja á hingað til lands og til annarra landa, né heldur á gæðum þeirr- ar vöru, sem þeir selja okkur og sams konar vöru, sem fáanleg er annars staðar“. Því miður eru slík áminningar orð óhjákvæmileg og ber aðeins að vona, að þau verði tekin til greina, því ella munu erfiðleik amir í sambandi við austurvið- skiptin enn vaxa. Almenningur er orðinn langþreyttur á þeim gall- aða en dýra varningi, sem úr austrinu hefur komið. Sá lofsöng ur, sem „Þjóðviijinn“ hefur kyrj að um þessi viðskipti, er áreið anlega sízt til þess fallinn, að koma á breytingu til batnaðar. „Andskotast í smáleiðara“ Það er annars ekki ófróðlegt að virða fyrir sér, hvað „Þjóð- viljinn“ hefur að segja um sína eigin framkomu á sviði viðskipta málanna — og þá um leið hnútu kast hans í garð andstæðinganna, en þetta tvennt verður sjaldnast aðskilið. í gær var komizt svo að orði í ritstjómargrein: „Sem eins konar mótvægi and- skotast ritstjóri Alþýðublaðsins enn í smáleiðara á Þjóðviljanum, sem hann segir að túlki málstað erlendra þjóða í viðskiptum og svíki málstað neytenda á íslandi fyrir hagsmuni fárra stórkapítal ista! Ljótt er ef satt væri, en auð vitað er þetta Alþýðublaðssann- leikur, það er að segja, haugalýgL Andstætt ofstækisáróðri stjórnar blaðanna hcfur Þjóðviljinn rætt þessi viðskiptamál af algjöru of- stækisleysi og frá islen^ku hags- munasjónarmiði“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.