Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 10
10 MORCUNTtLAÐlÐ MiSvikuJagur 29. ágúst 196i.1 Ðtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigiu. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. AKUREYRI 100 ARA 1 kureyri, höfuðstaður Norð^ urlands, minnist um þess- ar mundir þess að 100 ár eru liðin síðan bærinn öðlaðist kaupstaðarréttindi. Akureyri á sér merkilega sögu, sem er nátengd baráttu þjóðarinnar í heild fyrir frelsi og efna- hagslegri uppbyggingu. — Þar hófu dugandi menn merki innlendrar verzlunar, sem síðan átti ríkan þátt í vexti og viðgangi kaupstað- arins um leið og héruðin í nágrenni hans nutu góðs af bættum verzlunarháttum. Akureyri er í dag og hefur um langt skei,ð verið annar stærsti kaupstaður landsins. Hún ei einn mesti iðnaðar- bær landsins en jafnframt er þar rekin þróttmikil verzlun á vegum einkaframtaks og samvinnufélaga. Þar er einn- ig mikil útgerð og fiskiiðnað- ur. — Það er ekki of mælt að Akureyri sé fegursti og hlý- legasti kaupstaður á íslandi. Þar var snemma á árum haf- izt handa um trjárækt og er óhætt að fullyrða að Akur- eyringar hafi verið brautryðj endur á því sviði. Á Akureyri hafa einnig bú- ið margir af ágætustu lista- mönnum þjóðarinnar, skáld, rithöfundar og tónlistar- menn. Þar eru menntastofn- anir, sem unnið hafa merki- legt menningarstarf í þágu alþjóðar. Mest um vert er þó það að í næst stærsta kaupstað lands ins býr þróttmikið og dug- andi fólk, sem ann byggðar- lagi sínu og er reiðubúið til þess að halda áfram að byggja upp athafnalíf þess og gera menningarlíf þess fjölþættara og þroskavæn- legra. Mun engum blandast hugur um að höfuðstaður Norðurlands hljóti að eiga farsæla framtíð, framför og uppbyggingu í vændum. Mbl. óskar Akureyri og Akureyringum til hamingju á þessum merku tímamótum. V-STJÖRNIN FELLDI KRÓN UNA A llan þann tíma sem vinstri stjórnin fór með völd var krónan að falla. Orsök þess var fyrst og fremst stöðugt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. Gegn þessari ó- heillaþróun átti vinstri stjórn in ekkert úrræði annað en það að hækka stöðugt skatta og tolla og aðrar opinberar álögur. En sú ráðabreytni hafði aðeins í för með sér enn aukna dýrtíð og verð- bólgu. Haustið 1958 var svo kom- ið að vinstri stjómin hafði misst allt taumhald á þróun íslenzkra efnahagsmála. — Flokkar hennar gátu ekki komið sér saman um eitt ein- asta jákvætt úrræði til þess að stöðva vöxt dýrtíðarinnar. Stjórnin logaði að innan og skömmu eftir að Alþingi kom saman, stóð Hermann Jónasson upp á þingi og lýsti því yfir að „óðaverð- bólga“ væri skollin yfir og ríkisstjórnin gæti ekki kom- ið sér saman um neitt til þess að hindra þjóðargjaldþrot. — Efnahagsmálasérfræðing- ur stjómarinnar sagði að þjóðin væri að ganga fram af ,-,hengifluginu“. Þegar þannig var komið gafst vinstri stjórnin upp og sagði af sér. Aldrei hefur nokkur ríkis- stjórn á Islandi beðið annað eins skipbrot og vinstri stjórnin. í áratugi höfðu flokkar hennar þrástagazt á þeirri staðhæfingu að aðeins vinstri stjórn gæti stöðvað vöxt verðbóigunnar og leyst öll vandamál með hagsmuni alls almennings fyrir augum. Niðurstaðan varð hins vegar sú að allt launafólk í landinu varð fyrir stórkostlegri kjara skerðingu af völdum óstjóm- ar hennar. Framleiðslan var að stöðvast, lánstraust þjóð- arinnar út á við var þorrið, íslenzkra krónan fékkst hvergi skráð, stórfellt gjald- eyrisbrask átti sér stað í land inu og alger upplausn og hrun blasti við. Þetta var sá arfur, sem viðreisnarstjórnin tók við eftir uppgjöf vinstri stjórn- arinnar. STÖNDUM VÖRÐ UM VIÐ- REISNINA l/'iðreisnarstjóminni hefur " ekki aðeins tekizt að hindra það hrun, sem var á næsta leyti þegar hún tók við völdum. Henni hefur tek- izt að skapa jafnvægi í ís- lenzkum efnahagsmálum, endurreisa lánstraust þjóðar- innar út á við, útrýma gjald- eyrisbraskinu og safna gíld- um gjaldeyrissjóðum, auka sparifjárinnlög að miklum azYMSHM. Svo fara bau í dálitla geimferð ... TVEER bandarískir læknar, ). J. George og J. G. Morrow, :m báðir starfa við Bethseda júkrahúsið í nágrenni Was- úngton hafa nýlega búið til væfingatæki fyrir börn, sem þetta reynzt ótrúlega vel til þess að bægja frá öllum ótta þeirra við svæfinguna. Tækið er einskonar hjálwiur úr plasti, í líkingu við hjálma geimfara, sem bandarískum Læknirinn útbýr litla geimfarann. Talningin hefst. •ggist á áhuga barnanna . rir geimferðum. Hefur tæki íun og tryggja mikla fram- iiðsluaukningu, sem þegar iefur lagt grundvöll að batn ndi lífskjörum, framförum 2 uppbyggingu í landinu. Viðreisnarstjóminni hefur ekizt þetta þrátt fyrir það að Framsóknarmenn og kommúnistar hafa gert allt, sem þeir hafa getað til þess að hrinda dýrtíðarskriðunni af stað að nýju. Þeim varð að vísu nokkuð ágengt í þeirri iðju sinni sumarið 1961. Rík- isstjómin hikaði þá ekki við nð gera nauðsynlegar ráðstaf anir til þess að koma í veg íyrir jafnvægisröskun. Vonir standa hins vegar til þess að þjóðinni takist að rísa undir þeim kauphækkunum, sem orðið hafa á þessu sumri vegna þeirrar framleiðslu- aukningar, sem viðreisnar- stefnan hefur haft í för með sér. Fyllsta ástæða er til þess að íslendingar séu vel á verði gegn niðurrifsöflunum. Það má ekki henda að saga vinstri stjórnartímabilsins endurtaki sig. Þjóðin verður að standa vörð um þá jafilvægis- og viðreisnarstefnu, sem mörk- uð hefur verið. Ef hún gerir það mun sú velmegun verða varanleg, sem stefna við- reisnarstjórnarinnar hefur haft í för með sér. börnum, a.m.k. þykir afar spennandi. í hjálminn er leidid slanga með svæfingarefninu — og það þytkir börnunum bara enn meira spennandi, því auðvitað fá allir g’eimfar- ar súrefni í geimferð. — Og svefninn sígur á brá og þau hafa langar sötgur að segja um geimferðina — sem þeim finnst þau hafa upplif- að. Það er auðvitað sagan, sem byrjað var á að segja þeim, sem kemur aftur fram í draumi. Þegar böm gangast undir uppskurð í Bebhesda sjúkra- húsinu er byrjað á því að segja þeim sögu af geimferð. Síðan er þeim sagt, að nú fái þau sjálf að fara i diálitla geimferð — hún hefjist í skurðstofunni hjá öllum skrítnu tækjunum og henni ijúki í sjúkrastofunni. Og litlu krakkamir hafa síður en svo á móti þessu. Hjálmurinn er settur yfir höf uð þeirra og þeim komið vel fyrir. Þeim er sagt að anda- djúpt — og svo hefst taln- ingin — 10’ — 9 — 8 — 7 — 6 — 5 — 4 — 3 — 2 — 1 — 0 og allt er GO—GO—GO— en þá eru litlu geimfararnir löngu sofnaðir og hafa ekki kennt augnabliks hræðslu. Skurðað- gerðin hefst og þegar þau vakna er allt um garð gengið Og áður en allt er „GO“ er sjúklingurinn sofnaður. Heija Kínverjar nú brátt atómtiiraunir? WASHINGTON, 27. ágúst — NTB — AP — Talsmenn bandarísku stjórnarinn ar tilkynntu í dag, a þess væri nú að öllum líkindum mjög skammt að bíða, að Kínverjar bæfu tilraunir með kjarnorku- vopn. Er það álit hernaðarsérfræð inga, að fyrstu tilraunir kunni að verða framkvæmdar á næstu mán uðum. Tilkynningin kom skömmu eft ir að skýrt hafði verið frá efni yfirlýsingar þeirra, sem Kennedy forseti, og MacmiUan,forsætisráð herra Breta, gáfu út sameigln- lega vegna tillagna þeirra, er í dag voru lagðar fram á afvopn unarráðstefnunni. Því var jafnframt lýst yfir, að Kínverjar hefðu nú náð svo langt vegna aðstoðar frá Rússum. Hins vegar var lögð á það áherzla, að þótt sjálfar sprengjurnar yrðu senn fyrir hendi, þá vantaði Kin verja enn langdrægar eldflaugar í líkingu við þær, sem stórveldin eiga, og flutt geta sprengjur landa og heimsálfa á miiU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.