Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.1962, Blaðsíða 20
Fréttasímar Mbl — eftir loknn — Erler.dar fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 VAXBRUÐAM Sjá blaðsíðu 8. 196. tbl. — Miðvikudagur 29. ágúst 1962 Humarbátur sökk í fyrrinótt Gúmbátur bjargaði áhöfninni 1 FYRRINÓTT sökk 64 tonna humarveiðibátur, Stella, frá Grindavík skyndilega norður af Eldey. Áhöfnin, fimm manns, komst í gúmbjörgunarbát og bjargaðist yfir í annað skip. Mbl. náði í gaer tali af stýri- manninum á Stellu, Haulki Krist- jánssyni í Hafnarfirði. Sagðist honum svo frá, að bátiurinn hefði verið staddur á 80 faðma dýpi 10—'15 mílur norður af Eldey kl. tvö um nóttina þegar mikils leka varð vart. Skipverjar luku við að koma humarnum úr fyrsta holinu fyrir um kl. hálftólf um kvöldið, en lögðust síðan til svefns nema vaktmaður. Á hum- arveiðum þýðir lítt sem ekki að Tonni af lifandi ál stolið MIÐVIKUDAG í fyrri viku urðu r..enn, sem starfa við álaútgerð Jóns Loftssonar hf. austur í Hvalnesi í Lóni varir við það, að heilt tonn af ál- um hafði horfið úr birgt . fyrirtaekisins. Álarnir voru geymdir lifandi i kistu, sem lágu fyrir framan land Hval- ness. Benedikt Stefánsson hrepps L'.jóri í Hvalnesi, tók málið. iþegar til rannsóknar. Ekkert ihefur enn upplýstst í málinu, en ekki er ólíklegt, að hér (hafi verið um skemmdarverk að ræða, því að öruggt má telja, að upp mundi komast, ef reynt er að selja svo mikið magn á ekki stærri markaði en álamarkaðurinn er. veiða yfir mesta dimmutímann, svo að venja er að sjómennirnir leggist til hvíldar á meðan. Kl. rétt fyrir tvö voru vaktaskipti. Skömmu síðar taka vaktmenn- irnir eftir því, að sjór flæðir af miklu afii úr lestinni og inn í vélarrúmið. Var greinlegt, að allhátt myndi véra orðið í lest- inni. Skipstjóri, Einar Jónsson, var nú vakinn og eins þeir, sem frammi í sváfu. Skipti það eng- um togum, að svo mikill sjó flæddi í vélarrúmið, að hátt var orðið á véliníii eftir stutta stund. Flugeldi var nú skotið á loft og gúmbáturinn blásinn út. Ekki vannst tími til þess að kalla í talstöðina, enda hæpið, að hlust- að sé á þessum tíma. Kom það í ljós síðar, að flugeldurinn sást frá einum báti, Stafnesi, sem fór þegar að leita. Stukku skipverj- ar, fimm að tölu, nú út í gúm- bátinn, og greip skipstjóri um leið með sér skilrúmsborð (stíu- fjalir). Var róið með þeim í átt- ina að næsta skipi. Gott var í sjóinn og blankalogn. svo að ljós nærliggjandi humarbáta spegluð- ust í sjónúm. Þegar klukkuna vantaði 23 mínútur í þrjú, sökk Stella. Nokkru síðar kom áhöfn- in af Stellu að Flóakletti, þar sem hún fékk forkunnar góðar móttökur hjá Einari Símonar- syni skipstjóra og mönnum hans. Hélt Flóaklettur síðan til lands og var komin* þangað um kl. hálfsex í gærmorgun. Að lokum sagði Haukur, að ekki væri nokk ur vafi á þvi, að gúmbáturinn hefði bjargað lífi þeirra Stellu- manna. Stella var 64 tonna bátur, smíð aður árið 1934 á Norðfirði. Aðalfundur Aðalfundur „Jörundar“, félags ungra Sjálfstæðismanna í Austur Húnavatnssj'slu verður haldinn í nýja félagsheimilinu á Blöndu- ósi sunnudaginn 2. sept. n.k. kl. 8 síðdegis. HÉRAÐSMÓT jálfstæðismanna á Siglufirði 1. sept. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á Siglufirði verður haldið næstkomandi laugardag kl. 8,30 e. h. Einar Ingimundarson, hæj- arfógeti, og frú Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður, flytja ræður. I»á verður sýndur gaman- leikurinn „Heimilisfriður“ eftir Georges Courteline, í þýðingu Árna Guðnasonar, magisters. Meó hlutverk fara Ieikararnir Rúrik Haraldsson og Guðrún Asmundsdóttir. Ennfremur veróur til skemmtunar einsöngur og tví- söngur. ' Flytjendur eru óperusöngvararnir Guðmundur Jónsson og frú Sigurveig Hjaltested, oe undirieik annast Fritz Weisshappel, píanóleikari. . Dansleikur verður um kvöldið. Ragnhildur Einar Vb Sfcella í höfn í Grindavik. 6 þús. volta spenna við flugvélina Flugmonnunum mikil hætta buin EINS og skýrt var frá i blað- inu í gær, rakst ein af kennslu fiugvélum Flugskólans Þyts á háspennulínu við Varmaland í Mosfellssveit sl. mániudag. — Slifcnaði línan við áreksturinn, flugvélin hrapaði til jarðar og kom niður í um 2 m fjarlægð frá þeim enda hennar, sem lá á jörðinni með fullri spennu. Lá linan nokkurn fcima á jörð- innii áður en Rafmagnsveitan fékk fregnir af slysinu og tók línuna úr sambandi. Blaðið sneri sér í gær til Indriða Einarssonar, verk- fræðings hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og spurðist fyrir um hve mikil hætta hefði stafað af línunni, þar sem hún lá slitin á jörðinni með fullri spennu. Indriði sagði, að spennan á línunni væri 6 þús. volt, en svo há spenna væri lífshættu- leg. Hefði þeim, sem komu of nálægt línunni á meðan að hún lá á jörðinni með spennu, verið mikil hætta búin, sér- staklega ef þeir hefðu snert X hlut, sem var í leiðandi sam- bandi við línuna eða línuna sjálfa. Flugmönnunum hefði verið mikill háski búinn, ef sá endi línunnar, sem spenna var á 'hefði snert flugvélina þar sem hún lá á jörðinni. Einnig hefði getað kviknað í flugvélinni, ef neisti frá lín- unni hefði komizt í benzínið. Indriði sagðist ekki vita hve lengi línan hefði legið slitin á jörðinni áður en hún var tekin úr sambandi. Sam- Frh. á bls. 19 Vestur-Þjóðverjar kaupa Suðurlandssíld í GÆR voru undirritaðir samning þús. tunnur. en í fyrra, þegar ar iim cnln á Vn*ÍQ fnnrmm nf z- 'i j OiK ar úm sölu á 25 þús. tunnum af flakaðri Suðurlandssíld til V- f>ýzkalands. I>á er talið líklegt, að samning ar takizt við Sovétríkin um sölu á 20 þúsund tunnum af saltsíld. Alls hefur nú verið saltað í 340 Hreyfill bHur í flugvél yfir Akureyri Akureyri, 28. ágúst U M kl. Mlftíu í kvöld var Snæ faxi, leiguflugvél Flugfélags ís- lands af gerðinni DC-4, að hefja sig til flugs á Akureyri. Þegar hún var nýkomin á loft, fór einn hrey-illinn af fjórum skyndilega úr sambandi. FLugstjórinn, Henn ing j:.rnason lenti flugvélinni þegar aftur. Tókst lendingin vel,. og hlekktist engum nelit á. Slökkvilið.óíll beið til taks á flugvellinum. Fáir fariþegar voru með flugvélinni. Verið er að athuga bilunina, en ekki er vitað, hvort unnt reyn ist að gera við bilunina hér nyrðra i skjóty bragðL — G.G. mesta síldarsöltunarár var um 26 ára skeið, var alls saltað í 363 þúsund tunnur. Allt magnið er þegar selt. Nýtt kjöt í dag NÝTT kindakjöt kemur á markaðinn í dag. 1 gær var slátrað í Reykjavík, Hafnar- firði, Borgarnesi og eitthvað fyrir ausltan fjalL Ekki er ákveðið enn, hve miklu magni verður slátrað, en eftirspurn mun ráða þvL HERAÐ8MÓT Sjálfstæðismanna á Dalvík 2. september HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á Dalvík, Eyjafjarð- arsýslu, verður haldið sunnudaginn 2. september næst- komandi klukkan 9 eftir hádegi. Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, og Jónas G. Rafnar, alþingismaður, flytja ræður. Þá verður sýndur gaman- leikurinn „Mótlætið göfgar“ eftir Leonard White, í þýð- ingu Vals Gíslasonar leikara. — Með hlutverk fara leik- ararnir Valur Gíslason og Helga Valtýsdóttir. Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tvísöng- ur. — Fiyijendur eru Kristinn Hallsson, óperusöngvari, Þórunn Ólafsdóttir, söngkona, og Skúli Halldwast>'\ píanó- leikari. — Dansleikur verður um kvöldið. Jónas Ingólfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.