Morgunblaðið - 25.09.1962, Síða 6
6
MORCVNfíLAÐlÐ
Þriðjudagur 25. sept. 1962
— Óveðrið
Framh. af b)s. 3
vinnsluhúsi hjá Axel Pálssyni
og mikið af mótauppslátti á fisk-
húsi hjá Helga Eyjólfssyni fór
einnig. Á nokkrum stöðum í
Keflavík brotnuðu auk þess
gluggar og járnplötur fuku.
Atti að steypa mjölgeymsluna
í gær
Fréttaritarinn í Sandgerði
simaði að þar hefði ekkert orðið
að í höfninni í ofsaveðrinu. En
65 m langur og 5 m hár upp-
sleginn veggur í mjölgeymslu,
sem Guðmundur Jónsson er að
reisa í sambandi við síldarverk-
smiðju, lagðist út af. Var upp-
slátturinn alveg til og átti að
steypa í gær. Seinkar verkinu
nú um 3 vikur og er tjónið til-
finnanlegt.
Báti naumlega bjargað
í Hafnarfirði
Fréttaritari blaðsins í Hafnar-
firði símaði:
í veðurofsanum á sunnudag-
inn voru bátarnir, sem lágu við
bryggjurnar, í allmikilli hættu,
því SV-áttin er hin versta hér.
Ekki slitnaði þó neinn bátur frá,
en trillubátur, Vífill GK 144,
sem verið var að flytja út að
hafnargarðinum, rak að uppfyll-
ingunni fraiji undan Hellyers-
húsunum og festist þar á skeri.
Stöðvaðist vél bátsins á leiðinni
út í garð og rak hann þá á fyrr-
nefndan stað. Er þetta rétt við
gömlu bryggjuna og var hægt
að koma taug út í hann og síðan
dró jeppi hann af skerinu og
menn, er voru á bryggjunni. Var
þá kominn leki að honum. Mað-
urinn um borð í trillunni var að
sjálfsögðu í lífshættu um tíma,
en allt fór þó betur en á horfð-
•ist. — Ekki varð annað teljandi
tjón í þessu óveðri, utan þess að
uppistöður við hús skammt frá
kirkjugarðinum fuku. — G.E.
Brim v;ð suðurströndina
Fréttaritari blaðsins á Stokks-
eyri sagði, að þar hefði verið
mikið brim og sjórinn gengið
upp undir sjógarðana, en bát-
ana í höfninni sakaði ekki. Mik-
ið flóð var og gekk sjórinn upp
að Hraunsárbrú, því þar er opið
ármynnið.
Ofsarok tvær helgar
á Hornafirði
SA rokið náði alla leið til
Hornafjarðar og þar fuku plötur
af húsum. Þó kvað fréttaritar-
inn veðrið varla hafa verið eins
slæmt og helgina áður, en þá
fuku einnig plötur af húsum.
Á sunnudag var rokið svo
mikið að menn treystu sér ekki
með bíla niður fyrir Almanna-
skarð og biðu þess að lægði fyr-
ir norðan. Einnig beið Lóðsinn
frá Vestmannaeyjum í höfninni,
því mikið brim var. Aftur á
móti voru bátar ekki í hættu,
því höfnin er mjög örugg.
Járnplötur fuku á Akranesi
Gríðarmikinn landsynning
gerði aðfaranótt sunnudags. —
Fyrri hluta nætur þyngdi hann
æ meir og kl. 3.30 um nóttina
rauk hann á með ofsa. 11 járn-
plötur fuku af þaki á húsinu
Stekkjarholti 20. Lenti ein á
rúðu á næsta húsi og braut
hana. Afturtaugarnar ruku í
sundur á einum bát hér í höfn-
inni. Aðrar skemmdir urðu ekki
hér, svo vitað sé. — Oddur.
Skemmdir á uppslættl
í Vestmannaeyjum var æði
hvasst, að sögn fréttaritara, fór
rokið allt upp í 12—13 vindstig.
En engar skemmdir urðu af
völdum veðurs, annað en upp-
sláttur að fiskverkunarhúsi,
skemmdist.
Brimstrókurinn tignarlegur
við Arnarstapa
Óveðursins um helgina gætti
á sunnanverðu Snæfellsnesi, en
lítið norðan megin. Flóðhátt var
og geysimikið brim sunnan á
nesinu og allir uppteknir við að
þjarga bátunum, að sögn frétta-
ritarans á Hellnum. Voru bátarn-
ir í uppsátri þar, en það neðar-
lega að þeir voru í hættu. En
ekkert tjón varð á bátum eða
mannvirkjum.
Þegar svona veðpr er, er stór-
kostlegt að sjá þegar sjórinn
þrýstist inn í gjárnar við Arnar-
stapa og spýtist upp um götin,
svo strókurinn stendur hátt í
loft, og þannig var það nú um
helgina.
0
30 m brim við brim-
brjótinn í Bolungarvík
Einnig hafði verið mikið brim
á Bolungarvík, eitthvert það
mesta sem þar hefur komið, að
sögn fréttaritarans. Giskar hann
á að um 30 m brim hafi verið
við brimbrjótinn, en tjón varð
lítið. Grjót gekk þó yfir hrjót-
inn, og ljósker fóru á hafnar-
bakkanum.
Kosið á ASÍ þing í
Eyjum og Bor^ar-
nesi
KOSNIR HAFA verið fulltrúar
á Alþýðusambandsþing í Sjó-
mannafélagir.u Jötni í Vestmanna
eyjum. Listi kommúnista fékk
96 atkvæði en listi lýðræðissinna
50 atkvæði. Lýðræðissinnar hafa
ekki boðið fram lista í félaginu
í 4 ár fyrr en nú. Kjörnir voru
Sigurður Stefánsson og Ármann
Höskuldsson.
Þá hefir verið kosið í Verkalýðs
félagi Borgarness. Þar fenga
kommúnistar 70 atkvæði en lýð
ræðissinnar 45. Kosnir voru Guð-
mundur Sigurðsson og Halldór
Bjarnason.
Steinþór Pálsson
EINS og rakið hefur verið
hér í blaðinu skipta þeir verka-
menn í Reykjavík fremur þús-
undum en hundruðum, sem ekki
eru fullgildir félagar í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún. Það er
út af fyrir sig nógu alvarlegt,
að svo stór hópur skuli ekki ráða
neinu um gang mála í öflugasta
verkalýðsféiagi landsins. Hitt er
þó enn alvarlegra, að allur þessi
fjöidi nýtur ekki margra hinna
mikilsverðustu réttinda, sem
verkalýðshreyfingin hefur háð
harða baráttu til að öðlast.
Atvinnuleysissjóður
Um það er t.d. skýlaust ákvæði
að einungis fullgildir meðlimir
í verkalýðsfélagi geta notið bóta
úr atvinnuleysistryggingasjóði.
Aukameðlimirnir í Dagsbrún og
þeir verkamenn, sem alls ekki
Hafþór Hálfdánarson
eru á skrá, njóta því engra rétt-
inda í þessu sambandi. Þetta
ranglæti er enn augljósara, þeg-
ar athugað er, að greitt er í sjóð
,inn af kaupi allra verkamanna,
einnig þeirra sem engra réttinda
njóta vegna þess að Dagsbrún
telur þá ekki fullgilda félaga.
Styrktarsjóður
í verkfallinu í fyrra var það
eitt heizta baráttumál Dagsbrún-
sir að fá vinnuveitendur til að
greiða 1% af kaupi í Styrktar-
sjóð Dagsbrúnarmanna. Þetta
náði fram að ganga og er sjóð-
urinn, sem fyrirsjáanlega verð-
ur mjög öflugur, undir sameig-
inlegri stjórn vinnuveitenda og
Dagsbrúnar. Það er ekki lítið
alvörumál, ef verkamenn, sem
lenda í erfiðleikum vegna veik-
inda, missa af því að fá aðstoð
.......mrniii-tKTirii-riT........
""""iiiiiiiiiiiiiiiiiii
• Frá Tjörninni
Kjartan Ólafsson, brunavörð-
ur skrifar:
Margir nafa spurt mig um
álftirnar og minnzt á hvarf
þeirra af Tjörninni, og vil ég
hér reyna að upplýsa það
helzta, sem ég veit um það
mál. Eins og flestum er kunn-
ugt, þá særðist þýzki karl-
fuglinn svo alvarlega snemma
í vor, að hann hreinlega dó af
þeim sökum. Eftir það lifði
svo kvenfuglinn, sem náði sér
ekki í neinn maka aftur að
þessu sinni. Var því ekki um
neina fjölgun að ræða hér hjá
álftunum á Tjörninni í vor. Voru
þar á tímabili oft með ekkjunni
6 ungir svánir af þýzku og ís-
lenzku bergi brotnir, og fór
sæmilega vel á með þessari
fuglahjörð þarna, þar til ís-
lenzku svanahjónin komu á
Tjörnina einn góðan veðurdag
seint í júlí, en þau höfðu áður
í vor haldiö sig á Eystri tjörn-
inni, þar sem varp þeirra hafði
mislukkaz'; af einhverjum or-
sökum.
• Afdrif þýzku
álftanna
Það kom fljótt í ljós að hér
var ekki um neina friðarheim-
sókn að ræða hjá þeim ís-
lenzku, þvi samstundis réð-
ust þeir að svanahjörðinni,
sem þama var fyrir, og ráku
hana miskunnarlaust á brott.
Gekk þetta allt fljótt og vel
fyrir sig, og litlu síðar hurfu
svo íslenzku svanahjónin á
burtu líka, og hefur ekkert af
MORGUNBLAÐIÐ birtir hér
myndir af mönnunum tveimur,
sem létust af slysförum fyrir
helgina.
Steinþór Pálsson varð á milli
síldarþróar og krana á Reyðar-
firði síðastliðinn mánudag og
hlaut innvortis meiðsli og lézt á
laugardagsmorgunn. Hann var
fæddur 3. október 1922, kvæntur
og átti tvö börn.
Haflþór Halfdánarson var fædd
ur 16. marz 1943. Hann varð fyrir
bifreið í Ytri-Njarðvík síðastlið-
ið fimmtudagskvöld og lézt laust
eftir miðnætti aðfaranótt laugar-
dags án þess að hafa komið til
meðvitundar.
Réttindi Dagsbrúnarmanna:
Félagslegir og per■
sónulegir hags-
mumr i
húfi
Fulltrúar á þing
ASÍ
NÝLEGA hafa eftirtaldir full-
trúar verið kjörnir á næsta Al-
þýðusambandsþing:
Verkalýðsfélag Keflavikur:
Ragnar GuðleifsSon, Guðmundur
Gíslason, Guðni Þorvaldsson og
Helgi Helgason.
Félag matreiðslu- og fram-
reiðslumanna: Janus Halldórs-
son og Haraldur Tómasson.
Félag mjólkurfræðinga: Berg-
ur Þórmundsson.
Vélstjórafélag ísafjarðar: Há-
kon Bjarnason.
Verkamannafélagið „Grettir“,
A-Barð.: Jón Markússon.
Verkalýðsfélag Húsavíkur:
Sveinn Júlíusson, Hákon Jóns-
son og Guðmundur Þorgrímsson.
Verkalýðsfélagið „Stjarnan“,
Grundarfirði: Sigurður Lárusson.
Verkalýðsfélag Stykkishólms:
Ingvar Ragnargson og Ingvar
Kristinsson.
Vei-kamannafélagið Rangæing
ur: Sæmundur Ágústson.
úr sjóðnum vegna þess að þeir
eru ekki í fullum félagsréttind-
um.
Vinnudeilusjóður
Að lokum má geta þess, að
Dagsbrún ræður yfir vinnudeilu
sjóði, sem greitt er úr í verk-
föllum. Það liggur í augum uppi,
að stjórn Dagsbrúnar hefur í
hendi sér að neita þeim verka
mönnum styrk úr þessum sjóði,
sem annað hvort eru ekki í fé-
laginu eða njóta þar ekki fullra
rétinda.
Á því, sem hér hefur verið
rakið, sést hversu þýðingarmikið
það er fyrir verkamenn að vera
í fullum réttindum í félagi sínu.
Þar eru bæði félagslegir og pers-
ónulegir hagsmunir í húfi. Allir
þeir verkamenn, sem enn eru
ekki fullgildir meðlimir í Dags-
brún, ættu þegar í stað að gerast
það og tryggja þar með réttindi
sín.
• Skiptast á skotum.
Nýju Delhi, 24. sept. —.
Talsmaður indverska utanrík-
isráðuneytisins skýrði frá því
í dag, að enr* væri skipzt á skot
um á landamærum Indlands
og Kína.
Ekki sagði hann að mannfall
hefði orðið, en ástandið væri
óbreytt.
þessum fuglum sézt þar síðan,
og ekkert t: i þeirra spurzt.
Það þykir mörgum sjónar-
sviptir að hvarfi álftanna af
Tjörninni og óneitanlega setja
þær svip a sitt umhverfi, en
það er eins og þessir fuglar
hafi aldrei 4 alvöru fest þarna
yndi, ol ber margt til þess.
Vatnið i Tjörninni óhreint,
sennilega of lítið um sæti, og
að vetrinum verða álftirnar
að hrekjast þaðan burt, sökum
ísa og skjólleysis, og svo er
ánægjan af þeim takmörkuð,
þegar allt lendir í blóðugu
stríði þeix'ra í milli, ef þeiro
fjölgar nokkuð.
• Leiðinlegur gróður
Þennan Tjarnarpistil minn
mun ég svo ekki hafa mikxu
lengri að þessu sinni, aðeins
bæta því við, að mörgum hefur
þótt Tjörnin hálf leiðinleg á að
líta í sumax, vegna gróðurs,
sem vaxið hefur upp á yfir-
borð vatnsins á stóru svæði, og
látið hefur verið óáreitt þar til
mikillar óprýði og til leiðinda
öllum þeim, sem vilja við-
halda og auka fegurð Tjarnar-
innar. Ennfx-emur hefur safn-
azt með löndum hennar ýmis-
legt drasl, sem hefði átt að
hreinsa burt fyrir löngu, og
verður það nú vonandi gert hið
bráðasta.
Kjartan Ólafsson.