Morgunblaðið - 25.09.1962, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.09.1962, Qupperneq 13
Þriðjudagur 25. sept. 1962 MORGUWBL 4Ð1Ð 13 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hóf starfsemi sína á þessu leikári með frum- sýningu sl. föstudagskvöld á gamanleiknum „Hún frænka mín“, sem byggður er á skáld- sögunni Auntie Mame, eftir bandaríska rithöfundinn Patrick Dennis. Kom sagan út árið 1955 og varð metsölubók vestur þar. Auk leikritsins hefur verið gerð eftir sögunni kvikmynd, er sýnd var hér í Austurbæjarbíói fyrir skömmu, með hinni snjöllu am- erísku leikkonu Rosalind Russ- el í hlutverki Mame, en það er aðalhlutverk leiksins. Lék hun einnig hlutverkið þegar leikur- inn var frumsýndur' í New York haustið 1956, vdð mikla hrifni áhorfenda. Síðan hefur leikur- inn verið sýndur víða um heim og jafnan hinar mikilhæfustu leikkonur farið með hlutverk Mame, enda mun það mála sann ast að leikurinn á hinar miklu vinsældir sínar að þakka frem- ur góðri leikstjórn og leik en eigin verðleikum. Höfundunum hefur sem sé ekki tekizt að leysa þann vanda að tengjá hin mörgu atriði leiksins saman í eðlilega heild svo að leikurinn verður allur ærið laus í reipun- í stofu Mame frænku. Talið frá vinstri: Arndis Björnsdóttir, Stefán Thors, Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, Ævar Kvaran og Arni Tryggvason. ÞJOÐLEIKHUSIÐ: Hún frænka min eftir JeromesLawrance Robert E. Lee Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson um og tilviljunarkenndur auk þess sem hinar tíðu sviðsskipt- ingar draga úr nauðsynlegum hraða leiksins. Efni leiksins og umhverfi, svo og manngerðir þær, ' sem þar skipta mestu máli, ^ru mjög amerískt fyrirbrigði, enda mun leikurinn saminn fyrst og fremst fyrir ameríska áhorfendur og miðaður við amerískan smekk. Ýmislegt er þar þó sammann- legt að finna, sem allir hafa gott af að sjá og hugleiða. Höfund- arnir draga fram með hæfileg- um ýkjum veiku hliðar með- borgaranna, • annars vegar hina smáborgaralegu þröngsýni og hleypidóma og hins vegar hið öfgakennda frjálslyndi, sem fær útrás í fáránlegustu hugmynd- um, tilgerðarlegri framkomu og hégómlegu og innantómu sam- kvæmishjali yfir kokkteilglösun um. Babcock bankamaður og góður fulltrúi hinna fyrrnefndu en Mame hinna síðarnefndu. — Gera höfundarnir gys að báðum þessum andstæðum á góðlátleg- an og oft skemmtilegan hátt, þó að fyndnin missi stundum marks, að mér finnst. Augljóst er þó að höfun'darnir hafa mætur á Mame, þrátt fyrir allt, enda gera þeir hlut hennar góðan þegar allt kemur til alls. Mame er að vísu ærið „skrítin" kona, óhag- sýn, yfirborðsleg og fljóthuga og siðgæðishugmyndir hennar eru of nýtízkulegar til þess að þær falli góðborgurum sem Babcock bankafulltrúa í geð. Því verða átökin milli þeirra býsna hörð er þau ræðast við um uppeldi Patricks litla Dennis, bróðurson- ar Mame, sem hún hefur tekið að sér við lát föður hans, en bankáfulltrúinn hefur allar fjárreiður fyrir samkvæmt erfðaskrá hins látna. — En inni við kjarnann er Mame heilbrigð kona, hjartahlý og heiðvirð og fljót að gleyma því mótlæti, sem að höndum ber, enda elskar hún lífið og sér fremur fegurð þess og gleði en skuggahliðarnar. Eins og að framan getur er leikritinu skipt niður í mörg atriði, alls 25 (en eitt þeirra, símavörzlu Mames, hefur leik- húsið hér fellt niður) og leik- endurnir eru 28 og margar auka persónur í viðbót. Það gefur því auga leið að erfitt hefur verið og vandasamt að setja leikinn á svið og stjórna honum. Leik- Stjórinn, Gunnar Eyjólfsson, hef- ur þó komizt allvel frá þessum vanda, eftir atvikum. Honum hefur að vísu ekki tekizt að gefa leiknum þann heildarsvip, sem á hefði verið kosið, enda varla við því að búast eins og leikritið er úr garði gert frá hendi höfundanna. Hins vegar eru ýms einstök atriði leiksins vel unnin og staðsetningar yfir- leitt góðar. Og leikstjórinn hef- ur skipað skynsamlega í hlut- verk, ekki sízt hlutverk frænk- unnar, þar sem er Guðbjörg Þor bjarnardóttir. Hygg ég að engin leikkona hér hefði getað túlkað þetta erfiða og vandasama hlut- verk með jafn miklum ágætum og hún, enda er Guðbjörg allrafremstu röð íslenzkra leik- kvenna, er fjölhæf og leikur jafnan af góðum skilningi og af öryggi, sem varla bregst. Aðrir leikendur fara mjog misjafnlega með hluverk sín, svo sem gerist og gengur. Her- dís Þorvaldsdóttir leikur dável Veru, hina drykkfelldu leikkonu og vinkonu Mame’s, en vantar þó það látbragð og þá reisn sem ætla verður að þessi dáða leik- kona hafi til að bera, þ.e.a.s. þegar hún er allsgáð. Og ekki fannst mér saníifærandi ölvun Veru í upphafi leiksins. Er það reyndar ekki tiltökumál, þvi að flestir leikarar (nema Gísli Halldórsson í Kviksandi) virð- ast eiga erfitt með að leika drukknar persónur. Patrick Dennis leika þeir Stefán Thors og Gísli Alfreðs- son, Stefán þegar hann er barn en Gísli þegar hann er orðinn ungur háskólastúdent. Stefán er ungur drengur aðeins 12—13 ára, en leikur þó þetta hlutverk, sem er allmikið, svo vel að furðu gegnir. Er látbragð hans allt eðli legt og framsögnin skýr og góð. Stefán hefur áður vakið athygli fyrir góðan leik í útvarpi og mætti segja mér að hann ætti fyrir sér mikinn frama á leik- sviðinu ef hann legði leiklist- ina fyrir sig. — Gísli hefur þeg- ar sýnt með athyglisverðum leik í nokkrum hlutverkum að hann býr yfir góðri leikgáfu. Má vissulega mikils af honum vænta sem leikara í framtíðinni. Leikur hans í hlutverki Patricks var eðlilegur og áferðargóður, en ekki sérlega tilþrifamikill. Suðurríkjamanninn Burnside, er síðar verður eiginmaður Mame’s frænku leikur Ævar R. Kvaran. Er leikur Ævars dágóð- ur, en þó ekki meira. En eink- um er sá Ijóður á að Ævar „illuderar" ekki fyllilega í hlut- Verkinu, er ekki sú týpa, sem eg held að Burnside eigi að vera við hlið' hinnar heillandi eigin- konu sinnar. Lárus Pálsson leikur forleggj- arann Lindsay Woolsey, vin Mame og aðdáanda. Lindsay er prúður maður og hæglátur og vakir að sjálfsögðu fyrir Lárusi að sýna sem bezt þessa góðu eiginleika mannsins. En Lárus gerir það með þeirri þróttlausu hógværð að persónan verður í túlkun hans sviplaus og leiðin- leg. Lárus hefur undanfarin ár tamið sér einhvern hlutlausan eða óvirkan leikmáta (undir- leik?) með samsvarandi til- burðum, svo að persónurnar verða í túlkun hans ærið til- þrifalitlar og hversdaglegri en efni standa til. Er vissulega tími til þess kominn að Lárus hristi af sér slenið og taki á ný að leika af því lífi og þeirri fjöl breyttni, er frá öndverðu skip- aði honum sess meðal okkar beztu leikara. Indriði Waage leikur Babcock bankafulltrúa. Babcock er að vísu þröngsýnn og nokkur harð- ur í horn að taka, en ekki verð ur það talið honum til lasts að hann getur ekki fallizt á hin furðulegu sjónarmið Mame þeg- ar til árekstra kemur milli þeirra. Indriði leikur hlutverk þetta af röggsemi og mjög sann- færandi. Þjónustufólk Mame’s, Kínverjann ftó og Nóru, sem er eins konar fylgifé með Patrick á heimili Mame, leika þau Arni Tryggvason og Arndís Björns- dóttir. Árni er skemmtilegur í þessu hlutverki og Nóra er í túlkun Arndísar sannur og at- hyglisvérður persónuleiki. — Bessi Bjarnason fer með hlut- verk veggfóðrara og Loomis eftirlitsmann í verzlun þeirri, er Mame vinnur í. Leikur Bessa í hlutverki veggfóðrarans er prýðisgóður og gervi hanS ágætt. Hins vegar hefur Bessi (og leik- stjórinn), að mínu viti, misskilið eftirlitsmanninn, gert úr honurn hálfgerða „fígúru“, sem tæpast er hægt að taka alvarlega. Einkaritara Mame’s, Agnes Gook, leikur SigríSur Hagalín. Agnes er mesti veraldarsauður, andkannaleg í útliti, háttum og klæðaburði og þekkir lítið á líf- ið, enda verður henni hált á svellinu áður en lýkur. Sigríður leikur þetta hlutverk svo vel og skemmtilega að ég tel það hik- laust annan bezta leik kvölds- ins og mikinn sigur fyrir leik- konuna. — Rúrik Haraldsson leikur írskan rithöfund, sem að- stöðar Mame við að semja end- urminningar hennar. Leikur Rúriks er allgóður, en nokkuð bar á hinum hvimleiða kæk hans með axlir og handleggi, sem svo mjög var áberandi í My Fair Lady og færðist í aukana við hverja sýningu. Verður Rúrik að reyna að leggja niður sem fyrst þennan leiða ávana. — Brynja Benediktsdóttir leik- ur Dóris Upson, unnustu Pat- ricks, afkáralega stelpukind, og gerir Brynja hlutverkinu dágóð skil. Foreldra hennar, heldur menningarlítið fólk, leika þau Anna Guðmundsdóttir og Valur Gíslason. Tekst þeim vel að sýna „plebejiska“ háttu og hugarfar persónanna. — Emilía Jónasdótt ir leikur gömlu frú Burnside og er „mögnuð", eins og Mame kemst að orði um hana. Sally Macdougal, unga Suðurríkja- stúlku og ófyrirleitna, sem hef- ur gert sér von um að verða eiginkona Burnsides, leikur Bryndís Pétursdóttir. Hlutverk- ið er ekki mikið en Bryndís fer vel með það. — önnur hlut- verk eru lítil og gefa ekki til- efni til sérstakrar umsagnar. Lárus Ingólfsson hefur teikn- að leiktjöld og búninga og setur hvort tveggja skemmtilegan svip á sýninguna. Það hefur vissulega ekki ver- ið vandalaust að snúa þessu ameríska verki á gott, og lipurt íslenzkt mál, en Bjarna Guð- mundssyni hefur tekizt það með prýði. Carl Billich hefur valið tón- listina við leikinn. Leikhúsgestir hafa oft tekið gamanleik betur en að þessu sinni. Sigurður Grímsson. Fleiri leitar- og rannsóknaskip — og síldveiðarnar ganga vel á nœstu árum segir skipstjórinn á Ólafi Magnússyni Akureyri 20. sept. ÓLAFUR Magnússon EA kom hingað til Akureyrar sl. nótt og er nú hættur síldveiðum. Fréttamaður Mbl. átti í dag stutt samtal við skipstjórann, Hörð Björnsson, en hann var á förum til Reykjavíkur, þar sem hann á nú heima. „Hvað hafið þið fiskað mik- ið í sumar?“ „Aflinn var nákvæmlega 31,000 mál og tunnur. Mikið af honum fór þó í bræðslu þar sem við fluttum síldina af austursvæðinu til Hjalteyrar." ,,Hvað getur þú sagt um afla sumarsins samanborið við undanfarin ár?“ „Hann er ekki sambærilegur því að hjá flestum eða öllum skipum var hann margfalt meiri en undanfarin ár. Eg tel einkum tvennt hafa valdið þessari veiði, fyrst og fremst að sjórinn virðist vera kaldari við Norðurströndina en undan farið og síldin leitar í kalda sjóinn. Anpað er að síldarleit og síldarrannsóknum hefur meira verið haldið úti í sumar en undanfarin ár og teljum við síldarsjómenn þessa þjón- usfcu mjög mikilsverða. Það er áreiðanlegt að við hefðum ekki fiskað í sumar eins og raun ber vitni ef síldarleitar- skipin hefðu ekki komið til. Ég tel að þessum skipum þurfi að fjölga og síldarrannsóknir að aukast. Það er sýnilegt að síld hefur gengið fyrir Norður- landi undanfarin ár en dýpra en við höfum stundað veiðarn ar. Þess vegna höfum við ekki fengið meiri síld en raun ber vitni. Hins vegar sýna rann- sóknirnar og síldarleitin í sumar að næg síld gengur á Norðurlandsmiðin en hún er á mismunandi miklu dýpi og mismunandi langt frá landi eftir straumum og árferði". „Telur þú að ofveiði hafi gætt á Norðurlandsmiðum í sumar?“ „Nei, ég tel ekki að neinnar ofveiði hafi gætt þar. Síldin er næg og hefur verið en hins vegar höfum við fengið meiri síld en áður var vegna hinnar auknu tækni í síldarleitartækj um. Eg get t.d. sagt þér að það var aðeins stuttur tími seinnihlutann í sumar, og þá aðeins fyrir Ausfcurlandi, sem við gátum kastað á vaðandi síld án mælitækja. Sú síld, sem við fengum á þann hátt? er aðeins lítið brot af því síki- armagni, sem fékkst í sumar. Það eru fyrst og fremst hin öflugu asdic sildarleitartæki, sem hafa gert okkur kleift að fá þá síld, sem veiðst hefur í sumar. Og svo ber ekki að gleyma því, sem áður var minnst á, að síldarleitarskipin hafa veitt okkur mikinn stuðn ing. Sú þjónusta þarf að auk- ast. Það þarf að gera út fleiri leitar og rannsóknaskip og þá munu síldveiðarnar ganga vel á næstu árum. Við erum sér- staklega þakklátir fiskifræð ingunum, sem hafa unnið um borð í þessum skipum og ég hygg að ég mæli fyrir munn allra síldveiðisjómanna þegar ég þakka þeim starfið ’ sum- ar.“ „Hvað er hásetahluturinn á Ólafi Magnússyni?“ „Þessari spurningu get ég ekki fullkomlega svarað, en hann mun vera nokkuð á ann að hundrað þúsund," sagði Hörður Björnsson að lokum. — St. E. Sig. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.