Morgunblaðið - 25.09.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 25.09.1962, Síða 20
20 MORCl’l^fíL 4Ð1Ð í>riðjudagur 25. sept. 1962 ^ HOV/ARD SPRING 39 RAKEL ROSING og nú gæti hún drepið hann fyrir það. Lofum honum að ganga! Fimm mínútum seinna, þegar hún beið í umferðahnút, utan við sig af reiði, sá hún Hartigan þjóta framhjá með úfið hárið, og berhöfðaðan. Þegar hún kom í sjúkrahúsið, var hann kominn þangað á undan henni. Og hún hataði hann enn meir fyrir það. Forstöðukonan bauð Rakel inn í stofuna sína, og þar hitti húii lágvaxinn, alrakaðan og hálsdigr an mann, með sterklegar hendur, eins og á slátrara. Þetta er Sir Aubrey Anderson, sagði gamla konan og skildi þau síðan eftir ein. Sir Aurbrey kom Rakel alveg á óvart. Hún hafði oft heyrt þenna fræga skurðlsekni nefndan á nafn, en hún hafði ekki búizt við að fyrirhitta þennan hálfveg- is druslulega mann. Einkum varð hún þó hissa á höndunum á hon- um. Hún hafði oft heyrt talað um „læknishendur" og hafði hugsað sér þær grannvaxnar og fínlegar, líkastar hennar eigin höndum. Þegar Sir Aubrey tók í höndina á henni. fannst henni braka í öllum beinum. Setjizt þér niður, frú Banner- mann, sagði hann. Eg hef góðar fréttir að færa yður. Hún tautaði eitthvað til að láta í ljós ánægju sína, og settist á stólinn, sem hann færði til henn- ar. Kannske hafið þétr aldrei heyrt nefnt það, sem á lækna- máli er kallað osteopath? Rakel hristi höfuðið. Eg hef aldrei heyrt það orð. Þá fáið þér að heyra það sem því svarar oftar framvegis, sagði Sir Aubrey. Það er eitt af þess- um orðum, sem við skurðlæknar notum ekki nema í hvíslingum. Og fyrir sjálfa okkur hafa fæst orð um það minnsta ábyrgð. — Hann deplaði augunum og það glettnislega, að Rakel fannst. — Já, félagið okkar er ekkert hrif- ið af þeim. En þegar ég hef gert allt, sem ég get og það dugar ekki til þá kalla ég stundum osteopath til hjálpar. Auðvitað undir strangri leynd. Segi ekki orð við nokkurn mann, skiljánlega. Jæja, ég gerði það nú í þetta sinn. — Þér skuluð sjá, að hr. Banner- mann hefur mikið farið fram. En þegið þér yfir því og þakkið guði, að hann lenti ekki í hönd- unum á einhverjum klaufa. — Verið þér nú sælar. Hann rétti henni höndina snöggt, opnaði dyrnar og afhenti hana forstöðukonunni, sem var iþar á höttunum. Honum hefur batnað alveg dá- samlega, sagði forstöðukonan, en þér verðið að gæta þess að láta hann ékki komast í neina æsingu. Og standið þér ekki oflengi við. Eg segi yður til eftir tíu mínút- ur. Hr. Hartigan er búinn að tala við hann og farinn. Það var þó mesti munur, að nú gat Maurice talað, en hún sá strax þegar hún kom inn úr dyr- unum, að hann var ennþá mátt- laus. Sársaúkinn skein út úr and- litinu á koddanum, en augun voru líflegri en þau höfðu verið. Elskan mín, sagði Maurice. — Komdu sæl! Komdu sæl! Hún laut niður að rúminu og kyssti hann. Ó, ég er svo fegin, Maurice, sagði hún. Eg er nýbú- in að tala við Sir Aubrey Ander- son. Hann segir, að þér batni. Hún settist í stólinn við rúmið og strauk dökka hárið frá enni hans. Já,.sagði hann. Mér batnar aft- ur, Rakel. Og ég sem hélt, að ölíu væri lokið. Hann starði b'eint fram fyrir sig og á hvítu drag- kistuna, sem leit nú ekki lengur út eins og borgarísjaki. Hann sá hvítu sýrenuna, sem stóð á henni. Nú get ég gert þig hamingjusama, elskan mín. Hefurðu verið ein- mana? Hefur þér leiðzt- Hún kinkaði kolli til samþykk- Ík. v Eg verð hérna lengi, sagði Maurice. Mér batnar, en það tek ur langan tíma. En þú verður að vera hamingjusöm og skemmta þér. Þú verður að hafa peninga. Eg er búinn að tala um það við Mike Hartigan. Það verður allt í lagi. Svo kaupirðu þér falleg föt og kemur svo til mín á hverjum degi. Eg vil sjá þig verða fallegri og fallegri með hverjum degi. En þetta var nú nóg um mig. Segðu mér um sjálfa þig. Hvað langar þig í? Hvað get ég gert fyrir þig? En þú ert búinn að gera allt fyrir mig, elskan mín. Ef þú ert búinn að segja hr. Hartigan til um peningana, ætti ég að geta bjargað mér sjálf, finnst þér ekki? Eg get fengið mér það, sem ég þarf? Það var fallega gert af þér, Maurice, að hafa hugsun á því. Æ, peningar, sagði hann með nokkurri óþolinmæði. Eg var ekki að hugsa um peninga. Ekk- ert .... Hún brosti blíðlega til hans. Þú hefur átt svo mikla peninga, elskan min, og svo lengi, að þú hefur alveg gleymt, að þeir geti haft þýðingu fyrir fólk eins og mig. Maður, sem gefur konu peninga, fúslega og með ánægju, gefur henni mikið. Trúðu mér til ég geri mér það Ijóst. Hjúkrunarkona barði að dyrum og opnaði síðan. Rakel stóð upp og laut aftur yfir Maurice. Sárs- aúkafullt andlitið varð allt að einu ánægjuibrosi og andlit henn- ar var í þoku fyrir augum hans. Hann lyfti hendi og strauk einum fingri yfir bogadregnar varir hennar. Hún fann að hann skalf af geðshræringu og beygði sig niður og kyssti hann aftur í flýti. Vertu sæll, elskan. Vertu sæll. Hann sá dyrnar lokast hljóðlega á eftir henni, og hann lokaði augunum, og fannst hann vera einmana og yfirgefinn. * 2. Þegar Rakel kom út úr sjúkra- húsinu, fannst heni eins og dagur inn veifaði móti henni, líkast fána. Þetta var léttur og þressi- legur dagur. Því hafði hún ekki tekið eftir áður. Slíku tók maður ekki eftir inni í bíl. En nú um- lukti hann hana á allar hliðar. Himinninn var skýlaus og blár, loftið hlýtt og fólkið, sem hún sá á götunni gekk eins og eftir hljómlist. Eg þarf ekki bílsins með, sagði hún við Oxtoby, og svo stóð hún eftir, er hann hljóp upp í sæti sitt og rann af stað, eftir að hafa heilsað á hermanna vísu. Hún vildi vera «n, til þess að geta hugsað, til þess að geta jóðlað með áfergju á þessari hugs un að nú hefði hún peninga — sem hún ætti sjálf. Eftir tvær mínútur var hún kömin í Wigmorestræti, sem var Ég skaut bófann. yfirfullt af blómabúðum, listmun urn, gömlum ábreiðum og mál- verkum. Hún kom að kaffihúsi einu og hugsaði sér, að nú skyldi hún fá sér kaffi og njóta hugs- ana sinna í næði. Hún hló er henni datt í hug, að hún hefði ekki aurana fyrir kaffinu. En nú hafði hún bara efni á að hlæja, því að bráðum hefði hún alla þá aura, sem hún þyrfti hendinni til að rétta, bæði til þess og annars. En þá sá hún Mike Hartigan koma í áttina til sín. Hann var enn berhöfðaður og bar höndina upp að höfðinu, sem eins konar kveðju. Hún var rétt búin að strika fram hjá honum með stutt aralegri höfuðbendingu, en tók sig á og stöðvaði hann. Hr. Harti gan, sagði hún. Mig langar í kaffi. Það gæti líka verið gott tækifæri til að tala við yður um viðtal mitt við hr. Bannermann í morgun. Um peningana? spurði Mike og kom beint að efninu. Já, um peningana. Þau voru ein í kaffihúsinu. Það er tíu þúsund pund, sagði Mike stuttaralega. Kaffi handa frúnni, sagði hann snöggt við þjóninn. Hjartað hamaðist í brjóstinu á Rakel. Tíu þúsund pund, .hugs- aði hún, en bætti við upphátt. Ætlið þér ekki að fá kaffi líka? Nei, þakka yður fyrir. Eg ætlaði að biðja yður að útskýra þetta fyrir mér. Þa er ekkert að útskýra. Eg skrifaði bréf til bankastjórans hans Maurice .... hr. Banner- manns .... með fyrirskipun um að opna reikning með tíu þús- Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov E3 Ungfrú Lytess var svo há- stemmd í hrósi sínu um Marilyn, að hún fékk brátt hlutverk í B- mynd, sem hét „Ladies of the Chorus“, útþvældum söngleik, sem er látinn gerast í leikhúsi, og henni var lokið á 11 dögum. Marilyn lék þar Peggy Martin, sem fækkar fötum í skrípaleik. Peggy verður ástfangin af ung- um manni, af hærri stigum. Mamma hennar er mótfallin hjónabandi þeirra, af því að hún heldur því fram, að ríkir, ungir menn séu sjaldnast nein guðs- börn, en móðir unga mannsins er því mótfallin, af því að fata- fækkunarstúlkur séu sjaldnast almennilegar stúlkur. En allt fer auðvitað vel að lokum. Marilyn söng tvö lög í þessari mynd — annað með kór 8 fegurðardísa, sem hver hélt á tuskudúkku í fanginu — og svo ástartvísöng með hetjunni í leiknum. Leik- stjórinn sendi hana til Fred Karger, til þess að læra meira. Karger var aðaltonlistárstjor- inn hjá Columia. Hann er bæði tónskáld. raddsetjari og hljóm- sveitarstjóri. Hann spurði Maril- yn hvort hún hefði nokkurntíma sungið opinberlega fyrr, en hún kvað nei við, en hún hefði í nokkrum söngtímum. Hann bað hana að láta sig heyra eitthvert sýnishorn og hún söng eitt lag fyrir hann, sem hann sagði að væri slæmt en þó ekki vonlaust. Hún gat haldið laglínu og það var meira en hægt væri að segja um suma lagleysingjana, sem skrifstofan séndi honum til með- ferðar. , Tónsviðið hjá henni var htið og breiddin óveruleg og hrynjand in gölluð — en hún gat þó gefið til kynna, að hún væri að syngja, og tónstjórinn gæti sjálfsagt magnað röddina, við hljómupp- tökuna. Ef hún fengi dálitla kennslu gæti hún orðið sæmileg. Karger hafði séð tilraunamynd- ina hennar og það með, að hún myndaðist vel. Hann lék nokkrum sinnum fyrir hana lagið, sem hún átti að syngja, og þegar hún kunni hvern tón í því gat hún sungið það fyrir hann, án þess að heyra það fyrst, fékk hann henni ein- tak af textanum. Hún æfði sig svo á hvorutveggja á kvöldin og kom svo til hans að morgni, til •þess að láta hann laga sönginn til Karger talaði alltaf lágt við hana. Hann er hæggerður og vin- gjarnlegur maður. Auk þess lag- legur. Hún fór að hlakka til hvers kennslutíma. Henni tók að finnast mikið til um Fred Karger og varð þess vör, að hún var farin að hugsa æ meira um hann. Marilyn fór á mörg stefnu- mót um þessar mundir, en ekki með neinum, sem hún væri neitt teljandi hrifin af. Það ,var eins Og ástin forðaðist hana. Án þess að hún sjálf yrði þess vör, hafði hún verið að lifa um efni fram, bæði tilfinningalega og efnahagslega. Hún hafði lagt allar tilfinningar sínar í það að koma sér áfram, en aldrei feng- ið neina persónulega fullnæg- ingu. Hvað efnahaginn snerti, þá var hún skuldug. Hún átti heima í einni herbergiskytru, ásamt smáhundi. Mestallt kaupið hennar fór í gamlar skuldir. Einn daginn kom hún ekki í tima til Kargers og hann komst að því, að hún hafði hringt og sagzt vera veik. Á heimleiðinni leit Karger inn til Marlyn, til þess að vita, hvort hann gæti nokkuð fyrir hana gert. Honum hnykkti við, þegar hann sá, hve „ósjálfbjarga“ hún var. En þegar hann fór að tala við hana, sá hann, að það voru ekki veikindi, sem að henni gengu, heldur sult- ur. Karger bjó um þessar mund- ir með móður sinni og systur. Hann bauð henni í mat heima hjá sér. Mæðgurnar urðu hrifnar af því, hve eðli’leg hún var í framkomu, og Freddy var hrif- inn af fegurð hennar, klaufaskap og áhuga hennar á lífinu og list- inni. Nú fóru þau Freddy að hitt- ast utan vinnutíma. Það fyrsta sem hann gerði var að segja, að hún yrði að flytja úr þessu hreysi, sem hún bjó í. Það væri til ágætt kvennahótel skammt frá Columbia þar sem hægt væri að fá allt uppihald fyrir 10—16 dali á viku. Hann kom því svo í kring, að hún fengi þarna inni fyrir 12 dali, og hún flutti þang-' að 3. júní 1948. Svo stéð á, að þetta hótel var örskammt frá munaðarleysingja- hælinu. Þetta var ágætis gisti- hús, sem hafði verið stofnað af kristilegum samtökum kvenna. Þarna voru stór og björt her- bergi, setustofur, þar sem stúlk- urnar gátu tekið .móti gestum, og góð matsala. Fyrsti herbergis- félagi Marilynar var ung stúlka, Clarice Evans, sem lagði stund á óperusöng. Hún varð hissa á því, að Marilyn skyldi hafa. meiri áhuga á rúmtaki bókahillnanna en stærð fataskápanna. Karger hjápaði henni við flutninginn, og í farangri hennar voru 200 bæk- ur. „Hún hefði getað sett upp leigubókasafn". sagði ungfrú Evans. Fæstar þær, sem þarna bjuggu áttu nokkra bók. Marilyn kom einnig með tvö kofort af fötum, baðvog og reiðhjól, og heljarmikla hárþurrku, eins Og hárgreiðslustofur nota. Ungfrú Evans minnist þess, að hún hafi eytt miklum tíma í að þvo og laga á sér hárið. Jafnvel fyrsta daginn eyddi Marilyn engum tíma í skraf við herbergisfélaga sinn, af því að hún hafði bæði söng- og leiktíma og förðunaræf- ingu hjá Columbia, og átti auk þess að máta búning. Eftir því sem vikurnar liðu fannst ungfrú Evans lagskona sín vera hæggerð og óframfærin, en hafði fleiri símahringingar og stefnumót en nokkur önnur, en fékk hinsvegar aldrei bréf að heiman. Fékk yfir- leitt aldrei bréf. Þegar stúlkurn- ar sátu úti í húsagarðinum og töluðu um kærastana sína og ást- arævintýri, sagði Marilyn aldrei orð. Hlustaði aðeins. Stundum brosti hún, eins og til samþykk- is. Stundum starði hún út í blá- inn. Hún var örlát á aurana sína, þegar hún átti þá ein-’ hverja, Og á blæju-Fordinn sinn, ef einhvern vantaði bíl, og á ráðleggingar handa óvanari stúlk unum um málningu og hárupp- setningu. Ef hinum stúlkunum þarna fannst Marilyn stundum vera eins og utan við sig, þá var það af því, að hún var orðin ástfang- in af Freddy Karger. Hann hafði sýnt henni blíðu og meðaumkun, og það hafði vakið hjá henni all- ar þessar tilfinningar, sem höfðu hingað til verið svo vandlega innilokaðar og geymdar. Hann hafði kært sig um hana eins og mannlega veru en ekki eins og „dömu“, sem þurfti að „koma á framfæri". Hann hafði viljað, að hún byggi í almennilegu her- bergi, og hann hafði komið henni hingað og auk þess kynnt hana fjölskyldu sinni. Allir dagar og nætur hennar voru uppfullar af hugsiminni um Fred Og svo af einmanaleik. öll veröldin var orðin að einum manni. Þegar hún hitti Freddy í hóp manna, sá hún ekki nema hans andlit. Hún varð vandræða- leg og röðnaði, þegar hún var með honum. Hún fann sjálf, að hún var klaufaleg og gerði allt skakkt og heimskaði sig, þegar þau voru saman. „Mér var svo illt fyrir hjartanu, að mig lang- aði alltaf til að fara að gráta“, skrifar hún. En hún gat ekki botnað í afstöðu Kargers til hennar. Honum var vel til henn- ar. Hann kærði sig raunverulega um hana. Hann hafði ánægju af að upplýsa hana með fróðlegu samtali um bókmenntir og klass-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.