Morgunblaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 6
6 MORGU N BL ifílÐ Fimmtudagur 4. okt. 1962 Aukin starfsemi Hand- íða og IHyndlistaskolans HANDÍÐA- og myndlista- skólinn er nú að hefja starf- semi sína á þessum vetri. — Forstöðumaður skólans verð ur í vetur, eins og í fyrra, Kurt Zier. í vetur verður brotið upp á ýmsum nýjung- um. — Undirbúningsdeild Nú hefur verið tekinn upp sá háttur, að allir nemendur, sem fara í einhverja sérgrein, þurfa áður að hafa loftið tveggja ára námi í undirbúningsdeild. Þar verður m. a. kennd teiknun hluta og líkama, lita- og form- fræði og listasaga. Miðskólinn á Selfossi settur Selfossi 2. okt. í DAG var miðskólinn hér settur og verða í honum í vetur 110 nemendur í þremur bekkjum, sem skiptast í sex deildir. Við skólann starfa í vetur fjórir fasta kennarar og þrír stundakennar- ar. — Ó.J. Fulltrúar á ASÍ-þing NÝL.EGA hafa verið kjörnir eftirtaldir fulltrúar á þing ASÍ: Verkalýðsfélag Austur-Eyja- fjallahrepps: Sigurjón Guðmunds son. Bílstjórafélag Rangæinga: Hall grímur Pétursson. Verkalýðsfélag Akraness: GuSm. R. Ólafsson, Herdís Ólafs dóttir og Árni Daníelsson. Verkalýðsfélagið Ví'kingur í Vík: Sigurður Gunnarsson. Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps: Sigurður Hall- mannsson. Verkalýðsfélag Patreksfjarðar: Bjarni Finnbogason, Marteinn Jónsson og Snorri Gunnlaugsson. Bakarasveinafélag íslands: Guðmundur Hersir. Verkalýðsfélag Báran Eyrar- bakka: Þórarinn Kristjánsson. Verkalýðsfélag Vopnafjarðar; Sigurjón Jónsson og Davíð Vig- fússon. Heybruni # Hreppum Selfossi 2. okt. í MORGUN, er Jón bóndi Sig- urðsson að Skollagróf í Hrepp- um kom á fætur, varð hann þess var að eldur var laus í hlöðunni. Var þetta um klukkan hálf sjö í morgun. Veður var gott og því auðveldara að fást við eldinn. Hringt var eftir hjálp á næstu bæi og ennfremur kom slökkvi- liðið frá Selfossi á vettvang. Um 2/3 hlutar heysins í hlöðunni voru bornir út og heyið sett í galta á túninu. Telur Jón að tiltölulega lítið hafi skemmst af heyi og hlaðan mun óskemmd. Tókst því betur til en á horfðist. — ÓJ. Framhaldsgreinarnar Framhaldsgreinarnar verða að nokkru leyti þær sömu og áður, frjáls myndlist, frjáls graf- list, teiknikennaradeild, vefn- aðarkennaradeild og listvefnað- ur. í vetur verður svo hafin kennsla í tveimur greinum, hag- nýtri graflist og tízkuteiknun. Umræðukvöld 1 vetur verður einnig byrjað á umræðukvöldum, þar sem ýmsir sérfróðir menn munu flytja stutt erindi um ýmis list- fræðileg efni og annað, er að því lýtur. Með erindunum munu að jafnaði verða sýndar skugga- myndir og á eftir verður efnt til frjálsra umræðna. Umræðukvöld þessi verða ann an hvern miðvikudag, það fyrsta 10. október, og eru allir nem- endur skólans og aðrir áhuga- menn velkomnir. Skólinn undirbúningur undir frekara nám erlendis. Kurt Zier lagði að lokum á- herzlu á, að æskilegt væri að deildir skólans væru fleiri, en því hamlaði bæði húsnæðis- og kennaraskortur. Skólinn væri nú að færast í það horf að vera frekar undirbúningur undir framhaldsnám við erlenda lista- skóla. Kurt Zier benti að lokum á, hversu sjálfsagt væri að nem- endur lærðu sem mest hér heima, áður en þeir færu utan, í stað þess að eyða miklum tíma í að læra undirstöðuatriði list- greinarinnar erlendis. Datt og hrygg- brotnaði Akureyri 2. okt. KLUKKAN átta í morgun er menn voru að vinna við að byggja ofan á aðra hæð hússins nr 33 við Eyrarveg hér í bæ, vildi svo .1 að einn smiðanna, Björn Sigurðsson, Fjólugötu 20, féll niður um stigaop og niður á gólf á næstu hæð. Var hann þegar fluttur í sjúkrahús og við athugun reyndist hann vera hryggbrotinn. Björn er ekki tal- inn í lífshættu og mun líðan hans sæmileg eftir atvikum. — Leiklistarskóli Þjóðleikhúss- ins settur LEIKLISTARSKÓLI Þjóðleik- hússins var settur sl. mánudag. Inntökupróf í skólann fóru fram fyrir n-okkru og stóðust 12 nem endur prófið og hefja þeir nú nám í skólanum. Námstími er tvö ár. Kennarar við skólann eru leik ararnir: Haraldur Björnsson, Gunnar Eyjólfsson, Klemenz Jónsson, Jón Sigurbjörnsson Krisfcín Magnúsdóttir og Baldvin Halldórsson, en auk þeirra kenna við skólann prófessorarn ir Steingrímur J. Þorsteinsson og Símon Jóh. Ágústsson. Skóla stjóri skólans er Guðlaugur Rós inkranz þjóðleikhússtjóri. Þrír líflátnir Key West, Florida, 2. október — AP. ÚTVARPIÐ 5 Havana skýrði frá því í morgun, að þrír menn, sem staðið hafi að samsæri gegn stjórninni, hafi verið teknir af lífi í Las Villas héraði — og aðrir hafi verið handteknir. Út- varpið skýrði ekki frá nánari til- drögum, né hvenær aftökurnar hefðu verið framkvæmdar. ÞESSI rr.ynd er tekin nú fyrl ir helgina af myndarlegum stafla af hitaveiturörum, sem ætluð eru í verk þau, sem verið er nú að vinna á vegum Hitaveitu Reykjavíkur í Laug arneshverfi og Hlíðahverfi. Hér er aðeins um að ræða hluta þess mikla efnis, sem þarf til framkvæmdanna, þetta eru stærstu rörin og í staflanum eru 569 rör, sem alls vega 228% tonn og kosta í innkaupi rúmar 2,5 milljón ir króna. En alls þarf í þessi verk rör, sem kosta 6—l millj. króna. Ljósrr.. Mbl ÓI K M Þorbjörn Þórðar- son opnar sýningu SÍÐASTLIÐINN laugardag opn- aði Þorbjörn Þórðarson mál- verkasýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Á sýningunni er 21 Olíumálverk. Þorbjörn er húsa málari og lauk prófi í þeirri iðn í Kaupmannahöfn árið 1926. — Síðan hefur hann verið málari og málarameistari í Reykjavík, þar til fyrir tveimur árum, er fór til Kaupmannahafanar til náms í málaralist. Hann hefur síðan helgað sig þessu gamla hugðarefni sínu. Hann var einnig við nám síðastliðinn vetur, þá í París. Myndirnar eru allar málað ar á þessum tveimur árum ýmist heima eða erlendis. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudags- kvöld. Yfirlýssng ÞAR sem flest dagblaðanna léta þess getið við nýafstaðið full- trúakjör til Alþýðusambands- þings í Múrarafélagi Reykjavík- ur, að þrír félagsmenn hefðu kært kosninguna og talið að fé- lagið hefði valið of marga full- trúa, þá þykir stjórn félagsins rétt að taka nú fram eftirfar- andi: 1. Kjörstjórn félagsins úrskurð- aði samdægurs þessa kæru ó- gilda og var sú bókun undir- rituð fyrirvaralaust af kjör- stjórn og fulltrúum beggja framboðslista. 2. Kærendur sendu þá afrit kæru sinnar til miðstjórnar ASÍ með ósk um rannsókn á lögmæti kæru sinnar. 3. Að lokinni rannsókn þar til kjörinna trúnaðarmanna mið- stjórnar ASf hefur félaginu í dag borizt bréf frá miðstjórn- inni þar sem niðurstaðan er orðrétt þannig í lok bréfsins: „1 samræmi við þetta telur miðstjórnin að Múrarafélag Reykjavíkur hafi átt rétt á að kjósa þrjá fulitrúa á 28. þing ASl eins og það gerði“. Reykjavík, 2. október 1962. Virðingarfyllst, Stjórn Múrarafélags Reykjavíkur. • Ekki gert ráð fyrir gluggatjöldum Ég kom um daginn í splunkunýja íbúð. Þetta var á- kaflega falleg íbúð að sjá, allt nýmálað og pússað og fólkið var að flytja inn. Þegar ég kom inn í stofuna, sá ég hvar húsmóðirin stóð uppi á stól, kófsveitt eftir að hafa straujað marga metra af gluggatjöldum, og var hún að hengja þau fyrir. En það var bara einn galli á gjöf Njarðar. Húsið var alls ekki gert fyrir gluggatjöld. Þar voru gluggar, mikil ósköp, náðu næstum yf- ir heila veggi. En arkitektinn eða byggingarmeistarinn ætl- uðust sýnilega ekki til að fyr- ir þeim væru höfð gluggatjöld. Já, hvernig á að hengja gluggatjöld fyrir, þegar hvergi er naglafestingu að fá í nánd við gluggann. Ekkert tréverk er lengur kringum glugga, eins og í þá góðu gömlu daga, þegar gluggakarmar voru smíð- aðir. Og það sem verra var í þetta sinn. Veggurinn, sem átti að festa nagla, skrúfur eða einhverja aðra festingu í, var múrhúðaður og undir einangr- un úr plasti. Reynt var að setja tappa í boruð göt, en þeir höfðu ekki meiri festu en það, að þeir komu bara út aftur undan þunga gluggatjaldanna. Og kona, sem þarna var viðstödd, kvaðst hafa heyrt að ekki gengi betur þar sem múrhúð- að væri á korkeinangrun. • Tæknileg framför? Ég býst við að þetta nýja fyrirkomulag sé „tæknileg framför", eða svo hlýtur að vera, úr því það er upp tekið. En hefur ekki einhverjum sér- fræðingi í húsbyggingum eða fagmanni láðst að athuga sinn gang. Ekki þykist ég þess umkom- inn að segja þeim vísu mönn- um fyrir verkum í þeirra eigin sérgrein. En mér dettur t. d. í hug, að úr því ekki er nagla- festing fyrir gluggatjaldasteng- ur, þá megi leggja tré í steypu- mótin undir múrhúðun á þeim stöðum, sem þarf að hengja upp gluggatjöld. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að láta sér detta í hug að nýju íbúarnir vilji hafa gluggatjöld, og hvar þeir muni hengja þau upp. Gluggatjöld hafa verið notuð í aldaraðir og ættu ekki að vera nokkrum manni ó- kunnug. • Bera ábyrgð á göllunum Hlutir sem þessir eru nokkuð, sem ætti ekki að geta hent fólk, er gerir sér það að starfi og nemur til að byggja hús sem á að búa í á hefð- bundinn hátt. Hvernig væri að menn væru látnir bera svo- litla ábyrgð á hlutunum. Mér er kunnugt um að í Frakklandi bera arkitektar, undir sumum kringumstæðum a. m. k., á- byrgð á því ef hús þeirra eru á einhvern sannanlegan hátt óþægileg að búa í. T. d. ef hurð opnast þannig að óþægindi eru að, þá verður arkitektinn, eft- ir að þar til kvaddur aðili hef- ur kveðið upp sinn úrskurð, að breyta henni á sinn kostn- að. En slíkar kröfur fyrnast á ákveðnum tíma, t. d. 3 mánuð- um eftir að flutt er í húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.