Morgunblaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. okt. 1962 Crtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglysingar og atgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. NORRÆNA FELAGIÐ 40 ÁRA TVTorræna félagið á íslandi -* *•’ minntist nýlega 40 ára afmælis síns. Það var stofnað 29. september árið 1922, þremur árum eftir að slík félög voru stofnuð í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Norræna félagið í Finnlandi var hins vegar stofnað árið 1925 og í Færeyjum árið 1951. Tilgangur Norræna félags- ins hefur jafnan verið sá að efla og viðhalda samúð og samvinnu meðal allra nor- rænna þjóða, inn á við og út á við. Er óhætt að fullyrða að því hafi orðið mikið á- gengt í baráttunni að þessu takmarki meðal allra hinna norrænu þjóða. Þessar ná- skyldu þjóðir hafa stöðugt verið að færast nær hver annarri, samvinna þeirra hef ur orðið fjölþættari og hag- nýtari með hverju árinu, sem hefur liðið. Að sjálfsögðu hafa þjóðir Norðurlanda oft mætt von- brigðum og mistökum í sam- bandi við samvinnu sína. Góð mál hafa strandað og árekstr ar hafa orðið. En baráttunni hefur verið haldið áfram og aukinn skilningur, samúð og velvilji hefur mótað sam- skipti norrænna manna. ★ Eitt glæsilegasta dæmið um árangur norrænnar sam- vinnu er lausn handritamáls- ins. Með henni hefur danska þjóðin og leiðtogar hennar sýnt mikinn þroska og djúp- an skilning á óskum og vilja íslenzku þjóðarinnar. 1 ágætri ræðu, sem Gunn- ar Thoroddsen fjármálaráð- herra flutti á afmælishátíð Norræna félagsins sl. laugar- dag komst hann m. a. að orði á þessa leið: „Það á að vera auðkenni og aðalsmark norrænnar sam vinnu, að sá, sem sterkari stöðu kann að hafa hverju sinni, neyti ekki aflsmunar, heldur láti lögmál vinsam- legrar samvinnu og sam- keppni ráða úrslitum, hvort sem árekstur verður á láði, legi eða á loftsins leiðum. Og í norrænum anda hefur mörgum vandleystum mál- um verið til lykta ráðið“. Þetta er vissulega vel mælt og réttilega. íslendingar fagna því að Norræna félagið hér á landi er í örum vexti. Á síðasta áratug hefur félagsmönnum í félaginu fjölgað úr 1000 í 2400 og féíagsdeildum úr 4 upp í 22. Mbl. óskar Norræna félag- inu á íslandi til hamingju með 40 ára afmælið um leið og það lætur þá ósk í ljós, að það megi halda áfram að vaxa og dafna. OFSTÆKI BORG- AR SIG EKKI ¥ ýðræðisskipulagið byggir á heilbrigðri dómgreind fólksins. Það gefur einstakl- ingunum tækifæri til þess að velja og hafna, fela einstök- um stjómmálaflokkum og stjórnmálamönnum foryst- una um stjórn landa og þjóða, eða svipta þá henni, ef þeir hafa brugðizt trausti kjós- endanna. Þar sem hinn almenni kjósandi er í raun og veru hinn æðsti dómstóll um það, hvernig lýðræðislandi sé stjómað hverju sinni veltur mikið á því að hann sé gædd- ur ábyrgðartilfinningu og þroska. íhygli og sjálfstætt mat fólksins á mönnum og málefnum, ræður mestu um það, hvers konar stjórnarfar ríkir í landi þess. Þjóð, sem gædd er ríkri ábyrgðartil- finningu og heilbrigðri dóm- greind hlýtur að skapa sér gott stjómarfar. Ábyrgðar- laust fólk og skammsýnt hlýtur hins vegar að leiða yfir sig lélega foryztu og spillt stjórnarfar. Það er reynsla þroskuðustu lýðræðisþjóða að ofstæki og öfgar í málflutningi stjórn- málamanna séu ekki líklegar til þess að skapa þeim traust og fylgi. Fólkið sér í gegnum loddaraskap og yfirborðs- mennsku, a. m. k. þegar til lengdar lætur. Núverandi stjórnarandstæðingar á ís- landi, sem komið hafa fram af óvenjulegu ofstæki, á- byrgðarleysi og óbilgimi í stjórnarandstöðu sinni, ættu að gera sér þetta ljóst. Af kommúnistum geta að vísu engir vænzt ábyrgðartilfinn- ingar. En Framsóknarflokk- urinn þykist vera lýðræðis- flokkur, enda þótt hann hafi svarizt í fóstbræðralag og þjóðfylkingu með kommún- istum. Hann ætti að minnast þess að ofstækið og öfgarnar borga sig ekki. STÆKKUN KÓPAVOGS- HÆLIS ll¥ikill og tilfinnanlegur skortur er í okkar landi UTAN UR HEIMI Brezkur skipsfjóri vill afplána sekt s'ma hér ef Hœstiréttur staðfestir dóm undir- réttar vegna landhelgisbrots THE FISHING NEWS skýrir frá því 28. sept. sl., að Matthew Macklenburg, skipstjóri á tog- aranum Margaret Wicks frá Fleetwood, er staðinn var að veið um í íslenzkri landhelgi fyrir rúmlega tveim vikum, hafi ákveðið að fara aftur til íslanris og afplána þar fangelsisvist, ef hæstiréttur á íslandi staðfesti dóm undirréttar um að hann greiði 4.266 sterlings punda sekt, að viðlögðu fangelsi. Segir blaðið eftir Maoklen- burg, að heima í Bretlandi bindi han-n engin sérstök bönd, eftir að kona hans lézt í desember sl. — Kveðst hann líta þannig á málið, að hann hiki ekki við að fara til íslands og afplána þar fan-ga- vist, enda hafi hann sagt um- boðsmanni eigenda togarans „Boston Deep Sea Físheries", að hann geti hvergi orðið sér úti um þessa miklu fjárupphæð. Macklenburg segir þannig frá því, er hann var tekinn í land- helgi, að samkvsemt kortum sín- um og tækjum hafi han-n talið sig vera að minnsta kosti hálfa mílu utan við tólf mílna mörk- in. — Við vorum nýkomnir á miðin og nýbyrjaðir að veiða, þegar varðbáturinn Óðinn kallaði til okkar í hátalara og skipaði okkur að taka inn veiðarfærin. Eg sagði íslendingunum að þetta vaeri hlægilegt, ef við værum innan markanna, væri það alger- lega óviljandi. Hann fcveðst h-afa fengið þá hug mynd, að átta mánaða fangelsi liggi við, ef dæmd sekt verði ekki greidd, og tekur fram, að hann hafi sagt við umboðsmann skipaeigendanna á íslandi, að hann hefði ekki þessa peninga svo réttast væri, að stýrimaður sigldi togaranum heim. Umboðs- maðurinn hefði aftur að móti bent á, að enn ætti eftir að fjalla um málið fyrir Hæstarétti og tæki það nokkurn tíma. Mecklenburg þessi vann það sér til frægðar fyrir tveim ár- um, að sögn blaðsins, að klif'ra upp í 20 feta mastur í miklum sjógangi til þess að bjarga einum skipverja sinna, er flækzt hafði í vír og ar í þann veginn að hengjast í honum. • Reyndi ekki að komast undan. Það var aðfara nótt 13. sept. sl., þegar Óðinn var á leið með brezka togarann Northern Jewel til Seyðisfjarðar, að hann kom að Margaret Wick að veiðum í landhel-gi. — Var togaranum gef- ið ljósmerki um að nema staðar, en hann virtist ekki sjá það. — Er Óðinn kom að honum reyndi hann ekk- ert að komast undan. Fyrir rétti hélt Mecklenburg skipstjóri fast við, að hann hefði talið sig fyrir utan tólf mílna mörkin, en Óðinn mældi hann 1.2 sjómílur innan þeirra. Skipstjórinn var dæmdur Páfinn í pílagrímsför Vaticaninu, Rómaborg, 2. október — AP. PÁFINN í Róm, Jóhannes 23. leggur á fimmtudag upp í lengsta ferðalag, sem nokkur páfi hefur tekizt á hendur frá því árið 1870. Hyggst hann lara pílagrímsför til hinna helgu staða Assisi og Loreto. Páfinn mun ferðast með járn- brautarlest og koma aftur til Rómaborgar samdægurs. Málgagn páfastóls, L’Osser- vatore Romano skýrir frá þvi í dag, að fimmtudaginn nk. sé sér- stakur helgidagur Assisi, dagur dýrlingsiris, hins heilaga Franz. Páfi mún biðjast fyrir hjá leg- stað -Ieitags Franz, en þangað á stofnúnum fyrir vangefna. Kveður svo rammt að þessu að fjöldi heimila víðs vegar um land býr við sárt böl, vegna þess að þau geta ekki komið vangefnum einstakl- ingum á hæli fyrir slíkt fólk. Á síðasta Alþingi var sam- þykktúr nýr tekj ustofn, sem nota á til þess að reisa hæli fyrir vangefið fólk. Er gert ráð fyrir að hann nemi nokkr um milljónum króna á ári. í framhaldi af þessari ráð- stöfun Alþingis er nú hafinn undirbúningur að stækkun Kópavogshælisins. Ber brýna nauðsyn til þess að þeirri framkvæmd verði hraðað. Hér er um mikið mannúðar- mál að ræða. koma árlega þúsundir pílagríma víðs vegar að úr heiminum. Tal- ið er, að páfinn fari þessa ferð nú, meðal annars, til þess að biðja fyrir góðum árangri af hinu mikla alþjóð.’ega kirkjuþingi, sem hefst 11. október nk. Sviss lán- ar SÞ 19 millj. $ Bern, 2 október — NTB. SVISSNESKA þjóðþingið sam- þykkti á fundi sínum í dag að lána Sameinuðu Þjóðunum fjár- upphæð, sem nemur 1.9 milljón- um Bandaríkjadala. I atkvæða- greiðslu um tillögu þess efnis urðu úrslitin, að 93 samþykktu, 11 voru andvígir en 50 sátu hjá. Sviss á ekki aðild að Sameinuðu Þjóðunum. Lánið skal skiptast milli aðal- stöðva S. Þ. í Evrópu, sem eru í Genf, alþjóðadómstólsins í Haag og nokkurra sérstofana. Fer meiri hluti lánsins — eða 1.5 milljón dollara til Genf. Vestur-Bérlín, 1. okt. — (AP) • Tveim ungum Austur- Þjóðverjum — 17 og 18 ára — tókst í dag að flýja ó- meiddir yfir til Vestur-Ber- línar, þótt kúlnahríð austur- þýzkra lögreglumanna dyndi allt í kringum þá . í 260 þús. kr. sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt — og var metið á samtals kr. 169.800. Morguniblaðið náði tali af Gísla ísleifssyni hdl. í gœrkveldi, en hann er lögmaður brezka togar- ans. Sagði Gísli að mál skipstjór- ans hefði enn ekki verið lagt fyrir Hæstarétt, þar sem ekki hefði enn komið ítrekuð ósk frá skipafélaginu um að svo yrði gert. Umboðsmaður eigenda togar- ans hér á landi lagði fram trygg- ingu fyrir sektinni til þess að skipstjórinn fengi að halda úr höfn. Stúlkan hér á myndinni sem 1 ýstir sér svo ákaft upp að þessu norður-afríkanska strengja hljéúfæri, heitir Maria Morales, 25 áru gömul Sikileyjarstúl'ka. — 3r hún söngkona, sem vakið hefur á sér mikla athygli. Hefur hún .aft sína eigin. hljómsveit, komið fram í út.arpi og sjón- varpi og sungið inn á plötur. — Maria er ysturdóttir þjóðhetju Sikileyjar Giuliano, bófaforingj ans sem veginn var fyrir ári, Maria hefur skap eins og vil’i- 'köttur en mjög blæfagra og sér- stæða söngrödd segir ío: „ óri plöutfyrirtækisins Electrola. — Einhverju inni er Maria Morales gekk uin veitingastaðinn þar sem hiún söng, með hljóðnem- ann í hendinni var Umtoerto ítalíukonungur staddur þar. Er hún söng fyrir hann eftirlætis- lag sitt, „Arrive derci Roma“, hlustaði hann á hana hugíang- inn -g með tárin í augunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.