Morgunblaðið - 18.10.1962, Side 8
8
MORCINBLAÐIB
Fimmtudagur 18. október 1962,
Kaup og Sala
Danmörk — Kaupmannahöfn
Dýralæknisfjölskylda óskar eft-
ir duglegri stúlku frá 1. nóv.
Helzt eldri en 20 ára, og sem get-
ur tekið að sér daglega húshjálp.
Þarf að vera barngóð, því við
eigum nokkrar yndælar litlar
Stúlkur. Helmingur ferðakostnað-
arins út verður borgaður og eftir
minnst eitt ár i starfinu borgast
ferðin heim. Laun kr. 300,- á
mánuði eða eftir hæfni.
Vinsamlegast sendið svar til
Fru dyrlæge Gunver Andreasen,
Fredensvej 25, Charlottenlund,
Danmark.
. . dt .
SKiPAUTGCRB RIKISINS
M.s. HEKLA
fer vestur um land í hringferð
23. þ. m. Vörumóttaka á föstu-
dag og laugardag til Patreks-
fjarðar, Bildudals, Þingeyrar,
Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarð-
ar, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsa
vikur og Raufarhafnar. Farseðlar
seldir á mánudag.
Ms. Skjaldbreið
vestur um land til Akureyrar 23.
þ. m. Vörumóttaka á föstudag til
áætlunarhafna við Húnaflóa og
Skagafjörð og Ólafsfjörð. Far-
seðlar seldir á mánudag.
Samkomur
K.F.U.M. A.D.
Fundur í kvöld kl. 8.30. —
Séra Bjarni Jónsson vígzlubiskup
talar. Allir karlmenn velkomnir.
Samkomuhúsið Zion, Óðinsg. 6A
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.30. Allir velkomnir.
Heimatrúboð leikmanna.
Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 8.30.
Arnulf Kywik talar.
Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn
Fimmtudag kl. 8.30:
Almenn samkoma. Majór Óskar
Jónsson stjórnar og talar._
Félagslíf
Knattspyrnufélagið Fram
Kn<attspyrnudeild, 3., 4. og 5. fl.
Munið eftir fundinum í kvöld
(fimmtudag) kl. 3 e. h. í félags-
heimilinu fyrir þá, er lokið hafa
hæfnisþrautum K.S.Í. á þessu ári
(bronz, silfur, gull).
Mætið stundvíslega.
Nefndin.
Nýir — glæsilegir
SVEFNSÓFAR
1500,- kr. afsláttur.
ÍTrvals áklæði — Úrvals
Svampur. Teak á örmum.
Aðeins fáir óseldir.
Sófaverkstæðið Grettisg. 69.
Opið kl. 2—9. — Simi 20676.
Guðlaugur Einarsson
málflutningsskrifstofa
Freyjugötu 37. — Sími 19740.
hpingunum-
DvHELGflSONy _ _ A .
stomvsG 20 /ni/ GRArSIIT
Það trúir því enginn núna
hvað lífsbaráttan var hörð
Rætt við Friðiik Finnbogason og Þórunn Þorbergsdóttur, sem
eiga 60 dra hjuskaparafmæli í dag
Þ A Ð munu nokkuð margir á
landi hér, sem hafa náð því að
fagna á sínu 60 ára hjúskapar-
afmæli, en ekki fer hjá því að
svo langt samstarf geymir
margar sögur, því margt ber við
á langri leið.
Að þessu sinni er það Friðrik
Finnbogason og kona hans, Þór-
unn Þorbergsdóttir, í Keflavík,
sem eiga sinn sextugasta brúð-
kaupsdag í dag, 18. október.
Friðrik og Þórunn eru lifandi
dæmi um vaxtarmátt og við-
gang þjóðarinnar, sem við til-
heyrum. Þau hafa að mestu skil-
að sínu dagsverki á þann hátt,
sem Drottinn sjálfur lagði forð-
um fyrir: í sveita þíns andlits
skalt þú brauðs þíns neyta og
með þjáningu skaltu börn þín
fæða. Þau hafa á fyrrihluta þess-
ara 60 ára fætt og alið upp sín
17 börn við svo mikla þjáningu
og örðugleika, að óskiljanlegt
er börnum dagsins í dag.
Friðrik og Þórunn eru Vest-
firðingar, bjuggu lengst af að
Látrum við Aðalvík í Sléttu-
hreppi.
Það var ekki mjög vandasamt
að komast að þessum merkis-
degi í lífi gömlu hjónanna, því
vart verður gata i Keflavík
gengin á enda án þess að mæta
þar einhverjum afkomanda eða
tengdafólki Friðriks og Þórunn-
ar. Afkomendur þeirra eru nú
161 og mestur hluti þeirra í
Keflavík.
Ég hitti þau Friðrik og konu
hans heima hjá Þorbergi málara-
meistara, syni þeirra, og tek
hann tali um líðandi stund og
liðna daga.
— Nú er það orðið slæmt. Ég
| get ekkert gert lengur, sjónin er
alveg að fara og það er það
versta.
— Vertu nú ekki að fárast
yfir þessu, góði minn. Þú ert bú-
inn að sjá svo lengi, segir Þór-
unn.
— Við vorum gift á Stað í
Aðalvík. Þá var þar prestur séra
Páll Sýversen í Vatnsdal og svo
bjuggum við á Efri-Miðvík í
Aðalvík í 6 ár og fluttumst þá í
þurrabúð að Látrum.
— Ég fluttist þaðan árið 1941.
Fyrst til Akureyrar, í Glerár-
þorpið og var þar tæpt ár, svo
fluttist ég til Keflavíkur, kom
þangað 17. júní 1942. Ég var sá
fyrsti, sem fluttist burt úr
Sléttuhreppnum, en á næstu 5
árum fóru allir þaðan. Fyrir
mig var ekkert annað að gera,
synirnir fóru að leita sér betra
Greiðsluslopper
Amerískir
NÆLON
greiðslusloppar.
FALLEGIR
VANDAÐIR
MISLITIR
EINLITIR
lífs og þá varð ég að róa einn
eða með öðrum og það líkaði
mér ekki.
— Jú, það var oft erfitt. Með-
an við bjuggum á Efri-Miðvík,
höfðum við nokkrar kindur og
kýr. Það var mikil stoð að því,
sérstaklega fyrir krakkana, en
eftir að við fluttumst að Látr-
um — hreppstjórinn þurfti að fá
Efri-Miðvík fyrir tengdafólk sitt
— var ekkert nema sjórinn, en
þó áttum við lengi 5—6 kindur,
en þær féllu allar þegar verst
stóð á, fyrir frostaveturinn 1918.
Það var sagt að það stafaði frá
öskuburði úr Kötlu, því ég hafði
ekkert til að heyja á nema engja
bletti upp um fjall, sem enginn
annar vildi nýta.
Sjóinn var ekki hægt að
stunda á veturna og þá bjargaði
oft nýmetið — fiskurinn, sem
við fengum gefins frá útlendu
togurunum, sem leituðu skjóls á
Aðalvíkinni. Það var setið um
þá þegar þeir komu og við feng-
um gefins fisk, í eina körfu hjá
þeim flestum, og stundum feng-
um við aflóa föt í skiptum fyrir
gæruskinn eða eitthvað annað,
sem þeim þótti varið í.
— Ég man eftir einum skozk-
um línuveiðara, segir Þórunn,
hann hét Robinson eða eitthvað
þess háttar. Þetta skip kom ár
eftir ár og skipstjórinn eða ein-
hver yfirmaður þar um borð
(WHqjmipfá}
Laugavegi 26. — Sími 15186.
Laugavegi 176. Sími 3-52-52.
HANSA-hurbir
— 10 litir —
haMÍS
var orðinn kunningi okkar.
Hann átti 7 eða 8 dætur og ég
gerði handa þeim öllum hvít-
bryddaða sauðskinnskó með
rósaleppum og rósavetlinga —
og svo kom hann, blessaður
maðurinn, með tvo fulla poka
af fötum, það var fyrir frosta-
veturinn. Það var nú meiri
guðsblessunin að fá öll þessi föt.
Það var hægt að gera upp úr
þeim á alla krakkana og meira
til.
— Nei, maður skammaðist sín
ekkert fyrir að þiggja þessa
hjálp frekar en annað, sem
þiggja varð — það var engin
mjólk og engin efni til að fá
neitt annað. Þegar ég fékk vel
útilátið hjá togurunum, sem
ekkert þurfti að borga fyrir,
fékk margur af nábúum mínum
í soðið hjá mér og það var gam-
an að því að geta á þann hátt
hjálpað öðrum. Finnbogi minn,
elzti strákurinn, byrjaði að róa
með mér 9 ára gamall. Það kom
farkennari í sveitina og Finn-
bogi lærði hjá honum eitthvað
í enskri tungu og það hjálpaði
vel í togurunum.
— Nei, ég held að það sé ekki
rétt að vera að rifja neitt upp
frá frostavetrinum — Það trúir
því enginn núna. Þá var allt
skammtað og skammturinn var
knappur.
— Mjölvaran var hræringur
úr maís, rúgmjöli og byggi — en
það var ekkert feitmeti og engin
mjólk.
— Gleymdu ekki kúfiskinum,
góði minn, segir Þórunn. —
Hann Halldór minn fæddist
vorið eftir frostaveturinn og var
22 merkur og frískur og hraust-
ur. Hann sagði það læknirinn
seinna, að það hefði verið kú-
fiskinum að þakka.
— Já, kúfiskurinn var ágætis
búsílag. Djúpið og Jökulfirðirn-
ir var allt undir ís og ísinn reif
upp kúfisk og skeljarnar bar
upp á sandinn, þetta var svo
tínt saman, tekið úr skeljunum
og soðið. Við fengum svolítið af
mjólkursýru á Efri-Miðvík og
notuðum hana saman við soðið.
Skelfiskur mun nú þykja höfð-
ingjamatur, en frostaveturinn
mikla var hann lífgjöf okkar fá-
tæklinganna á Látrum í Sléttu-
hreppi.
— Það var allt undir ís og
frosti þennan voðalega vetur.
Við áttum eitthvað af mó til
eldsneytis, en allt var kalt og
klæðlítið. Við áttum nokkra
kolaköggla, sem ég fékk úr tog-
urum og það hjálpaði mikið, en
annars þýðir ekkert að vera að
segja frá þessu — það trúir því
enginn núna hve lífsbaráttan
var hörð.
— Jú, ég þurfti að þiggja af
hreppnum. Það var nú í þann
tíð litið niður á þá, sem þess
þurftu, enda ekki af miklu að
taka. Ég var um langan tíma
nokkurs konar kaupamaður hjá
hreppnum, þeir útvegðu mér
vinnu eða sendu mig í vinnu og
tóku alltaf mitt kaup og sáu um
að halda lífinu í krökkunum
með úttekt. Ég var 10 sumur á
síldarstöðinni á Hesteyri og
vann þar mikið. Hreppurinn
hirti það allt og allt annað, sem
ég vann, en þó hrökk það ekki
til. Eitt sinn gáfu þeir mér upp
þó nokkra upphæð, sem var
komin fram yfir, en áður en ég
fór úr Sléttuhreppnum borgaði
ég allar mínar skuldir, því það
batnaði í búi þegar börnin
stálpuðust. Mér þykir vænt um
það að hafa ekki þurft að svíkja
neinn, hvorki hreppinn eða
aðra.
— í Sléttuhreppnum var. þeg-
ar flest var eitthvað á fimmta
hundrað. Þetta var óttalega ein-
angrað, engar samgöngur nema
yfir foráttu fjallvegi og svo sjó-
leiðin til ísafjarðar — en það
var meira en dagsferð á árabát
og ekki farið nema haust og vor
og svo þegar sérstaklega lá við.
— Það drógst oft lengi að
presturinn kæmi til að skíra,
segir Þórunn, og læknir og ljós-
móðir voru sjaldséðir gestir.
Eftir að ég átti hana Guðmundu,
Framhald á bls. 23