Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 13
Sunnudagur 21. október 1962
MORCVNBLÁÐIÐ
13
r
Á að hætta
í tolleringum?
Svokallaðar tolleringar eru
gamall siður í Menntaskólanum,
áður Lærða skólanum í Reykja-
vík, svo langt sem menn muna.
Sumum nýliðum þykja þær að
óreyndu heldur harkalegar. —
Ekki er þó vitað til, að þær hafi
valdið alvarlegu tjóni eða var-
anlegum meiðslum, sem stund-
um hljótast af öðrum leikjum,
er engum kemur til hugar að
banna. 1 sjálfu sér skiptir ekki
xniklu máli, hvort þessi gamli
háttur Menntaskólanema helzt
við eða ekki. En óneitanlega
hefur hann unnið sér hefð og
heldur sýndist það hjákátlegt,
að kennarar skyldu taka sig til
og banna hann. Sú framtaks-
semi bar keim af ofstjórn, sem
aldrei hefur gefizt vel, allra sízt
í Reykjavíkurskóla. Það er því
hyggilegt, að kennarafundur hef-
ur nú tekið þá ákvörðun að
leyfa, að tolleringum megi halda
áfram. Ef kennurum þykir leik
urinn ruddalegur er eðlilegra,
að þeir hafi þau uppeldisáhrif
á lærisveina sína, að þeir hætti
honum af sjálfsdáðum.
að þeir hlupust frá vandanum
með hinni eftirminnilegu upp-
gj afayfirlýsingu Hermanns Jón-
assonar hinn 4. desember það ár.
Engu að síður verður að við-
urkenna, að trúin á ofstjórnina
sameinar þessa flokka að vissu
marki. Ágreiningurinn kemur
hvaða skyni skuli stjórna. Fram-
sóknarmenn vilja vera með nef-
ið ofan í hvers manns keraldi til
þess að efla eigin völd. Án
valdanna eru þeir eirðarlausir
og fá móðu fyrir augu og sjá
harðindi og samdrátt, þar sem
grózka og vöxtur blasir við aug-
um heilskyggnra manna. Komm-
únistar vilja að vísu einnig völd,
en fyrst og fremst til þess að fá
þau í hendur enn valdameiri að-
ila, einræðisherranum austur í
Moskvu.
Tollering í
M enntaskólanum.
(Ljósm.: Sv.
Þormóðss.).
REYKJAVIKURBREF
20, október —
m
Anægjulcg
skólahátíð
i
Sl. sunnudag var I Þjóðleik-
húsinu haldin skólahátíð til
minningar um, að þann dag voru
liðin 100 ár frá þvf, að lögboðin
barnakennsla hófst f Reykjavík.
Til hátiðar þessarar var boðið
kennurum og nokkrum öðrum
gestum, en börn og unglingar og
kennarar þeirra veittu marg-
háttaða skemmtun. Hátíð þessi
var óvenju ánægjuleg. Skemmti-
atriði voru að sjálfsögðu nokkuð
misjöfn, bæði að eðli og því
hvað bezt átti við smekk hvers
áhorfanda um sig. Allir munu
þó hafa verið sammála um, að
þeirri dagstund er þarna var
eytt, hafi verið vel varið. Mikils
var um það vert að sjá, hversu
kennarar leggja sig nú fram um
að veita nemendum marghátt-
uð viðfangsefni. Þar er mikill
munur á frá þvf, sem áður var.
Frammis^aða æskufólksins sýndi
einnig, að sízt er til einskis
unnið. Þarna birtist enn eitt
vitni þess gjörvileika, sem býr
með fslenzkri æsku og áður
fékk ekki að njóta sín nema að
iitlu leyti. Heiður þeim, sem
heiður ber.
V*
„Það trúir því eng-
inn núna hvað lífs-
baráttan var hörð“
Astæðurnar til hinna ánægju-
legu umskipta, sem skólahátíðin
bar vitni um, eru margar. Ein
þeirra er, að þéttbýli býður
upp á fleiri kosti bæði fyrir
unga og gamla en strjálbýli.
Þetta er staðreynd, sem verður
að viðurkenna, hvort mönnum
líkar betur eða verr.
„Það trúir því enginn núna
hvað lífsbaráttan var hörð“, seg-
ir í viðtali, sem birtist hér í
blaðinu sl. fimmtudag, við Frið-
rik Finnbogason og Þórunni
Þorbergsdóttur, sem þá áttu 60
ára hjúskaparafmæli. Þau eiga
nú heima í Keflavík, en höfðu
áður lengst af búið vestur í
Sléttuhreppi við krappari kjör
en menn geta nú gert sér grein
fyrir.
Enginn ágreiningur er um að
leitast ber við að halda jafn-
vægi í byggð landsins. Til þess
er hins vegar engin von nema
lífskjör séu hvarvetna nokkurn
veginn jöfn. Á meðan hér var
ekkert nema strjálbýli ríkti alls-
herjar eymd, því að kraftar
þjóðarinnar nýttust ekki til
sameiginlegra átaka í framfara-
átt. Innlendir bæir og þorp hafa
reynzt undirstaða velmegunar
um allt land. Með þéttbýlinu
vex styrkur til að nýta allan
hins vegar þegar fram í því í
hinn byggilega hluta landsins.
Hvorki ber að harma — né
verður rönd við því reist — að
fólkið flytji á hina lífvænlegri
staði, heldur ber að gera sem
flesta staði á landinu lífvænlega.
Það er og engin nýjung, að ís-
lendingar flytji sig til í landi
sínu. Þegar fólksmergð eykst,
mun af sjálfu sér fjölga í hinum
fámennari byggðarlögum, sem
upp á sæmileg lífskjör hafa að
bjóða.
Valdboð áorkar
litlu
Almannavaldið getur með
ýmsu móti stuðlað að hagnýt-
ingu þeirra landkosta, sem fyrir
hendi eru, en því tjáir ekki að
berjast á móti náttúrunnar lög-
um og fólki verður ekki haldið
um kyrrt nauðugu, ef það á ann-
arra betri kosta völ. Fátt er og
fráleitara en að ætla, að menn
þurfi að „glata sál sinni“ þótt
þeir flytji búferlum úr fámenni
í fjölmenni. Þá sem ella reynir
mest á eiginlekia hvers einstakl-
ings. Þótt margt gott hafi þrosk-
azt í einveru, þá hefur fásinnið
kæft margan frjóanga í hugum
fslendinga, bæði fyrr og síðar.
Sú stjórn er heillaríkust, sem
skapar skilyrði fyrir valfrelsi
sem flestra einstaklinga, svo að
þeir fái að njóta þeirra krafta
og kosta, sem þeim eru áskapað-
ir. Ofstjórn ^r jafn hættuleg
þeim, sem stjórna og hinum,
sem slíkri stjórn verða að lúta.
Á að styrkja þá,
sem sízt þurfa?
Einkennilegt er hvernig of-
stjórnin getur heltekið þá, sem
lengi hafa iðkað þá list. Allir
góðviljaðir menn hljóta að hafa
áhyggjur af því, að ósamkomu-
lag um kjör á síldveiðum skuli
hindra, að þær hefjist hér á Suð-
Vesturlandi. Eftir reynslu síðustu
ára gera menn sér vonir um, að
þarna sé nú hægt að ausa upp
verðmætum, sem menn til
skamms tíma höfðu ekki hug-
mynd um, eða a.m.k. vissu ekki,
hvernig hægt væri að höndla.
Ætla má, að, bæði sjómenn og
útvegsmenn geti með þessu
móti aflað sér tekna, sem hvor-
ugur reiknaði með fyrir tveim
þremur árum og bæta kjör
þeirra langt umfram annarra
landsmanna. Fjarri fer, að nokk-
ur sjái ofsjónum yfir þeirri vel-
gengni, sem þannig má skapa,
enda kemur hún ekki þessum
aðilum einum til góðs, heldur
verður öllum landslýð til hags.
En almenningi þykir mjög skjóta
skökku við, þegar upp á því er
stungið, að þeir sem þessara upp
gripa hljóta fyrst og fremst að
njóta, eigi að fá styrk úr al-
mennum sjóði til þess að jafna
innbyrðis deilu þeirra um skipt-
ingu aflans. Svo fráleit hugsun
getúr ekki fæðzt í heila annarra
en þeirra, sem eru því svo vanir
að sitja yfir annarra hlut og
skammta þeim þeirra eigin eig-
ur, að þeir fást með engu móti
til að trúa því, að menn hafi
sjálfir þroska til að ráða sínum
eigin málum.
Ofstjórnartrú
tengir þá saman
Framsóknarmenn og kommún-
ista greinir á um margt, svo
margt, að engar líkur eru til
þess, að samstjórn þeirra á land-
inu gæti haldizt nema skamma
hríð. Um það segir reynslan frá
vinstri stjórnartímabilinu 1956—
1958 sína óyggjcfndi sögu. Þrátt
fyrir frábært góðæri og metafla
á árinu 1958 hafði innbyrðis
sundurlyndi þessara samstarfs-
manna þá skapað slíkt öngþveiti,
Lúðvík í leit að
kjördæmi
Samvinna Framsóknar og
kommúnista að uppbyggilegu
starfi endist skammt. Jafnvel
þótt enn reyni einungis á í and-
stöðunni eru kommúnistar nú
þegar farnir að naga sig £ hand-
arbökin yfir að hafa hampað
Framsókn um of sem vinstri
flokki. Þeir vissu raunar frá
upphafi, að Framsókn er ekki
fremur vinstri flokkur en hægri.
Forustulið hennar er einungis
valdstreytuklíka, sem allt vill
vinna til þess að fá að vera í
stjórn. Eðli málsins samkvæmt
er hún jafn óheil í samvinnu við
kommúnista sem alla aðra. Hún
hagnýtir sér til fulls, að komm-
únistar hrósa henni sem vinstri
hetjum, en bregður fyrir þá
fæti hvenær sem hún má.
Lúðvík Jósefsson hefur geng-
ið lerigst fram í því sinna flokks-
manna að lofa vinstrihug Fram-
sóknar. Engum getum skal að
því leitt hvort Lúðvík hefur
gert þetta af einlægri trú á á-
gæti Eysteins Jónssonar eða
aldrei þessu vant talað þvert um
hug sér. Hvort heldur er, þá er
Lúðvík nú kominn að því að
uppskera ávöxt iðju sinnar.
Hann er orðinn svo valtur í
Austurlandskjördæmi, að áhugi
hans beinist nú mest að því að
troða sér í framboð þar sem
hann telur kosningu sína lík-
legri.
Verður Finnbogi
Rútur hrakinn
af þingi?
Á sl. vetri vann Lúðvík öflug-
lega að því að koma sér í fram-
boð hér í Reykjavík. Hann
studdi þá málaleitan mjög með
því að sýnt væri, að Einar Ol-
geirsson hentaði ekki lengur sem
formaður, en bezt færi á, að
hinn nýi formaður væri einnig
þingmaður Reykvíkinga. Undir-
tektir munu hafa orðið mun
daufari en vonir stóðu til, ekki
sízt þegar á daginn kom, að
Einar var engan veginn svo heill
um horfinn, sem látið hafði ver-
ið í veðri vaka. Hann fékk sitt
venjulega sumarheimboð austur
fyrir járntjald 'og er því ekki
annað sýnna en hann njóti þar
hinna sömu dáleika og fyrr.
Tal Lúðvíks um að ryðja
verði „gömlu mönnunum'N úr
vegi fellur þess vegna sem
stendur í heldur ófrjóan akur.
En hann á ráð undir rifi hverju
og reynir nú að nota sér ósátt-
ina, sem kom upp við Finnboga
Rút út af bæjarstjórnarframboð-
inu í Kópavogi. Línukommúnist-
ar læða því þess vegna manna
á milli í Reykjaneskjördæmi, að
eftir það, sem við hafi borið,
geti Finnbogi Rútur ekki framar
komið til greina sem þingfram
bjóðandi. Hann sé ekkert annað
gagnið af Hannibal bróður hana
einnig orðið harla lítið. Þess
vegna eigi að nota tækifærið og
tryggja sér svo trúverðugan
Moskvumann sem Lúðvík Jósefs-
son.
Hent þegai þeir
verða ekki hag-
nýttir lengur
Engu skal um það spáð,
hvernig þessi grimmúðlegi leik-
ur kommúnista með þá Valde-
marssyni endar. Hvað sem um
þá verður sagt, er fullvíst, að
hvorugur þeirra er sér þess með-
vitandi, að hann sé sjálfur komm
únisti. Þvert á móti ætluðu þeir
báðir að nota kommúnistá. Allar
líkur benda til þess, að þeir fái
að reyna hið sama og allir aðrir,
sem reynt hafa þann leik. Komm
únistar noti þá meðan þeim
hentar og kasti þeim fyrir borð
jafnskjótt og þeir telja sig ekki
hafa gagn af þeim lengur.
Sú skoðun ryður sér nú mjög
til rúms í röðum kommúnista,
að bág útreið í bæjarstjórnar-
kosningum og vonbrigði í Al-
þýðusambandskosningunum eigi
rætur sínar að rekja til tvískinn-
ingsháttarins, annars vegar gegn
Framsókn og hins vegar til Al-
þýðubandalagsins. Hannibals-
gríman sé hvort eð er orðin
gagnsæ, betra sé að losa sig við
hana og þá annað hvort afla sér
annarrar haldbetri með nýrri
nafngift eða hiklaust viður-
kenna tengslin austur á bóginn,
eins og SÍA-piltarnir einkanlega
gera sig að tálsmönnum fyrir.
Berlín og Kúba
Það er ekki einungis í við-
skiptum einstaklinga í milli, að
kommúnistar misnota fyrst þá,
er þeim hafa gengið á hönd og
yfirgefa þá síðan, heldur á þetta
sér einnig stað um þær þjóðir,
sem þeim hafa ánetjast. Vald-
hafarnir í Moskvu hafa til
skamms tírna mjög látið yfir
vináttu sinni við stjórn Castros
á Kúbu og þá öruggu vernd,
sem þeir mundu veita henni
gegn árásum Bandaríkjamanna.
Undanfarna mánuði hefur hins
vegar gengið þrálátur orðrómur
um það, að Krúsjeff sækist eftir
því að semja við Bandaríkja-
stjórn um eins konar skipti á
Kúbu og Berlín. Samkvæmt þvi
á Bandaríkjastjórn að fá öryggi
fyrir því, að veldi Castros á
Kúbu verði ekki frekar eflt, ef
Sovétstjórnin fær framgengt
óskum sínum í Berlín. Getgátur
um slík hrossakaup hafa hvað
eftir annað birzt í heimsblöð-
unum og nú fyrir skemmstu full
yrti New York Times, öruggasta
fréttablað í heimi, að talsmenn
Sovétstjórnarinnar haf-i þreifað
fyrir sér um þvílíka verzlun.
Enda eru ummæli Rusk, utan-
rikisráðherra Bandaríkjanna,
þegar hann lýsti yfir, að fásinna
væri að ætla að tryggja frelsi á
einum stað með því að fórna því
á öðrum, skilin sem afneitun
Bandaríkjastjórnar á þvílíku til-
boði.
Sá hráskinnaleikur er harla
lærdómsríkur fyrir okkur ís-
lendinga. Brúsastaðamenn tala
öðru hverju um það, að við ætt-
um að tryggja hlutleysi okkar
með samningum við stórveldin.
Reynslan hefur margt oft sann-
að að þvílíkir samningar eru
gersamlega haldlausir og mundu
einungis færa aukna hættu yfir
en verkfæri Hermanns, enda sé I land okkar.