Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 17
Sunnudagur 21. oktðber. 1962
17
MORGVNBLAÐIÐ
Nýjar bækur|
Guðrún frá Lundi: Stýfðar fjaðrir.
Annað bindi hinnar vinsælu sögu er nú komið í
bókaverzlanir. — Bókarinnar hefur verið biðið með
mikilli eftirvæntingu um allt land.
Cyril Scofi: FULLNUMINN,
f þýðingu frú STEINUNNAR BRIEM.
„Fullnuminn" er bók, sem náð hefur feiknalegum
vinsældum um allan heim meðal lesenda, sem
* hneigjast að andlegum málum og dulrænni speki.
* Guörún frá Lundi
Martinus
Marlinus:
Leiðsögn til lifshamingju.
Martinus má með réttu télja innblásinn snill-
ing, því að verk hans hafa skapazt fyrir and-
legan innblástur. Hinn heimsfrægi rithöfund-
ur og dulspekigur PAUL BRUNTON segir
m. a. um Martinus: „Um hann má segja, að
það að kynnast honum er sama og að opna
honum rúm í hjarta sínu. Hann er lifandi
ímynd þeirrar vizku, ósérplægni og kærleika,
sem myndar innsta kjarnann í siðferðilegri og
raunhæfri kenningu hans“.
Kennslubækur:
DÖNSK LESTRARBÓK, annað bindi
•ftir frú Bodil Sahn og Erik Sönder-
holm.
ENSK LESBÓK, Arngrímur Sigurðs-
son, BA, annaðist útgáfuna. Efnið er
mjög margvíslegt, miðað við stærð bók-
arinnar. Þar eru kaflar um frumstæða
jarðarbúa og ókunnar gáfnaverur á öðr-
um hnöttum, um allskonar farartæki,
bækur, kvikmyndir og ótal margt fleira.
Efnið er miðað við það, að kennurum og
nemendum gefist tækifæri til þess að
rifja upp fjölmargt og kynnast nýjum
orðum og hugtökum. Margar teikningar
eru í bókinni.
Unglingabaekur:
Eftirtaldar unglinga- og barnabækur
hafa komið út síðust'u daga:
★
Ný HÖNNU-bók:
HANNA kann ráð við öllu.
★
Tvær nýjar bækur um KIM:
KIM er hvergi smeykur og
KIM og blái páfagaukurinn.
★
Tvær bækur um hina vinsælu
söguhetju BOB MORAN:
ELDKLÓIN — og
ÓGNIR í LOFTI — báðar æsispennandi.
★
Ný MÖTTU-MAJU-bók:
MATTA-MAJA á úr vöndu að ráða.
★
Ný KONNA-bók:
KONNI og skútan hans.
★
KALLI OG KLARA —
Kalli og Klara eru tvíburar, og þau
eru eins lík og tvær perlur. Náttúr-
lega lenda þau í mörgum ævintýrum.
Sagan sýnir, að framtakssamir ungl-
ingar'geta orðið að miklu liði, ef þeir
beita orku sinni að nytsömum störf-
um.
EG ER KÖLLUÐ KATA —
Þessi fallega saga er um litla telpu,
sem heitir Katrín, en er kölluð Kata.
Hún er rauðhærð og eini rauðhærði
krakkinn í hópi leiksystkina sinna. —
Þess vegna verður hún fyrir dálitlu
aðkasti og stríðni. En Kata litla er
sjálfstæð og dugleg telpa — og allt
endar vel.
GÖMUL ÆVINTÝRI í þýðingu Theodórs
Árnasonar. Önnur útgáfa. — í þessari
bók eru tíu falleg ævintýri. Theodór
heitinn þýddi Grimms ævintýri á gull-
fallegt mái. Þessa bók má skoða sem
framhald þeirra 5 hefta af GRIMMS
ævintýrum, sem til eru á íslenzku.
NASREDDIN. — Þorsteinn Gíslason rit-
stjóri og skáld þýddi, en frú Barbara
Árnason teiknaði í bókina margar
myndir. — Engar sagnir í þjóðsögum
Tyrkja hafa náð annarri eins út-
breiðslu og sagnirnar um Nasreddin
skólameistara. Öld eftir öld hafa menn
skemmt sér við keskni hans, sérvizku
og fyndni. Og enn í dag eru sögurnar
um hann á hvers manns vörum, svo
langt sem tyrknesk tunga nær. — En
auk þess hafa þær verið þýddar á
fjölda tungumála.
PRENTSMIVJAN LEIFTDK
Höfðatúni 12. — Sími 17554.
4000.
Vil greiða kr. 4000,00 á mánuði fyrir sæmilega íbúð
til næsta vors eða næsta hausts. — Tilboð er greini
stærð og stað sendist afgr. Mbl., merkt: „Þveræingur
— 1950“.
Verzlanorpláss óskast
Sérverzlun í fullum gangi vantar húsnæði. Búðar-
stærð þarf ekki að vera mikil. Tilb. óskast send Mbl.
sem fyrst, merkt: „Verzlunarhúsnæði — 3614.“
Húsnæði — Fæði
Viðlegupláss og fæði, óskast fyrir 10—12 manna
flokk. Æskilekast á sama stað, en ekki skilyrði. —
Upplýsingar gefur Hrólfur Ásmundsson verkstjóri,
Blönduhlíð 12. — Sími 24715.
Lögfræðiskifstofa
vor er flutt af Laugavegi 19 í Iðnaðarbankahúsið,
4. hæð. Símar 24635 og 16307.
TÓMAS ÁRNASON, hdl.
VILHJÁLMUR ÁRNASON, hrl.
GITAR
Hinn vinsæli
bréfaskóli fyrir
byrjendur í gít-
arunddirleik
er nú fáanlegur.
Þér fáið send 8
bréf, eitt í hvern viku, en í hverju bréfi eru þrjár kennslu-
stundir, sem ætlazt er til að þér lærið á einni viku. Alls
fáið þér því 24 kennslustundir. Kennslan er við allra hæfi,
ungra sem gamalla. KENNARI SKÓLANS ER EINN
KUNNASTI GÍTARLEIKARI LANDSINS, ÓLAFUR
GAUKUR. Þér lærið að leika TWIST og ROKK, VALSA
og TANGÓA eða hvað annað, sem yður sýnist á stuttum
tíma eftir auðveldum aðferðum. Bréfaskólinn hefur hlotið
einróma lof hér á landi og er mjög ódýr miðað við tón-
listarkennslu yfirleitt.
Þér fáið 24 kennslustundir fyrir aðeins kr.
320,—. Þér fáið sem sagt eínkatímana
senda heim til yðar póstfrítt og getið spurt
kennarann eftir vild bréflega. Greiðsla á
andvirði skólans fer fram, þegar þér takið
við fyrsta bréfinu, sem sent verður í póst-
kröfu hvert á land sem er. Fyllið út miðann
hér undir og sendið GÍTARSKÓLANUM.
ÞEIM, SEM ÞESS ÓSKA, GETUM VIÐ ÚTVEGAÐ VALDA
TÉKKNESKA GÍTARA. BRÉFLEGAR UPPLÝSINGAR.
Gjörið svo vel að senda mér bréfaskólann í gítarundirleik
fyrir byrjendur og mun ég gr§iða andvirði hans kr. 320,—,
við móttöku fyrsta bréfsins, sem sent verði í póstkröfu.
NAFN: ......................................
♦
HEIMILI: ....................................
UTANÁSKRIFTIN ER: GÍTARSKÓLINN,
PÓSTHÓLF 806, REYKJAVÍK.