Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTASIMA R MBL.. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 235. tbl. — Sunnudagur 21. október 1962 LANDIÐ OKKAR Sjá bls. 10. MM0**MMWtaMB*%«*rMfeM^«MtaMtaMa*«ft4«MtaMB <i%MM«*l%M«Al*MlM«M*MM«*MkMlM Álit lyfjafræðinga: Skynsamlegt að taka í taumana — Hættulegt að blása svona mái upp Morgunblaðið sneri sér til nokkurra lyfjafræð- inga, til að heyra álit þeirra á eiturlyfjaskrif- unum, sem undanfarið hefur gætt í nokkrum blöðum. Fara hér á eftir um- sagnir fjögurra lyfja- fræðinga og apótekara. Sigurður Ólafsson í Reykjavíkur apóteki. 1 ,Ég álít að það væri skyn- samlegt fyrir heilbrigðisyfir- völdin að taka þarna eitthvað í taumana. í apótekunum verð 'wrw^"** um við reyndar ekki varir við neina aukningu frá því sem hefur verið. Þessar pillur, sem hefur verið skrifað um eru ekki eiturlyf, heldur örvunar lyf. Þau geta hins vegar gert fólki illt". Birgir Einarsson, Vesturbæjar apótek: ,Málið hefur meira verið sett upp sem æsifréttir en raunveruleikanum sam- kvæmt". Kjartan Gunnarsson: „Það er gert allt of mikið úr þessu, þó það sé vissulega sjálfsagt að hafa eftirlit. Það er svo með flest lyf, að ef nóg er etið af þeim, skapa þau annarlegt ástand í líkaman- um. Ástandið hér getur ekki talizt alvarlegt. A hinum Norð urlöndunum eru raUnveruleg eiturlyf mikið vandamál, en þess verður ekki vart í apótek um. hér, að sótzt sé ef tir þeim". Ólafur Ólafsson, Holtsapóteki, formaður félags lyfjafræðinga: „Þetta hefur verið blásið upp, því þarna eru ekki um að ræða raunveruleg eiturlyf, heldur deyfi- og svefnlyf en þó aðallega að manni skilst örvunarlyf, sem eru fengin að utan. Þau er vitanlega hægt að misnota engu síður en önn ur lyf. Reglur hér á landi hafa verið strangari en víðast hvar annars staðar, og pví ekki mik il ástæða til að óttast að svo komnu máli. Það getur líka oft verið hættulegt að blása svona mál upp, því það vill vekja áhuga á efninu". %« «w^r»w^»wp«>^">«M»w«<»%—i Störfelldar vega- skemmdir á Vestf j. FRÉTTARITARI Morgunblaðsins á Flateyri hringdi í gærkvöldi og sagði frá miklum vegaskemmd- um, sem hefðu orðið í Önundar- firði og Dýrafirði vegna aur- skriðna. í gœr byrjuðu stórfelldar rign- ingar og stóðu fram eftir degi í dag. Féllu 17 skriður á veginn út í Valþjófsdal. Ennfremur hafa vegir víða spillzt, vegna þess að ræsi hafa ekki haft undan að flytja vatnið burt, og víða hefur hann skorizt sundur af völdum vatnsins. Aðeins Vegurinn í kringum Dýrafjörð er lokaður vegna aurskriðu, sem féll norðan megin fjarðarins og tók þar sundur veginn. Morgunblaðið fékk þær upplýs ingar hjá Veðurstofunni að í Kvígindisdal við Patreksfjörð hefði úrkoma verið 96 mm frá kl. 6 í fyrrakvöld til kl. 6 í gær kvöldi. Á sama tíma var úrkoma á Galtarvita 58 mm. Allar líkur eru því á, að stór kostlegar vegaskemmdir hafi orðið um alla Vestfirði. Lítið flogið ILLA viðraði til innanlandsflugs í gær. Var aðeins flogið til Ak- ureyrar og Sauðárkróks. Á Isa- firði var ein af Douglas-vélum Flugfélagsins biluð, þriðja dag- inn í röð. Enn hefur ekki viðrað til að senda viðgerðarmann vestur. Kind í GÆRMORGUN fengu fanga verðirnir í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg kind nokkra til vörzlu. Hún var í kaupstaðarferð, en barnahóp ur elti hana um göturnar, unz lögreglan kom á vettvang og tók hana úr umferð. Fréttamaður Mbl. átti þess kost að ná stuttu viðtali við kindina, er hún hafði verið nokkrar klst. undir eftirliti Guðbjörns Jóhannessonar fangavarðar. — Hvað gerðir þú af þér, kindin þín? — Me-e-e-e. — Jæja, það var rangt af þér, en hvernig hafa þeir farið með þig? — Me-e-e-e-e-e-e-e. — Það var nú gott. Hlakkar þú til að komast aftur til eig anda þíns? — Me-e-e-e-e-e-e. Ekki var unnt að setja kind ina í klefa, sökum anna stofn unarinnar og varð að láta garðinn na=gja. Guðbjörn kvað hegðun roll unnar með mestu ágætum og yrði hún bráðlega látin laus. Mark hennar var sýlt hægra, fjöður framan og miðhlutað vinstra. Það mark var tekið upp á Stóra-Kambi í Breiðu vík árið 1918 og flutti eigandi þess, Bragi Kristjánsson, Ár- túni, það með sér til Reykja- víkur. Hafðist fljótlega upp á eigandanum, og sótti hann kind sína og flutti heimleiðis. Hann kvaðst ekkert botna í þessu ferðalagi, þar sem roll an átti að vera í fjárheldti girðingu í Hvassahrauni. Loftmynd af Selfossi Sjá grein á bís. 10. d a g ar eftir Þessi helgi er sú'síðasta, sem hið glæsilega Skyndihapp- drætti Sjálfstæðisflokksins stendur. Nú eru aðeins 5 dag- ar, þar til dregið verður. Ekki eru nema örfáir miðar eftir í sölu hjá happdrættinu en allmargir, sem fengið hafa miða senda heim til sín, eiga enn eftir að gera skil þótt að flestir hafi begar lokið því af. Þeim sem eiga eftir að gera skil, er vinsamlega bent á að gera það nú um helgina. Skrifstofa happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu er opin til kl. 10 í kvöld. Kosmos II. sendur á lof t London, 20. okt. AP. Loftniynd af Selfossi. Rússar sendu í morgun á loft nýjan gervihnött til vísindalegra rannsókna, Kosmos 11, að því er Moskvu útvarpið tilkynnti. Sagði útvarpið, að tilraunin hefði tek- izt mjög vel, gervihnötturinn væri kominn á tilætlaða braut, sem hefur jarðfirð 920 km. og jarðnánd 245 km. f 7 gráðu fi/fi á Akureyri AKUREYRI, 20. okt. — Mikill hiti hefur verið hér á Akureyri og í Eyjafirði að undanförnu, t. d. fór hitinn á Akureyri upp í 17 gráður í gær, en var kl. 9 í morgun 14 gráður og fer vax- andi. Þetta er jafn mikill hiti og þegar bezt var í áumar. Allir vegir í nágrenninu eru vel færir bifreiðum og einnig um Austurland. Bifreiðastjórar frá Raufarhöfn og Vopnafirði segja, að færðin sé sízt lakari en Sl. sumar. — St. E. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.