Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1962, Blaðsíða 2
4 2 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. október 1962 Kínverjar skýrðu frá bar- dögum áður en þeir hófust laidverjar hörfa undan á báÖum vígstöðvum Nýju Delhi, 20. október — AP • í GÆRKVÖLDI hófust harðir bardagar á tveim stöðum á landamærum Indlands og Kína. Annars vegar á mörkum Tíbet og Kína, hinsvegar á mörkum Kashmír og Kína. § Eins og oftast áður hefur hvor aðili fyrir sig sakað hinn um upptökin að bardögunum, en staðhæft er í Nýju Delhi, að Pekingútvarpið hafi skýrt frá bardögunum nokkrum min- útum áður en fyrsta skotinu var hleypt af. 9 Krishna Menon, landvarnaráðherra Indlands, segir, að átökin hafi hafizt með skothríð kínverskra hermanna á ind- \erskar flutningaflugvélar. Séu árásir þeirra samræmdar og fyrirfram ákveðnar á báðum stöðunum. 9 Síðustu fréttir frá Nýju Delhi herma, að Indverjar eigi við ofurefli liðs að etja á báðum vígstöðvum og hafi goldið mikið afhroð. Hafa indversku hermennirnir hörfað um 2 km á eystra svæðinu og berjast nú gegn Kínverjum um 6 km suður af McMahon-línunni. í Ladhak-héraði hafa þeir orðið að hörfa frá tveim varðstöðvum. Ennfremur segir, að þyrla með særða hermenn innanborðs hafi verið skotin niður. • Kommúnistaflokkur Indlands hefur harðlega fordæmt aðgerðir Kínverja á landamærunum. í yfirlýsingu, sem flokkurinn gaf út í dag, segir, að með háttalagi sínu, komi Kínverjar með öllu í veg fyrir að friðsamleg lausn finnist á deilu ríkjanna. Að baki yfirlýsingunni stendur mikill meiri hluti flokksins, en brot af flokknum fylgir kínverskum kommúnistum að máli. Krishna Menon, landvarnaráð- herra, átti fund með frétta- mönnum í Nýju Delhi í morgun og skýrði frá bardögunum. Sagði hann indversku hermennina að sjálfsögðu berjast gegn því með oddi og egg, að Kínverjar réð- ust enn lengra inn á indverskt land en orðið er. Hann sagði, að fjölmennt her- lið beggja aðila aettist við á víg- stöðvunum, ekki vildi hann segja hversu margir indversku hermennirnir væru, en sagði hina kínversku miklum mun fieiri, þeir skiptu þúsundum. Ekki gat hann sagt hve mikið mannfall hefði orðið, en kín- verska fréttastofan „Nýja Kína“ segir mannfall mikið í liði Kín- verja. Menon sagði, að Kínverjar hefðu undanfarið safnað miklu liði á eystra svæðinu og væri því öllu beitt í bardögunum. í Lad- hak væri einnig fjölmennt lið og hefðu bardagar þar hafizt litlu eftir að byrjað var á austur svæð inu. Menon sagði átökin hafa hafizt með skothríð Kínverja á flutningaflugvélar Indverja, en þær hefðu allar komizt lítt skemmdar til bækistöðva sinna. Sagði hann Indverja ekki beita orrustuflugvélum á átakasvæð- inu. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Nýju Delhi, að indverska stjórnin hafi á- kveðið að fara þess á leit við stjórnina í Bhutan, að hún leyfi indverska hernum inn- göngu i landið til þess að auka þar vamir gegn fram- rás Kinverja. „Dagblað alþýðunnar" í Peking, vítti indversku stjórn- ina í gær harðlega fyrir yfir- gang á landamærunum. Segir blaðið, að Nehru hafi skapað ástandið þar með því að neita að semja við Kínverja. Hann hafi gefið fyrirskipun um, að hafnar yrðu árásir á Kínverja og haldi með ólöglegum hætti landi er Kínverjum bæri með réttu. f orðsendingu kínverska utanríkisráðuneytisins til ind- versku stjórnarinnar í dag, seg- ir , að ljóst sé, að hún hyggist halda áfram yfirgangi sínum á landamærunum og í kínverskri lofthelgi. Muni Pekingstjórnin ekki lengur líða að indverskar land, og verði þær héðan í frá neyddar til lendingar í Kína eða skotnar niður. • „Komi það sem koma skal“ f síðustu viku skipaði Nehru herjum sínum að hrekja Kínverja úr indversku landi, og síðan hefur Pekingstjórnin hald- ið því fram, að Indverjar séu að undirbúa meiri háttar innrás í Kína. Nehru sagði hinsvegar í ræðu fyrir nokkrum dögum: — Við höfum ekki áhuga á að berj- ast, en stöndum nú andspænis því vandamáli, hvernig hrundið verði frekari framrás Kínverja á indversku landi. — Hann kvaðst ekki vilja semja við Pek- ingstjórnina meðan Kínverjar héldu uppi skotárásum á ir.d- verskar varðstöðvar á landa- mærunum og ítrekaði, að Ind- verjar myndu verja land sitt. — Því segjum við, sagði Nehru: — Komi það sem koma skal. Við munum berjast. I Hálofta- sprenging Honolulu, 20. okt. — AP BANDARÍSKIR vísinda- menn sprengdu í gær- kvöldi kjarnorkusprengju í háloftunum yfir Johnston- eyju í Kyrrahafi. Sprengj- an var lítil að afli, minni en sem svarar 20.000 lest- um af TNT og hún sprakk í tæplega fimmtíu km hæð. DJÚPBÁTUR: ÚTLITSM YNP. SKII»Ct—.N—-■ T£! K N. NC M-4t- Nýi Djúpbáturinn verður smíðaður í Noregi Verður tilbúin nœsta haust og kostar 8 milj. kr. PANN 12. október sl. var í Reykjavík undirritaður samningur um smíði á nýjum djúpbát, en núverandi djúpbátur, Fagranesið, er orðið mjög gamalt og úr sér gengið, byggt úr furu í Noregi 1934. Samninginn undirritaði Matthías Bjarnason, forstjóri Hf. Djúp- bátsins, og Winsents, forstjóri skipasmíðastöðvarinnar Ankerlökk- en Verft A/S í Florö í NoregL Teikningar og smiðalýsingu gerði Hjálmar R. Bárðarson, skipaverkfr., og var smíði skips- ins boðin út. Þegar tímafrestur rann út höfðu borist 9 tilboð, og var hagstæðasta tilboðið frá Ank erlökken Verft A.S. Florö, tæp- ar 8 míllj. íslenzkra króna, af- greiðslutími 12 mánuðir, og lán veitt fyrir 70% byggingarkostn- aðar til 7 ára. Mjög líkt að upp- hæð var íslenzkt tilboð, ag var afgreiðslutími þar líka uim 12 Framleiðslugjaldið og stofnlánadeildin TfMINN er öðru hvoru að nagga út af 1% gjaldi af búvöruimi, sem bændur eiga að greiða til Stofnlánadeildar Landbúnaðar- Ins. Halldór á Kirkjubóli var síð- ast að reyna að sanna að betta 1% gjald sé ekki hliðstætt við útflutnin.gsgjald af sjávarafurð- um til Stofnlánasjóðs Sjávarút- vegsins. Grípur hann síðast til gerðardómsniðurstöðunnar í sum ar um síldarverðið, og segir að hlutur útgerðarinnar muni hafa verið ákveðinn betri,, vegna þessa gjalds. Nú liggur í augum uppi að bændur eru ekki síður hliðstæðir við sjómenn en útvegs menn. Nú segir Halldór — óbeint — að sjómönnum muni hafa ver- ið ákveðinn lægri hlutur vegna útflutningsgjaldsins. Hér skal ekki dæmt um það, hvort þetta er rótt. En ef það er rétt, þá er það sönnun fyrir, en ekki gegn, þvi að framleiðslugjaldið til Stofnlánadeildar Landbúnaðar- ins er hliðstætt útflutningsgjaldi sjávarafurða tii þeirra stofnlána- sjóða — að öðru en því að það er stærri hlutur, sem útvegsmenn og sjómenn greiða í lánasjóði út- vegsins heldur en bændur til lánasjóða landbúnaðarins. Útgerðin greiðir af útflutnings- verði sjávarafurða 1,8% í Fisk- veiðisjóð og 0,3% í Fiskimála- sjóð, sem eru stofnilánasjóðir út- gerðarinnar. Það ætti enga spek- inga að þurfa til að sjá að í hlut þeirra, er að útgerðinni vinna hljóta að koma 2,1% minna, en ella væri — b. e. útvegsmenn og sjómenn greiða hetta af sinum tekjum. Hér er svo rétt að minna á það að 1% gjaldið tii Stofn- lánadeildar Landbúnaðarins er á- ætlað 8—9 millj. kr. árlega í byrjun, en auk hess fær deildin að öðrum leiðum árlega sem svarar 26—27 millj. krónum. Framsóknarmenn eru stundum að hamra á því meðal bænda að ótífct sé með uðstöðu útvegs- manma til að kaupa bát, eða bóndans sem vill kaupa jörð eða bústofn. Fiskveiðisjóður lánar 67—75% út á skipin. Hann hefir til þessa getað rækt sitt hlut- verk, af því að hann er byggður upp með eigin. fjármagni frá sjó- mönnum og útvegsmönnum. Það er stefnt að því sama með lögum um Stofnlánadeild land- búnaðarins, með því að byggja hana upp með eigin fé, m. a. þessu 1% gjaldi af búvörum bænda, sem þó er aðeins nokkur hiuti hinna árlegu tekna. ____ mánuðir. Hins vegar varð ís- lenzka akipafimíðastöðin að fé allan byggingaríkiostnað greiddan jafnóðum meðan á smiðinni stóð en slíkar greiðslur gat H.f. Djúp báturinn ekiki innt af hendi. Skipasmíðastöðinni íslenzku var gefinn kostur á að fiá nökkurn frest til að ræða lánaimöguleika við íslenzíka banka, en tókst ekki að fá lán til smíðarinnar, og var þá ákveðið að semja við hina norsku skipasmíðaetöð. — Þess skal getið lægsta og barst í þennan nýja Djúpbát var rúmar 3 milljónir íslenzkra kr. Fullkomið farþegaskip. Djúpbáturinn nýi verður stál- skip, 22,4 metrár mitti lóðlina, en mesta lengd 25,80 metrar. Stærð skipsins verður Iíklega um 120 brúttórúmlestir. Það verður knúið 500 hestafla Lister aðalvél tenigd Liaaen skiftiskrútfu. Hjálp arvél verðu 62 hestaafla diesel- vél. Vistarverur verða fyrir 7 manna áihöfn, en auk þess verð- ur skipið útbúið fyrir 55 far- þega, þar af 5 hvílufarþegar, en hinir í sætum í söluom skipsins. Lestin verður kæld til að flytja í henni mjólk, og eru frystivélar nar staðsettar í vélarrúiminu. Á þilfari verður hægt að fflytja 3 til 4 bifreiðar, og verður lyflti búnaður sterkur þess vegna. í skipinu verður sérstaikur póst- klefi undir hvalbak. Þilfarahúa skipsins verður allstórt vegna farþegafflutfninganna ag -verður það allt byggt úr sjóhæfu alumin ium etfni, sem verður soðið sam- _ . . . — Á þilfari verður sérstak- að mismununnn a ^ stíu-útbúnaður vegna flutn- hæeta tilfooði, sem ingg á s,iáturfé á haustin. — Slkip ið er að sjálfsögðu búíð öllum venjulegum fullkomnum siglinga Framh. á b4s. 23. 6 nýjar Leifturbækur ÚT eru kornnar hjá Leiftri h.f. sex nýjar bækur. Skal fyrst telja annað bindi skáldsögu Guð rúnar frá Lundi, „Stýfðar fjaðr- ir.“ Bókin er 226 blaðsíður að stærð. Þá er út komin bókin „Fullnuminn" eftir hið víðfræga brezka tónskáld og dulfræðing Cyril Scott, en bók þessi hefur náð miklum vinsældum um all an heim meðal lesenda sem hneigjast að andlegum málum og dulrænni speki. Bókin er 274 blaðsíður, þýdd af frú Steinunni S. Briem með leyfi höfundar. Þá eru komnar út fjórar nýjar dxengja og telpnabækur. „KIM og blái páfagaukurinn", eftir Jens K. Holm heitir nýjasta bó-k- in í bókafloklknum um Kim, leynilögregiustrákinn, sem áisamt leiksystkinum sínum lendir þa: í fjölmörgum ævintýrum. „Ógnir í lofti," eftir Henr Verns, er nýjasta Bob Moran bóikin, ag þar sem söguhetjan Bob Moran, sviptir hulunni a leyndardiómsfullum slyeum, sen henda fflugvélar breaks fflugfé lags. „Konni og skútan hans“, efti Rolf Ulrici, heitir þriðja bókii í flakknum um Kanna. Ræðs hann nú í það stórvirki að bjóð frægium kappsiglangamanni a þreyta við sig ka.ppsigilin.giu. Loks er komin út bókin „Matt Maja á úr vöndu að ráða“. efti Bjöng Gaselie. Er það 12 bókii í hkiuim vinsæla telpufoók?Qokk uim Möttu Maju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.