Morgunblaðið - 07.11.1962, Page 5

Morgunblaðið - 07.11.1962, Page 5
Miðvikudagur 7. nóvember 1962 MORCinSBL AÐIÐ 5 W. wr. ■■ ' ' 'V Heidstra hárgreiðslumeistari og- eitt modela hans frú Ragna Ragnars. Hár íslenzkra kvenna of sítt f SÍÐUSTU viku dvaldist hér á landi hollenzkur hárgreiðslu meistari, Jan Heidstra. Heid- stra er búsettur í Amsterdam, þar sem hann er mjög þekkt- ur í sinni grein og m.a. rekur hann nú stærstu hárgreiðslu- stofuna þar í borg. Á árunum 1946—1947 var Heidstra hár- greiðslumeistari á hollenzka farþegaskipinu Oranie, en ár- ið 1950 varð hann hlutskarp- astur í landskeppninni um tit ilinn hárgreiðslumeistari Hol lands og eftir það setti hann á stofn eigin hárgreiðslustofu, þar sem vinna yfir 20 manns, auk þess, sem hann rekur nokkrar smærri hárgreiðslu- stofur í borginni. Heidstra er mikill áhuga- maður um bridge, og þegar hann frétti, að fjórum bridge- spilurum frá Amsterdam hefði verið boðið hingað til lands til keppni, ákvað hann að slást í förina með þeim og fá þannig um leið tækifæri tíl þess að heimsækja landið. Nokkrar íslenzkar hár- greiðslukonur höfðu fengið vitneskju um, hvern starfa Heidstra stundaði. Fórú þæ. þess á leit við hann, að hann gæfi þeim sýnishorn af hár- greiðslutíakunni eins og hún er í dag í Vestur-Evrópu. Varð Heidstra fúslega við þeirri beiðni og efndi þá Ólöf Björnsdóttir hárgreiðslukona, eigandi Hárgreiðslustofunnar Hátúni 6, til sýningar fyrir milli 20 og 30 konur, flestar hárgreiðislukonur, þar sem Heidstra klippti og greiddi hár fjögurra kvenna. Frétta- maður Mbl. fékk einnig tæki færi til þess að ræða stundar- korn við Heidstra og var þá auðvitað nýjasta hárgreiðslu- tízkan efst í huga. — Aðal tízkulínurnar í hár greiðsluheiminum í dag, sagði Heidstra, eru svokölluð lotus- lína, sem kemur frá Frank- furt í Þýzkalandi og hin franska chou lína frá París. Hárið í báðum línunum er mjög stutt, sérstaklega eru miklar styttur í hnakkanum í lotus línunni, en hárið fyrir- ferðameira uppi á hvirflinum. Aðaleinkénni chou línunnar eru þau, að hárið er greitt til hliðar fná enninu og rís það hátt að framan. Eins og í lotus línunni er það mjög stutt í hnakkanum. Yfir þessari línu er sérstaklega léttur svip ur og eru til af henni marg- ar skemmtilegar gerðir. Mér finnst tizkan í dag, hélt Heidstra áfram, miklu fallegri en mér þótti hún vera fyrir ári, þegar margar konur voru með fremur sítt hár og notuðu hina svonefndu hey- stakkagreiðslu. Auk þess eru nýju greiðslurnar miklu þægi legri og gera konur ólíkt ung- legri, einkum þær, sem orðn- ar eru 35 ára, en þær konur ættu að mínum dómi undan- tekningarlaust að bera stutt hár. — Hvað finnst yður um hár íslenzkra kvenna? — Eftir því að dæma, sem ég hef séð hér á landi finnst mér það vera alltof sítt og þar af leiðandi á eftir tíman- um. Annars er greinilegt að margar íslenzkar konur hafa fallegt hár og samanborið við ýmis önnur lönd í Evrópu t.d. England, virðist útkoman hér prýðileg. — Hvernig geðjast yður að landinu okkar, spyrjum við Heidstra að lokum,? — ísland er í mínum augum vanþróað land með háþróuðu fólki, fólki, sem hefur ótæm- andi möguleika til þess að lifa góðu og heiibrigðu lífi. Ég hafði óblandna ánægju af því að fara í ykkar heitu laug ar á hverjum degi og tók þar heilmikið af myndum til þess að mér verði trúað, er heim kemur. Einnig varð ég undr- andi yfir því, hve fslending- ar eru góðir bridgespilarar og maðurinn, sem gerði bridge- töfluna, átti ósviikna aðdáun mína. Ég er staðráðinn í því, sagði Heidstra, að koma aftur hing- að til íslands, en ég geri þó ráð fyrir því, að yfirleitt sé heppilegra fyrir okkur, sem sunnar búum, að koma hingað að sumarlagi, þegar heitast er, og landið í fullum skrúða. Ja, það er sem ykkur synist —jólin eru að náilgast, það er ekki um að villast. Það fær- ist nú mjög i vöxt að menn geri jólainnkaupin fyrr en áð ur tiðkaðist — draga ekki allt fram til síðustu stundar. Verziunarmennirnir hafa orð ið varir við þetta — og getur jafnvel þegar að líta jóla- skreytingar í búðargiuggum. Ljósm. blaðsins, Sv. Þorm., tók t.d. þessa mynd af glugg um Rammagerðarinnar í llafnarstræti i gær Atvinna Hárgreiðsludömu vantar sem fyrst. — Gott kaup. — Hárgreiðslustofan Kirkjubraut 4, Akranesi. Sími 139. Til leigu 3 herfe. og eldhús á hæð eftir 20. nóv. Reglusemi áskilin. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt „íbúð 3709“. Til sölu Trillubátur 3 tonn með 15 hestafla Kelvinvél. Veiðar- færi og björgunarbátur geta fylgt. Uppl. í síma 1718, Keflavík. Ibúð — áramót Ung, barnlaus hjón óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð upp úr miðjum desember eða um áramót. Uppl. í síma 13970. Húseigendur! Háskólanema vantar 2ja herb. íbúð strax. Tilb. legg- ist inn á skrifstofu Mbl. fyrir laugardag merkt: „Gunnar 3708“. Afgreiðslustörf Kona vön afgreiðslu óskar eftir vinnu nú þegar, eða um næstu mánaðamót. — Meðmæli fyrir hendi. Sími 20786, eftir kl. 6. Ökukennsla Kenni á nýja Volkswagen bifreið. Uppl. í síma 37339. 1—2 HERBERGJA ÍBÚÐ óskast til leigu. I heimili 4—5. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 12826. í Lopapeysur konur vantar til að prjóna lopapeysur fyrir minja- gripaverzlun. Uppl. í síma 20800 milli kl. 1—2. AIHUGIÐ að borið sarnan við útbreiðsiu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu. en öðrum blöðum. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS RÍKISÚT V ARPIÐ TÓNLEIKAR i HÁSKÓLABfdt fimmtudaginn 8. nóvember, kl. 21.00. Stjórnandi: WILLIAM STRICKLAND. Einleikari: GÍSLI MAGNÚSSON. EFNISSKRÁ: Berlioz: Le Carneval Romain. Hindemith: Konsertmúsik f. píanó, blásara og hörpu. Magnús Bl. Jóhannsson: Púnktar. Þorkell Sigurbjörnsson: Flökt. Smetana: Vltava (Moldau). Aðgöngumiðar í bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, í bókaverzlun Lárusar Blöndal á Skólavörðu- stíg og í Vesturveri. Lögmannafélag íslands Fundarboð Félagsfundur verður haldinn í Hábæ við Skóla- vörðustíg föstudaginn 16. þ. m. kl. 17. E f n i : Frumvarp til laga um breytingar á siglingalögum. Dr. jur. Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari skýrir frá helztu nýjungum frumvarpsins. Borðhald eftir fund. STJÓRNIN. Dönsk stílhúsgögn til sölu vegna flutnings. Borðstofa (mahogni- Hepplewhite), 12 stólar. Dagstofa (ROCOCO), úr hnotu. Sófaborð, ásamt innlögðum innskotsborðum og franskri kommóðu. Upplýsingar í síma 33747 milli kl. 6—7 e.h. 5 herb. glæsileg íbúð á jarðhæð við Álfheima til sölu. Stór sér geymsla fylgir. Bílskúrsréttur. Góð lán áhvílandi. MÁLFLUTNING- og FASTEIGNASTOFA Agnar Gústafsson, lidl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, simar 17994 og 22870. Utan skrifstofutíma 35455. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.