Morgunblaðið - 07.11.1962, Side 15
Miðvikudagur 7. nóvember 1962
MORGLTSBLAÐIÐ
15
KVIKMYNDIR
MARGAR eru þær kvik-
myndir sem tímans
tönn fær það lítt nagað, að eftir
áratugi hafa þær engu tapað af
fyrri reisn sinni og áhrifamagni.
Sjaldan gefst þó færi á að sjá
gömlu meistaraverk filmsnill-
inganna á ný í hinum almennu
kvikmyndahúsum.
Kvikmyndaseljendum er meir um-
hugað að koma nýjustu framleiðslu
sinnd á markað en að vera að jafn
vafasömum bísness og að vinda ofari
af spólum sögunnar. Það er því vert
allrar athygli að þessa dagana kynn-
ir Nýja bíó eitt af stórverkum kvik-
myndanna. Því verki sem markaði
tímamót í kvikmyndasögunni og
gerði höfund þess heimskunnan á
svipstundu. Kvikmyndin er Fæðing
þjóðar (Birth of a Nation), ein fræg-
ust þöglu myndanna, gerð árið 1915
af D. W. Griffith, manni, sem raunar
ætlaði sér aldrei að koma nálægt
kvikmyndum, en varð frumkvöðull
í kvikmyndalistinni og einn mesti
áhrifamaður hennar.
T il að geta gert sér grein fyrir
áhrifum þeim sem Fæðing þjóðar
hafði og hvaða spor hún markaði, er
nauðsynlegt að kunna einhver deili
á þróun kvikmyndanna fram að
þeim tíma er myndin var gerð. Frá
því hinum fyrstu hreyfimyndum var
brugðið á tjald árið 1896 var öll
'túlkunaraðferð fengin að láni frá
leikhúsinu. Hvert atriði í kvikmynd
hófst á innfeomu leikenda frá hægri
eða vinstri og hélzt órofið af klipp-
ingu eða staðskiptingu myndatöku-
vélarinnar þar til atriðinu lauk. —
Leikendur voru aðeins sýndir i allri
stærð, nærmyndir óþekktar og kvik-
myndavélin stirðnuð á ákveðnum
bletti, ávallt í nokkurri fjarlægð frá
leikendum, svo áhrifin yrðu sem lik-
ust því að áhorfandinn sæti í leik-
húsi og horfði á leikrit. Kvikmyndin
var einungis álitin mállaus eftiröpun
leikhússins. Griffith skar á nafla-
strenginn sem enn batt hana við
leikhúsið og gaf henni eigið tungu-
mál og tjáningarform, það tungu-
mál, sem hún talar á til áhorfenda
enn þann dag í dag.
avid Wark Griffith, sem fædd-
ist í Kentucky 22. janúar 1875, leit í
fyrstu niður á starfa sinn við kvik-
myndir og dreymdi um að verða rit-
höfundur. Hann var af stoltri Suður-
ríkjaætt kominn og til að halda nafni
sínu óflekkuðu v ar það undir nafn-
inu Lawrence Griffith sem hann réði
sig fil The Biograph Company, fyrst
sem feikari og hugmyndasmiður, en
síðar sem leikstjóri. Á árunum milli
1908 og 1912 gerði hann að meðaltali
tvær einnar spólu (10. mín.) kvik-
myndir á viku, en það var venjuleg
lengd, eða um 700 myndir alls. Með
þessum smámyndum uppgötvaði
hann og náði smám saman tökum á
þeirri tækni og listrænni notkun
kvikmyndavélarinnar, sem hann
færði svo til fulls sigurs í fyrstu stór-
mynd Vesturheims. Hann fullkomn-
aði fálmandi og tilviljunarkennda
tækni á þessum bernskuárum kvik-
myndanna og til hans má rekja
allrar kvikmyndunar, nærmyndina,
sem útrýmdi hinum ýktu hreyfing-
um og svipbrigðum leikhússins;
hreyfanleika kvikmyndavélarinnar;
mishraða klippingu í atriðum til að
auka hughrif og spennu í myndinni;
margvíslegar og mislangar tökur
sneyttar saman, teknar frá mismun-
andi sjónarhól og fjarlægð, svo úr
því verður samfelld hrynjandi; og
það sem kallað er „the last-minute
rescue“, þar sem atburðarásin er
spennt upp til hins ýtrasta og mál-
in leysast ekki fyrr en á tilfinninga-
legu hámarki myndarinnar. Hin ó-
rofna, rigskorðaða og leikhúsbundna
kvikmyndun var úr sögunni og í stað
inn komin sjálfstæð lifandi kvik-
myndun. En yfirboðarar Griffiths
urðu ekki hrifnir í fyrstu og gerðu
sér ekki ljóst hvað hann var að gera.
, Sýna aðeins höfuðið á persónunum.
Það er á móti öllum lögmálum um
kvikmyndagerð". Með slíkum barna-
skap var nærmyndinni tekið.
B rátt sá Griffith að einnar
spólu kvikmynd var of stutt til að
skapa áhrifamikla söguheild. Bio-
graph-forstjórarnir leyfðu honum
þá, tregir samt, að gera Enoch Arden
(1908), tveggja spólu (20 mín.) kvik-
mynd eftir ljóði Tennysons, en
lengri mættu myndir ekki vera, það
mundi þreyta áhorfendur um of. En
hnipri, en þegar sjáaldur myndavél-
arinnar opnast til fulls um leið og
hún víkur til hægri sést í fjarlægð
her Norðanmanna ríða eyðandi eldi
dalinn og þorpið sem konan hefur
flúið. Þetta stutta atriði segir heila
átakanlega sögu og sýnir næmleika
Griffiths fyrir dramatískum áhrifa-
mætti kvikmyndarinnar.
1r að sem helzt verður fundið að
myndinni í dag, er hið sama og varð
tilefni mikillar gremju og mótmæla
og jafnvel óeirða þegar hún var fyrst
sýnd, en það er samúð Griffiths með
Ku Klux Klan og lýsing hans á svert
ingjum. Hann sýnir þá sem óæðri
hvita manninum, illgjarna, heimska
og hrokafulla þegar ánauð þeirra er
lokið og þeir komast til jafnréttis
og valda.
Sakir annarrar tækni nú á dögum
fer kvikmyndin af meiri hraða í gegn
um sýningarvélarnar. Þar sem áður
fóru 16 myndir á sekúndu fyrir ljós-
op sýningarvélarinnar fara nú 24
myndir á sek. og veldur það stundum
hjákátlega snöggum hreyfingum og
kippum, en það verður ekki skrifað
á reikning myndarinnar sjálfrar.
Svo rík og djúphugsuð í byggingu
er þessi mynd, að beint og óbeint
hefur hún haft áhrif á alla kvik-
myndagerð í áratugi og til Griffiths
má rekja flestar þær tækniaðferðir
sem notaðar eru í kvikmyndiim nú
á dögum. í þessari og næstrt mynd
hans, Umburðarleysi (Intolerance,
1916), náði fullum þroska sú list
klippingar og skeytingar, sem átti eft
xr að hafa mikil áhi’if á sovézku
meistarana Pudovkin og Eisenstein
og náði hvað mesti’i fullkomnun í
montage þeirra í myndum eins og
Stormur yfir Asíu og Potemkin.
Með Fæðingu þjóðar óg Umburðar-
leysi náði Griffith hátindinum í sköp
unargáfu sinni og þeim tindi fi’ægð-
arinnar sem hann hrapaði svo skjótt
niður af og nálega út í yztu myrk-
ur. Hann átti þó eftir að gera minn-
isstæðar myndir eins og Broken
Blossoms (1919) og Way Down East
(1920), en ruslmyndir komu á milli,
sífellt fleiri og fleiri. Hann fylgdist
og ekki með tímanum, myndir hans
voru of einlægar og barnalegar fyrir
hina veraldarvönu xynslóð sem óx
úr grasi eftir fyrri heimsstyrjöldina
og loks kom að þvi að hann fékk
vart að koma nálægt kvikmynda-
gerð. Hann lézt í Hollywood órið
1948.
Endalok Griffiths urðu raúnaleg,
en beztu myndir.hans gleymast ekki
og nafn hans verður ætíð skráð á
söguspjöld hinriar yngstu meðal list-
greina — kvikmyndalistarinnar.
Pétur ólafsson.
Griffith fannst hann ekki ná þeim
áhrifamætti og lífrænni framrás sög-
unnar, sem hann vildi, í það stutt-
um myndum, svo hann stakk af með
allt starfslið sitt og vann með leynd
að næstu mynd sinni. Hann sneri aft-
ur með Judith of Bethulia (1913),
fjögurra spólu (40 mín.) biblíumynd,
tækni sem enn í dag er grundvöllur
nokkurs konar fyrirrennara biblíu-
glansmynda DeMille. Vegna ósam-
komulags út af lengd myndarinnar
yfirgaf Griffith Biograph og tók með
sér marga af beztu starfskröftum fé-
lagsins. Judith of Bethulia var ekki
send út fyrr en ári seinna, þegar
Evrópustórmyndir eins og Quo Vad-
is? höfðu rutt leiðina og sýnt að lang
ar kvikmyndir voru ekki einasta
boðlegar, heldur nutu mikilla vin-
sælda. Griffith þóttist nú sóma síns
vegna geta notað sitt rétta nafn og
það var sem David Wark Griffith að
hann hóf að gera kvikmyndir fyrir
Mutual Film.
Mf að var á sviði borgarastyrj-
aldarinnar bandarísku sem Griffith
náði sannri epískri reisn og í kvik-
myndinni Fæðing þjóðar, sem að
þori, mikilfengleik og stærð átti eng-
an sinn líka, tvinnaði hann saman mik
ilfengleg orustuatriði og rómantíska
persónulega aðdáun á horfnum dýrð-
arljóma Suðurrikjanna. Fæðing þjóð-
ar er að mestu byggð á sögu Thomas
Dixons „The Clansman", sögu um
borgarastyrjöldina, uppbygginguna
eftir hana og tilurð Ku Klux Klan.
Griffith lagði allt það, sem hann
trúði og hafði lært um niðurlægingu
Suðurríkjanna eftir ósigurinn, í þessa
mynd. Hún er einstakt persónulegt
afrek, þar sem hún er hans verk í
bókstaflegum skilningi. Það sem leik-
stjórar nú á dögum þafa hóp sér-
fræðinga til að gera, vann Griffith
sjálfur. Hann hafði alla myndina í
höfðinu og skrifaði ekki einu sinni
tökurit að henni. Hann annaðist sjálf
ur allan undirbúning og klippti og
skeytti myndina sjálfur. Með Fæð-
ingu þjóðar hóf hann kvikmyndina
upp á nýtt listrænt svið. Enn í dag,
eftir nær hálfa öld, er áhrifamagn
þessarar kvikmyndar ótrúlega mikið.
Hrynjandinn og spennan sem skap-
ast af aðdáunarverðri skeytingu
filmunnar, sérstaklega í reið Ku
Klux Klari í lok myndarinnar, eru
minnisstæðar. Einnig fegurðin í
heimkomu „litla ofurstans", þar sem
einungis armar móðurinnar sjást
réttir út um dyrnar til að umlykja
soninn heimtan úr helju. ógleyman-
legt er atriðjð frá sigurreið Norðan-
manna, þar sem aðeins sést í fyrstu,
úppi í vinstra horni mýrkvaðs tjálds
ins, óttaslégin móðir og þrjú börn í