Morgunblaðið - 07.11.1962, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.11.1962, Qupperneq 17
Miðvikudagur 7. nóvember 1962 MORGl'lSBLAÐIÐ 17 — Valdabarátta Framlhald aí bls. 10. til a-þýzkra yfirvalda, og hvergi viljað nærri koma, né þótzt bera neina ábyrgð á þeim. Þetta er talið brot á Pots- dam-samningnum, en hefur ekki vakið neinar mótaðgerð- ir Vesturveldanna, frekar en Berlinarmúrinn, er hann ve' reistur í ágúst í fyrra. Beðið fram yfir kosningar Þá eru enn í fersku minni yfirlýsingar Krúsjeffs, að eng- ar meiriháttar ákvarðanir yrðu teknar um Berlín, hvorki friðarsamningar, né annað, þar til afstaðnar yrðu kosn- ingar þær, sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Hefði ekki orðið ljóst, hvert stefndi á Kúbu, þá hefðu eldflauga- stöðvarnar þar þegar verið fullreistar nú, það er um það leyti, er kosningar eru um garð gengnar. Krúsjeff hefur einnig látið að því liggja nokkrum sinn- um á þessu sumri og hausti, að hann myndi koma til Bandaríkjanna og sitja fundi Allaherjarþingisins. Þá gæfist einnig tækifæri til að ræða við Kennedy. Lét forsetinn hafa það eftir sér, áður en Kúbudeilan kom til sögunnar, að hann myndi fús að eiga a.m.k. óformlegar viðræður við Krúsjeff. Það virðist ekki ólíklegt, að Krúsjeff hafi þá einmitt ætlað sér að leggja fram kröfur sínar, að öllum líkindum vegna Berlínar, og undirstrika þær með tilvísun til þeirra vopna, sem á Kúbu væru. Suslov Krúsjeff misreiknaði sig Ef til vill hefur hann talið, að ekki yrði komizt að tilveru árásarvopnanna á Kúbu, fyrr en um seinan. í öðru lagi hef- ur hann talið, að þótt uppvíst yrði um þau, þá myndu Bandaríkjamenn ekki vilja hætta á heimsstyrjöld, með því að setja úrslitakosti. Einkamál Sovétríkjanna Það er almenn skoðun stjórnmálafréttaritara, og ann- arra sérfræðinga um alþjóða- mál, að Rússar hafi ekki látið samherja sína í öðrum komm- únistaríkjum vita neitt um það, sem fram fór á Kúbu. Kemur það vel heim við þá staðreynd, að Rússar hafa haldið sínum fullkomnustu eldflaugavopnum leyndum fyr ir þeim. Vitneskja um eld- flaugavopnin hefði getað vald ið erfiðleikum í sambúð við nokkur kommúnistaríkjanna, sem fullan hug hafa á að fá slík vopn. Því gafst heldur enginn tími til að ráðgast við þau, er að því kom, að ákvörðun var tekin um að fjarlægja vopnin frá Kúbu. Þar liggur ástæðan fyrir skyndifundunum undanfarið. Ráðamenn rússneska hersins, sem fullvist er nú talið, að miklu hafi ráðið um hervæð- ingu Kúbu, hafa orðið að beygja sig, a.m.k. um stundar sakir. fyrir ákvörðun Krús- jeffs, sem preinlega var tekin til að forða innrás á Kúbu, eða stórstyrjöld. Eins og áður segir, þá hafa 6 kommúnistaleiðtogar nú dvalizt í Moskvu að undan- förnu eða dvelja þar nú Klofningar Skipta má kommúnistaríkj- unum í þrjár deildir, eftir af- stöðu; þau, sem styðja Krús- jeff og samstarfsmenn hans, þau sem eru honum andvig og þau, sem telja stefnu Krúsjeffs vafasama. 1) Gheorghe Gheorgihiu-Dej, forsprakki rúmenskra komm- únista, fyllir síðasta nópinn. Afstaða Antonin Novotny, leið toga tékkneskra kommúnista, er talin söm. Anton Jugov, fyrrverandl forsætisráðherra Búlgaríu, var í þeim hópi einnig, og siðustu atburðir þar í landi sýna greinilega, hve baráttan er nú hörð. Leiðtogi búlgarska kommúnistaflokksins, Todor Sjivkov, fór í skyndiheimsókn til Moskvu, skömmu áður en 8. þing kommúnistafjokks landsins var haldið. Eftir við- ræður við Krúsjeff, sneri hann heim. í fylgd með hon- um var Mikhail A. Suslov, helzti skipuiagssérfræðingur Krúsjeffs. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Jugov og öllum fylgismönnum hans var vikið úr sæti, gefið að sök að hafa unnið gegn „einingu flokksins". Þannig virðist Krúsjeff hafa náð undirtök- unum í Búlgaríu, a.m.k. um sinn. Loks ber að telja með þeim, sem sýnt hafa vafasama af- stöðu, Walter Ulbrioht, a- þýzka kommúnistaleiðtogann. Hann hefur lengi krafizt þess, að Rússar gerðu sérstaka frið- arsamninga við A-Þýzkaland, en slíkt hefði gert hann ein- ráðan að nafninu til, a.m.k., um framtíð V-Berlínar.. Allar ákvarðanir Krúsjeffs, sem draga úr líkunum á friðar- samningum, hljóta því að falla í slæman jarðveg hjá Ulbrioht. 2) Jafnmörg, eða fjögur, eru þau lönd, sem algera andstöðu hafa sýnt. Albanía er jafn frá- hverf Krúsjeff og verið hefur um langt skeið, og hefur hún tekið málstað Fidel Castros, án þess að sýna neinn skilning á því, sem Krúsjeff gerði. Gomulka N-Kórea og N-Vietnam hafa einnig tekið sömu afstöðu. Kína er Krúsjeff erfiðastur ljár í þúfu. Kínverjar hafa með árás sinni á Indland gert honum ákaflega erfitt fyrir. Raunverulega má regja, að hrundið sé að nokkru leyti forsendunni fyrir hlutleysis- stefnu þeirra þjóða, sem slíka stefnu hafa kosið. Rússar hafa ekki getað komið Indverjum til liðs. Pekingstjórnin hefur lýst samúð með Castro, en ekkert gert af því að láta blöð sín túlka afstöðu Sovétríkjanna. Afstaða Kínverja nú, á 45 ára afmæli byltingarinnar, 1 markast af orðsendingu frá í I gær, þar sem segir: „Vinátta l Kina og Sovétríkjanna mark- / ast af stefnu Marx og Lenins“. I Kínverjar hafa sem kunnugt er, haldið því fram, að Krúsjeff hafi vikið frá stefnu þeirra, með yfirlýsingum um friðsamlega sambúð. — Á- greiningur Kínverja og Rússa er mikill. 3) Fæstar eru þærþjóðirsem dyggilega munu styðja stefnu forsætisráðherrans. Þær eru reyndar aðeins tvær, Pólverj- ar og Ungverjar. Gomulka er talinn mikill talsmaður frið- samlegrar sambúðar, og Kadar mun fylgja stefnu Krúsjeffs. Baráttan er hörð, harðari að öllum likindum, en verið hefur lengi. Skoðun margra sérfróðustu manna um þessi mál er þó sú, að Krúsjeff muni enn um skeið, a.m.k., halda undirtök- unum, og byggist það kann- ske öðru fremur á því, að hann er talinn hafa mikinn meirihluta aðalfulltrúa Æðsta ráðsins á sínu bandi. — Albingi Framhald af bls. 8. ur væri ófriðarhættan hin sama. Rakfi ráðherrann síðan gang þessara mála, gat þess, að vinstri stjórnin gerði samkomulag við Bandaríkjastjórn þegar í des. 1956 um, „að vegna þess ástands, er skapazt hefur í alþjóðamálum undanfarið og áframhaldandi hættu, sem steðjar að öryggi ís- lands og Norður-Atlantshafs- ríkjanna, sé þörf varnarliðs á ís- landi“. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins hefðu að vísu sagzt vera á móti orðalagi, framsetningu og forsendum, en niðurstöðunni hafi þeir verið sammála. Þeir hafi að vísu talað um frestun, en samkomulagið hafi verið alveg ótvírætt. Það var samkomulag um, að skapazt hafi allt annað ástand í alþjóðamálum, en á- lyktunin frá 28. marz gerði ráð fyrir, og var hún þar með end- anlega dauð og grafin. Hægt að verjast hinu versta. Þá taldi ráðherrann að játa Hin ákærðu í réttarsalnum. Frá vinstri: Jaques Casters, læknir, Monique de la Mark systip , Suzanne, móðir Suzanne Fernande Yema, Jean Vanderputte og Suzanne Vanderputte. IVIóðir verður vansköp- uðu barni sínu að bana Liége, Belgíu 6. nóv. (NTB) í GÆR hófust í Belgíu rétt- arhöld yfir Suzanne Coipel- Vandeputte. Hún fæddi barn, sem var vanskapað af völd- um svefnlyfsins Thalidomide og stytti því aldur. Barnið, sem var stúlka, fæddist hand leggjalaust og innyfli þess voru vanþroskuð. Suzanne Coipel-Vandeputte, varð hinu vanskapað barni að bana, af ásettu ráði. Gaf hún því inn svefnlyf átta dögum eftir að' það fæddist. Maður hennar, Jean Noel Vandeputte, systir hennar og móðir auk læknisins, sem lét hana hafa svefnmeðalið, vissu um fyrirætlun Suzanne. Hafa þau verið ákærð fyrir að vera henni samsek. Barn Suzanne fæddist í m.aí sl. og varð hún skelfingu lost in, er hún sá það og fór þess á leit við lækni í sjúkra- húsinu, þar sem hún ól bárn- ið, að hann svipti það lífi. Læknirinn vildi ekki verða við bón hennar og þá sneri systir hennar sér til heimilis- læknis þeirra, sem lét Suz- anne síðan fá svefnlyf, sem bún setti í pela barnsins. Eftir að læknirinn vissi til hvers Suzanne ætlaði að nota lyfið, bað hann hana að hætta við það, og daginn eftir bað hann samstarfsmann sinn að skýra lögreglunni frá því, að barnið væri í hættu, en það var of seint, móðirin hafði framkvæmt fyrirætlun sína. Mjög skiptar skoðanir eru á því í Belgíu, hvort dæma eigi móðurina fyrir morðið Mörgum finnst hún hafa haft rétt til þess af mann- úðarástæðum, en aðrir for- dæma verknaðinn. yrði, að mjög vafasamt væri, hverjir héldu lífi, ef til kjarn orkustyrjaldar drægi. En sér- fræðingar teldu, að miklu mætti bjarga með nokkrum vörnum, sem ekki ættu að vera okkur með öllu óviðráðanlegar. Vitað væri, að þjóðirnar bak við járntjaldið, verðu stórkostlegu fé til almanna varna, og kæmu Rússar þar næst ir á eftir Svíum, sem legðu mest af mörkum allra þjóða í þessu skyni. Sýnir það skoðun ráða- manna austur þar á því, að ekki sé til einskis unnið að forða frá því versta. Þá hafi hlutlausu þjóðirnar í Evrópu, Svía. og Svisslendingar, einnig sannað, að þær telja mik ið á sig leggjandi til þess að forða frá tjóni af kjarnorkustyrjöld og að þær telji hlutleysið ekki nægja vörn, en engar þjóðir hafa til tölulega sterkari hervarnir en þær. Og fyrir nokkrum vikum var frá því skýrt, að Svisslending ar hefðu ákveðið að koma upp byrgjum fyrir alla síná íbúa á næstu fimm til sex árum, en eins og áður er lýst leggja Svíar mest upp úr almannavörnum allra þjóða. Kvað dómsmálaráðherra þetta sýna annars vegar mat þess ara þjóða á gildi hlutleysisins, ef í hart færi, og skoðun þeirra á því, að hægt er að verjast hinu versta, ef menn eru viðbúnir. Tökum raunsæjum afleiðingum ástandsins 4 heiminum. Við mættum engan veginn gera lí úr hættunni, heldur játa, að h,.,. c. . .lcg og mjög erfitt að gera sér grein fyr n henni. Þess vegna eigum við f. st og fremst að leggja okkur fram um ao gera það sem við megnum i’. að forða því, að styrj öld brjótist út, en ^að gerum við bezt með því að tryggja, að vissar íágmar'-svan. r sé...á íslandi. En ef til vill er eina og mesta framlag okkar til þess, að menn ing og líf haldizt á jörðinni, að taka „raunsæjum afleiðingum af því hörmulega ástandi, sem er í heiminum, og látum ekki varnar keðju frjálsræðisins slitna á okkar landi. Heldur högum við ætíð okkar framkomu svo í þess um efnum, að við fylgjumst með, að við tökum þann þátt í vörn unum, sem aðstæður og mögu- leikar okkar þjóðar og lands leyfa hverju sinni og eftir því, sem nauðsyn friðarins og friður inn alltaf krefst". Stjórnarkreppu afstýrt í Vestur Þýzka'andi Bonn, 5. nóvember. — AP — NTB. Yfirvofandi stjórnarkreppu í V- Þýzkalandi var afstýrt í dag, er Waltef Strauss, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, og Wolf gang Hopf, ráðuneytisstjóri í landvarnarráðuneytinu, voru leystir frá störfum. Mun Strauss liafa beiðzt þess sjálfur, að hann fengi að hætta störfum, en Hopf fékk lausn um óákveðinn tima. Jafnframt tilkynnti dómsmála- ráðherrann, Wolfgang Stamm- berger, sem lagt hafði fram lausnarbeiðni sína í fyrri viku, að hann tæki hana aftur. Hann hafði sagt starfi sínu lausu, þar eð hann taldi undirmenn sína, þ.á.m. Strauss, hafa tekið ákvarð anir um „Spiegel-málið“, án þess að ráðgast um það við sig. Frjálsi demokrataflokkurinn hafði krafizt þess af Kristilegum demokrötum, að þessum mönn- um yrði vikið úr starfi, ellegar myndi flokkurinn slíta stjórnar- samstarfinu. Þannig hefur stjórnarkreppu í.u verið afstýrt. Hins vegar var kynnt í Bonn í dag, að Sósíal demokratar hefðu lagt fram 18 spurningar á þingi um „Spiegei- málið'* og krafizt svara við þeim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.