Morgunblaðið - 07.11.1962, Side 23

Morgunblaðið - 07.11.1962, Side 23
Miðvikudagur 7. nóvember 1962 MORGVISBLAÐIÐ 23 EINS OG skýrt var frá í blað inu sL fimmtudag var Þor- valdur Guðmundsson, forstjóri í Síid og Fisk beðinn að út- vega lambakjöt til Hollywood fyrir Restaurant Skandia þar í borg. Nú er svo komið að kjötið er farið áleiðis vestur og sést hér hvar verið er að bera pakk ana um borð í flugvél Loft- leiða á Reykjavíkurflugvelli í fyrrakvöld. Sá er síðar geng ur upp í vélina er Egill Ást- björnsson verzlunarstjóri í Síld og Fisk við Bergstaða- stræti, en hann sá um send- ingu kjötsins. Kadar til Moskvu Vín, Berlín 6. nóv. JANOS Kadar, forsætisráðherra Ungverjalands og formaður kommúnástaflokks landsius, hélt til Moskvu í dag. Kadar hefur nú bætzt í hóp kommúnistaleiðtoganna, sem að undanförnu hafa rætt við Krús- jeff forsætisriðherra Sovétríkj- anna í Moskvu, eins og skýrt var frá í Mbl. í gær. Sendiherra Sovétríkjanna í A-Þýzkalandi, Mikhail G. Perv- ukhin, sem fór til Moskvu með Walter Ulbrioht, leiðtoga a- þýzkra kommúnista, ritaði grein í blað eitt í A-Þýzkalandi í dag. Sagði hann, að Sovétstjórnin hefði enn áhuga á friðsamlegri lausn Þýzkalandsmálsins. Enn- fremur að Sovétríkin og all- ar aðrar friðelskandi þjóðir myndu undirrita friðarsamning við A-Þýzkaland, ef ekki yrði hægt að ná samkomulagi við Vesturveldin um lausn málsins. IVIafteí bauð islenzkum mámsmanni Italíudvöl EINS og kunnugt er af frétt- um fórst forstjóri ítalska olíu- félagsins ENI, Enrico Mattei, í flugslysi fyrir skömmu. — Þegar hann var á ferð hér á landi í sumar, kynntist hann íslenzkum námsmanni, Sig- tryggi Bragasyni (Eiríksson- ar hjá Samlagi skreiðarfram- leiðenda). Sigtryggur er nú í sjötta bekk Menntaskólans i Reykjavík. Mattei féll vel við Sigtrygg og bauðst til þess að kosta hann til ítalíudvalar að stúdentsprófi loknu. Eftir því, sem Mbl. hefur frétt, var það í fyrsta skipti, sem Mattei gerði nokkrum slíkt boð. JON E. ÁGÚSXSSON málarameistari, Otrateigi 6. Aliskonar málaravinnn. Sími 36346. Guðjón Steingrimsson, hd!.. Reykjavíkurv. 3, Hafnarfirði simj 50960 og 50783. Fargjaldalækkanir geta komið niður á öryggi farþeganna, Segir talsmaður SAS við Dagens Nyheter Dregið í hopp- drætti DAS Á LAUGARDAGINN var dregið í 7. fl. Happdrættis D.A.S. um 100 vinninga og féllu vinning- ar þannig: _ 3ja herb. fbúð Ljósheimum 20, VIII. h. (C). tilbúin undir tré- verk kom á nr. 8483. Umboð Siglufjörður. 2ja herb. fbúð Ljósheimum 20, VIII. h. (B). tilbúin undir tré- verk kom á nr. 59166, Verzl. Réttarholt. Opel Caravan Station-bifreið kom á nr. 55784. Umboð Aðal umboð. BMW COUPE 700 De Luxe fólksbifreið kom á nr. 40S64. Umb. Hreyfill. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 10.000,00 hvert: 4729, 20395, 28421, 37868, 41196, 42790, 44594, 50952, 52406, 57586. Eftirtalin númer hlutu húsbún- að fyrir kr. 5.000,00 hvert: 318, 1164, 1622, 1667, 1958, 2395 2900, 3480, 4294, 4445, 4708, 5073, 5468, 6189, 6461, 7058, 7998, 8357, 8923, 9512, 9804, 11684, 11722, 12453, 13903, 14766, 15355, 16132, 16584, 17199, 17446, 18689, 18927, 19392, 19890, 21939, 23308, 23924, 24325, 24853, 26423, 26947, 27022, 28528, 29515, 31821, 34264, 34551, 35436, 35575, 37633, 37735, 39818, 40967, 41335, 42383, 42389, 43659, 43858, 44215, 45513, 46810, 46820, 48088, 48098, 48631, 50092, 50617, 50647, 51012, 53089, 53561, 55363, 55494, 57274, 57506, 57863, 58494, 60530, 60436, 61453, 61559, 61899, 62853, 63902, 64564. (Birt án ábyrgðar). — Kosningar Framhald af bls. 1. miklar líkur til þess, að hann verði frambjóðandi repúblikana við forsetakosningarnar í Banda- ríkjunum 1964. • MASSACHUSETS í Massachusets keppa þeir um sæti í öldungadeildinni, Ed- ward Aennedy, bróðir Banda- ríkjaforseta, og George Cabot Lodge, sonur Henry Cabot Lodge, sem áður var fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar var kjörsókn mjög góð. Kennedy Bandaríkja- forseti greiddi atkvæði í morg- un í lögreglustöðnni í Boston. Sem kunnugt er var forsetinn öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusets áður en hann varð forseti, og í 45 ár af síðustu 69 árunum hefur annaðhvort Kennedy eða Lodge átt sæti í öld ungadeildinni fyrir Massachu- sets. í Michigan var einnig mikil kjörsókn strax í morgun. Þar keppir ríkisstjóri Michigan, sem er demókrati, við George Romm- ey, bílakonung, sem talið er að keppi að því að verða I fram- boði fyrir repúblikana við næstu forsetakosninear EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum Mbl. hyggst flug- félagið SAS taka upp ferðir yfir Atlantshaf með skrúfu- flugvélum, til þess að geta keppt við hin iágu fargjöld Loftleiða hX á þeirri leið. Stokkhólmsblaðið Dagens Nyheter skýrði frá þessu fyrir helgina og sagði, að SAS myndi hefja þessar ferðir í apríl n.k., ef félagið fengi samþykki yfirvalda á Norður löudum. Skýrir blaðið frá fyrirvar- anum, sem fulltrúar SAS gerðu á IATA-ráðstefnunni í Arizona í Bandaríkjunuim, eft ir að ráðstefnan hafði vísað á bug óskum, sem félagið bar fram ásamt bandaríska flug- félaginu Pan American, um að þau fengju leyfi tál að lækka fargjöld yfir Atlantshaf ið, ef þau notuðu skrúfuflug- vélar. Ef SAS dregur fyrir- varann ekki til baka áður en 45 dagar eru liðnir frá því að hann var gerður, geta öll flug félög, sem aðild eiga að IATA, lækkað fargjöld sín yfir Atl- antshafið eftir eigin geðþótta 1. apríl n.k., pf þau fá sam- þykfcd viðkomandi stjórnvalda segir blaðið Dagens Nyheter hefur frétt- ina eftir talsmanni SAS. Seg- ir hann enn fremur við blað- ið, að varla verði hsegt að kalla afleiðingamar af ákvörð un SAS, fargjaldastríð við Loftleiðir, sem ekki eru með- limir í IATA, geti þar af leiðandi boðið lægri fargjöld en samtökin samþykkja. Þó verður að taka það til athugunar, segir talsmaður- inn, að Loftleiðir nota ein- göngu skrúfuflugvélar á leið- inni yfir Atlantshafið, en SAS notar þotur. Méð SAS ferðast um 80 þús. farþegar árlega yfir Atlants- haf. Segir talsmaður félags- ins, að Loftleiðir fljúgi 11 sinn um á viku yfir hafið á sumrin þar af fimm sinnum í beinu sambandi við Skandinavíu og flytji 70 þús. farþega árlega. (Mbl. þykir rétt að geta þess, að Loftleiðir fluttu á sl. ári, 52 þúsund farþega þar af lang flesta milli Evrópu og Ameríku, en gera má ráð fyrir að félagið flytji um 70 þús. farþega á þessu ári). Talsmaður SAS, segir, að hin lágu fargjöiid Loftleiða, hafi komið niður á SAS, þar sem félagið hafi ekki rétt tii. að keppa við hið íslenzka flug félag á jafnréttis grundvelii. Astandið er nú mjög alvar- legt, því að Atlantshafsflugið hefur mikla þýðingu fyrir fjár hag SAS, heldur talsmaður- inn áfram. Það er aðalþáttur- inn í milliiandafluigi félags- ins og þar af leiðandi hefur samkeppnisaðstaðan, eins og hún er nú, verið Þrándur í götu vaxtar og viðgangs SAS. Á s.l 10 árum hefux SAS hvað eftir annað rætt þetta vandamál við IATA og einnig hefur félagið reynt að leysa það með samningum við Loft leiðir, en án árangurs. — Það er aldrei skemmti- legt, að þurfa að grípa til verð lækkana, segir talsmaður SAS. Þegar allt kemur til Eills getur tæpast orðið miikill á- vinningur af því, að félögin keppi um hylli farþeganna með fargjaldalækkunum. Ef til slíks kemur er hætt við því að afleiðingin verði sú, að hin ábyrgðarlausari félög lækki fargjöld sín svo mi'kið, að þau neyðist að lokum til þess að láta það koma niður á öryggi farþeganna. Ef SAS tekur upp ferðir yfir Atlantshaf með skrúfuflugvéi um, verða þær af gerðinni DC— 7—C og fara til New York um Grænland. Til 1. apríl næsta ár verða ferðir og fargjöld félagsins ó- breytt frá því, sem nú er. Hvernig þetta verður eftir 1. apríl er erfitt að segja eins og sakir standa. Það má telja víst, að félögin innan IATA séu þess fýsandi að leysa þetta vandamál með samn— ingum og viljinn til samkomu lagis mikill, segir blaðið að lokum. Verkalýðurinn og þjóðfélagið f GÆR kom út á vegum Félags- málastofnunarinnar bók, sem nefnist: „Verkalýðurinn og þjóð- félagið". Hannes Jónsson, félagsfræðing ur, forstöðumaður stofnunarinn- ar tjáði fréttamönnum, að þetta væri fyrsta bókin í áformuðum bókaflokki, sém hefði kjörOrðið: „Bækur, sem máli skipta“. í bók þessari eru fræðilegar og hag- nýtar greinar eftir Dr. Benjamín Eiríksson, Hákon Guðmundsson, Hannibal Valdimarsson, Hannes Jónsson og Hjálmar Vilhjálms- son, og byggist efni bókarinnar á athugunum í efnahags- og verkalýðsmálum. Kvað Hannes bókina mundu vera góða hand- bók fyrir forystumenn atvinnu- rekenda og leiðtoga verkamanna og annarra launþega. Bókin Jpst- ar 150 krónur. — Indland Framhald af bls. 1. Ladakh héraði og telur ráðuneyt ið, að Kínverjar undirbúi árás á flugvöllinn. Pekingstjórnin mótmælti í dag við Indverja, að þeir hefðu gert sprengjuárásir á kínverska her- menn á landamærum Kína og Kasmír. Kváðu Kínverjar þolin mæði sína á þrotum og sögðu, að þeir myndu neyðast til að svara í sömu mynt, ef Indverjar létu ekki af sprengjuárásunum. Fréttastofan Nýja Kína skýrði frá þessu í dag og sagði, að Ind verjar drægju saman mikið lið við Casul í Ladag og ætluðu að ráðast inn á kinvérskt lands- svæði. — Kúba Framhald af bls. 1. 1 heilum Kúbanskir útlagar í Florida halda því fram, að eldflaugar, sem nægi til að gereyða hálfri Amerlku, séu geymdar í hellum á Kúbu. Skýrði fyrirliði útlag- anna, Fernando Gracia Chacon, frá þessu í yfirlýsingu, er hann gaf út í Washington í dag. — Einnig hafði hann það eftir stúdentasamtökum, sem andsnú- in eru Castro og hafa aðsetur í Miami, að byggðar hafi verið tvær eldflaugastöðvar neðan- jarðar á Kúbu. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvenær viðræðum þeirra Castros og Mikoyans lýkur og engin til- kynning hefur verið gefin út um þær. Telja heimildir, að Castro og Mikoyan geti ekki náð sam- komulagi um ýmis alþjóðamál. Mikoyan heimsótti í dag tvö sovézk fiskiskip í höfninni í Havana og sagði við það tæki- færi, að Kúbubúar gætu alltaf reitt sig á aðstoð sovézkra sér- fræðinga við fiskveiðar. — íþróttir Framhald af bls. 22 maðurinn við sjálfan sig er hanfl staulaðist, ómeiddur þó, niður ’brekkuna. Fyrir eindregna hvatningu Óla í Skíðaskálanum og góðvilja ihans aíð lána fréttamanninum önnur skíði hélt hann á ný út í brekkuna, en nú var haldið skemimra á brattann og ekki reynt að feta í fótspor snilling- anna. Liðið var að kvöldi og tími til hvíldar noikkra stund. Endað var með því að fara á ný út í brekku er ljós höfðu verið tendr uð og síðan heim í skála og í gufu bað, að endingu snæddur kvöld- verður, áður haldið var í bæinn eftir dásamlega helgi. Nýir skíðaskór, skíði og stafir dönsuðu fyrir augunum. Hingað verðum við að kcwnast sem fyrst aftur, var heitstrenging kvölds- ins. vig. Duglegir unglingur eðu krukkur óskast til að bera MORGUNBLAÐIÐ í þessi hverfi í borginni: Sörlaskjól Miðtún

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.