Morgunblaðið - 20.11.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1962, Blaðsíða 24
FKÉTTASIMAR MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 I Kaupmannahöfn Með hverri Faxa-flugferÖ til K.- hafnar kemur MBL. samdægurs í Aviskiosken, i Hovedbanegárden 260. tbl. — ÞriSjudagur 20. nóvember 1962 Alþýðusambandsþing hdfst í gær K,'örbréf LÍV, Frama og HÍP ekki komin -til afgreiðslu 28. ÞING Alþýðusambands íslands hófst í gær. Forseti ASÍ flutti setningarræðu, ýmis þingskjöl voru lögð fram, nokkrar tillögur bornar fram og skipað var í nefndir, en að öðru leyti urðu þing- störf lítil, vegna þess hve tregt kjörbréf bárust frá kjörbréfanefnd. í gærkvöldi, þegar fundi var frestað, hafði enn ekki verið fjallað um kjörbréf Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna, Hins íslenzka prentarafélags og Bifreiðastjórafélagsins Frama. Ein atkvæðagreiðsla fór fram á þinginu í gær. Var hún um tillögu Jóns Sigurðssonar, formanns Sjómannasambands Islands, um að vísa kjörbréf- um fulltrúa Verkalýðs- og Sjómannafélags Miðness- hrepps aftur til kjörbréfa- nefndar. Var sú tillaga sam- þykkt með 147 atkvæðum gegn 127. í setningarræ-'ðu sinni sagði for- seti ASÍ, Hannibal Valdimars- son, að þessa þings hiefði verið beðið með mikilli eftirvænt ingu, eins og m. a. væri ljóst af blaðaskrifum. Mætti það vera Bíll og flugvél í árekstri Keflavíkurflugvelli, 19. nóv Flugvélin TF-AIM, sem er af Stinson gerð, eign Flugsýn h.f. í Reykjavík, var um kl. 17 í dag að aka eftir flugvélastæð- inu í átt til hótelsins, þegar station-fólksbíl var ekið í veg fyrir hana. Bíllinn skall utan í flugvél- ina framanverða með þeim af- leiðingum, að skrúfublað henn ar gekk inn í gegnum þak bílsins, nokkrum þumlungum fyrir aftan höfuð ökumannsins sem var vamarliðsmaður. Skrúfublaðið bognaði og skemmdist bíllinn allmikið. Einnig skemmdist vélarhús flugvélarinnar og hjólagrind- in. Ekki urðu slys á mönnum. Flugmaðurinn heitir Þor- steinn Jónsson. Dimmt var orð ið þegar áreksturinn varð. — Lögreglan á Keflavíkurflug- velli rannsakar málið. — B.Þ. Kristján Eldjárn segir frá vesturför Svarfdælingafélagið í Reykja- vík heldur skemmtifund í Glaum bæ í kvöld. Þar mun dr. Kristján Eldjám sýna myndir og segja frá vesturför íslenzku vísindamann- anna, sem tóku þátt í rannsóknar leiðangri Helge Ingstad. fagnaðarefni, ef hér væri um ein- skæran og einlægan áhuga á málefnum ASÍ að ræða, en því miður væri þessi áhugi af ann- arri rót. Rakti hann síðan. starf ASÍ frá seinasta þingi og kvað baráttu og kröfugerð hafa verið miðaða við vilja þingsins og for- skriftir þess. í kjarabaráttunni hefði sá ánægjulegi hlutur gerzt, að samvinnuihreyfingin hefði brot ið ísinn og gengið fyrst til saunninga við verkalýðshreyfing- una í verkfollum. Þá minntist forseti ASÍ á samskipti verka- lýðs og ríkisstjórnar. Gengis lækkun hefði verið gerð eftir verkföll, þótt Ijóst væri, að fyrir henni hefðu engin efnahagsleg rök legið, heldur hefði hún verið hefndarráðstöfun reiðra og mátt- vana valdhafa. Einnig hefði skip- an vaxtamála orðið öllu frjálsu Kaup hækkar við frystingu á síld SAMIÐ hefur verið um það milli Vinnuveitendasambands íslands Og verkakvennafélagsins Fram- sóknar í Reykjavík og Vinnuveit- endafélags Hafnarfjarðar og verkakvennafélagsins Framtíöin, að vinna við heilfrystigu á síld færiist milli launaflokka. Verður vinna við heilfrystingu síldar nú í sama launaflokki og m. a. vinna við saltsíld. Er kaup- ið 25 krónur á tímann. 2 togarar seldu í gær TVEIR íslenzkir togarar seldu afla sinn erlendis í gær, annar í Bretlandi en hinn í Þýzkalandi. Hvalfell seldi í Bremerhaven 153,9 tonn fyrir 160.230 mörk. Apríl seldi í Hull 102,4 tonn fyrir 5.973 sterlingspund. Togararnir Narfi og Hafliði áttu að selja afla sinn í Grimsby í gærmorgun, en því varð að fresta vegna sólarhrings verk- falls löndunarmanna þar. framtaki í landinu þungt í skauti. Um núverandi stjórnarstefnu sagði forseti ASÍ, að verkalýðs- hreyfingin hlyti að fordæma hana, mótmæla henni og berjast gegn henni. Hann kvaðst álíta, að verkalýðshreyfingin hefði sýnt hófsemi og biðlund og aldrei lagt til orrustu nema til þess að verja hendur sínar. Hefði hún aldrei komið með óhóflegar kröf- ur og yrði ekki sökuð um öfstopa. Vegna misbresta í samstöðu sjómanna, sagði forseti AiSÍ, er nú sennilega í dag eða á morgun að takast að knýja fram kjara- skerðingu meðal sjómanna. Að lokum vék forseti A9Í að dómi Pélagsdóms í máli LÍV og ASÍ. Væri hann langalvarleg- asta árásin á innri réttindi og grund'vallaratriði verkalýðshreyf ingarinnar. Nú væri tími mikilla átaka, en verkalýðshreyfingin myndi verja hendur sínar. Sam- tökin ættu sjálf að ráða, hverjir Framhald á bls. 13 Benzínleiðsia sprakk Benzín flæddi um allt BENZÍNLEIÐSLA, sem liggur frá tönkum í Öskjuhlíð niður að sjó, sprakk í gær. Mikið magn af benzíni rann niður. Veginum í Nauthólsvík hefur verið lokað vegna eldhættu. Einn hreyfill bilaði FJÖRUTÍU MANNA hópur ungra manna fór kl. 8 í gærmorg un á vegum Varðbergs til Parísar til að kynna sér starfsemi NATO og stofnanna þess. Farið var með Constellation flugvél aðmírálsins á Keflavíkur flugvelli. Eftir að flugvélin hafði verið 15 mínútur á lofti kom í ljós bilun á einum hreyfli hennar. Á- kveðið var því að snúa aftur til vallarins. Hópurinn fór loks kl. 10 með Skymasterflugvél. Tveir úr hópn um komust ekki með vélinni og fóru þeir síðar um daginn með Loftleiðavél. Gert er ráð fyrir, að hópurinn komi heim aftur á föstudaginn. Fitumagn síldarínnar mældist 16-18 prósent AKRANESI, 19. nóvember: — Mokafla fengu 14 síldveiðibátar aðfararnótt sunnudags um 50 sjó mílur undan Jökli. Höfrungur II veiddi smásíld undan Krísuvíkur bergi. Aðalveiðina fengu bátarnir und ir morgun. Stafalogn var á miðun um. Alls fengu þeir 9.200 tunrmr. Aflahæstu bátarnir voru: Höfr ungur II með 1431 tunnur, Skírn ir 1341, Náttfari 1032, Reynir 746, Sæfari og Höfrungur 719 tunnur. Síldin af miðunum í Kolluál var fitumæld í fyrradag. Reynd- ist fitumagn hennar vera 16 til 18%. Hér var saltað og hraðfryst. Unnið allan sunnudaginn og langt fram á nótt, a.m.k. til kl. 4. í nótt fékk Keilir gott kast, en nótin rifnaði. Hann náði þó 100 tunnum. Ólafur Magnússon fékk 100 tunnur. Annars var engin veiði í nótt. Síldin stóð djúpt og var dreifð. AKRANESI í gærkvöldi: — Frétzt hefur, að margir bátar séu búnir að kasta í kvöld á miðun- um vestur undir Jökli. r vitað um einn bát, _ið síld. Þuu er Sig- búinn var að fá 250 Aðeins e: sem hef... i urður, sem tunnur. Margir bátar hafa rifið nætur sínar, því veltingur er og mikill sjór, þó hann sé hægur að suð- a..stan. Höfrungur I og einn Keflávík- r bátur eru suður frá. Ekki er veiðiveður þar. Spáð er batnandi veiðihorfum með nóttinni. — Oúdur. Það var bifreiðastjóri, sem varð var við að benzínið flæddi þarna um. Hann gerði slökkviliðinu á flugvellinum aðvart. Veginum í Nauthólsvík var lokað vegna hinn ar miklu eldhættu. Búizt er við, að vegurinn verði opnaður fyrir umferð í dag. Flugmálastjórnin á tankana og leigir þá út. Menn frá ESSO voru í gær að gera við leiðsluna. Fyrsta síldin til Ólafsvíkur ÓLAFSVÍK, 19. nóvember: — Fyrsta síldin barst hingað í dag. Halldór Jónsson kom með 400 t: _inur, sem fóru að mestu í fryst ingu. Fimm bátar fóru út í gærkvöldi upp á væntanlega samninga. Mið in eru hér skammt frá. Verið er að reisa 2000 mála síldarverksmiðju, sem verður til- búin eftir nálega hálfan mánuð. Gott fiskirí hefur verið á línu bátunum. Þeir hafa fengið 7—10 lestir í róðri. Önglapungarnir hafa fengið 2 Vi—4 tonn. Mikill skortur er hér á vinnu- afli. Sérstaklega vantar stúlkur til að salta síld og frysta og reynd ar til allrar frystihúsavinnu. — Fréttaritari. 3 bílar í árekstri í Hafnarfirði ÞRÍR bilar lentu í árekstri í Hafnarfirði í gær klukikan 17.13 Varð áreksturinn á móts við póst húsið. Bílarnir voru Y-77, B-399 og G-1338. Töluverðar skemmidir urðu á Y-77. Tveir farþegtar í bílnuim slösuðust, Guðmundur Gíslason frá Kópavogi, sem var fluttur á Slysavarðstofuna, og lítil stúlka frá Hafnarfirði, Sig ríður Ólafsdóttir. Hún mun hafa meiðst lítilsháttar. Ökumaður B-399, Garðar Kristj ánsson, slasaðist einnig noikkuð. GULLFOSS kom á sunnudag- ( inn frá Kaupmannahöfn með talsvert magn af fallegum jólatréshrislum og einnig niokkur stór jólatré, sem skreyta munu heimili og torg borgarinnar. Talsvert magn til viðhótar mun væntanlegt með næstu ferð Gullfoss. Hópar barna var að sniglast við skipið og mátti sjá eftirvænitingar- glampa í augum þeirra. Ljósm.: Sv. Þ. Hlaut 260.000 króna sekt BREZKI togaraskipstjórinn Matthew Mecklenburg var dæmd ur á ísafirði sl. laugardagskvöld fyrir landhelgisbrot. Hann hlaut 260 þúsund króna sekt og 45 daga skilorðsbundið fangelsi. Afli og veiðarfæri vöru gerð upptæk. Skipstjórinn áfrýj- aði dóminum til Hæstaréttar. Togarinn, Lord Middleton, var tekinn fyrir veiðar 1,1 mílu fyrir innan fiskveiðimörkin út af Dýra firði sl. föstudag. Bæjarfógetinn á ísafirði, Jó- hann Gunnar Ólafsson, kvað upp dóminn. Meðdómedur voru Páll Pálsson, skipstjóri, og Rögnvald- ur Jónsson, forstjóri. — Garðar. Samkomulag um síldveiðikjörin Atkvæðin væntanlega talin ■ dag. S AMNIN G ANEFNDIR útvegs- manna og sjómanna náðu sam- komulagi á sáttafundi aðfaraniótt sunudags um að leggja fyrir fé- lög sin uppkast að samningi um síldveiðikjör, sem byggt er í meg inatriðum *■ Akran.essamningnum að viðbættri hækkun um % %. Samkomulagio náðist fyrií milligöngu sáttasemjara ríkisins, Fundurinn hófst klukkan 4 á laugardag Jg stóð til klukkan 8 á sunnudagsmorgun. Atkvæðagreiðsla fór fram um samningsuppkastið í sjómanna- félögunum í gærkvöldi. Henni eir lokið hjá útvegsmönnum. Atkvæði verða talin í dag hjá sáttasemjara, ef þau haia borizt frá öllum félögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.