Morgunblaðið - 20.11.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.11.1962, Blaðsíða 22
22 MORGVNÉLAÐ1Ð Þriðjudagur 20. nóvember 1962 Körfuknattleiksmótið: Ármann og ÍR hlutu fyrstu meistarastigin • Gróft grin. Leikurinn þótti út af fyrir sig skenuntilegur, en hitt er vafasamt hvort slíkt er ekki dálítið gróft grín að áhorfend um, að vera að halda meist- aramót höfuðborgarinar og vit andi vits tefla fram liðum sem ekki eru lögleg samkvæmt Jón setti enn met 2.07 m. Á LAUGARDAGINN setti Jón Þ. Ólafsson ÍR enn nýtt ís- landsmet i hástökki innanhúss.í Stökk Jón 2.07 m. Gamla met- J ið hans var 2.06 m. Jón átti i þrjár tilraunir við 2.10 en tókst t ekki. Framfarir Jóns eru mjog jafnar og stígandi í . þessari grein og metið er orðið mjög gott ekki sízt miðað við þröng ar aðstæður í ÍR-húsinu þar sem Jón æfir og keppir. jón sigraði einnig í keppni í langstökki án atrennu, stökk 3,34 m, sem er jafnt og metið. Hann vann einnig þrístökk án atrennu, stökk 9,77 m. og í há stökki án atrennu stökk Jón 1,70 m. Frábær árangur á einu og sama innanfélagsmótinu. Hér stendur hinn ungi Cass- ius Clay yfir Archie Moore. Leikurinn er kominn fram í 4. lotu en þetta er í þriðja sinn sem Moore fellur í gólfið. Dóm arinn stöðvaði leikinn, en Moore stóð fljótt upp og komst óstuddur til búningsklefa en var sýnilega ruglaður. Nú er talað um að næsti and stæðingur Clay verði Ingimar Johansson, en Sonny Liston hefur einnig boðið Clay til leiks um heimsmeistaratitil- inn. Sennilega þykir hann heldur ungur til þess ennþá að Ienda I klóm Listons, en millileikur við Johansson gæti þó skorið úr um það. KR tefldi fram góðu en ólöglegu liði unglinga KURFCKNATTLEIKSMENN „áttu“ sl. helgi í íþróttalífi höf- uðstaðarins. Á laugardagskvöldið fóru fram fyrstu meistaraflokks- leikirnir. Ármann vann sigur yf- ir nngum KR-ingum, sem tefldu fram ólöglegu liði. Ármann skor- aði 43 stig gegn 35. iR-ingar unnu síðan öruggan yfirburðasigur yf ir KFR, skoruðu 73 stig gegn 44. KR-liðið er skipað ungum mönn um, andstætt reglum eru þar fleiri piltar frá 2. aldursflokki, en leyfilegt er. Þeir náðu góðum leik og skemmtilegum og það var ekki fyrr en á síðustu mínút um að Ármann komst yfir og tryggði sér sigurinn. KR (A-lið) vann IR í 2. flokki með nokkrum yfirburðum. — Hér verst IR-ingur — ólöglega þó dómarinn ei tæki eftir — góðri sókn KR. reglum mótsins, þótt bráð- skemmtileg séu. Ármenningar voru seinir í gang — kannski af því að þeir vissu að leikurinn var þeim unninn. Og á síðasta stundarfjórðungi léku þeir það bragð að vinna upp & stiga forskot KR og síðan að vinna með 8 stiga mun. Ármenn ingar eiga nú sem fyrr mjög gott og sterkt lið. Leikur ÍR og KFR var jafn framan af, en smám saman náðu ÍR-ingar undirtökunum og for- skot liðsins óx jafnt og þétt. f hálfleik höfðu þeir 15 stig yfir, höfðu skorað 37 stig gegn 22. Sami stígandi hélzt í síðari hálf leik, þá unnu ÍR-ingar með 14 stiga mun og lokatölur urðu 73:44. 1 þessum liðum báru landsliðs- menn, sem þar er marga að finna nokkuð af. Hjá ÍR bar sem fyrr mest á Þorsteini Hallgrímssyni, Framh. á bls. 23. Erlingur (Fram) er kominn inn fyrir. Guðjón er ve! á verði. (Ljósm. Sv. Þorm.) Fram vann öruggan sigur - en KR sýndi baráttuvilja Á FÖ STUDAGSKVÖL.DID fóru fram 8 leikir handknattleiksmóts ins þ.á.m. meistaraflokksleikur karla milli Fram og KR. Fram náði snemma tökum á leiknum og forskoti, sem dugði til sigurs, þó KR-ingar gæfust aldrei upp og minnkuðu bilið er á leið leik- inn. Lokatölur urðu 17:14 fyrir Fram; í hálfleik var staðan 10:5. KR vann því síðari hálfleikinn með 2 marka mun. • FRAM — KR. Það voru mjög góðir kaflar í leik KR og Fram, mikil barátta, mikill hraði og oft skemmtileg tilþrif. Fram kom engan veginn á óvart með leik sínum, en mikið vantar á að liðið fái notið hæfi- leika sinna á litla gólfinu í Há- logalandi. KR-lingar komu hins vegar á ó vart með frammistöðu sinni. Lið- ið náði sínum bezta leik í mót- inu og keppnisskapið brást ekki þó illa horfði á stundum. Eftir jafna byrjun náði Fram öruggri forystu, sem smá jókst. Hafði Fram 5 mörk yfir í hálfleik, en í byrjun síðari hálfleiks komust þeir í 7 marka forskot, 15:8. Á þetta forskot saxaði KR í lok leiksins, svo munurinn varð að- eins 3 mörk. Sigur Fram var fyllilega verð- skuldaður og aldrei í neinni hættu. Heildarsvipur Framliðs- ins var jafn og góður en Karl Jó- hannsson gnæfði nokkuð upp úr hjá KR og var sá eini, sem Fram vörnin réði ekki fyllilega við. • Meistarastúlkur í fyrsta sinn. Þá fór fram fyrsti leikur í mfl. kvenna í mótinu og mættust Ármann og Víkingur. Ármanns- alúlkurnar náðu í fyrri hálfleik algerum tökum á leiknum og gerðu út um leikinn með 5 mörk um gegn engu frá Víkingsstúlk unum, sem voru máttlitlar og ó- öruggar. Víkingsstúlkurnar hristu af sér slenið í síðari hálfleik. Þá skor- uðu þær 3 mörk en Ármann ekk- ert. Ármann fór þvi með sigur- inn 5:3 og stigin tvö frá þessum einkennilega leik. Þá áttu yngri flokkamir og 1. flokkur nokkra leiki og mátti þar sjá margan efnilegan hand- knattleiksmanninn, ekki sízt í 2. cj 3. flokki karla. Úrslit í þeim leikjum urðu þessi. 2. flokkur karla: Ármann — Þróttur 5:5. 3. flokkur karla: Víkingur — Valur 5:3. ÍR — Þróttur 9:5. 2. flokkur kvenna: Valur — KR 4:5. Víkingur — KR 3:8. ÍR — Fram 6:5. ' Síðast taldi -leikurinn var hörkuspennandi og jafn og í hon um skemmtilegir kaflar, ekki sízt línuspil Fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.